Deildu um ríkisfjármál - Viðreisn vildi ekki skattahækkanir

Viðræður flokkanna fimm á miðjunni og á vinstri vængnum sigldu í strand. Hvað gerist nú?

7DM_0052_raw_1813.JPG
Auglýsing

Eftir viku langan tíma í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka, undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, sigldu við­ræður í strand á sjötta tím­anum í dag. Vinstri græn, Björt fram­tíð, Við­reisn, Píratar og Sam­fylk­ingin munu því ekki mynda rík­is­stjorn.

Það steytti á nokkrum hlut­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en deilur um áherslur í rík­is­fjár­málum og þá helst þegar kemur að skatta­mál­um, reynd­ust óleys­an­leg­ar. Við­reisn gat ekki sætt sig við hug­myndir um að hækka skatta, meðal ann­ars á þá sem hæstar tekjur af, eða yfir 1,5 millj­ónir á mán­uði, og leggja á eigna­skatta á þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­in­u. 

Hug­myndir um upp­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu voru tengdar þessum skatt­stofn­um.

Auglýsing

Aug­ljós ágrein­ingur

Þá var einnig uppi ágrein­ingur í land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um, en Við­reisn hefur sett það á odd­inn að gera kerf­is­breyt­ingar í þessum mála­flokk­um. Vinstri græn hafa ekki talað fyrir því, og var um þetta deilt í við­ræð­un­um, ekki síst á milli þess­ara tveggja flokka, Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Aðrir flokk­ar, Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð, voru til­búnir að gera mála­miðl­anir til að ná saman um fyrr­nefnd áherslu­mál, en það steytti einkum á ágrein­ingi milli Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt til­kynnti Katrínu um að hann hefði ekki sann­fær­ingu fyrir fram­haldi við­ræðna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og var það einkum þetta sem leiddi til þess að við­ræð­unum lauk.

Hvað ger­ist næst?

Nú hafa tvær til­raunir til mynd­unar rík­is­stjórnar runnið út í sand­inn. Fyrst sigldi til­raun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að mynda stjórn með Við­rein og Bjartri fram­tíð, í strand, og síðan í dag við­ræður flokk­anna fimm undir for­ystu Katrín Jak­obs­dótt­ur. Óljóst er hvert fram­haldið verð­ur, en Katrín Jak­obs­dóttir sagð­ist að loknum fundi for­ystu­manna flokk­anna fimm í dag, að hún ætl­aði sér að „sofa á“ nið­ur­stöð­unni og taka svo næstu skref. Hún hefur ekki misst umboðið til að mynda rík­is­stjórn form­lega enn­þá, en það mun ekki skýr­ast fyrr en á morgun hvernig Guðni Th. Jóhanns­son, for­seti Íslands, mun stýra mál­um.

Hvað gerir Bjarni Benediktsson nú?

Þeir mögu­leikar sem fyrir hendi eru nú, við myndun rík­is­stjórn­ar, eru þrátt fyrir allt nokkrir, sé horft til fjölda þing­manna ein­göngu. Til dæmis gætu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn gætu myndað stjórn. 

Áherslur þess­ara flokka eru ólík­ar, að mörgu leyti, en þeir gætu náð saman um land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál, sem til þess hafa verið eld­fim mál í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. Vinstri græn, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkur einnig gætu einnig náð sam­an, en í ljósi reynsl­unnar til þessa er aug­ljós mál­efna­legur ágrein­ingur sem erfitt er að yfir­stíga. 

Önnur mynstur eru einnig mögu­leg, svo sem að Fram­sókn kom inn í við­ræður flokk­anna fimm í stað Við­reisn­ar, en eins og reynslan sýn­ir, þá gæti reynst erfitt að ná saman um rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Bolt­inn hjá for­set­anum

Spjótin bein­ast nú að for­set­an­um, Guðna Th. Jóhann­essyni. Alveg eins og hann hafði áður gefið til kynna fyrir kosn­ing­ar, þá er komin upp snúin staða í hinu póli­tíska lands­lagi. Umboðið gæti næst farið til Pírata eða Við­reisn­ar. Svo er mögu­leik­inn á utan­þings­stjórn einnig fyrir hendi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None