Í miðri á

Sigurður Hannesson, doktor í stærðfræði frá Oxford háskóla í Bretlandi og yfirmaður eignastýringar Kviku, hefur verið lykilmaður í vinnu stjórnvalda við losun fjármagnshafta. Hann fer hér ítarlega yfir áskoranir sem blöstu við, og það sem er framundan.

Frá vinstri: Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjóra hjá Seðlabanka Íslands, Benedikt Gíslason, verkfræðingur, Lilja D. Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, Sigurður Hannesson og Ásgeir Helgi Reykjfjörð, lögfræðingur.
Frá vinstri: Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjóra hjá Seðlabanka Íslands, Benedikt Gíslason, verkfræðingur, Lilja D. Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, Sigurður Hannesson og Ásgeir Helgi Reykjfjörð, lögfræðingur.
Auglýsing

End­ur­skoðun pen­inga­stefn­unn­ar, skýr sýn á nýt­ingu ört stækk­andi gjald­eyr­is­forða og loka­hnykk­ur­inn í losun fjár­magns­hafta eru mik­il­væg­ustu efna­hags­verk­efni næsta árs. Með gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna hefur eðl­is­breyt­ing orðið á hag­kerf­inu og aukið traust á alþjóð­legum mörk­uðum hefur skilað íslenska rík­inu, fyr­ir­tækjum og almenn­ingi öllum betri kjör­um. Nú er mik­il­væg­ara en nokkru sinni áður, að vel sé haldið á spil­un­um, að verk­efni séu leyst án eft­ir­mála og við teflum ekki í tví­sýnu þeim mikla árangri sem hefur náðst frá því að trú­verðug áætlun um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015.  

Frá þeim tíma hefur alger við­snún­ingur orðið í efna­hags­líf­inu. Erlend staða þjóð­ar­bús­ins er orðin jákvæð og í fyrsta sinn frá því mæl­ingar hófust árið 1960 eigum við meira erlendis en við skuld­um. Meg­in­þorri almenn­ings í land­inu finnur ekki lengur fyrir höft­unum og fyr­ir­tæki hafa meira svig­rúm í sinni starf­semi. Á nýju ári rýmka heim­ildir til gjald­eyr­is­við­skipta enn frekar, þótt höftin verði lík­lega við lýði í ein­hverri mynd um sinn.  

Erlend fjár­fest­ing í atvinnu­líf­inu gæti auk­ist

Í kjöl­far þess að stjórn­völd kynntu áætlun um losun hafta fór að bera á inn­flæði erlends fjár­magns. Erlend fjár­fest­ing hefur auk­ist enn frekar á þessu ári. Í fyrstu leit­aði féð í öruggar fjár­fest­ingar eins og rík­is­skulda­bréf en síðar í hluta­bréf og aðrar áhættu­meiri fjár­fest­ing­ar. Sú þróun er jákvæð og sér­stak­lega er ánægju­legt að sjá áhuga á íslensku atvinnu­lífi. Kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins PT Capi­tal á síma­fyr­ir­tæk­inu Nova eru gott dæmi og ekki kæmi á óvart að sjá frek­ari áhuga á nýju ári.

Auglýsing

Við upp­haf síð­asta árs voru tvö ljón í veg­inum fyrir losun hafta á almenn­ing; ann­ars vegar slitabú föllnu bank­anna og hins vegar aflandskrón­urn­ar. Los­un­ar­á­ætlun stjórn­valda tók á báðum þessum þáttum og tók mið af aðferða­fræði Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins (e. integrated app­roach) um losun hafta. Sam­kvæmt henni eru höft síð­ast losuð á kvikar fjár­fest­ing­ar, þ.m.t. aflandskrón­ur, nema að þær séu seldar með afslætti.  

For­dæma­laust í fjár­mála­sög­unni

Sam­an­lagt er fall íslensku bank­anna annað stærsta gjald­þrot í heimi. Eftir efna­hags­á­fallið 2008 var staða mála um margt óljós og nokkur ár tók að skilja stöð­una til fulls. Grein­ar­höf­undur ásamt stórum hópi fólks var áhuga­samur um að greina erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins og greiðslu­jöfnuð lands­ins og huga að leiðum til að bæta stöð­una. Ljóst var að upp­gjör föllnu bank­anna myndi að óbreyttu hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið og þ.a.l. vel­ferð lands­manna. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar á þeim tíma, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, réð­ust með skipu­legum hætti á vand­ann og fengu til liðs við sig fólk með skýra sýn, bæði í ráð­gjafa­hóp og síðar fram­kvæmda­hóp um losun fjár­magns­hafta. Sú ákvörðun reynd­ist afar far­sæl, enda tókst að halda vinn­unni utan hefð­bund­ins stjórn­mála­þrass og vinna stað­fast­lega að hags­munum almenn­ings. Lög­mað­ur­inn Lee Buchheit, einn af ráð­gjöfum stjórn­valda, hefur verið óspar á lofið í garð þeirra sem báru vinnuna uppi – t.d. fram­kvæmda­hóp­inn og Lilju Alfreðs­dóttur sem vann náið með honum – og opin­ber­lega sagt þau mjög fær og áköf „í að tryggja hag­stæða nið­ur­stöðu fyrir Ísland. Og það er nokkuð sem þú sérð ekki alltaf í öðrum ríkj­u­m.“

Hér má sjá, að fall íslenska bankakerfisins, kemur næst á eftir falli Lehman Brothers, í heimssögunni, þegar stærð gjaldþrota er annars vegar. Heimild: Moody's.

Á hinum póli­tíska vett­vangi er því gjarnan fleygt, að nið­ur­staðan hafi legið fyrir í mörg ár og að forms­at­riði hafi verið að klára málið árið 2015. Í við­tali við DV í mars sl. hafn­aði Buchheit þeirri sögu­skoðun og taldi nið­ur­stöð­una um upp­gjör slita­bú­anna for­dæma­lausa í alþjóð­legri fjár­mála­sögu.

Aukið virði stöð­ug­leika­fram­laga

Ráð­staf­anir slita­bú­anna til að tryggja stöð­ug­leika námu um 850 millj­örð­um. Þar af námu beinar greiðslur til stjórn­valda 500-600 millj­örð­um. Þegar hefur rík­is­sjóður fengið um 100 millj­arða greidda í reiðufé af stöð­ug­leika­fram­lagi slita­bú­anna þegar 27 millj­arða aukaarð­greiðsla Íslands­banka er talin með. Þetta er um 30 millj­örðum umfram áætl­an­ir. Þetta er fyrir utan virð­is­breyt­ingar á eignum en ætla má að þær séu umtals­verðar og nemi tugum millj­arða þegar upp verður stað­ið. Allt er þetta í takt við vænt­ing­ar. Óljóst er hvað verður um eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka en að öðru leyti má reikna með að stöð­ug­leika­fram­lagið verði end­ur­heimt að fullu í reiðufé árið 2018.

Slita­búin gerð upp án eft­ir­mála

Á árunum 2011-2015 voru kröfu­hafar föllnu bank­anna og full­trúar þeirra nokkuð fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir. Til dæmis óskaði Glitnir eftir aðkomu banda­rískra dóm­stóla vegna upp­gjörs bank­ans og tals­verðu púðri var varið í grein­ingar á greiðslu­jöfn­uði Íslands. Þar var full­yrt að almenn­ingi stæði ekki ógn af upp­gjöri slita­bú­anna. Þá und­ir­bjuggu kröfu­haf­arnir máls­sóknir ef illa færi, en ekki kom til þeirra. Þvert á móti voru nauða­samn­ingar allra slita­bú­anna sam­þykktir af kröfu­höfum og stað­festir af dóm­stólum án nokk­urs ágrein­ings. Það er virki­lega ánægju­legt að upp­gjör slita­bú­anna skyldu verða án eft­ir­mála og vafa­lítið munu fræði­menn í fram­tíð­inni reyna að setja verð­miða á þá stað­reynd.

Eft­ir­mál vegna aflandskróna

Þeir sem vilja kom­ast frá Reykja­vík vestur á land geta greitt fyrir styttri leið um göng­in, í stað þess að keyra Hval­fjörð­inn sem er bæði lengri leið og tíma­frek­ari. Á sama hátt bauðst eig­endum aflandskróna – hinnar stóru hindr­un­ar­innar í losun hafta á almenn­ing – að stytta sér leið gegn sann­gjarnri greiðslu. Vand­inn var eft­ir­far­andi: Aflandskrónur eru sér­stakur eigna­flokk­ur, ólíkur öðrum krónum í hag­kerf­inu. Þær eru auð­selj­an­legar (kvikar eignir) og við eðli­legar aðstæður geta þær flætt hindr­un­ar­laust inn á gjald­eyr­is­mark­að. Við aðstæður eins og hér hafa ríkt skapar slíkt greiðslu­jafn­að­ar­vanda og gjald­falli á krón­unni.  Tvennt er til ráða til þess að leysa slíkan vanda og er því meðal ann­ars lýst í grein­ar­gerð fjár­mála­ráð­herra í mars 2015.

i) Eig­end­urnir veiti afslátt af aflandskrónum þegar þeim er skipt fyrir erlendan gjald­eyri

ii) Festa aflandskrón­urnar til langs tíma.

Leið (i) má líkja við greiðslu fyrir akstur gegnum göngin á meðan leið (ii) er lík­ari því að keyra Hval­fjörð­inn eða jafn­vel hring­veg­inn rang­sælis til að kom­ast vestur á land.

Áætl­unin frá júní 2015 lýsti hvernig þetta yrði fram­kvæmt. Ann­ars vegar með lög­gjöf þar sem aflandskrón­urnar yrðu festar eins lengi og þurfa þykir (skil­yrði (ii) hér að ofan) og varð slíkt frum­varp að lögum um mitt ár 2016. Hins vegar með gjald­eyr­is­út­boðum þar sem eig­end­urnir myndu veita afslátt af aflandskrón­unum (skil­yrði (ii) hér að ofan). Alls hafa 23 slík útboð farið fram. Í því síð­asta, sem haldið var 16. júní 2016 var 98,4% til­boða tekið (leið (i)). Þeir sem sátu útboðin af sér völdu með hjá­set­unni að fjár­festa til lengri tíma á Íslandi (leið (ii)) og þar með er aflandskrónu­vand­inn í raun leyst­ur.

En hér fara hljóð og mynd ekki sam­an. Stórir vog­un­ar­sjóðir sem keyptu aflandskrónur með miklum afslætti eftir efna­hags­á­fall­ið, og hafa þegar hagn­ast umtals­vert á við­skipt­un­um, hafa ýmist boðið of lít­inn afslátt eða ekki tekið þátt í útboð­un­um. Þar með þótti ljóst að þeir væru til­búnir að fjár­festa á Íslandi til langs tíma, enda leik­regl­urnar skýrar og ein­fald­ar. Nú er hins vegar ljóst, að þrátt fyrir hjá­setu í útboðum hafa sjóð­irnir raun­veru­legan áhuga á að skipta aflandskrónum sínum í erlendan gjald­miðil en voru ekki reiðu­búnir að greiða sann­gjarnt verð eins og aðr­ir. Þeir hafa í stað­inn gripið til áróð­urs­her­ferð­ar, ýmist gegn stjórn­völdum eða nafn­greindum ein­stak­ling­um, og notað á köflum meðöl sem Íslend­ingum þykja óvenju­leg. Þannig hafa þeir boðað dóms­mál af ýmsu tagi, en hvergi orðið ágengt enda aðferða­fræði íslenskra stjórn­valda við­urk­end og lög­gjöfin vel und­ir­bú­in. 

Síð­ast vís­aði Eft­ir­lits­stofnun EFTA frá máli sem þeir reyndu að höfða á þeim bænum og lok­uðu mál­inu.  Mikil vinna hefur farið í að draga upp nei­kvæða mynd af Íslandi meðal blaða­manna og ann­arra skoð­ana­mót­andi ein­stak­linga erlendis og skömmu fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í októ­ber birt­ust aug­lýs­ingar í íslenskum blöð­um, þar sem reynt var að draga úr trú­verð­ug­leika stjórn­valda. Í við­tali við Stöð 2 í til­efni af aug­lýs­ing­unum sagði Lee Buchheit slíka áróð­urs­her­ferð vera þekkt bragð,  en þó væri ekki for­dæmi fyrir því að vog­un­ar­sjóðir reyndu að hafa áhrif á úrslit kosn­inga.

Þótt bar­átta vog­un­ar­sjóð­anna hafi ekki skilað þeim til­ætl­uðum árangri er umhugs­un­ar­vert hve eft­ir­málar stóra gjald­eyr­is­út­boðs­ins í júní hafa verið miklir, sér­stak­lega í ljósi þess að eng­inn ágrein­ingur varð um upgjör slita­bú­anna.  Lög­gjöfin er aug­ljós­lega skot­held og því er eðli­legt að velta því upp, hvort fram­kvæmd Seðla­bank­ans á útboð­inu og vænt­inga­stjórnun því tengd hafi getað verið betri. 

Minna útflæði fjár­magns er fagn­að­ar­efni

Á þessu ári mega ein­stak­lingar fjár­festa erlendis fyrir 30 millj­ónir króna og kaupa fast­eign. Á næsta ári mega þeir fjár­festa erlendis fyrir 100 millj­ónir króna. Fyr­ir­tækjum hefur verið auð­veldað að færa fé milli landa og tek­ist hefur að rýmka veru­lega fyrir beinni erlendri fjár­fest­ingu hér á landi. Líf­eyr­is­sjóðir hafa fengið heim­ild til fjár­fest­inga erlendis fyrir 95 millj­arða, þar af 85 millj­arða á árinu 2016. Erlendar nýfjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna á yfir­stand­andi ári munu verða allt að 80 millj­arðar og á næsta ári má búast við svip­uðu útflæði.

Vænt­ingar leika lyk­il­hlut­verk við losun hafta. Það er ljóst að vel hefur tek­ist til þar sem útflæði er miklu minna en gert var ráð fyr­ir. Seðla­bank­inn gerði ráð fyrir útflæði upp á 80-180 millj­arða til loka árs 2016 en það er tals­vert minna. Horf­urnar eru bjartar og losun fjár­magns­hafta gæti orðið að veru­leika á næsta ári.

Aukið traust á Íslandi

Mats­fyr­ir­tækin hafa ekki tekið undir sjón­ar­mið aflandskrónu­eig­end­anna, heldur þvert á móti stað­fest að íslensk stjórn­völd hafi staðið vel að mál­um. Láns­hæf­is­mat Íslands var hækkað í sept­em­ber og er nú A3 sam­kvæmt Moody‘s. Það var stór áfangi og sýnir svo ekki verður um villst að Ísland er á réttri leið. Íslensk fyr­ir­tæki geta því fjár­magnað sig erlendis á ný og á hag­stæð­ari kjörum en þekkst hefur um margra ára skeið. Ávöxt­un­ar­krafa á erlend skulda­bréf íslensku bank­anna hefur lækkað umtals­vert sem skilar sér í bættum fjár­mögn­un­ar­kjörum hér­lend­is. Almennt séð nýtur rík­is­sjóður betri kjara erlendis en íslensk fyr­ir­tæki. Við njótum því öll betri kjara, bæði í gegnum rík­is­sjóð en ekki síður þar sem íslenskt atvinnu­líf hefur bæði greið­ari aðgang að erlendu lánsfé og greiðir minna fyrir það.

End­ur­skoðun pen­inga­stefn­unnar er nauð­syn­leg

Ástæð­urnar fyrir minna útflæði og meira inn­flæði fjár­magns eru eflaust nokkrar, en hag­stæð skil­yrði hér­lendis skipta aug­ljós­lega miklu. Hag­sæld er hér meiri en víð­ast hvar ann­ars staðar og vextir þ.a.l. hærri. Háir vextir laða fjár­magn til lands­ins og letja til erlendra fjár­fest­inga, þar sem ávöxt­un­ar­mögu­leikar eru minni. Þetta krefst inn­gripa sem hægja á inn­flæði fjár­magns, svo krónan styrk­ist ekki um of og ný snjó­hengja verði ekki til. Slík inn­grip voru kynnt um mitt ár 2016.

Umræða um pen­inga­stefnu eftir höft hefur staðið yfir í nokkur ár án nið­ur­stöðu. Á sama tíma hefur  grund­vall­ar­breyt­ing orðið á hag­kerf­inu með gríð­ar­legum afgangi af þjón­ustu­jöfn­uði, vegna mik­illar fjölg­unar erlendra ferða­manna. Eðl­is­breyt­ing hag­kerf­is­ins hlýtur að kalla á end­ur­skoðun pen­inga­stefnu með það að mark­miði að raun­vextir hér séu nær því sem ger­ist í nágranna­lönd­un­um. Nið­ur­staða þarf að fást á árinu 2017.

Hvað verður um forð­ann?

Hreinn gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans nemur nú um 600 millj­örðum króna. Forð­inn hefur vaxið gríð­ar­lega und­an­farin ár vegna hag­stæðs greiðslu­jafn­að­ar.

Tals­verður kostn­aður hlýst af gjald­eyr­is­forð­an­um, meðal ann­ars vegna þess að vextir af honum eru lægri en af krón­um. Þá er forð­inn ávaxtaður til skamms tíma sem er óhag­stæð­ara en ef horft er til lengri tíma. Þetta kallar á skýra stefnu sem meðal ann­ars gæti falist í stofnun sér­staks sjóðs, sem hefði það hlut­verk að jafna hag­sveiflur og búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina. Þar þarf póli­tíska leið­sögn sem veita þarf sem fyrst.

Árangur og áskor­anir

Árang­ur­inn af efna­hags­að­gerðum und­an­far­inna ára er ótví­ræð­ur. Mik­il­væg skref við losun hafta hafa verið stigin á þessu ári og meg­in­þorri almenn­ings upp­lifir ekki lengur höft. Smám saman rýmka gjald­eyr­is­heim­ildir fyrir fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði. Slita­búin voru gerð upp án nokk­urra eft­ir­mála sem flýtir fyrir losun hafta. Eft­ir­mál vegna aflandskróna kunna að hafa áhrif á þróun efna­hags­mála  en þau verða von­andi minni­hátt­ar. Staða íslenskra stjórn­valda í því máli er sterk, sér í lagi er laga­setn­ing vönduð en fram­kvæmd útboðs­ins í júní 2016 hefði mátt vera betur und­ir­búin til að ná hámarks­ár­angri. Tak­mark­inu um að festa aflandskrón­urnar til langs tíma var þó náð.

Helstu áskor­anir framundan snúa að end­ur­skoðun pen­inga­stefnu og fram­tíð­ar­sýn varð­andi gjald­eyr­is­forð­ann. Þá þarf að skýra vel fyrir öllum mark­aðs­að­ilum hvernig gjald­eyr­is­um­hverfið verður hér til fram­tíð­ar, þar sem ljóst má vera að fjár­magns­flutn­ingar verða ekki frjálsir á sama hátt og á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar.

Höf­undur er doktor í stærð­fræði frá Oxford háskóla í Bret­landi og yfir­maður eigna­stýr­ingar Kviku. Með Sig­urði (annar frá hægri) á mynd­inni sem fylgir með grein­inni eru Jón Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri skrif­stofu banka­stjóra hjá Seðla­banka Íslands, Bene­dikt Gísla­son, verk­fræð­ing­ur, Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Ásgeir Helgi Reykj­fjörð, lög­fræð­ing­ur. Þau áttu öll sæti í fram­kvæmda­hópi um afnám hafta. Í fram­kvæmda­hópnum áttu einnig sæti um tíma þau Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, Eiríkur Svav­ars­son lög­fræð­ingur og Glenn V. Kim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None