Ósigur Renzi og næstu skref á Ítalíu

Paolo Gentiloni var á sunnudaginn síðastliðinn útnefndur nýr forsætisráðherra Ítalíu og hefur staðið í ströngu þessa viku við að skipa nýja ríkisstjórn. Hún er sú 64. í röðinni eftir seinni heimsstyrjöld.

Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Auglýsing

Form­lega séð sner­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan á Ítalíu, sem nýverið fór fram, um fimm stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem kosið var um í einum „pakka“. Meg­in­við­fangs­efni til­lag­anna var að fækka öld­unga­deild­ar­þing­mönnum úr 320 í 100 og skerða völd deild­ar­innar í þeim til­gangi að gera hana að eins konar ráð­gef­andi stofnun fyrir und­ir­deild þings­ins sem yrði þá valda­meiri. Þessar breyt­ingar ásamt umbótum á kosn­inga­kerf­inu á þann hátt að flokk­ur­inn með mesta fylgið hefði fengið óhlut­falls­lega háan hluta þing­sæta myndu gera það auð­veld­ara að koma málum í gegn.



Ástæð­urnar fyrir þessum til­lögum voru margar en Ítalía hefur haft 63 rík­is­stjórnir eftir seinni heims­styrj­öld og er stofn­ana­kerfi lands­ins sér­stak­lega hannað til að tor­velda laga­setn­ingu enda er það hannað í kjöl­far valda­tíð fas­ista­stjórn­ar Benito Mus­sol­ini. Sam­kvæmt Renzi myndu breyt­ing­arnar veita land­inu skil­virkara og stöðugra stjórn­ar­far og væru lyk­il­at­riði í því að geta komið í gegn lög­gjöf sem myndi hraða land­inu úr þeirri lang­vinnu og erf­iðu efna­hags­legu lægð sem landið hefur verið í á 21. öld­inni. Lífs­kjör á Ítalíu hafa ekki hækkað síðan um þús­ald­ar­mótin og er atvinnu­leysi, og þá sér­stak­lega atvinnu­leysi ung­menna, und­ir­liggj­andi vanda­mál sem hafa versnað í kjöl­far heimskrepp­unnar og evru­krís­unnar.

Auglýsing

Nei við hverju?



Renzi áleit kosn­ing­arnar vera “núna eða aldrei-augna­blik fyrir Ítal­íu; annað hvort myndi þjóðin veita honum stuðn­ing til að koma á nauð­syn­leg­um breyt­ingm til að gera Ítalíu kleift að nútíma­væð­ast í stað þess að þró­ast lengra í átt­ina að því að verða hálf­gert „safn“ sem ætti ekki erindi í að taka for­ystu­hlut­verk á alþjóða­vett­vangi. Ef þjóðin ákvæði að veita honum ekki stuðn­ing var­aði Renzi við að ekki ein­ungis myndi hún kjósa gegn umbótum heldur einnig greiða leið­ina fyrir popúlist­ann Giuseppe „Bepp­e“ Grillo og flokk hans Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una (Movimi­ento 5 Stelle), og öfga­hægri­flokk­inn Norð­ur­deild­ina (Lega Nord). 



Þó eru skiptar skoð­anir um það hvort skil­grein­ing Renzi hafi verið sann­gjörn lýs­ing á þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni og koma þær úr öllum átt­u­m; The Economist tjáði í leið­ara sínum um kosn­ing­arnar að þótt að það leiki eng­inn vafi á því að sár þörf sé fyrir umfangs­miklar umbætur á hinu staðn­aða hag­kerfi Ítalíu þá væru til­lög­ur Renzi ekki rétta með­al­ið, á með­an Jac­obin Mag­azine hafði áhyggjur af því að til­lög­urnar myndu færa landið enn lengra á braut nýfrjáls­hyggj­unnar og skerða enn frekar rétt­indi laun­þega sem nú þegar hefðu átt undir högg að sækja í valda­tíð Renzi. Það þarf því að forð­ast að útskýra atkvæða­greiðsl­una ein­fald­lega sem bar­áttu á milli evr­ópu­sinn­aðra umbóta­afla gegn öfga­hægri popúl­isma og ber að skil­greina vel hvernig staðan á Ítalíu á sam­leið með stjórn­mála­þró­unum á þessu ári í löndum á borð við Banda­rík­in, Bret­land, Austr­ríki, Frakk­land, Þýska­land.

Quitaly?



Ítalska þjóðin kaus gegn til­lög­unum með afger­andi hætti, 59% gegn 41%, og Renzi sagði af sér í kjöl­farið eins og hann hafði lof­að. Í stað þess að boða strax til nýrra þing­kosn­inga ákvað for­seti lands­ins, Sergio Mattarella, að útnefna nýjan for­sæt­is­ráð­herra frá Demókra­ta­flokknum til að taka við af RenziGentiloni, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Renzi, varð fyrir val­inu og hefur í vik­unni skipað nýja rík­is­stjórn sem sam­anstendur að mestu leyti af fyrr­ver­andi ráð­herrum frá rík­is­stjórn Renzi

Hreyfing Beppo Grilli snerist upphaflega um fimm atriði, eða „stjörnur“; opinberar vatnsveitur, sjálfbærar samgöngur, sjálfbæra þróun, réttinn að internetaðgengi, og umhverfisvernd,.Núver­andi kjör­tíma­bili lýkur í byrjun árs 2018 og lítur því út fyrir að rík­is­stjórn Gentiloni verði skamm­líf. Fimm­stjörnu­hreyf­ingin sem mælst hefur með stærsta fylgið að und­an­förnu, kall­aði eftir eftir nýjum þing­kosn­ingum í kjöl­far ósig­urs Renzi enda gæfi afsögn hans í skyn að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan sner­ist einnig um van­traust almenn­ings á sitj­andi rík­is­stjórn. Þó að hægt sé að skil­greina Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una sem popúlista­flokk er hún ekki sam­bæri­leg öfga­hægriöflum eins og popúlista­flokkar víðs vegar um Evr­ópu. Flokk­ur­inn, sem á rætur sínar að rekja til bloggskrifa Beppo Grilli sner­ist upp­haf­lega um fimm atriði, eða „stjörn­ur“; opin­berar vatns­veit­ur, sjálf­bærar sam­göng­ur, sjálf­bæra þró­un, rétt­inn að inter­net­að­gengi, og umhverf­is­vernd, en and­staða hans við þá spill­ingu sem hann telur ein­kenna hefð­bundnar stofn­anir í ítölsku sam­fé­lagi hefur gert hann skept­ískan gagn­vart evr­unni þó flokk­ur­inn sé hlynntur áfram­hald­andi ESB-að­ild.



Ákvörðun Mattarella hefur gefið demókra­ta­flokknum tæki­færi á að klára kjör­tíma­bilið sitt en ljóst er að næstu þing­kosn­ingar á Ítalíu gætu aukið vægi popúlista veru­lega. Þó er lítil ástæða til að halda að 65. rík­is­stjórn lands­ins verði lang­líf­ari eða skil­virk­ari en þær sem á undan hafa geng­ið. Þá hlýtur spurn­ingin um hvaða stjórn­mála­menn og flokkar sem stjórna land­inu að vera síður áhuga­verð en sú hvernig og hvort Ítalíu tekst að glíma við þá efna­hags­legu og félags­legu patt­stöðu eða jafn­vel hnignun sem landið hefur staðið yfir síð­ustu ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None