Deildu um ríkisfjármál - Viðreisn vildi ekki skattahækkanir

Viðræður flokkanna fimm á miðjunni og á vinstri vængnum sigldu í strand. Hvað gerist nú?

7DM_0052_raw_1813.JPG
Auglýsing

Eftir viku langan tíma í stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sigldu viðræður í strand á sjötta tímanum í dag. Vinstri græn, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Samfylkingin munu því ekki mynda ríkisstjorn.

Það steytti á nokkrum hlutum, samkvæmt heimildum Kjarnans, en deilur um áherslur í ríkisfjármálum og þá helst þegar kemur að skattamálum, reyndust óleysanlegar. Viðreisn gat ekki sætt sig við hugmyndir um að hækka skatta, meðal annars á þá sem hæstar tekjur af, eða yfir 1,5 milljónir á mánuði, og leggja á eignaskatta á þá allra ríkustu í samfélaginu. 

Hugmyndir um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu voru tengdar þessum skattstofnum.

Auglýsing

Augljós ágreiningur

Þá var einnig uppi ágreiningur í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, en Viðreisn hefur sett það á oddinn að gera kerfisbreytingar í þessum málaflokkum. Vinstri græn hafa ekki talað fyrir því, og var um þetta deilt í viðræðunum, ekki síst á milli þessara tveggja flokka, Vinstri grænna og Viðreisnar. Aðrir flokkar, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð, voru tilbúnir að gera málamiðlanir til að ná saman um fyrrnefnd áherslumál, en það steytti einkum á ágreiningi milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Benedikt tilkynnti Katrínu um að hann hefði ekki sannfæringu fyrir framhaldi viðræðna, samkvæmt heimildum Kjarnans, og var það einkum þetta sem leiddi til þess að viðræðunum lauk.

Hvað gerist næst?

Nú hafa tvær tilraunir til myndunar ríkisstjórnar runnið út í sandinn. Fyrst sigldi tilraun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, til að mynda stjórn með Viðrein og Bjartri framtíð, í strand, og síðan í dag viðræður flokkanna fimm undir forystu Katrín Jakobsdóttur. Óljóst er hvert framhaldið verður, en Katrín Jakobsdóttir sagðist að loknum fundi forystumanna flokkanna fimm í dag, að hún ætlaði sér að „sofa á“ niðurstöðunni og taka svo næstu skref. Hún hefur ekki misst umboðið til að mynda ríkisstjórn formlega ennþá, en það mun ekki skýrast fyrr en á morgun hvernig Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, mun stýra málum.

Hvað gerir Bjarni Benediktsson nú?

Þeir möguleikar sem fyrir hendi eru nú, við myndun ríkisstjórnar, eru þrátt fyrir allt nokkrir, sé horft til fjölda þingmanna eingöngu. Til dæmis gætu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn gætu myndað stjórn. 

Áherslur þessara flokka eru ólíkar, að mörgu leyti, en þeir gætu náð saman um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, sem til þess hafa verið eldfim mál í stjórnarmyndunarviðræðunum. Vinstri græn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur einnig gætu einnig náð saman, en í ljósi reynslunnar til þessa er augljós málefnalegur ágreiningur sem erfitt er að yfirstíga. 

Önnur mynstur eru einnig möguleg, svo sem að Framsókn kom inn í viðræður flokkanna fimm í stað Viðreisnar, en eins og reynslan sýnir, þá gæti reynst erfitt að ná saman um ríkisstjórnarsamstarf.

Boltinn hjá forsetanum

Spjótin beinast nú að forsetanum, Guðna Th. Jóhannessyni. Alveg eins og hann hafði áður gefið til kynna fyrir kosningar, þá er komin upp snúin staða í hinu pólitíska landslagi. Umboðið gæti næst farið til Pírata eða Viðreisnar. Svo er möguleikinn á utanþingsstjórn einnig fyrir hendi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None