Leysingavatn flæðir yfir ísinn á Suðurskautslandinu

Fljótandi vatn er mun meira á Suðurskautslandinu en áður var talið. Ný heildstæð rannsókn hefur kortlagt vatnsflauminn á ísbreiðunni.

Fágæt mynd af jökulfossi á Suðurskautinu.
Fágæt mynd af jökulfossi á Suðurskautinu.
Auglýsing

Fyrsta heild­stæða rann­sóknin sem er gerð hefur verið á straum­vatni á Suð­ur­skauts­land­inu bendir til þess að árs­tíða­bundið leys­inga­vatn sé mun meira á Suð­ur­skaut­inu en áður var talið. Nið­ur­stöð­urnar eru sagðar breyta hug­myndum vís­inda­manna á því hversu við­kvæmur jök­ull­inn á Suð­ur­skaut­inu sé fyrir hita­breyt­ingum fram­tíð­ar.

Rann­sóknin var unnin af hópi vís­inda­manna frá The Earth Institute við Col­umbia Háskóla í Banda­ríkj­unum og mið­aði hún að því að mæla leys­inga­vatnið á Suð­ur­skauts­land­inu. Mikið af þessu vatni rennur til sjávar ofan af jökl­inum sem þekur allt Suð­ur­skauts­land­ið. Leys­inga­vatn hefur jafn­framt runnið eftir mörgum far­vegum síðan snemma á síð­ustu öld.

Með bættri tækni er nú hægt að fá gleggri mynd af því hvert þetta leys­inga­vatn rennur og sú mynd er ekki fal­leg. „Þetta er ekki að ger­ast í fram­tíð­inni – þetta er mjög útbreitt núna og hefur verið það um ára­tuga skeið,“ er haft eftir Jon­athan Kingsla­ke, jökla­fræð­ingi í rann­sókn­ar­hópn­um.

Auglýsing

Hóp­ur­inn kort­lagði affall vatns frá ísbreið­unni á eitt kort. Margir þess­ara „ósa“ ef svo má að orði kom­ast hafa verið þekktir í lengri tíma en aldrei hefur það verið tekið saman með heild­stæðum hætti hversu víða vatnið rennur ofan af jökl­in­um.

Á mynd­inni hér að neðan merkir hver rauður kross sjálf­stætt affall eða ós.

Suðurskautslandið.

Stuðst var við myndir af yfir­borði ísbreið­unnar til þess að kort­leggja vatns­strauma á yfir­borð­inu, skil­greina saf­nár og ósa. Rann­sóknin leiddi í ljós að nærri 700 sjálf­stæð safn­kerfi eru að finna á ísbreið­unni sem renna svo hring­inn í kringum Suð­ur­skauts­landið til sjáv­ar.

Vatns­flaum­ur­inn á ísbreið­unni hefur jafn­framt skapað risa­vaxin lón sem spanna fleiri kíló­metra í þver­mál. Rann­sóknin hefur einnig leitt í ljós að vatn á fljót­andi formi er að finna í meira en 1.300 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Það var talið ómögu­legt að finna fljót­andi vatn í svo mik­illi hæð á Suð­ur­skaut­inu.

„Ég held að flestir jarð­skauta­fræð­ingar hafi talið renn­andi vatn vera tölu­vert fágætt á yfir­borði Suð­ur­skauts­ins. En við fundum mikið af því, á mjög stórum svæð­u­m,“ segir Kingsla­ke.

Kingslake segir gögnin sem aflað hefur verið vera of rýr til þess að hægt sé að segja hvort vatns­flaum­ur­inn hafi auk­ist síð­ustu sjö ára­tug­ina. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla það. En án frek­ari gagna­öfl­unar getum við ekki sagt til um það. Nú er það mjög mik­il­vægt til fram­tíðar að kom­ast að því hvernig þessi kerfi muni breyt­ast við frek­ari hlýn­un, og hverslags áhrif þetta mun hafa á ísbreið­una.“

Hlýnun knýr frek­ari hlýnun

Höf­undar rann­sókn­ar­innar fjalla um hvernig bráðnun jök­ul­íss veldur enn frek­ari bráðn­un. Flest þeirra safn­kerfa sem kort­lögð voru á ísbreið­unni hófust nærri fjallstindum sem rísa upp úr jökl­in­um, eða á svæðum þar sem kröftugir vindar hafa blásið snjó ofan af blá­leitum ísn­um. Þessi svæði eru dekkri en hvítur snjór­inn og draga þess vegna meiri orku úr sól­ar­geisl­unum sem veldur bráðn­un. Vatnið rennur svo yfir ísinn og bræðir far­veg niður í móti og í gegnum snjó­inn sem liggur yfir öllu.

Jök­ul­fossar á Nan­sen-ís­breið­unni



Ef hita­spár þess­arar aldar ganga eftir fyrir Suð­ur­skauts­landið mun þetta ferli eiga sér stað í mun meira mæli. „Þessi rann­sókn sýnir okkur að mun meiri bráðnun á sér stað en við héld­um,“ er haft eftir Robin Bell, jarð­skauta­fræð­ingi við Col­umbia, á vef Col­umbia. „Við hærra hita­stig mun þetta aðeins aukast.“

Vana­lega frýs leys­inga­vatnið aftur á vet­urna svo bráðnun af völdum þess er talin vera smá­vægi­leg. Suð­ur­skauts­jök­ull­inn er hins vegar að bráðna og áhyggjur jökla­fræð­ing­anna sem komu að rann­sókn­inni bein­ast að þeim breyt­ingum sem eru að eiga sér stað. Mesta ístapið úr jökl­inum á sér stað við sporða hans, þar sem stórir ísjakar brotna frá jökl­inum vegna hlýrra haf­strauma og fljóta burt út á hafið þar sem þeir bráðna á end­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None