Ófriður í Kólumbíu

Kólumbíska þjóðin hefur kosið gegn sögulegum friðarsamningi á milli ríkisstjórnar landsins og FARC. Mikil óvissa ríkir og hefur forseti landsins, Juan Manuel Santos látið þau orð falla að hann „hafi ekkert plan B því plan B er að fara aftur í stríð“.

Skrifað var undir sögulegt friðarsamkomulag 26. september. Það átti að binda enda á yfir 50 ára ófrið. Nú hefur því verið hafnað í þjóðaratkvæði.
Skrifað var undir sögulegt friðarsamkomulag 26. september. Það átti að binda enda á yfir 50 ára ófrið. Nú hefur því verið hafnað í þjóðaratkvæði.
Auglýsing

Þann 26. sept­em­ber síð­ast­lið­inn und­ir­rit­uðu for­seti Kól­umbíu, Juan Manuel Santos, og leið­togi marxísku skæru­liða­sam­tak­anna Fuerzas Arma­das Revolucion­arias de Colombia (FARC), Rodrigo Londoño (sem einnig er kall­aður Timochenko í höf­uðið á sov­éska her­for­ingj­an­um Semyon Timochenko), frið­ar­sátt­mála til að binda enda á fimm­tíu og tveggja ára löng átök í land­inu. Landið var því ein­ungis einu skrefi frá því að frið­ar­sátt­mál­inn myndi taka gildi en varð svo óvænt felldur í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í dag, sunnu­dag­inn, 2. októ­ber. Hver er aðdrag­andi þess­ara átaka?

„Ef Jesús væri á lífi þá væri hann skæru­liði“

Átökin milli FARC og rík­is­stjórnar Kól­umbíu eiga rætur sínar að rekja til stofn­un­ar FARC í kjöl­far árásar kól­umbíska hers­ins á land­svæði stjórnað af komm­ún­ista­skæru­liða­hreyf­ingum bænda í Marquetali­a-lýð­veld­inu svo­kall­aða sunnan við Bogotá, höf­uð­borg lands­ins, þann 27. maí 1964. Þeir Pedro Ant­onio Marín (þekktur sem Manuel Maru­landa), reynslu­bolti úr borg­ara­styrj­öld­inni á milli íhalds­flokks og frjáls­lynda flokks Kól­umbíu 1948-1958, og Luís Mor­antes (þekktur sem Jac­obo Arenas), marxískur ­kenn­inga­smið­ur, verka­lýðs­fé­lags­leið­togi, og leið­togi innan hins bann­aða komm­ún­ista­flokks Kól­umbíu, urðu leið­tog­ar FARC og gerðu sam­tökin að hinum vopn­aða væng komm­ún­ista­flokks­ins. Mor­antes - hug­mynda­fræði­legur leið­togi flokks­ins - taldi sig feta í fótspor Che Guevara og yfirsá hægan en stöðugan vöxt sam­tak­anna á 7. og 8. ára­tugn­um. Þrátt fyrir að sam­tökin voru að mestu leyti fjár­mögnuð með gísla­tökum og fjár­kúgun á þeim tíma nutu þau ímyndar sem róm­an­tískir upp­reisn­ar­menn sem veittu hlið­hollum þorpum mennta- og heil­brigð­is­þjón­ustu og mót­stöðu við rík­is­stjórn sem beitti sér af mik­illi hörku gegn vinstriöflum innan lands­ins.

Á þessum tíma mynd­uð­ust einnig fjöl­mörg önnur svipuð upp­reisn­ar­sam­tök og ber þar helst að nefna Ejér­cito de Liber­ación Nacional (ELNsem átti rætur sínar í borgum lands­ins og sam­an­stóð af háskóla­nem­um, rót­tækum kaþ­ólikk­um, og vinstrisinn­uðu mennta­fólki, and­stætt við FARC sem hefur ávallt verið kennt við lands­byggð­ina. Camilo Torres Restrepo, kaþ­ólskur prestur og einn af leið­tog­um ELN sem reyndi að sam­rýma hug­mynda­fræði kaþ­ólisma og marx­is­ma, lét fræg tit­il­orð þessa und­ir­kafla falla en ELN hafa reynst jafn lang­líf og FARC og gegna lyk­il­hlut­verki á bak­við tjöld frið­ar­samn­inga­ferl­is­ins í dag.

Auglýsing

Horfið frá bylt­ingu

Þrátt fyrir að fíkni­efna­smygl hafi almennt verið álitið „and­bylt­ing­ar­kennt“ og ekki bylt­ing­ar­sinnum boð­legt sem tekju­lind þá byrj­aði FARC að skatt­leggja cocalaufs bændur undir lok 8. ára­tug­ar­ins. Tekjur sam­tak­anna juk­ust í kjöl­farið til muna og fjöldi skæru­liða einnig, eða úr nokkur hund­ruðum og í um þrjú þús­und. Þar af leið­andi hófust fyrstu frið­ar­samn­inga­við­ræður þar sem FARC fékk sæti við samn­inga­borðið hófust í for­seta­tíð Belis­ario Bet­ancur árið 1982 en óhætt er að segja að þær leiddu ekki til við­var­andi frið­ar. 

Það fór ekkert á milli mála hvað Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það dugði þó ekki til. MYND: EPAVið­ræður rík­is­stjórn­ar­innar við FARC urðu væg­ast sagt erf­ið­ar, en stofnun flokks­ins Union Pat­riót­ica (UP) árið 1985 sem eins konar þing­flokks FARC var von­ast til þess að sam­tökin myndi að lokum leggja niður vopnin og verða stofn­ana­bundið stjórn­mála­afl í land­in­u. Jac­obo Arenas, og yfir­stjórn FARC, var þó á öðru máli; vopnuð upp­reisn bylt­ing­ar­inn­ar, og fjár­öfl­un­ar­leiðir henn­ar, áttu að halda ótrauðar áfram sam­hliða afskiptum af stjórn­mál­um. Afleið­ing­arnar urðu þær að vopna­hlé rík­is­stjórn­ar­innar við FARC end­aði loks­ins árið 1987. UP hafði á skömmum tíma áunnið sér fylgi á vinstri væng ­stjórn­mála í Kól­umbíu. Í kjöl­far áfram­hald­andi vopn­aðra aðgerða og gísla­tök­um FARC höfðu hins vegar sprottið upp fjöl­margar vopn­aðar sveitir fjár­magn­aðar af hópum and­víg­um FARC á borð við stóra land­eig­endur og fíkni­efna­smygl­ara en þessar sveitir álitu UP vera lýð­ræð­is­legt atgervi hryðju­verka­sam­taka og auð­velt skot­mark. Ríf­lega þrjú þús­und með­lim­ir UP létu lífið næstu ár sem varð til þess að flokk­ur­inn varð lagður niður og eftir að Arenas lést úr hjarta­á­falli árið 1990 dróg mikið úr hug­mynda­fræði­legu vægi í starf­semi FARC

Sam­tökin höfðu eflst á 9. ára­tugnum og héldu áfram að vaxa allan þann 10. í skjóli þess að sið­ferð­is­leg val­kreppa tengd afskiptum af fíkni­efna­smygli var að mestu leyti horf­in. Um þús­ald­ar­mótin var því spáð af leyni­þjón­ustu varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna að landið ætti í hættu að verða að „narco-state stjórnað af FARC innan fimm ára; sam­tökin töldu um 20 þús­und skæru­liða, stóðu fyrir um þrjú þús­und gísla­tökum á ári, og stjórn­uðu lands­svæðum sem námu um einn þriðja hluta Kól­umbíu - land sem á þeim tíma fram­leiddi um 90% af öllu kóka­íni í heim­in­um.

Engir sig­ur­veg­arar

Ára­löng þreyta á átökum og von­brigði almenn­ings yfir mis­heppn­uðum frið­ar­samn­inga­við­ræðum í for­es­eta­tíð Andr­és Pastrana (1998-2002) sýndu sig í kjöri hins stríðs­glaða Álvaro Uribe árið 2002 í kosn­ing­ar­bar­áttu þar sem einn mót­fram­bjóð­andi UribeÍngrid Bet­ancourt, var tekin sem gísl af FARC. Með yfir níu millj­arða ­Banda­ríkja­dali í hern­að­ar­að­stoð frá Banda­ríkj­unum - hið Plan Colombia svo­kall­aða - ásamt beit­ingu hinna vopn­aða sveita sem áttu sitt upp­haf á níunda ára­tugn­um, náði Uribe að snúa vörn í sókn og á næstu átta árum fækk­aði skæru­lið­um FARC niður í átta þús­und, fjöl­margir leið­tog­ar ­sam­tak­anna lét­ust - þar á meðal hinn upp­hafs­mað­ur­inn, Manuel Maru­landa - og þau neydd til að draga vopn­aða skæru­liða sína til baka í strjál­býl landamæra­héruð lands­ins. Þó svo að FARC hefði veikst til muna varð þó einnig ljóst að ómögu­legt væri að vinna end­an­legan hern­að­ar­sig­ur; rík­is­stjórn lands­ins hefur lagt allt í söl­urnar í að berj­ast gegn sam­tök­unum frá árinu 2002 en þrátt fyrir það eru þau enn talin hafa um 40 þús­und með­limi og vera með til­vist í 28 af 32 sýslum lands­ins.

Ekk­ert plan B

Eftir að fjög­urra ára frið­ar­samn­inga­við­ræðum á milli Juan Manuel Santos og Timochenko lauk með drögum að samn­ingi síð­sum­ars í ár var útlit fyrir að væri hægt að binda enda á, eða að minnsta kosti loka löngum kafla í, átaka­sögu Kól­umbíu eftir að rúm­lega tvö hund­ruð og tutt­ugu þús­und manns hafa látið lífið og yfir fimm millj­ónir misst heim­ili sín í fimm­tíu og tveggja ára löngum átök­um. Skamm­sýnt væri að halda að far­sæl nið­ur­staða frið­ar­samn­ing­ana myndi binda enda á fíkni­efna­smygl­starf­semi og gísla­tökur upp­reisn­ar­sam­taka í land­inu - það er ýmis­legt sem bendir til þess að ELN hafa tekið við kefl­inu af FARC á ákveðnum svæðum - en þó kemur það á óvart að kól­umbíska þjóðin hafi kosið gegn samn­ingn­um. Santos og Timochenko hafa báðir tjáð að samn­ing­ur­inn sé sá besti sem báðir aðilar gætu orðið sam­mála um, og Santos héfur látið þau orð falla að hann „hafi ekk­ert plan B því plan B er að fara aftur í stríð. Von­andi er hægt að kom­ast hjá plani B.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None