Topp fimm árin

Árin 2011-2015 voru fimm hlýjustu ár í sögunni. Árin fimm þar á undan eru næst hlýjustu fimm ár í sögunni. Allar líkur eru á að árið 2016 verði það hlýjasta allra tíma.

Úr bás Indlands á loftslagsráðstefnunni COP22 í Marokkó.
Úr bás Indlands á loftslagsráðstefnunni COP22 í Marokkó.
Auglýsing

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hafa með fréttum und­an­farin ár að með­al­hiti and­rúms­lofts jarðar hefur náð hæstu hæðum und­an­farin ár. Reglu­lega ber­ast fréttir af því að síð­asta ár hafi verið það hlýjasta í bókum veð­ur­fræð­inga og að allt stefni í að næsta ár muni svo slá öllu við.

Alþjóð­lega­veð­ur­fræði­stofn­unin gaf nýverið út skýrslu um veð­ur­far og hita­stig á jörð­inni árin 2011 til 2015. Öll þessi ár eru á lista 16 hlýj­ustu ára sög­unn­ar. Þetta fimm ára skeið er jafn­framt hlýjasta fimm ára skeið sem mælt hefur ver­ið, en sam­ræmdar hita­mæl­ingar hófust um miðja 19. öld um svipað leyti og iðn­bylt­ingin var að hefj­ast.

Auglýsing

Þrjú veiga­mikil gagna­sett voru notuð til þess að meta með­al­tal hita­stigs á jörð­inni árin 2011–2015 og mæld­ust þau 0.57°C yfir með­al­hita­stigi áranna 1961–1990 sem jafnan er notað til við­mið­un­ar. Séu síð­ustu fimm ár borin saman við árin fimm þar á undan (2006–2010) þá sést að það munar þó nokkru; Þá var hita­stigið 0,51°C yfir við­mið­un­ar­með­al­tal­inu. Þessi þróun er jafn­framt í takt við þá þróun sem merkja má af hita­mæl­ingum jarðar síðan um miðjan átt­unda ára­tug­inn.

21. öldin sker sig úr

Hlýjasta árið í sög­unni var í fyrra og var það ein­stakt vegna þess að það var í fyrsta sinn sem með­al­hiti á jörð­inni fór meira en 1°C yfir með­al­hita jarðar fyrir iðn­bylt­ing­una. Í Par­ís­ar­sátt­mál­anum er fjallað um að ríki heims ætli að reyna að tak­marka hlýnun jarðar miðað við með­al­hit­ann fyrir iðn­bylt­ingu við 1,5°C til 2°C árið 2100. Muni þessi öra þróun hita­stigs­ins halda áfram er hins vegar útséð um metn­að­ar­fyllra mark­miðið um 1,5°C og óvíst með hitt.

Árið þar á undan er sem stendur í öðru sæti yfir hlýj­ustu ár sög­unn­ar. 2014 var 0,61°C yfir með­al­tali áranna 1961–1990. Árið 2013 situr jafnt fleiri árum í fimmta sæti þessa lista en árin þar á undan neð­ar. Þetta „hitakast“ síð­ustu þriggja ára má að ein­hverju leyti skýra með því að benda á veð­ur­af­brigði á borð við La Niña og El Niño sem verða reglu­lega til yfir Kyrra­hafi og hafa í för með sér ýkt­ari veður og hærra hita­stig en venju­lega.

El Niño spannar jafnan tvö ár og hefur yfir­leitt enn ýkt­ari áhrif á hita­stigið í seinna árinu en því fyrra. Árið 2016 verður því að öllum lík­indum lang hlýjasta árið í sög­unni. Raunar benda öll með­al­töl sem þegar hefur verið safnað til þess að það verði raun­in.

Sam­an­burður á hita­stigi milli ára getur hins vegar verið mis­vísandi á hverjum tíma vegna þess­ara verð­ur­af­brigða sem ýja eða milda sveiflur í veð­ur­fari á jörð­inni. Sé þysjað út sést að lang­tíma­þróun hita­stigs­ins er að það hlýnar hratt í and­rúms­lofti jarð­ar, og mun hraðar á 21. öld­inni en þeirri á und­an. Raunar hafa öll 12 hlýj­ustu ár sög­unnar orðið síðan 1998. Níu þess­ara hlýj­ustu ára hafa orðið síðan árið 2005.

Þessi þróun er að verða vegna sí auk­ins magns gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpi jarð­ar.

Hlýnun lofts­lags 2011-2015

Myndin sýnir hvar hlýnunin hefur átt sér stað; nefnilega á norðurhveli jarðar þar sem ís bráðnar hratt.

Líkur á ofsa­veðri tífaldar vegna manns­ins

Í skýrslu Alþjóðaveð­ur­fræði­stofn­un­ar­innar (e. World Met­e­orolog­ical Org­a­in­ization, WMO) segir að með því að horfa til fimm ára í senn geri það vís­inda­mönnum kleift að skoða ein­staka verð­ur­til­vik, sem oft spanna meira en eitt ár, í sam­hengi við lofts­lags­breyt­ing­ar. Af nið­ur­stöðum 79 rann­sókna sem gefnar voru út af banda­ríska veð­ur­fræði­sam­fé­lag­inu á árunum 2011 til 2014 bendir helm­ing­ur­inn til þess að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum hafi átt þátt í þeim ofsa­veðrum sem könnuð voru. Sumar þess­ara rann­sókna sýndu fram á að líkur á ofsa­veðri aukast tífalt vegna áhrifa manns­ins á lofts­lag jarð­ar.

Í inn­gangs­orðum sínum segir Pett­eri Taalas, fram­kvæmda­stjóri WMO ,að nú hafi áhrifa lofts­lags­breyt­inga verið vart í umhverfi manns­ins í meira en þrjá­tíu ár: „[…] hækk­andi hita­stig, bæði yfir landi og í haf­inu, hækkun sjáv­ar­borðs, víð­tæk bráðnun íss. Allt hefur þetta aukið hætt­una á ofsa­fengnum veðrum á borð við hita­bylgj­um, þurrk­um, met­rign­ingum og flóð­u­m.“

Í skýrsl­unni eru ein­stakir atburðir taldir til sem ullu hvað mestum mann­skaða eða efna­hags­legum skaða. Þar á meðal eru þurrk­arnir í Aust­ur-Afr­íku árin 2010–2012 sem taldir eru hafa stuðlað að dauða 258.000 ótíma­bærum dauðs­föll­um, þurrkar í sunn­an­verðir Afr­íku árin 2013–2015 eru einnig nefnd­ir. Þá eru flóð í Suð­austur Asíu árin 2011 talin til en í þeim fór­ust 800 manns og efna­hags­legur skaði nam meira en 40 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Hita­bylgjur í Ind­landi og Pakistan árið 2015 sem taldar eru hafa orðið meira en 4.100 manns að bana eru þarna á meðal auk felli­byls­ins Sandy sem reið yfir aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna árið 2012. Sandy er talin hafa valdið efna­hags­legu tjóni sem er metið á 67 millj­arða Banda­ríkja­dala. Þá er ótal­inn felli­byl­ur­inn Hai­yan sem reið yfir Fil­ipps­eyjar árið 2013 þar sem 7.800 manns fór­ust.

Atburðir sem sagðir eru vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum

Tilfelli þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum eru taldar spila stóra rullu.

Ræða næstu skref eftir Par­ís­ar­samn­ing­inn

Ríki heims funda nú í Marra­kesh í Marokkó á tutt­ug­ustu og annarri lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Mark­miðið með COP22, eins og ráð­stefnan er kölluð í dag­legu tali meðal sendi­full­trúa, er að taka ákvarð­anir um næstu skref miðað við Par­ís­ar­samn­ing­inn sem gerður var á lofts­lags­ráð­stefn­unni í fyrra COP21.

Saladheddine Mezouar, utanríkisráðherra Marokkó og forseti COP22, og Segolene Royal, umhverfisráðherra Frakklands, við upphaf COP22 á mánudaginn.

Skýrsla veð­ur­fræði­stof­un­ar­innar var lögð fyrir COP22 á dög­unum en þar mun sama stofnun leggja til fyrstu drög að sam­an­tekt á lofts­lags­breyt­ingum árs­ins 2016 á mánu­dag.

Eftir kjör Don­alds Trump í emb­ætti Banda­ríkja­for­seta hefur mikið verið rætt um fram­tíð lofts­lags­mála á alþjóða­svið­inu. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann trúi ekki að lofts­lags­breyt­ingar séu að eiga sér stað. Hann hefur til að mynda úthrópað kenn­ingar um lofts­lags­breyt­ingar sem kín­verskt gabb.

Eftir að Trump var kjör­inn hefur Kína stigið upp og ítrekað skuld­bind­ingar sínar og lof­orð í lofts­lags­mál­um. Ein helsta ástæða þess að það hefur tek­ist að láta Par­ís­ar­samn­ing­inn taka gildi er að bæði Banda­ríkin og Kína hafa staðið með þessum samn­ingi. For­setar þess­ara ríkja, Barack Obama fyrir Banda­ríkin og Xi Jin­p­ing fyrir Kína, gegnu í banda­lag um að inn­leiða þennan samn­ing. Þessi ríki bera hvort um sig ábyrgð á mestri mengun allra ríkja heims­ins og þess vegna mik­il­vægt að bæði tækju þátt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None