Deildu um ríkisfjármál - Viðreisn vildi ekki skattahækkanir

Viðræður flokkanna fimm á miðjunni og á vinstri vængnum sigldu í strand. Hvað gerist nú?

7DM_0052_raw_1813.JPG
Auglýsing

Eftir viku langan tíma í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka, undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, sigldu við­ræður í strand á sjötta tím­anum í dag. Vinstri græn, Björt fram­tíð, Við­reisn, Píratar og Sam­fylk­ingin munu því ekki mynda rík­is­stjorn.

Það steytti á nokkrum hlut­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en deilur um áherslur í rík­is­fjár­málum og þá helst þegar kemur að skatta­mál­um, reynd­ust óleys­an­leg­ar. Við­reisn gat ekki sætt sig við hug­myndir um að hækka skatta, meðal ann­ars á þá sem hæstar tekjur af, eða yfir 1,5 millj­ónir á mán­uði, og leggja á eigna­skatta á þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­in­u. 

Hug­myndir um upp­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu voru tengdar þessum skatt­stofn­um.

Auglýsing

Aug­ljós ágrein­ingur

Þá var einnig uppi ágrein­ingur í land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um, en Við­reisn hefur sett það á odd­inn að gera kerf­is­breyt­ingar í þessum mála­flokk­um. Vinstri græn hafa ekki talað fyrir því, og var um þetta deilt í við­ræð­un­um, ekki síst á milli þess­ara tveggja flokka, Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Aðrir flokk­ar, Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð, voru til­búnir að gera mála­miðl­anir til að ná saman um fyrr­nefnd áherslu­mál, en það steytti einkum á ágrein­ingi milli Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt til­kynnti Katrínu um að hann hefði ekki sann­fær­ingu fyrir fram­haldi við­ræðna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og var það einkum þetta sem leiddi til þess að við­ræð­unum lauk.

Hvað ger­ist næst?

Nú hafa tvær til­raunir til mynd­unar rík­is­stjórnar runnið út í sand­inn. Fyrst sigldi til­raun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að mynda stjórn með Við­rein og Bjartri fram­tíð, í strand, og síðan í dag við­ræður flokk­anna fimm undir for­ystu Katrín Jak­obs­dótt­ur. Óljóst er hvert fram­haldið verð­ur, en Katrín Jak­obs­dóttir sagð­ist að loknum fundi for­ystu­manna flokk­anna fimm í dag, að hún ætl­aði sér að „sofa á“ nið­ur­stöð­unni og taka svo næstu skref. Hún hefur ekki misst umboðið til að mynda rík­is­stjórn form­lega enn­þá, en það mun ekki skýr­ast fyrr en á morgun hvernig Guðni Th. Jóhanns­son, for­seti Íslands, mun stýra mál­um.

Hvað gerir Bjarni Benediktsson nú?

Þeir mögu­leikar sem fyrir hendi eru nú, við myndun rík­is­stjórn­ar, eru þrátt fyrir allt nokkrir, sé horft til fjölda þing­manna ein­göngu. Til dæmis gætu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn gætu myndað stjórn. 

Áherslur þess­ara flokka eru ólík­ar, að mörgu leyti, en þeir gætu náð saman um land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál, sem til þess hafa verið eld­fim mál í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. Vinstri græn, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkur einnig gætu einnig náð sam­an, en í ljósi reynsl­unnar til þessa er aug­ljós mál­efna­legur ágrein­ingur sem erfitt er að yfir­stíga. 

Önnur mynstur eru einnig mögu­leg, svo sem að Fram­sókn kom inn í við­ræður flokk­anna fimm í stað Við­reisn­ar, en eins og reynslan sýn­ir, þá gæti reynst erfitt að ná saman um rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Bolt­inn hjá for­set­anum

Spjótin bein­ast nú að for­set­an­um, Guðna Th. Jóhann­essyni. Alveg eins og hann hafði áður gefið til kynna fyrir kosn­ing­ar, þá er komin upp snúin staða í hinu póli­tíska lands­lagi. Umboðið gæti næst farið til Pírata eða Við­reisn­ar. Svo er mögu­leik­inn á utan­þings­stjórn einnig fyrir hendi.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None