Deildu um ríkisfjármál - Viðreisn vildi ekki skattahækkanir

Viðræður flokkanna fimm á miðjunni og á vinstri vængnum sigldu í strand. Hvað gerist nú?

7DM_0052_raw_1813.JPG
Auglýsing

Eftir viku langan tíma í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka, undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, sigldu við­ræður í strand á sjötta tím­anum í dag. Vinstri græn, Björt fram­tíð, Við­reisn, Píratar og Sam­fylk­ingin munu því ekki mynda rík­is­stjorn.

Það steytti á nokkrum hlut­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en deilur um áherslur í rík­is­fjár­málum og þá helst þegar kemur að skatta­mál­um, reynd­ust óleys­an­leg­ar. Við­reisn gat ekki sætt sig við hug­myndir um að hækka skatta, meðal ann­ars á þá sem hæstar tekjur af, eða yfir 1,5 millj­ónir á mán­uði, og leggja á eigna­skatta á þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­in­u. 

Hug­myndir um upp­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu voru tengdar þessum skatt­stofn­um.

Auglýsing

Aug­ljós ágrein­ingur

Þá var einnig uppi ágrein­ingur í land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um, en Við­reisn hefur sett það á odd­inn að gera kerf­is­breyt­ingar í þessum mála­flokk­um. Vinstri græn hafa ekki talað fyrir því, og var um þetta deilt í við­ræð­un­um, ekki síst á milli þess­ara tveggja flokka, Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Aðrir flokk­ar, Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð, voru til­búnir að gera mála­miðl­anir til að ná saman um fyrr­nefnd áherslu­mál, en það steytti einkum á ágrein­ingi milli Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt til­kynnti Katrínu um að hann hefði ekki sann­fær­ingu fyrir fram­haldi við­ræðna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og var það einkum þetta sem leiddi til þess að við­ræð­unum lauk.

Hvað ger­ist næst?

Nú hafa tvær til­raunir til mynd­unar rík­is­stjórnar runnið út í sand­inn. Fyrst sigldi til­raun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að mynda stjórn með Við­rein og Bjartri fram­tíð, í strand, og síðan í dag við­ræður flokk­anna fimm undir for­ystu Katrín Jak­obs­dótt­ur. Óljóst er hvert fram­haldið verð­ur, en Katrín Jak­obs­dóttir sagð­ist að loknum fundi for­ystu­manna flokk­anna fimm í dag, að hún ætl­aði sér að „sofa á“ nið­ur­stöð­unni og taka svo næstu skref. Hún hefur ekki misst umboðið til að mynda rík­is­stjórn form­lega enn­þá, en það mun ekki skýr­ast fyrr en á morgun hvernig Guðni Th. Jóhanns­son, for­seti Íslands, mun stýra mál­um.

Hvað gerir Bjarni Benediktsson nú?

Þeir mögu­leikar sem fyrir hendi eru nú, við myndun rík­is­stjórn­ar, eru þrátt fyrir allt nokkrir, sé horft til fjölda þing­manna ein­göngu. Til dæmis gætu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn gætu myndað stjórn. 

Áherslur þess­ara flokka eru ólík­ar, að mörgu leyti, en þeir gætu náð saman um land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál, sem til þess hafa verið eld­fim mál í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. Vinstri græn, Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkur einnig gætu einnig náð sam­an, en í ljósi reynsl­unnar til þessa er aug­ljós mál­efna­legur ágrein­ingur sem erfitt er að yfir­stíga. 

Önnur mynstur eru einnig mögu­leg, svo sem að Fram­sókn kom inn í við­ræður flokk­anna fimm í stað Við­reisn­ar, en eins og reynslan sýn­ir, þá gæti reynst erfitt að ná saman um rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Bolt­inn hjá for­set­anum

Spjótin bein­ast nú að for­set­an­um, Guðna Th. Jóhann­essyni. Alveg eins og hann hafði áður gefið til kynna fyrir kosn­ing­ar, þá er komin upp snúin staða í hinu póli­tíska lands­lagi. Umboðið gæti næst farið til Pírata eða Við­reisn­ar. Svo er mögu­leik­inn á utan­þings­stjórn einnig fyrir hendi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None