Snérist Donald Trump á punktinum?

Donald Trump hefur hegðað sér allt öðruvísi eftir að hann náði kjöri á þriðjudaginn en í kosningabaráttunni. Hefur þessi ofstækiskall blíðari mann að geyma?

Donald Trump hefur viðrað umdeildar skoðanir um nánast allt. Svo birtist hann, nýkjörinn forseti, og flutti jarðbundna ræðu.
Donald Trump hefur viðrað umdeildar skoðanir um nánast allt. Svo birtist hann, nýkjörinn forseti, og flutti jarðbundna ræðu.
Auglýsing

Það er annar Don­ald Trump sem mætir augliti fólks núna eftir að hann hefur náð kjöri sem for­seti Banda­ríkj­anna en áður en úrslitin urðu ljós. Sem fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins háði Trump lág­kúru­lega kosn­inga­bar­áttu sem rakin var með gíf­ur­yrðum og bulli um allt milli him­ins og jarð­ar.

Hann ætl­aði að gera arf­leið Barack Obama sem for­seta að engu með því að afnema allar þær til­skip­anir sem sitj­andi for­seti hefur skrifað und­ir. Þar á meðal er sjúkra­trygg­inga­kerfið sem jafnan er kallað Obamacare og kjarn­orku­sam­komu­lagið við Íran. Auk þess­ara mála stendur Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn um lofts­lags­mál á brauð­fótum því Don­ald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki á að lofts­lags­breyt­ingar séu að eiga sér stað.

Auglýsing

Nú hefur verð­andi for­seti hins vegar kastað af sér úlfs­feld­inum – í það minnsta að hluta til – og talar nú á jarð­bund­inn hátt um menn og mál­efni. Fyrir kosn­ingar átti mót­fram­bjóð­andi hans Hill­ary Clinton heima í fang­elsi en núna, hrósar hann henni fyrir dugnað í sinn og seg­ist geta ímynda sér að leita ráða hjá eig­in­manni hennar og fyrr­ver­andi for­seta Bill Clint­on. Skemmst er að minn­ast þess að í kapp­ræðum fyrir kosn­ingar úthróp­aði Don­ald Trump eig­in­mann Hill­ary Clinton sem nauð­gara og rak upp saumana á gömlum sárum á ferli Bills.

Það eru hins vegar vís­bend­ingar um að Don­ald Trump hafi í hyggju að standa við mörg lof­orð sín.

Mörg þúsund mótmælendur mótmæltu kjöri Donalds Trump á götum New York og hafa gert það öll kvöld síðan Trump var kjörinn.

Kjöri Trump hefur víða verið mót­mælt í borgum bæði við aust­ur- og vest­ur­strönd­ina. Mót­mæl­endur hafa sum staðar heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stefnu­mál Trump verði ekki að veru­leika. „Don­ald Trump er að fara að stuðla að því að rústum Amer­ík­u,“ sagði einn mót­mæl­andi í sam­tali við Al-Jazeera. „Þetta kerfi er klár­lega ekki að virka og við þurfum að gera eitt­hvað öðru­vísi,“ sagði hún og veif­aði skilti sem á stóð „#NoMor­ePres­ident“.

Kepp­ast við að tryggja mik­il­væg mál

John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, lét hafa eftir sér í opin­berri heim­sókn í Nýja Sjá­landi að nú væri allt kapp lagt á það í rík­is­stjórn Barack Obama að tryggja aðild Banda­ríkj­anna að lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna þó Don­ald Trump verði for­seti.

Við und­ir­skrift sam­þykktu Banda­ríkin að þau væru skuld­bundin í fjögur ár til að fylgja sam­þykktum samn­ings­ins. Sam­kvæmt frétta­stofu Reuters leita ráð­gjafar Don­alds Trump nú leiða til þess að kom­ast hjá því að þurfa að upp­fylla skil­yrðin í þessi fjögur ár.

Barack Obama, sitjandi forseti, bauð Donald Trump í Hvíta húsið í vikunni og ræddi við hann um hvernig valdaskiptin myndu fara fram.

John Kerry vildi ekki velta vöngum um hvað Trump hygð­ist gera með Par­ís­ar­samn­ing­inn. Hann lagði hins vegar áherslu á skoðun sína um að lofts­lags­málin ættu að vera í fyr­ir­rúmi hjá nýrri rík­is­stjórn. „Vís­bend­ing­arnar eru orðnar svo margar að fólk í opin­bera geir­anum ætti ekki að voga sér að reyna að kom­ast hjá aðgerð­u­m,“ sagði Kerry.

„Þar til 20. jan­ú­ar, þegar núver­andi rík­is­stjórn fer frá, munum við leggja allt kapp á að upp­fylla skyldur okkar gagn­vart fram­tíð­ar­kyn­slóðum svo þær geti mætt þessum ógnum við sjálfu líf­inu á plánet­unn­i.“

Emb­ætt­is­menn Baracks Obama kepp­ast einnig við að festa í sessi banka­reglur áður en Trump tekur við emb­ætti for­seta. Trump hefur einnig lofað að skrifa reglur um fjár­mála­geir­ann upp á nýtt.

Nú kveður við annan tón

Önnur ríki heims og alþjóða­sam­fé­lagið hafa einnig verið að taka örlítið við sér á þeim dögum sem liðnir eru frá kjöri Don­alds Trump. Á mið­viku­dag virt­ist heim­ur­inn ein­fald­lega vera í losti; for­svars­menn stofn­anna og leið­togar ríkja gerðu það sem allir venju­legir emb­ætt­is­menn gera venju­lega og ósk­uðu nýkjörnum for­seta til ham­ingju með kjörið og sögð­ust hlakka til að vinna með hon­um.

Einn þeirra var Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sem sagði að hann hlakk­aði til að vinna með nýjum for­seta Banda­ríkj­anna í að mæta ögrandi nýju heims­ör­ygg­is­á­standi. Stol­ten­berg rit­aði grein í breska blaðið The Obser­ver sem kom út í dag þar sem greina má aðeins beitt­ari tón.

„Það er ekki mögu­leiki í stöð­unni að ein­angra sig, hvorki fyrir Evr­ópu né Banda­rík­in,“ skrif­aði Stol­ten­berg. NATO er ein þeirra alþjóð­legu stofn­anna sem Trump hafði tjáð sig um og lýst yfir stefnu­breyt­ingu gagn­vart, yrði hann for­seti. Í grein­inni bendir Stol­ten­berg á að aðeins einu sinni hafi 5. grein sátt­mál­ans um NATO verið virkj­uð. Það var þegar banda­lags­ríkin gripu til vopna eftir að ráð­ist var á Banda­ríkin 11. sept­em­ber 2001. NATO-­ríkin hafa raunar staðið í ströngu vegna þeirra stríða sem Banda­ríkin efndu til sem við­bragð vegna árásanna í New York, bæði Afganistan og í Írak.

„Það var meira en tákrænt,“ skrifar Stol­ten­berg um virkjun fimmtu grein­ar­inn­ar. „NATO tók í kjöl­farið yfir allan stríðs­rekstur í Afganist­an. Hund­ruð þús­undir evr­ópskra her­manna hafa gengt her­þjón­ustu í Afganistan síð­an. Og meira en þús­und þeirra hafa gjaldið það með lífi sínu; í verk­efni sem var beint svar við árás á Banda­rík­in.“

Auglýsing

„Eðli­lega erum við ólík ríki. En leið­togar beggja vegna Atl­ants­hafs­ins, og þvert á póli­tíska lit­róf­ið, hafa alltaf við­ur­kennt þær taugar sem binda okk­ur. Saga okkar er um sam­eig­in­leg vanda­mál sem við leystum í sam­ein­ing­u,“ skrifar Stol­ten­berg.

Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann á mið­viku­dag að það væri ótíma­bært að lesa of mikið í orð­ræðu Don­alds Trump í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann hafði þá um morg­un­inn talað á allt öðrum nótum í sig­ur­ræðu sinni og fyrir heim­inum birt­ist þar allt annar maður en hafði rekið kosn­inga­bar­átt­una.

Trump lagði mikla áherslu á í kosn­­­inga­bar­áttu sinni að aðild­­­ar­­­ríki NATO myndu, í hans valda­­­tíð, leggja til þær fjár­­­hæðir sem þær hafa skuld­bundið sig til að greiða til NATO. Ísland er meðal aðild­­­ar­­­ríkja NATO og er þar minnsta aðild­­­ar­­­ríkið og eina ríkið sem hefur ekki her. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur ekki greitt að fullu þær fjár­­­hæðir sem samn­ing­­­ur­inn utan um Atl­ants­hafs­­­banda­lagið gerir kröfu um.

„Það er nokkuð erfitt að ráða í hans stefnu; hann hefur ekki lagt til lista um hvað hann hygg­ist gera. Það verður farið betur yfir það og þess vegna er ótíma­­bært að álykta neitt um þetta, fyrr en við sjáum hver verði þeirra utan­­­rík­­is­ráð­herra og hver verði þeirra varn­­ar­­mála­ráð­herra,“ sagði Lilja á mið­viku­dag­inn.

Heiminum brá þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Af ávöxt­unum skuluð þið þekkja þá

Síð­ustu daga hefur kom­ist óskýr mynd á það hverjir það verða sem muni manna rík­is­stórn Don­alds Trump og hverjir verða hans helstu ráð­gjafar í Hvíta hús­inu. Trump hefur sjálfur sagt að hann metur tryggð fram yfir allt annað svo trygg­asta sam­starfs­fólkið fær vænt­an­lega bestu emb­ættin. Hér eru fáeinir sam­verka­menn taldir til.

Fyrst ber að nefna Stephen K. Bann­on, fram­kvæmda­stjóra kosn­inga­bar­átt­unnar og stjórn­anda Breibart News. Sá hefur rasískar skoð­an­ir; hefur skýra afstöðu gegn inn­flytj­endum og aðhyllist þjóð­ern­is­hyggju. Bannon varð að fall­byssu­fóðri fyrir kosn­inga­bar­áttu Hill­ary Clinton (þó það hafi ekki skilað miklu) vegna öfga­fullra skoð­ana. Bannon er einnig talin vera í hópi þeirra sem Trump íhugar að gera að starfs­manna­stjóra í Hvíta hús­inu.

Lou Bar­letta og Marsha Black­burn eru bæði kjörnir full­trúar og hafa stutt Trump lengi. Bar­letta hefur sam­þykkt hörð inn­flytj­enda­lög í Pensil­vaníu þar sem hann er þing­mað­ur. Black­burn er þekkt­ust fyrir ofboðs­lega íhalds­samar skoð­anir sínar á hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra og fóst­ur­eyð­ing­um. Hún hefur einnig haldið því fram að lofts­lags­breyt­ingar séu bara plat og að and­rúms­loft jarðar sé raun­veru­lega að kólna.

Þá er talið að elstu börnin hans þrjú muni fá veiga­mikil verk­efni í stjórn­ar­tíð Trump. Þau munu til dæmis fá það verk­efni að reka við­skipta­veldi hans á meðan hann stjórnar Banda­ríkj­un­um. Það þarf ekki að rekja í löngu máli hvernig það gæti stang­ast á við lög og reglur í Banda­ríkj­unum og hvernig risa­stórir hags­muna­á­rekstrar geta átt sér stað.

Þeir stjórn­mála­menn sem taldir eru lík­legir ráð­herrar í rík­is­stjórn Trumps eru full­trúar á borð við Söruh Pal­in, Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuli­ani. Vana­lega hafa for­seta­efni verið löngu búin að útbúa lista yfir fólk sem það vill ráða í ráð­gjafa­stöður eða ráð­herra­emb­ætti áður en það nær kjöri. Frá því hefur verið greint að Hill­ary Clinton hafi verið búin að und­ir­búa þessa daga fram að emb­ætt­is­tök­unni 20. jan­úar 2017 vand­lega.

Kjör Don­alds Trump viðrist því hafa komið jafn flatt upp á hann sjálfan og alla heims­byggð­ina. Enn er ómögu­legt að segja hvernig for­seti Don­ald Trump verður en ljóst af því fólki sem hann hefur raðað í kringum sig, og af því sem hann hefur látið út úr sér að hann verði íhalds­samur leið­togi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None