Topp 10 - Jólalög

Það eru mörg jólalög til en sum eru betri en önnur. Þannig er nú það.

Kristinn Haukur Guðnason
Jól
Auglýsing

Hug­takið jóla­lag er eitt það teygj­an­leg­asta sem til er í tón­list. Einu skil­yrðin sem lag þarf að upp­fylla til að telj­ast jóla­lag er að það vitni ein­hvers staðar í jólin og/eða að það sé aðal­lega spilað um hátíð­arn­ar. Það eru til jóla­lög í öllum geirum tón­list­ar­innar og flestir eiga sín upp­á­halds jóla­lög. Yfir­leitt eru það lög sem maður heyrði oft sem barn því jólin eru jú hátíð barn­anna. End­ur­tekn­ingin er því eitt helsta ein­kenni jólatón­list­ar. Í hverjum ein­asta nóv­em­ber byrja að heyr­ast sömu gömlu lögin og jóla­lag getur ekki talist vel heppnað nema það hafi verið flutt af mörgum flytj­end­um. Hér eru nokkur af þeim allra bestu.

Auglýsing

10. The Christmas Song

The Christmas Song er silki­mjúkt djasslag sem samið var árið 1945 af banda­rísku laga­höf­und­unum Mel Tormé og Robert Wells. Ári seinna fengu þeir hinn mikla baritón Nat King Cole til að taka lagið upp og það náði tölu­verðum vin­sæld­um. Cole tók lagið reyndar upp í nokkur skipti og margt sam­tíma­fólk hans spreytti sig einnig á því, s.s. Frank Sinatra, Bing Crosby og Judy Gar­land. Texti lags­ins er ekki upp á marga fiska. Hann fjallar um jóla­and­ann, eft­ir­vænt­ingu barna og alls kyns hluti sem ein­kenna jól­in. Tit­ill lags­ins er einnig mis­heppn­aður þar sem flestir þekkja fyrstu línu lags­ins (Chestnuts roasting on an open fire) mun betur og halda að það sé tit­ill­inn. Það sem gerir lagið svo gott er því fyrst og fremst óað­finn­an­legur flutn­ingur Cole. Lag­inu hefur verið snúið upp á íslensku, fyrst af hljóm­sveit­inni Bruna­lið­inu árið 1978 í mjög popp­aðri útgáfu. Hét lagið þá Þor­láks­messu­kvöld.9.Little Saint Nick

Jólin eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hug­ann þegar minnst er á hjómsveit­ina The Beach Boys, frekar sandur og sól. Engu að síður tóku þeir upp heila jóla­plötu árið 1964, The Beach Boy´s Christmas Album, sem fékk mjög góðar við­tökur og þykir sígild í dag. Vin­sælasta lag plöt­unn­ar, Little Saint Nick, kom út ári áður og er byggt á eldra lagi þeirra Little Deuce Coupe. Little Deuce Coupe er eitt af fjöl­mörgum Beach Boys lögum sem fjalla um bíla. Þeir yfir­færðu bíla­dell­una á Little Saint Nick nema þá fjall­aði lagið um sleða jóla­sveins­ins. Sleð­inn er svo mikið trylli­tæki að sveinki þarf að nota akst­urs­gler­augu og ein­hverra hluta vegna gengur sleð­inn bæði fyrir bens­íni og hrein­dýra­afli. Þó að lagið sé hefð­bundið brim­bretta­lag þá dugar text­inn og nokkrar sleða­bjöllur til þess að maður sé sann­færður um jóla­gildi þess.8. Ef ég nenni

Ein af und­ar­leg­ustu hefðum sem skap­ast hafa í íslenskri tón­list er það að breyta ítölskum dæg­ur­lögum í jóla­lög. Þar má t.d. nefna lögin Ég hlakka svo til, Þú komst með jólin til mín og Þú og ég og jól. Þegar maður heyrir lagið Ef ég nenni með Helga Björns­syni þá er óþarfi að gúgla hvaðan það er, ítölsku áhrifin leyna sér ekki. Lagið heitir á frum­mál­inu Cosi Cel­este (Svo himnesk) og er eftir Zucchero Fornaci­ari. Lagið var þýtt yfir á íslensku árið 1955, sama ár og það kom út í Ítal­íu. Cosi Cel­este er ást­ar­söngur og Ef ég nenni líka en mun­ur­inn er aftur á móti sá að í loka­vers­inu á því síð­ar­nefnda er minnst á jól­in. Lagið hefur haldið vin­sældum sínum í 20 ár og er það ávallt meðal mest spil­uðu jóla­lag­anna í útvarpi. Árið 2014 var Ef ég nenni valið besta íslenska jóla­lagið af 24 manna dóm­nefnd.7. Santa Baby

Santa Baby er með ósæmi­legri jóla­lögum sem til er. Þetta er rólegt djasslag, samið árið 1953 af Joan Javits og Philip Sprin­ger og flutt af söng­kon­unni Eartha Kitt. Kitt flutti lagið svo í söng­leikja­mynd­inni New Faces ári seinna. Kitt gerði út á kyn­þokk­ann á sínum ferli og hann kemur ber­sýni­lega í ljós í Santa Baby, hennar lang­þekktasta lagi. Lagið rambar reyndar á barmi þess að vera bein­línis klám­feng­ið. Í lag­inu syngur Kitt beint til jóla­sveins­ins á mjög svo tælandi hátt og í lok lags­ins heimtar hún hring. Það er þó ekki það eina sem hún heimt­ar. Lagið er stút­fullt af neyslu­hyggju þar sem Kitt finnst t.d. sjálf­sagt að sveinki gefi sér snekkju og fylli út ávís­anir fyrir sig til að eyða út í bæ. Fjöl­margar söng­konur á borð við Madonnu og Kylie Minogue hafa fetað í fót­spor Kitt og jafn­vel reynt að toppa hana í kyn­þokk­an­um. Engin útgáfa jafn­ast þó á við þá upp­runa­legu.https://www.youtu­be.com/watch?v=DeN­hjPaP53I

6. Litli trommu­leik­ar­inn

Litli trommu­leik­ar­inn var sam­inn af Katherine Kenniscott Davis, amer­ískum tón­list­ar­kenn­ara, árið 1941. Það fjallar um lít­inn fátækan dreng sem spilar á trommu fyrir nýfætt Jésú­barn­ið. Lagið er nokkuð lát­laust og ein­kenn­ist af takt­föstum trommuslætt­in­um. Það minnir því fremur á útför her­manns heldur en jól­in. Eftir að lagið var sungið af aust­ur­rísku söng­fjöl­skyld­unni Trapp (sem fjallað er um í kvik­mynd­inni Sound of Music) árið 1955 náði lagið miklum vin­sæld­um. Síðan þá hafa ótal söngv­ar­ar, sér­stak­lega djúp­radd­aðir karl­ar, flutt lagið og er það orðið að nokk­urs konar fasta á jóla­plöt­um. Margir muna eftir flutn­ingi Bing Crosby og David Bowie á lag­inu og sér­lega und­ar­legu mynd­bandi sem fylgdi. Þekkt­ast er lagið þó senni­lega í flutn­ingi country-­söngv­ar­ans Johnny Cash. Fjöl­margir Íslend­ingar hafa reynt sig við lagið en eng­inn með betri árangri en sjálfur Raggi Bjarna.5. O Helga Natt

Ó helga nótt eða Cant­ique de Noel eins og það heitir á frum­mál­inu er franskt lag, samið árið 1847 af Adolphe Adam við ljóð Placide Capp­eau. Það náði strax mik­illi útbreiðslu og var t.a.m. þýtt yfir á enska tungu aðeins 8 árum síð­ar. Lagið er nokkuð hefð­bundið og það fjallar um nótt­ina sem Jésú fædd­ist og mik­il­feng­leik hans. Lagið er vel þekkt kór­a­lag en einnig hafa margir af fremstu óperu­söngvörum sög­unnar spreytt sig á því, t.d. Enrico Caruso, Luci­ano Pavarotti og Placido Dom­ingo. Margir þekkja einnig stór­brotna útgáfu Eric Cart­man af lag­inu. Eng­inn kemst þó með tærnar þar sem sænski ten­ór­inn Jussi Björl­ing hefur hæl­ana. Björl­ing tók lagið upp árið 1959. Þá var hann nýkom­inn af spít­ala eftir mikil hjarta­veik­indi og þá barð­ist hann einnig við alkó­hól­isma og þung­lyndi á þessum tíma. Raunir hans skína í gegn í upp­tök­unni sem gera hana svo áhrifa­mikla. Björl­ing lést ári seinna, tæp­lega fimm­tugur að aldri.4. God Rest Ye Merry Gentlemen

God Rest Ye Merry Gentlemen er hefð­bundið enskt jóla­lag sem flestir tengja við Vikt­or­íu­tím­ann og Jóla­sögu Charles Dic­kens. Kvæðið hefur þó verið til síðan á 16. öld og jafn­vel fyrr. Fyrsti þekkti heild­ar­text­inn er frá miðri 18. öld og um miðja 19. öld var lagið orðið mjög vin­sælt í Bret­landi. Í lag­inu er sagt frá fæð­ingu Jésúm í Bet­hlehem og flestir þekkja lín­una „To save us all fom Satan´s Power“. Það er jú fátt sem kemur manni í jafn gott jóla­skap og Sat­an. Lagið er þekkt kór­a­lag og einnig vin­sælt hjá litlum jóla­söng­hóp­um. Fjöl­margir heims­þekktir tón­list­ar­menn hafa tekið það upp í gegnum tíð­ina t.d. Bing Crosby, Nat King cole, Annie Lennox og Mariah Carey, en Youtube stjörnur sam­tím­ans hafa einnig sett það í athygl­is­verðan bún­ing. Má þar nefna accapella-hóp­inn Pentatonix og tón­list­ar­hóp­inn Post­modern Juke­box sem flytur þekkt lög í swing útgáf­um.3. Gils­bakka­þula

Gils­bakka­þula var samin laust eftir miðja 18. öld af Kol­beini Þor­steins­syni. Kol­beinn, sem síðar varð prestur í Mið­dals­kirkju við Laug­ar­vatn, samdi kvæðið um jóla­heim­sókn sína til tengda­fjöl­skyld­unnar á bænum Gils­bakka í Borg­ar­firði. Kvæðið lýsir jóla­hald­inu á bænum ítar­lega og er Guð­rúnu dóttur Kol­beins sem var þá barn að aldri, í aðal­hlut­verki. Í kvæð­inu koma fyrir fjölda­mörg nöfn á fólki sem fæstir kunna deili á en það gefur því ein­stak­lega per­sónu­legan tón. Það er eins og maður sé bók­staf­lega á staðn­um. Gils­bakka­þula var oft dönsuð fyrir jólin áður fyrr en sá siður er nú í dvín­un. Tvær þjóð­laga­hljóm­sveitir hafa gert kvæð­inu góð skil, Savannatríóið (1963) og Þrjú á palli (1971). Það sem kvæðið er mjög langt spil­uðu hljóm­sveit­irnar ein­ungis  hluta af kvæð­inu og ekki einu sinni sama hluta. Seinni útgáfan var á plöt­unni Hátíð fer að höndum ein, einni þekkt­ustu jóla­plötu Íslands.2. O Come, O Come Emmanuel

Lagið Veni, Veni Emmanuel (Kom þú, kom vor Imman­ú­el) er eitt af elstu þekktu jóla­lög­unum með rætur aftur til mið­alda. Lag­línan er a.m.k. frá 15. öld og elstu texta­brotin hugs­an­lega frá 9. öld. Lagið segir frá Gyð­ing­unum og leit þeirra að Mess­í­asi og svo komu Jésú Krists og upp­fyll­ingu orðs­ins. Um miðja 19. öld var það þýtt á enska tungu af prest­inum John Mason Neale og hefur það notið sér­stakrar hylli í hinum ensku­mæl­andi heim allar götur síð­an. Lagið hefur verið flutt af frægum popp­stjörnum á borð við Whit­ney Hou­ston, U2 og Enyu en er fyrst og fremst þekkt sem kór­a­lag. Amer­íska pönk­hljóm­sveitin Bad Religion flutti athygl­is­verða útgáfu af lag­inu á jóla­plötu sinni Christmas Songs árið 2013. Greg Graffin, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, var sjálfur í kirkjukór á yngri árum.1. Fairytale of New York

Lagið er afurð veð­máls milli með­lima hljóm­sveit­ar­innar The Pogues og hljóð­bland­ara þeirra, Elvis Costello. The Pogues sömdu lagið og fengu Kirsty MacColl, dóttur þjóð­laga­söngv­ar­ans Ewan MacColl, til að syngja með. Lag­ið, sem er nokkuð hefð­bundin þjóð­laga­ball­aða með mjög óhefð­bundnum texta, kom svo út fyrir jólin árið 1987. Lagið fjallar um rifr­ildi fylli­byttupars í New York borg og er það bæði dóna­legt og róm­an­tískt í senn. Þrátt fyrir að vera jóla­lag þá koma ýmis blóts­yrði á borð við slut, arse, scumbag og faggot fyrir í því. Í sumum útgáfum er þó búið að skipta faggot út fyrir hagg­ard. Það er að miklu leyti vegna orð­bragðs­ins sem lagið varð svo vin­sælt og þá sér­stak­lega hvernig MacColl hreytti óþverr­anum út úr sér. Lagið er lang­vin­sælasta lag söng­kon­unnar sem lést langt fyrir aldur fram í köf­un­ar­slysi í Mexíkó. Lagið hefur notið nán­ast sam­felldra vin­sælda síðan þá og rýkur upp vin­sælda­listana í Bret­landi á hverju ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None