G20: Sérstök bandarísk klausa um loftslagsmál í sameiginlegri yfirlýsingu

19 ríki á G20-ráðstefnunni staðfestu stuðning sinn við Parísarsamkomulagið. Bandaríkin haggast ekki í viðsnúningi sínum. Ráðstefnunni lauk í dag.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð hafa unnið gott verk sem fundarstjóri G20-ráðstefnunnar.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð hafa unnið gott verk sem fundarstjóri G20-ráðstefnunnar.
Auglýsing

Tutt­ugu stærstu iðn­ríki heims hafa sam­þykkt opin­bera til­kynn­ingu G20-ráð­stefn­unnar sem lauk í dag. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og gest­gjafi í Ham­borg þar sem ráð­stefnan fór fram, til­kynnti þetta síð­degis í dag.

Öll ríkin voru sam­stíga nema í lofts­lags­málum þar sem Banda­ríkin kröfð­ust að fjallað væri um auk­inn rétt til að grafa eftir jarð­efna­elds­neyti.

Verk­efni Merkel sem fund­ar­stjóri á ráð­stefn­unni var stórt enda þurfti hún að sætta ólík­ari sjón­ar­mið um sam­eig­in­lega hags­muni þess­ara tutt­ugu stærstu hag­kerfa heims en oft áður.

Stefna nýrra stjórn­valda í Banda­ríkj­unum undir for­ystu Don­alds Trump var það sem hægði á samn­inga­ferl­inu enda hefur Trump lýst vilja sínum til þess að ein­angra Banda­ríkin í hinum hnatt­ræna heimi.

Merkel er talin hafa unnið nokkuð fræk­inn sigur með því að ljúka ráð­stefn­unni með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu allra 20 aðil­anna. Henni hefur tek­ist að sýna diplómat­ískan mátt sinn í aðdrag­anda þing­kosn­inga í Þýska­landi í sept­em­ber þar sem Merkel sæk­ist eftir umboði til kansl­ara­emb­ætt­is­ins fjórða kjör­tíma­bilið í röð.

Auglýsing


Ráð­stefnan fór fram með mikil mót­mæli í bak­grunni. Mörg þús­und mót­mæl­endur gengu götur Ham­borgar og mót­mæltu. Til átaka kom milli lög­reglu og mót­mæl­enda. Meira en 200 lög­reglu­menn eru slas­aðir og tugir mót­mæl­enda voru teknir hönd­um.

Mótmæli í Hamborg vegna G20-ráðstefnunnar.

Banda­ríkin gegn hinum

Lofts­lags­málin reynd­ust vera það við­fangs­efni ráð­stefn­unnar sem erf­ið­ast var að lenda. Svo fór að Banda­ríkin fengu því fram­gengt að klausu um jarð­efna­elds­neyti var bætt við.

Klausan er eft­ir­far­andi í laus­legri þýð­ingu: „Banda­ríkin leggja sig fram við að starfa náið með vina­ríkjum og hjálpa þeim að sækja og not­færa sér auð­lindir jarð­efna­elds­neytis á mun hreinni og afkasta­meiri hátt.“

Allar aðrar þjóð­irnar sem áttu aðild að ráð­stefn­unni und­ir­strik­uðu stuðn­ing sinn við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Banda­ríkin er eina ríkið í heim­inum sem hefur sagt sig frá sam­komu­lag­inu.

Þetta er í fyrsta sinn sem afurð G20-fundar er útli­stuð lofts­lags- og orku­stefna. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Climate Act­ion Network benda á þessa stað­reynd: „Allar þjóð­ir, nema ein, við­ur­kenna að þetta snýst um að vernda heilsu fólks, standa vörð um líf­ríki jarð­ar, styðja við aukna hag­sæld og stöð­ug­leika hnatt­ræna kerf­is­ins.“

Nær allir leið­togar G19-­ríkj­anna hvöttu Don­ald Trump til þess að aft­ur­kalla ákvörðun sína um að hætta í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Mara­þon­fundur Pútíns og Trump

Don­ald Trump og Vla­dimír Pútín fund­uðu í fyrsta sinn sem leið­togar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands í hlið­ar­sal ráð­stefn­unnar í gær, föstu­dag. Ásamt þeim sátu utan­rík­is­ráð­herrar þjóð­anna fund­inn, þeir Rex Tiller­son og Sergei Lavrov.

Kjarn­inn fjall­aði um fund þeirra á vefnum í gær.

Don­ald Trump virð­ist eiga mun meira saman­eig­in­legt með Vla­dimír Pútín en öðrum leið­togum á ráð­stefn­unni. Pútín og Trump fund­uðu mun lengur en nokkur hafði gert ráð fyrir að þeir gerðu í gær. Fundur þeirra stóð í tvær klukku­stundir og fimmtán mín­útur en hafði upp­haf­lega verið áætl­aður í hálfa klukku­stund.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ásamt rússnesku sendinefndinni. Sergei Lavrov utanríkisráðherra stendur aftast.

Trump og Pútín eru sagðir hafa hlegið saman að óvæg­inni fjöl­miðlaum­fjöllun um sjálfa sig. Vel fór á með þeim á fund­inum og þeir töl­uðu saman á bein­skeyttan máta.

Banda­ríski for­set­inn spurði Pútín út í meint afskipti Rússa af kosn­inga­bar­átt­unni í Banda­ríkj­unum á síð­asta ári. Pútín þvertók fyrir að Rússar hafi átt nokkurn þátt í slíkum árás­um.

Leið­tog­arnir ræddu lengi um Úkra­ínu og lögðu lín­urnar fyrir hugs­an­legu sam­starfi í stríð­inu í Sýr­landi.

Frétta­skýr­andi The Economist, Arkady Ostrov­sky, rýndi í fund­inn í sjón­varps­innslagi á BBC News í gær­kvöldi. Hann telur Trump og Pútín hafa sæst á einu lyk­il­at­riði; Þeir ætla ekki að pissa utan í staura hvors ann­ars.

Heim­inum skipt í austur og vestur



Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, var eini full­trúi Banda­ríkj­anna fyrir utan Trump sem sat fund­inn. Hann sagði leið­tog­ana hafa fall­ist á að draga ekki gamlar deilur fram í sam­skiptum sín­um, til þess að geta unnið saman í mál­efnum Sýr­lands, ISIS og Norð­ur­-Kóreu.

Tiller­son hélt blaða­manna­fund eftir mara­þon­fund­inn þar sem hann lýsti stemmn­ing­unni fyrir fjöl­miðla­mönn­um. Engar mynda­vélar voru leyfðar á blaða­manna­fund­inum svo hér að neðan er hljóð­upp­taka af utan­rík­is­ráð­herr­an­um.

Tiller­son lýsir stemmn­ing­unni á fund­inum



Ivanka Trump í stað Don­alds

Hið óvana­lega gerð­ist á fundi leið­tog­anna í morg­un, laug­ar­dag, að Ivanka Trump, dóttir Don­alds, tók sæti hans við leið­toga­borð­ið. Ivanka sat þar í umboði föður síns við hlið Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Xi Jin­p­ing, for­eta Kína.

Ivanka Trump sat á ráðgjafabekknum þar til faðir hennar sótti hliðarfund.

Ivanka tók sæti föður síns á meðan for­set­inn átti fund með kollega sínum frá Indónesíu í hlið­ar­her­bergi. Ivanka er ráð­gjafi föður síns í Hvíta hús­inu. Það þykir hins vegar óvana­legt að ráð­gjafar taki fremsta sætið á fundum sem þess­um. Vana­lega eru það hátt skrif­aðir emb­ætt­is­menn sem hlaupa í skarð­ið.

Á vef BBC seg­ist reyndur frétta­maður ekki muna eftir for­dæmi fyrir þess­ari upp­á­komu. Það var rúss­neskur sendi­full­trúi sem tók mynd af Ivönku Trump við leið­toga­borðið og sendi á Twitt­er. Færsl­unni var síðar eytt.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar