Broddflugan Bob Dylan

Bob Dylan hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið fyrir áhrifamikla texta sína. Hann hefur ekki sent frá sér neina yfirlýsingu og er að fara spila á tónleikum í kvöld. Ferill hans er með ólíkindum.

Bob Dylan
Auglýsing

Árið er 1963. Robert Zimmerman, öðru nafni Bob Dylan, send­i þá frá sér plöt­una Times They Are Chang­ing, sem var hans þriðja í röð­inni. Hann var 22 ára þegar platan kom út, og hafði í fartesk­inu sker­andi beitta texta og ein­staka hæfi­leika. Þeir voru aug­ljósir og höfðu raunar verið frá því hann kom fyrst fram sem ung­ling­ur.

Inn að beini

Textar ristu inn að beini hjá vald­höf­un­um, þjöpp­uð­u kyn­slóð­unum saman sem risu upp víða í Banda­ríkj­un­um, þar sem kyn­þátta­hyggja og klofn­ingur vegna Víetnam­stríðs­ins og aðdrag­anda þess, hafði mikil áhrif á sam­fé­lags­gerð­ina.

Á þessum tíma mynd­aði Dylan sterk og djúp­stæð tengsl við ­banda­rískan tíð­ar­anda og fólk úr öllum stétt­um, um öll Banda­rík­in. Þau tengsl áttu svo eftir að ber­ast út fyrir ríkin og um heim all­an.

AuglýsingÞað nötr­aði og skalf í húsum vald­haf­anna þegar hann steig á svið með gít­ar­inn, ein­stæðan söng og texta sem sögðu sögur sem fólk tengdi við. Hann skap­aði sinn eigin stíl, var sannur frum­kvöð­ull á sviði þjóð­laga­listar sem fylgt hefur Banda­ríkj­unum alla tíð.

Stóð með svörtum mitt í hatr­inu

Sér­stak­lega náði Dylan að hreyfa við rétt­inda­bar­áttu svartra ­með lögum sínum og flutn­ingi, mann­rétt­inda­bar­áttu vítt og breitt, auk þess að ­skapa far­veg – nán­ast einn síns liðs – fyrir sam­taka­mátt lista­manna þeg­ar ­stríðs­rekstri Banda­ríkj­anna í Víetnam var mót­mælt. Á árunum frá 1963 og fram yfir­ 1975 þá var hann svo áhrifa­mik­ill, að fá dæmi eru fyrir því nokkru sinni að tón­list­ar­maður hafi náð að mynda slík tengsl við landa sína og áheyr­end­ur.

Í morg­un­þætti útvarps­stöðvar hér á Seatt­le-­svæð­inu í morg­un­ voru Nóbels­verð­laun Bob Dylan mál mál­anna, og var þá fer­ill hans rifj­aður upp. Til­kynnt var um það í Stokk­hólmi í morgun að verð­launin færu til Dylan þetta árið. Rökin sem einkum var vísað til, voru textar hans sem höfðu mikil áhrif á banda­ríkska þjóð­laga­senu og sam­fé­lagið allt. The New Yor­ker segir í pistli af þessu til­efni að nú eigi fólk að njóta þess­ara tíma­móta með því að hlusta.Dylan hefur engin við­töl veitt, og gerir það sárasjald­an, en hann er með tón­leika í Las Vegas í kvöld. Engin yfir­lýs­ing hefur enn borist frá honum vegna verð­laun­anna. Hann hefur alltaf farið sínar eigin leið­ir. Stundum valdið deil­u­m og farið á móti straumn­um, en eng­inn getur efasta um sjálf­stæði hans sem lista­manns.

Erfitt að átta sig á á­hrif­unum

Sam­tíð­ar­menn hans sögðu ómögu­legt fyrir yngra fólk í dag að átta sig á því hvernig Dylan hefði hreyft við fólki á miklum umrót­ar­tímum í Banda­ríkj­un­um.

Ný sam­fé­lags­gerð var að tekin að mót­ast eftir Krepp­una miklu og seinna stríð, og ógn­vekj­andi kyn­þátta­hat­ur, stríðs­rekstur og djúp­stæð­ar­ ­deilur höfðu aug­ljós áhrif á hann sem lista­mann. Nokkrum mán­uðum eftir að Times T­hey Are Chang­ing kom út var John F. Kenn­edy Banda­ríkja­for­seti skot­inn, 23. nóv­em­ber 1963, í Dalla­s. 

Tveimur árum seinna sendi hann frá sér sitt vin­sælasta lag, Like a Roll­ing Stone, sem kom út árið 1965. Fer­ill hans tók að teikn­ast upp inn í umrótið og var sum part hluti af því.

Stríðs­rekst­ur­inn í Víetnam hert­ist í kjöl­far dauða Kenn­edys og þjóðin var í sár­um. Til­gangs­leysi stríðs­ins og ótti almenn­ings var umfjöll­un­ar­efn­i lista­manna, ekki síst ungs fólks í New York, þangað sem Dylan flutti til að ­fylgja ferli sínum betur eftir ríf­lega tví­tug­ur. Þar næstum áþreif­an­legur sköp­un­ar­kraftur á þessum tíma.

Á árunum 1960 til 1980 urðu lög hans að eins kon­ar ­þjóð­söngvum bar­áttu­fólks um öll Banda­rík­in. Svartir náðu sér­stak­lega tengslum við Dylan-lög­in. Eftir að Martin Luther King var drep­inn í Memp­his, 4. apríl 1968, óm­uðu lög Dyl­ans oftar en ekki undir mót­mæl­um.

Eitt af hans fræg­ari lög­um, Hurricane, sem Dylan samdi með­ Jacques Levy, kom út árið 1975. Lagið var bar­áttu­lag fyrir boxar­ann Rubin „Hurricane“ Carter, sem mátti þola kyn­þátta­for­dóma og marg­vís­legt órétt­læti allan sinn ­fer­il. Denzel Was­hington lék Hurricane í sam­nefndri kvik­mynd sem kom út árið 1999.Flutti hugs­anir sínar

Dylan hefur sjálfur fjallað um þennan tíma í bók sinn­i, Chron­icles Volume One, og segir í þeim að hann hafi aldrei haft það bak við eyrað að hann væri í ein­hverri bar­áttu. Hann sagð­ist hafa reynt að orða hugs­anir sínar og flytja þær eins og hann teldi best. Það væri allt og sumt.

Dylan hefur verið á tón­leika­túr svo til allan sinn fer­il, og ­spil­aði á tón­leikum um allan heim. Hann þykir sér­lund­aður og á það til að halda tón­leika sem gestir eiga erfitt með að átta sig á.

Þessi brodd­fluga tón­list­ar­heims­ins – og nú bók­mennt­anna – skilur eftir sig dýpri spor í banda­rísku þjóð­lífi en flestir ef ekki all­ir núlif­andi Banda­ríkja­menn. Síð­asti Banda­ríkja­mað­ur­inn til að vinna verð­laun­in var Toni Morri­son árið 1993.

Þegar til­kynnt var um að verð­launin færu til Bob Dylan, ­spurðu blaða­menn hvers vegna tón­list­ar­maður væri að fá bók­mennta­verð­laun­in. „Ti­mes T­hey Are Chang­ing“ var svar­ið.

Dylan, sem nú er 75 ára gam­all, hefur ekki sagt sitt ­síð­asta. Hann hefur sent frá sér 37 stúd­íó­plöt­ur, 11 tón­leika­plöt­ur, 58 smá­skífur og fjöld­ann allan af safn­plöt­um. Afköstin hafa verið með ólík­indum á ferli sem spannar nú 55 ár.

Það er tákn­rænt að til­kynnt um að Nóbels­verð­launin hafi fallið í hans skaut, á meðan hann var að und­ir­búa sig fyrir tón­leika. Hann er eig­in­lega alltaf í þeim aðstæð­um: Að fara spila á tón­leik­um.

Kannski hljóma þessar línur hér að neð­an. Beitt­ari og kjarn­yrt­ari verða text­arnir ekki.Times They Are Chang­ing

Come gather 'round people where ever you roam And admit that the waters around you have grown And accept it that soon you'll be drenched to the bone If your time to you is worth savin' Then you better start swimm­in' or you'll sink like a sto­ne, For the times they are a' chang­in'!
Come writers and crit­ics who proph­esy with your pen And keep your eyes wide the chance won't come again And don't speak too soon for the wheel's still in spin And ther­e's no tell­in' who that it's nam­in' For the loser now will be later to win For the times they are a' chang­in'!
Come senators, con­gress­men ple­ase heed the call Don't stand in the doorway don't block up the hall For he that gets hurt will be he who has stalled Ther­e's a battle outside and it's rag­in' It'll soon shake your windows and rattle your walls For the times they are a' chang­in'!
Come mothers and fathers throug­hout the land And don't crit­icize what you can't und­er­stand Your sons and your daughters are beyond your comm­and Your old road is rapidly agin' Ple­ase get out of the new one if you can't lend your hand For the times they are a' chang­in'!
The line it is drawn the curse it is cast The slow one now will later be fast As the pres­ent now will later be past The order is rapidly fad­in' And the first one now will later be last For the times they are a' chang­in'!

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None