Topp 10: Kvikmyndir eftir teiknimyndasögum

Teiknimyndasögur hafa fært okkar margar frábærar kvikmyndir.

Kristinn Haukur Guðnason
roadtoperdi
Auglýsing

Síð­ustu 15 ár eða svo hafa Mar­vel, DC Comics og Dark Horse Comics pumpað út eins mikið af ofur­hetju­kvik­mynd­um, byggðum á teikni­mynda­sög­um, eins og þeir mögu­lega geta. Flestar eru þær áþekkar og ein­kenn­ast fremur af gróða­sjón­ar­miðum heldur en list­rænni sköp­un. Árið 2017 er engin und­an­tekn­ing og mun m.a. gefa okkur þriðju Thor-­mynd­ina, sjöttu Spider-Man mynd­ina, tíundu X-Men mynd­ina  og tvær myndir um Wonder Wom­an. En þó að formið sé gróf­lega ofnotað þá er það ekki alsæmt og fjöl­margar frá­bærar kvik­myndir hafa verið gerðar sem byggðar eru á teikni­mynda­sög­um.

10. Kick-Ass (2010)

Teikni­mynda­sög­urnar um Kick-Ass birt­ust fyrst á prenti í febr­úar árið 2008 og pen­inga­menn­irnir hjá Mar­vel gátu ekki beðið því þremur mán­uðum seinna var haf­ist handa við að skrifa kvik­mynda­hand­rit um hetj­una. Kick-Ass er nokk­urs konar satíra á ofur­hetju­formið því að einu eig­in­legu “of­ur­kraft­arn­ir” sem hann hefur er að vera nógu tauga­skadd­aður til að finna ekki fyrir sárs­auka. Ofan á það er bún­ing­ur­inn hans einn sá ljót­asti sem til er og lítur út eins og of stór kaf­ara­bún­ing­ur. Flestar per­són­urnar eru börn eða ung­lingar og myndin er aug­ljós­lega stíluð inn á þann hóp líkt og Spider-Man á sínum tíma. Inter­netið spilar stóra rullu sem og skóla­líf­ið. Bestu karakt­erar mynd­ar­innar eru feðginin Hit-Girl og Big Daddy sem eru alvöru ofur­hetjur en til að und­ir­strika satíruna er Big Daddy leik­inn af Nicolas Cage sem er fyrir löngu búinn að brenna allar brýr að baki sér sem alvar­legur leik­ari og er nú eins konar inter­net-brand­ari. Kick-Ass minnir nokkuð á Mystery Men (1999) í sínu góð­lát­lega háði á aðrar ofur­hetj­ur, og það tekst ein­stak­lega vel.

Auglýsing


9. From Hell (2001)

From Hell er byggð á seríu sem Alan Moore skrif­aði á árunum 1989 til 1996 og fjallar um leit­ina að raðmorð­ingj­anum Kobba kviðristu (Jack the Ripp­er). Morðin áttu sér stað í Lund­únum á árunum 1888 til 1891 og eru enn óleyst. Mýmargar kenn­ingar eru til um hver Kobbi var, þar á meðal sú sem sett er fram í From Hell. Teikni­mynda­ser­ían og kvik­myndin eru mjög ólík, bæði hvað varðar sögu­þráð og and­rúms­loft. Í teikni­mynda­sög­unni er strax sagt hver morð­ing­inn er, þ.e. læknir kon­ungs­fjöl­skyld­unnar William Gull, og fylgst er náið með honum og sál­ar­lífi hans. Í mynd­inni er því haldið leyndu en fremur fylgst með yfir­skil­vit­lega rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inum Freder­ick Abberline, leiknum af sjar­matröll­inu Johnny Depp. Sagn­fræði­lega eru bæði teikni­mynda­sagan og kvik­myndin vafa­samar í besta falli (sér­stak­lega varð­andi frí­múr­ara­regl­una), en sem lista­verk og glæpa­saga standa þær fyrir sínu. From Hell er spenn­andi, hroll­vekj­andi, ein­stak­lega vel kvik­mynduð og vel gerð í alla staði.



8. Ghost World (2001)

Ung­lings­stúlkur víða um heim lásu Ghost World upp til agna um miðjan tíunda ára­tug­inn og þegar sam­nefnd kvik­mynd kom út varð hún sam­stundis költ­ari. Vin­kon­urnar Enid (Thora Birch) og Rebecca (Scar­let Johans­son) eru nýút­skrif­aðar úr menntó og vita ekk­ert hvað þær ætla að gera við líf sitt. Þær fyr­ir­líta umhverfi sitt og tala nær ein­göngu í kald­hæðni. Skarð kemur í vin­átt­una þegar Enid verður hrifin af skrítnum eldri ein­fara (Steve Buscemi) á meðan Rebecca full­orðn­ast og finnur sig í nýrri vinnu. Hand­rit mynd­ar­innar er ekki skrifað beint eftir sögu­þræði teikni­mynda­sög­unnar en vakti engu að síður mikla lukku. Boð­skap­ur­inn skil­aði sér alveg jafn vel og ungt fólk átti auð­velt með að tengja sig við vin­kon­urnar tvær og aðstæður þeirra. Því að þrátt fyrir að vera ótrú­lega nið­ur­drep­andi og nei­kvæðar eru þær heill­andi og fyndnar á sinn hátt. Þrátt fyrir góða gagn­rýni fékk myndin mjög litla dreif­ingu og er í dag tal­inn fal­inn gim­steinn.

7. The Add­ams Family (1991)

Charles Add­ams teikn­aði Add­ams fjöl­skyld­una fyrir tíma­ritið The New Yor­ker í hálfa öld, frá 1938 til 1988, og gaf út bækur með sam­an­teknu efni. Fjöl­skyldan skugga­lega birt­ist einnig í þekktum sjón­varps­þáttum á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Árið 1991 tók kvik­mynda­töku­mað­ur­inn Barry Sonn­en­feld það að sér að leik­stýra fyrstu kvik­mynd­inni við góðar und­ir­tektir áhorf­enda en skelfi­legar und­ir­tekir gagn­rýnenda. Hand­rit mynd­ar­innar er ekki merki­legt og húmor­inn oft á tíðum kjána­leg­ur. En per­sónur mynd­ar­innar eru eft­ir­minni­legar og ein­stak­lega vel leiknar á sinn ýkta hátt. Hin 10 ára gamla Christ­ina Ricci varð sam­stundis stjarna eftir að hafa túlkað Wed­nes­day, til­finn­inga­laust raðmorð­ingja­barn, og Raul Julia skein sem hinn blóð­heiti og akró­bat­íski fjöl­skyldu­faðir Gomez. Christopher Lloyd á þó mynd­ina skuld­laust sem hinn snar­rugl­aði Fester frændi, enda snýst myndin að mestu leyti um hann. Brellur mynd­ar­innar voru langt á undan sinni sam­tíð og got­neska leik­myndin á pari við bestu verk Tim Burton.



6. Sin City (2005)

Frank Miller leik­stýrði Sin City ásamt Robert Rodrigu­ez, sögu sem hann skrif­aði sjálfur í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. Sjón­rænt séð er kvik­myndin eins og teikni­mynda­saga vakin til lífs. Hún var öll tekin upp í kvik­mynda­veri með grænskjá, svart­hvít með ein­staka lita­slettum hér og þar. Þessi aðferð dregur fram ein­stakt and­rúms­loft teikni­mynda­sög­unnar sem sam­einar bæði glæpa­sagna­hefð film noir tím­ans og hömlu­laust ofbeldi. Talið í mynd­inni er einnig að miklu leyti tekið beint upp úr sög­unum enda er hún stút­full af ein­lín­ung­um. Líkt og teikni­mynda­sög­urnar er kvik­myndin safn smá­sagna sem ger­ast þó á sama stað og á sama tíma. Myndin er prýdd stór­stjörnum á borð við Bruce Willis, Jessicu Alba, Eli­jah Wood, Clive Owen og Ben­icio Del Toro. Upp­á­hald flestra er þó Mickey Rourke sem leikur ber­serkjatröll­karl­inn Marv. Sin City er virki­lega sér­stök reynsla og vakti athygli gagn­rýnenda og bíó­gesta. Aðdá­endur vildu vita­skuld fram­hald, en þegar Rodriguez og Miller færðu þeim það loks­ins 9 árum seinna féll það í mjög grýttan jarð­veg.

5. La Vie d´A­déle – Chapitres 1 &2 (2013)

Líf Adé­le, kafli 1 & 2 er þekkt á ensku sem Blue Is the War­mest Colour sem er bein þýð­ing á titli teikni­mynda­sög­unnar sem hún er byggð á, Le bleu est une cou­leur chaude. Julie Maroh skrif­aði sög­una árið 2010 og líkt og Maroh sjálf eru tvær aðal­sögu­per­són­urn­ar, Adéle og Emma, sam­kyn­hneigð­ar. Myndin er ást­ar­saga sem ger­ist yfir langan tíma og myndin sjálf er næstum þrír klukku­tímar á lengd. Adéle og Emma eru í mynd allan tím­ann og því kynn­ist maður þeim og sam­bandi þeirra mjög vel og þá sér­stak­lega Adéle sem kemur út úr skápnum á skóla­ár­un­um. Myndin inni­heldur grófar kyn­lífs­senur sem sumir myndu segja óþarfar en þær voru einnig til staðar í teikni­mynda­sög­unni. Leikkon­urnar Adéle Exarchopolous og Léa Seydoux eru báðar óað­finn­an­legar í hlut­verkum sínum og voru stór þáttur í því að mynd­inni var veittur Gullpálm­inn á Cannes kvik­mynda­há­tíð­inni vorið 2013.



4. Dead­pool (2016)

Wade Wil­son, eða Dead­pool, er ein af seinni tíma ofur­hetj­unum úr Mar­vel heim­in­um, skap­aður árið 1991. Upp­runa­lega var hann býsna óáhuga­verður karakter en hann sprakk út eftir að hann öðl­að­ist með­vit­und um að hann væri teikni­mynda­per­sóna. Vin­sæld­irnar skýrð­ust einnig á hversu klúr, fynd­inn og mann­legur hann er. Eftir að Mar­vel byrj­uðu að dæla út ofur­hetju­myndum upp úr alda­mótum var því ein­ungis tíma­spurs­mál hvenær Dead­pool kæm­ist á hvíta tjaldið því hann er full­kom­inn fyrir þann mið­il. Margir efuð­ust hins vegar þegar til­kynnt var að Ryan Reynolds myndi leika hann því að Reynolds hafði áður leikið Grænu Lukt­ina í skelfi­lega mis­heppn­aðri mynd árið 2011. Hér sló hann hins vegar í gegn. Sögu­þráður mynd­ar­innar Dead­pool er hræó­merki­legur en hann skiptir í raun engu máli. Það er per­sónan Dead­pool og húmor­inn gerir mynd­ina ógleym­an­lega enda var hún hátt skrifuð hjá gagn­rýnendum og fyllti öll kvik­mynda­hús.



3. Bat­man (1989)

Teikni­mynda­sög­urnar um Bat­man komu fyrst út árið 1939 og þró­uð­ust á ýmsa vegu í gegnum ára­tug­ina. Almenn­ingur þekkti hins vegar Bat­man fyrst og fremst úr súrum grín­þáttum frá sjö­unda ára­tugnum með Adam West í aðal­hlut­verki. Hin dökka og alvar­lega Bat­man leik­stjór­ans Tim Burton breytti því alger­lega. Mich­ael Keaton, sem jafnan er þekktur fyrir líf­leg gam­an­hlut­verk, er svo stífur að það varla hreyf­ist í honum blóðið nema þá rétt til að lúskra aðeins á fjendum sín­um. And­stæðan við hann er hinn vit­firrti, afmynd­aði en umfram allt líf­legi Jóker sem er jafn­framt senu­þjófur mynd­ar­inn­ar. Jack Nichol­son skap­aði ill­menni sem engum hefur enn tek­ist að skáka þrátt fyrir urmul ofur­hetju­mynda. Þrjár mis­heppn­aðar fram­halds­myndir fylgdu í kjöl­farið á tíunda ára­tugnum áður en Christopher Nolan tók ser­í­una upp á sína arma árið 2005 og gerði hana enn drunga­legri og ofbeld­is­fyllri við góðar und­ir­tekt­ir.



2. 300 (2006)

300 er byggð á sam­nefndri teikni­mynda­sögu Frank Miller frá árinu 1998 og segir af orr­ust­unni um Thermopylae milli Grikkja og Persa og goð­sögn­inni um hina 300 Spart­verja. Þó hún sé sagn­fræði­lega vafasöm þá er hún alger­lega sönn bók Mill­ers, ramma fyrir ramma. Líkt og teikni­mynda­sagan er 300 sjón­rænt ferða­lag. Myndin hefur rauð­brúnan tón og kvik­mynda­takan byggir á vel tíma­settum hraða­breyt­ing­um. Bún­ing­arnir og leik­myndin eru ýkt, bar­dag­arnir ótrú­verð­ugir og per­sónu­sköp­unin er nákvæm­lega eng­in. Ann­ars lagið bregður fyrir skrímslum og afmynd­uðu fólki líkt og um fornan sirkus sé að ræða. En þannig er líka bók Mill­ers og 300 er því ekki að þykj­ast vera neitt annað en hún er. Það verður að segj­ast eins og er að leik­ar­anum Ger­ard Butler tekst full­kom­lega að skapa tölvu­leikja­út­gáfu af Spörtu­kóngnum Leon­i­das I og í leið­inni varð til eitt þekktasta inter­net-­meme sam­tím­ans: THIS IS SPARTA!!!



1. Road to Perdition (2002)

Road to Perdition var gerð eftir fyrstu bók­inni í sam­nefndri seríu eftir Max Allan Coll­ins. Myndin ger­ist í Chicago og nágrenni á fjórða ára­tugnum og fjallar um írsku og ítölsku glæpa­geng­in. Svik og hefnd er meg­in­þema mynd­ar­innar en einnig sam­band feðra og sona. Stór­leik­ar­arnir Tom Hanks og Paul Newman bera mynd­ina uppi og sá síð­ar­nefndi var til­nefndur til ósk­arsverð­launa fyrir vik­ið. Þá spilar Jude Law einnig stóra rullu sem fyr­ir­lit­legur flugu­mað­ur. Myndin er ein­mana­leg, hrá­slaga­leg og ofbeld­is­full líkt og teikni­mynda­sag­an. En tveir helstu kost­irnir við hana eru áhrifa­mikil tón­list Thomas Newman og ein­stök kvik­mynda­taka Con­rad L. Hall. Hall nýtti ramma úr mynda­sög­unni að miklu leyti við tökur sem og ýmis mál­verk sem gerð voru á þessum tíma í Chicago. Það sem ein­kennir töku mynd­ar­innar eru þó hin fjöl­mörgu löngu skot sem eru eins og lista­verk í sjálfu sér. Hall fékk ósk­arsverð­laun fyrir Road to Perdition en því miður lést hann skömmu áður en hann gat tekið við þeim.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar