Broddflugan Bob Dylan

Bob Dylan hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið fyrir áhrifamikla texta sína. Hann hefur ekki sent frá sér neina yfirlýsingu og er að fara spila á tónleikum í kvöld. Ferill hans er með ólíkindum.

Bob Dylan
Auglýsing

Árið er 1963. Robert Zimmerman, öðru nafni Bob Dylan, sendi þá frá sér plötuna Times They Are Changing, sem var hans þriðja í röðinni. Hann var 22 ára þegar platan kom út, og hafði í farteskinu skerandi beitta texta og einstaka hæfileika. Þeir voru augljósir og höfðu raunar verið frá því hann kom fyrst fram sem unglingur.

Inn að beini

Textar ristu inn að beini hjá valdhöfunum, þjöppuðu kynslóðunum saman sem risu upp víða í Bandaríkjunum, þar sem kynþáttahyggja og klofningur vegna Víetnamstríðsins og aðdraganda þess, hafði mikil áhrif á samfélagsgerðina.

Á þessum tíma myndaði Dylan sterk og djúpstæð tengsl við bandarískan tíðaranda og fólk úr öllum stéttum, um öll Bandaríkin. Þau tengsl áttu svo eftir að berast út fyrir ríkin og um heim allan.

Auglýsing


Það nötraði og skalf í húsum valdhafanna þegar hann steig á svið með gítarinn, einstæðan söng og texta sem sögðu sögur sem fólk tengdi við. Hann skapaði sinn eigin stíl, var sannur frumkvöðull á sviði þjóðlagalistar sem fylgt hefur Bandaríkjunum alla tíð.

Stóð með svörtum mitt í hatrinu

Sérstaklega náði Dylan að hreyfa við réttindabaráttu svartra með lögum sínum og flutningi, mannréttindabaráttu vítt og breitt, auk þess að skapa farveg – nánast einn síns liðs – fyrir samtakamátt listamanna þegar stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam var mótmælt. Á árunum frá 1963 og fram yfir 1975 þá var hann svo áhrifamikill, að fá dæmi eru fyrir því nokkru sinni að tónlistarmaður hafi náð að mynda slík tengsl við landa sína og áheyrendur.

Í morgunþætti útvarpsstöðvar hér á Seattle-svæðinu í morgun voru Nóbelsverðlaun Bob Dylan mál málanna, og var þá ferill hans rifjaður upp. Tilkynnt var um það í Stokkhólmi í morgun að verðlaunin færu til Dylan þetta árið. Rökin sem einkum var vísað til, voru textar hans sem höfðu mikil áhrif á bandaríkska þjóðlagasenu og samfélagið allt. 

The New Yorker segir í pistli af þessu tilefni að nú eigi fólk að njóta þessara tímamóta með því að hlusta.

Dylan hefur engin viðtöl veitt, og gerir það sárasjaldan, en hann er með tónleika í Las Vegas í kvöld. Engin yfirlýsing hefur enn borist frá honum vegna verðlaunanna. Hann hefur alltaf farið sínar eigin leiðir. Stundum valdið deilum og farið á móti straumnum, en enginn getur efasta um sjálfstæði hans sem listamanns.

Erfitt að átta sig á áhrifunum

Samtíðarmenn hans sögðu ómögulegt fyrir yngra fólk í dag að átta sig á því hvernig Dylan hefði hreyft við fólki á miklum umrótartímum í Bandaríkjunum.

Ný samfélagsgerð var að tekin að mótast eftir Kreppuna miklu og seinna stríð, og ógnvekjandi kynþáttahatur, stríðsrekstur og djúpstæðar deilur höfðu augljós áhrif á hann sem listamann. Nokkrum mánuðum eftir að Times They Are Changing kom út var John F. Kennedy Bandaríkjaforseti skotinn, 23. nóvember 1963, í Dallas. 

Tveimur árum seinna sendi hann frá sér sitt vinsælasta lag, Like a Rolling Stone, sem kom út árið 1965. Ferill hans tók að teiknast upp inn í umrótið og var sum part hluti af því.

Stríðsreksturinn í Víetnam hertist í kjölfar dauða Kennedys og þjóðin var í sárum. Tilgangsleysi stríðsins og ótti almennings var umfjöllunarefni listamanna, ekki síst ungs fólks í New York, þangað sem Dylan flutti til að fylgja ferli sínum betur eftir ríflega tvítugur. Þar næstum áþreifanlegur sköpunarkraftur á þessum tíma.

Á árunum 1960 til 1980 urðu lög hans að eins konar þjóðsöngvum baráttufólks um öll Bandaríkin. Svartir náðu sérstaklega tengslum við Dylan-lögin. Eftir að Martin Luther King var drepinn í Memphis, 4. apríl 1968, ómuðu lög Dylans oftar en ekki undir mótmælum.

Eitt af hans frægari lögum, Hurricane, sem Dylan samdi með Jacques Levy, kom út árið 1975. Lagið var baráttulag fyrir boxarann Rubin „Hurricane“ Carter, sem mátti þola kynþáttafordóma og margvíslegt óréttlæti allan sinn feril. Denzel Washington lék Hurricane í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 1999.


Flutti hugsanir sínar

Dylan hefur sjálfur fjallað um þennan tíma í bók sinni, Chronicles Volume One, og segir í þeim að hann hafi aldrei haft það bak við eyrað að hann væri í einhverri baráttu. Hann sagðist hafa reynt að orða hugsanir sínar og flytja þær eins og hann teldi best. Það væri allt og sumt.

Dylan hefur verið á tónleikatúr svo til allan sinn feril, og spilaði á tónleikum um allan heim. Hann þykir sérlundaður og á það til að halda tónleika sem gestir eiga erfitt með að átta sig á.

Þessi broddfluga tónlistarheimsins – og nú bókmenntanna – skilur eftir sig dýpri spor í bandarísku þjóðlífi en flestir ef ekki allir núlifandi Bandaríkjamenn. Síðasti Bandaríkjamaðurinn til að vinna verðlaunin var Toni Morrison árið 1993.

Þegar tilkynnt var um að verðlaunin færu til Bob Dylan, spurðu blaðamenn hvers vegna tónlistarmaður væri að fá bókmenntaverðlaunin. „Times They Are Changing“ var svarið.

Dylan, sem nú er 75 ára gamall, hefur ekki sagt sitt síðasta. Hann hefur sent frá sér 37 stúdíóplötur, 11 tónleikaplötur, 58 smáskífur og fjöldann allan af safnplötum. Afköstin hafa verið með ólíkindum á ferli sem spannar nú 55 ár.

Það er táknrænt að tilkynnt um að Nóbelsverðlaunin hafi fallið í hans skaut, á meðan hann var að undirbúa sig fyrir tónleika. Hann er eiginlega alltaf í þeim aðstæðum: Að fara spila á tónleikum.

Kannski hljóma þessar línur hér að neðan. Beittari og kjarnyrtari verða textarnir ekki.

Times They Are Changing

Come gather 'round people where ever you roam And admit that the waters around you have grown And accept it that soon you'll be drenched to the bone If your time to you is worth savin' Then you better start swimmin' or you'll sink like a stone, For the times they are a' changin'!
Come writers and critics who prophesy with your pen And keep your eyes wide the chance won't come again And don't speak too soon for the wheel's still in spin And there's no tellin' who that it's namin' For the loser now will be later to win For the times they are a' changin'!
Come senators, congressmen please heed the call Don't stand in the doorway don't block up the hall For he that gets hurt will be he who has stalled There's a battle outside and it's ragin' It'll soon shake your windows and rattle your walls For the times they are a' changin'!
Come mothers and fathers throughout the land And don't criticize what you can't understand Your sons and your daughters are beyond your command Your old road is rapidly agin' Please get out of the new one if you can't lend your hand For the times they are a' changin'!
The line it is drawn the curse it is cast The slow one now will later be fast As the present now will later be past The order is rapidly fadin' And the first one now will later be last For the times they are a' changin'!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None