Lífeyrissjóðir vilja bætur frá Kaupþingi vegna Arion kaupa

Þrátt fyrir að viðræðum við lífeyrissjóði um aðkomu að kaupum á Arion banka hafi ekki verið rift fyrr en 19. mars var skrifað undir drög að kaupum á bankanum 12. febrúar. Þá var hægt að miða við níu mánaða uppgjör Arion við ákvörðun á kaupverði.

Arion Banki
Auglýsing

Skrifað var undir drög að kaup­samn­ingi milli þriggja vog­un­ar­sjóða og Gold­man Sachs ann­ars vegar og Kaup­þings hins vegar um kaup á 29,18 pró­sent hlut í Arion banka þann 12. febr­úar síð­ast­lið­inn. Það var gert svo að hægt yrði að miða kaupin við níu mán­aða upp­gjör Arion banka, þar sem eigið fé bank­ans var lægra en í árs­upp­gjör­inu, og upp­hæðin sem þyrfti að greiða fyrir hlut­inn gæti því verið lægri. Til þess að slíkt væri mögu­legt þurfti að skrifa undir fyrir 13. febr­ú­ar.

Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að þrátt fyrir und­ir­skrift­ina 12. febr­úar hafi við­ræðum við íslenska líf­eyr­is­sjóði um aðkomu að kaup­unum verið haldið áfram allt fram til 19. mars, þegar skyndi­lega var til­kynnt um kaup vog­un­ar­sjóð­anna og Gold­man Sachs á sunnu­dags­eft­ir­mið­degi. Í kjöl­farið var við­ræðum við þá slit­ið. Í blað­inu segir að líf­eyr­is­sjóð­irnir sem um ræðir – stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins – hafi krafið Kaup­þing um bætur vegna þess að ekk­ert varð af kaupum þeirra í Arion banka. Þeir telja sig hafa orðið fyrir veru­legu fjár­hags­legu tjóni vegna útlags kostn­aðar í formi kaupa á ráð­gjaf­ar­þjón­ustu.

Icora Partners og lög­manns­ins Þór­ar­ins V. Þór­ar­ins­son­ar. Auk þess hafi því fylgt kostn­aður að sjóð­irnir hefðu verið byrj­aðir að losa fé til að geta greitt kaup­verðið í ljósi þess að fyrir lá að það þyrfti að greið­ast hratt ef næð­ist sam­an. Líf­eyr­is­sjóð­irnir höfðu látið verð­meta Arion banka og sam­kvæmt því verð­mati hefði átt að greiða 52,5 millj­arða króna fyrir 29,18 pró­sent hlut­inn. Það er 3,7 millj­örðum króna meira en þeir 48,8 millj­arðar króna sem sjóð­irnir þrír og Gold­man Sachs greiddu fyrir hann.

Mið­uðu við níu mán­aða upp­gjörið til að lækka verð

Frá því í febr­­úar hefur legið fyrir að fram undan væru tíð­indi varð­andi eign­­ar­haldið á Arion banka. Stærstu eig­endur Kaup­­þings, vog­un­­ar­­sjóðir með höf­uð­­stöðvar í New York, voru að reyna að fá íslenska líf­eyr­is­­sjóði með sér í að kaupa helm­ings­hlut í bank­an­­um. Lagt var upp með að þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins, Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna og LSR, myndu leiða kaupin fyrir hönd líf­eyr­is­­sjóð­anna og taka stærstan hlut. Hug­­myndin var að líf­eyr­is­­sjóð­irnir myndu taka 25-30 pró­­sent hlut í Arion banka en vog­un­­ar­­sjóð­irnir 20-25 pró­­sent hlut.

Auglýsing

19. mars varð svo ljóst að líf­eyr­is­­sjóð­irnir kæmu ekki að kaup­unum í þess­­ari umferð. Þá var skynd­i­­lega til­­kynnt að vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-ZiffCapi­tal og Attestor Capi­tal hefðu ásamt fjár­­­fest­inga­­bank­­anum Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka á 48,8 millj­­arða króna í lok­uðu útboði. Fjár­­­fest­­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­­­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­­ari lotu.

Sam­kvæmt stöð­ug­leika­sam­komu­lagi kröfu­hafa Kaup­þings við íslensk stjórn­völd þurfti að greiða að minnsta kosti 0,8 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé Arion banka þegar hann yrði seld­ur. Ann­ars gæti íslenska ríkið stígið inn í við­skipt­in. Ástæða þess að þetta ákvæði var sett inn er sú að koma átti í veg fyrir að helstu kröfu­hafar Kaup­þings seldu sér Arion á hrakvirði til að mæta tíma­mörk­unum sem íslenska ríkið hafði sett um kaup­in, en bank­ann þurfti að selja fyrir jánú­ar­lok 2018. Tæk­ist það ekki rynni hann til rík­is­ins eins og hinir tveir stóru bank­arn­ir.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, beindi ellefu spurningum um kaupin til Fjármálaeftirlitsins. Svör þess voru rýr.Afkoma Arion banka fyrir árið 2016 var til­kynnt 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Skrifað var undir drög að sam­komu­lagi um kaup vog­un­ar­sjóð­anna þriggja og Gold­man Sachs dag­inn áður. Ástæðan er sú að þá gátu þeir miðað við eigið fé Arion banka sam­kvæmt níu mán­aða upp­gjöri árs­ins 2016, sem var 207 millj­arðar króna, en þurftu ekki að miða við eigið féð í árs­lok, sem var 211 millj­arðar króna. Ef skrifað hefði verið undir samn­inga t.d. 14. febr­úar hefði kaup­verðið þýtt að greitt hefði verið 79,3 krónur á hverja krónu af eigin fé Arion banka, og ríkið hefði getað stigið inn í við­skiptin í kjöl­far­ið. Þegar miðað var við níu mán­aða upp­gjörið er kaup­verðið 80,7 krónur á hverja krónu af eigin fé, og þar með rétt yfir mörk­unum sem ríkið setti. Haldi þessi við­skipti mun íslenska ríkið því ekki geta stigið inn í þau.

Héldu sig í námunda við öll mörk

Þetta eru ekki einu mörkin sem kaup­end­urnir pössuðu sig á að vera alveg í námunda við. Þeir tveir sjóðir sem keyptu stærsta hlut­inn keyptu báðir 9,99 pró­sent í Arion banka. Ástæða þess var sú að ef þeir keyptu yfir tíu pró­sent myndu þeir telj­ast virkir eig­endur og þyrftu í kjöl­farið að und­ir­gang­ast mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á því hvort þeir væru hæfir til að halda á slíkum hlut í kerf­is­lega mik­il­vægum banka.

Þótt gefin hafi verið upp nöfn þeirra vog­un­­ar­­sjóða sem voru að kaupa hlut í íslenskum við­­skipta­­banka, og nafn fjár­­­fest­inga­­bank­ans Gold­man Sachs, þá liggur ekk­ert fyrir um hverjir það eru sem voru að kaupa Arion banka. Þ.e. hverjir séu allir end­an­­legir eig­endur þess fjár­­­magns sem verið er að nota.

Rýr svör við spurn­ingum ráð­herra

Þann 3. apríl síð­ast­lið­inn var greint frá því að Fjár­­­mála­eft­ir­litið hafi hafið und­ir­­bún­­ing að því að gera mat á hæfi þriggja nýrra eig­enda í Arion banka, sem hafa gefið til kynna að þeir ætli að auka hlut sinn og þar með fara með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Þessir hlut­hafar eru TCA New Sidecar III, Trinity Invest­ments DAC og Sculptor Invest­ments.

Þetta kom fram í svari fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins við bréf Bene­dikts Jóhann­es­­sonar fjár­­­mála­ráð­herra, sem sendi eft­ir­lit­inu bréf með ell­efu spurn­ingum um nýja eig­endur í bank­an­­um. Fjár­­­mála­eft­ir­litið sagði í svari sínu að það sé mat þess að eng­inn hinna nýju hlut­hafa fari nú með virkan eign­­ar­hlut í bank­­anum og þess vegna hafi ekki verið fram­­kvæmt neitt mat á hæfi þeirra. Eft­ir­litið svar­aði mörgum spurn­ingum ráð­herra ekki nema með þeim orð­u­m.

Í svari Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins kom fram að allir nýju hlut­haf­­arnir eða aðilar þeim tengdir hafi verið meðal kröf­u­hafa Kaup­­þings við gerð nauða­­samn­ings félags­­ins og fara nú með hlut í félag­inu. Eft­ir­lit­inu sé kunn­ugt um það að í ein­hverjum til­­vikum hafi verið stofnuð sér­­­stök fyr­ir­tæki eða sjóðir til að halda utan um kaupin á hluta­bréf­un­­um.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið svar­aði hins vegar ekki spurn­ingu ráð­herr­ans um það hvort fyr­ir­tækin eða sjóð­irnir hafi haft með sér for­m­­legt sam­­starf við kaupin og hvort þá þurfi ekki að skoða þau sem eig­anda virks eign­­ar­hlut­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None