Konum blæðir - UN Women bregst við

Konur eru á flótta í Írak eftir að öryggissveitir Íraka og Kúrda réðust á vígamenn Íslamska ríkisins í Mósúl í Írak. UN Women á Íslandi hrindir af stað söfnun til að bregðast við ástandinu.

Konur á flótta í Mósúl í Írak.
Konur á flótta í Mósúl í Írak.
Auglýsing

Neyð­ar­kall barst frá UN Women í Írak á dög­unum og hefur lands­nefndin á Íslandi brugð­ist við með því að hrinda af stað söfnun fyrir konur á flótta. 62.000 manns flúðu frá Mósúl í Írak í síð­asta mán­uði og þar af er rúm­lega helm­ingur kon­ur. „Það má segja að þær konur í Mósúl séu að fara úr ösk­unni í eld­inn vegna þess að borgin er búin að vera undir Íslamska rík­inu síð­ustu tvö ár og eru þær búnar að lifa við skelfi­legar aðstæð­ur,“ segir Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women á Íslandi, um ástandið sem sam­tökin eru að bregð­ast við.

Söfnun hefur því verið sett af stað en hægt er að senda sms-ið KONUR í 1900 og gefa 1.490.- kr.  Mikið hefur verið um að vera þessa vik­una hjá sam­tök­unum en þau frum­sýndu mynd­band vegna söfn­un­ar­innar síð­ast­liðið þriðju­dags­kvöld. „Við erum í ham, miklum ham,“ segir Inga en einnig byrjar 16 daga átak föstu­dag­inn 25. nóv­em­ber. Þá mun UN Women standa fyrir hinni árlegu Ljósa­göngu. Kjarn­inn fjall­aði nýlega um 16 daga átakið sem UN Women á heims­vísu tekur þátt í til að vekja athygli á kyn­bundnu ofbeld­i. 

Gleym­ist að hugsa fyrir ein­földum hlutum

Inga Dóra Pétursdóttir Mynd: UN WomenUN Women sér nú um að dreifa svoköll­uðum Sæmd­ar­settum til kvenna á flótta en með því að senda sms og styrkja átakið mun eitt slíkt sett rata til konu á flótta. Grunn­pakk­inn er kven­mið­aður en hann inni­heldur vasa­ljós, dömu­bindi og sápu. „Það gleym­ist svo oft að hugsa fyrir ein­földum hlutum eins og dömu­bind­um,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem UN Women hefur safnað fyrir konur á flótta. „Við höfum verið að safna fyrir Sæmd­ar­settum og kven­mið­aðri aðstoð fyrir konur á flótta frá Sýr­landi sem hafa verið að koma til Evr­ópu,“ bætir hún við. 

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar greina frá því að atburðir síð­ustu miss­era í Mósúl séu bein­línis glæpur gegn mann­kyni. „Kon­urnar hafa verið inni­lok­að­ar, það hefur ekk­ert mátt sjást í þær og raddir kvenna hafa ekki mátt heyr­ast opin­ber­lega. 3.500 konum hefur verið haldið sem kyn­lífs­þrælum víga­manna og ef þær hafa neitað kyn­lífi þá hafa þær verið drepnar á staðn­um. Þetta hefur því verið algjört hörm­ung­ar­á­stand,“ segir Inga. Hún bendir á að örygg­is­sveitir Íraks og Kúrda séu búnar að ráð­ast inn í borg­ina, það sé stríðs­á­stand á svæð­inu og fólk sé því á flótta.

UN Women dreifir Sæmdarsettum í Írak Mynd: UN Women

Fyr­ir­séð ástand

Margar millj­ónir manna eru á ver­gangi innan Íraks og straum­ur­inn frá Mósúl liggur suð­austur af borg­inni. Eng­inn veit nákvæm­lega hvert fólkið er að fara, að sögn Ingu. Hún segir að landa­mæri Evr­ópu séu til að mynda alveg lokuð og að fólk stoppi í Grikk­landi og Tyrk­landi og kom­ist hvergi. Ástandið sé því mjög slæmt á þessum slóð­u­m. 

Inga segir að UN Women hafi séð þetta ástand fyrir og að það hafi verið vitað að íra­skar her­sveitir hafi verið að und­ir­búa að fara inn í Mósúl, því að borgin hefur verið höf­uð­djásn Íslamska rík­is­ins. Það hafi því verið vitað að neyð­ar­á­stand myndi skap­ast þegar fólk myndi flýja borg­ina. Hún segir að búið sé að und­ir­búa ákveðnar dreif­ing­ar­á­ætl­anir og ákveða hvar hægt sé að setja upp svo­kall­aðar bráða­birgða­búðir og hvað þurfi að vera í neyð­ar­pökk­um. „Síðan berst kall út til svæð­is­skrif­stofa út um allan heim og til fólks sem styrkir UN Women um að nú vanti pen­inga til þess að gefa þessi sett,“ segir Inga. 

Skírskotun í gamla dömu­binda­aug­lýs­ingu

UN Women á Íslandi fram­leiddi mynd­band eins og fyrr segir í sam­starfi við TM en það var frum­sýnt á dög­un­um. Hér fyrir neðan má sjá mynd­band­ið.

Inga segir að þau séu að leika með klass­íska dömu­binda­aug­lýs­ingu sem margir muna eftir frá níunda ára­tugn­um. Nema eins og sést í mynd­band­inu þá láta þau hana ekki enda í gleði heldur í stríðs­á­standi og á flótta. Myllu­merkið sem notað er með her­ferð­inni er #kon­umblæðir og vísar það meðal ann­ars til Sæmd­ar­pakk­ans þar sem dömu­bindi eru í pakk­an­um. 

„Konum blæðir bók­staf­lega í átökum og þegar kona þarf að flýja heim­ili sitt án hrein­læt­is­vöru eins og dömu­bind­is. Þær eru ekki með aðgang að renn­andi vatni og hvað gera þær þá?“ spyr Inga. Hún segir að þetta snú­ist líka um hvernig hægt sé að halda í reisn og sæmd. Þess vegna ber pakk­inn nafnið Sæmd­ar­sett. 

Íslend­ingar gjaf­mildir í ár

Ljósa­gangan 2016 er einnig til­einkuð konum á flótta og mun hún vera farin föstu­dag­inn 25. nóv­em­ber kl. 17 frá Arn­ar­hóli. Mar­yam Raísi leiðir göng­una í ár og flytur við­stöddum hug­vekju. Mar­yam og móðir henn­ar, Torpi­key Farrash, hafa verið á flótta und­an­farin 15 ár. Eftir þriggja ára dvöl í Sví­þjóð var þeim neitað um hæli og eftir það ákváðu þær að koma til Íslands. Þeim var neitað um hæli eftir þriggja mán­aða dvöl og í fjóra mán­uði hafa þær beðið eftir sím­tali hér á landi. Nú hefur kæru­nefnd útlend­inga­mála ákveðið að taka mál Mar­yam og Torpi­key fyr­ir. Á síðu við­burð­ar­ins á Face­book segir að þátt­taka Mar­yam í ár sé tákn­ræn fyrir þá hörmu­legu stöðu sem millj­ónir flótta­kvenna um allan heim búa við. 

Ljósaganga UN Women Mynd: UN Women

„Ís­lend­ingar hafa verið ofsa­lega gjaf­mildir og rausn­ar­legir í ár í að styrkja og bæta aðstæður fyrir konur á flótta. Og þess vegna er gangan til­einkuð konum á flótta,“ segir Inga. Hún segir að þessi við­burður hafi alltaf gengið mjög vel en hann er alltaf hald­inn á alþjóð­legum bar­áttu­degi gegn kyn­bundnu ofbeldi þann 25. nóv­em­ber. „Það er alltaf ömur­legt veð­ur,“ segir Inga og hlær en bætir við að þátt­takan sé alltaf góð og stemn­ingin lík­a. 

Nýr vernd­ari sam­tak­anna verður kynntur á ljósa­göng­unni en hlut­verk hans er að leggja sitt af mörkum til að auka sýni­leika UN Women, vekja almenn­ing til vit­undar um starf­semi sam­tak­anna og stuðla að við­horfs­breyt­ingum hvað mál­efni kvenna varð­ar. 

Að lokum bendir Inga á að hægt verði að kaupa í jóla­pakk­ann veg­legra Sæmd­ar­sett sem inni­heldur dömu­bindi, sápu, tann­bursta, tann­krem, teppi, hlý föt og vasa­ljós. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None