Íslenski kvennafrídagurinn innblástur mótmæla í Frakklandi

Franskar og spænskar konur mótmæltu kynbundnum launamun og ofbeldi á dögunum og krefjast kjarajafnréttis og útrýmingar ofbeldis á konum og stúlkum.

Tvær stúlkur á mótmælum í Madríd á Spáni 7. nóvember 2016
Tvær stúlkur á mótmælum í Madríd á Spáni 7. nóvember 2016
Auglýsing

Fjöldi kvenna í Frakk­landi lagði niður vinnu þann 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kl. 16:34 til þess að mót­mæla kyn­bundnum launa­mun. Sam­kvæmt tölum Evr­ópu­sam­bands­ins eru laun kvenna fyrir sömu vinnu og vinnu­tíma í Frakk­landi 15 pró­sent lægri en karla. Aðgerða­sinnar segja að þannig séu konur að vinna „frítt“ eða með öðrum orð­um: þær vinna 38 daga launa­laust á ári miðað við karl­ana. For­mæl­endur mót­mæl­anna hvöttu konur því að leggja niður vinnu og benda á að kyn­bund­inn launa­munur sé ekki ein­ungis rétt­inda­mál kvenna, hann hafi áhrif á almennan tekju­ó­jöfn­uð. Sama dag mót­mæltu konur kyn­bundnu ofbeldi í Madríd á Spáni.

Fólk spyr sig af hverju kyn­bund­inn launa­munur við­gang­ist enn í vest­rænum lýð­ræð­is­ríkjum árið 2016 og enn og aftur kalla konur á rétt­læti. Rétt­ur­inn til að fá sömu laun fyrir sömu vinnu virð­ist ekki vera annað en sann­gjörn krafa en samt gengur illa að ná þessu fram. Bar­áttu­fólk er þó ekki til­búið að gef­ast upp og heldur áfram glímunni.

Þær konur sem stóðu í broddi fylk­ingar segja að mik­il­vægt sé að vekja athygli á launa­mun kynj­anna árið 2016 og að stjórn­völd standi við vilja­yf­ir­lýs­ingar um raun­veru­legar umbætur í þessum mál­u­m. 

Auglýsing

Íslenska kvenna­fríið fyr­ir­mynd 

Eins og ekki hefur farið fram­hjá neinum hér á landi þá lögðu konur á Íslandi niður vinnu þann 24. októ­ber síð­ast­lið­inn í til­efni þess að 41 ár er liðið síðan fyrsti kvenna­frí­dag­ur­inn var hald­inn á land­inu. Á hinum ýmsu miðl­um, sem fjallað hafa um kvenna­fríið í Frakk­landi, er Ísland rætt í sömu andrá og svo virð­ist sem konur og bar­áttu­fólk hafi orðið fyrir áhrifum af kvenna­frídeg­inum hér á land­i. 

Einnig hefur umræðan færst yfir á sam­fé­lags­mið­ill­inn Twitter undir myllu­merk­inu #7novem­bre16H34. Tals­menn kvenna­frís­ins í Frakk­landi hafa lagt áherslu á umræðu á sam­fé­lags­miðl­unum og hafa þús­undir kvenna sýnt átak­inu áhuga. Ofbeldi einnig mót­mælt

Konur komu saman og mót­mæltu ofbeldi gegn konum annað árið í röð í Madríd á Spáni sama dag, þann 7. nóv­em­ber. Femíníska hreyf­ingin 7N spratt upp úr mót­mæl­unum á síð­asta ári þar sem tug­þús­undir kvenna fylltu stræti Madríd­ar. Sam­kvæmt tölum Evr­ópu­sam­bands­ins urðu 13 millj­ónir kvenna í Evr­ópu fyrir ofbeldi árið 2013. 

Kven­rétt­inda­fé­lagið var eitt þeirra sem stóð með kyn­systrum sínum og sýndi sam­stöðu á net­inu.16 dagar aðgerða

Frá 25. nóv­em­ber til 10. des­em­ber næst­kom­andi munu aðgerða­sinnar standa fyrir sér­stöku átaki til að vekja athygli á kyn­bundnu ofbeldi. Til­gang­ur­inn er að vekja konur og karl­menn til athafna til þess að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum úti um allan heim. 

Áherslan árið 2016 er sú að þörf sé fyrir sjálf­bæra fjár­mögnun til að reyna að binda enda á þetta ofbeldi. Helsta áskor­unin er að fjár­magna þessa bar­áttu en það gengur mis­jafn­lega vel. Vegna þessa eru úrræðin ekki eins góð og þau gætu verið með meira fjár­magn­i. 

UN Women sér um her­ferð sem teng­ist þessum 16 dögum aðgerða sem nefn­ist UNiTE og hvetur fólk til að taka þátt úti um allan heim á þessu tíma­bili, bæði með því að láta orðið ber­ast í nær­sam­fé­lag­inu og sýna sam­stöðu á sam­fé­lags­miðlum undir myllu­merkj­unum #or­angetheworld og #16da­ys.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None