Loftslagsvandinn leystur?

Ted Halstead segist vera búinn að finna lausnina á loftslagsvanda heimsins.

Ted-fyrirlestur Teds Halstead síðan í maí síðastliðnum
Auglýsing

... Í það minnsta fyrir stjórn­mála­menn og stefnu­mótend­ur.

Lausnin gengur út á að beita við­ur­kenndum efna­hags­legum hvötum mark­aðs­hag­kerf­is­ins til þess að dragar úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Ef hægt er að inn­leiða þessa mark­aðs­lausn í reglu­verk ríkja heims er hér um að ræða snjalla lausn á vanda­máli sem mark­aðs- og stjórn­mála­fræð­ingar hafa velt fyrir sér um nokk­urt skeið.

Lofts­lags­vand­inn hefur verið skil­greindur sem „mesti og víð­tæk­asti mark­aðs­brestur allra tíma“ í lofts­lags­skýrslu Nicolas Stern sem hann skil­aði breskum stjórn­völdum árið 2006. Þar er meðal ann­ars lagt til að hið opin­bera grípi inn í, til þess að leið­rétta þennan mark­aðs­brest, með skatt­lagn­ingu á kolefni. Þannig sé hægt að setja verð á kolefnið sem sam­fé­lag manna blæs út í and­rúms­loft­ið.

Lausn Hal­steads er af svip­uðum toga, nema að opin­beru gjöldin eiga ekki að enda í sam­fé­lags­sjóðum heldur skapa hvata fyrir fyr­ir­tæki til þess að fjár­festa í lofslagsvænni eignum og þjón­ustu.

Fjórir punktar

Hal­stead stofn­aði The Climate Leaders­hip Council ásamt mörgum mik­ils­metnum ein­stak­lingum og stór­fyr­ir­tækjum árið 2016. Meðal stofn­fé­laga eru fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herrar og fjár­mála­ráð­herrar Banda­ríkj­anna, sem nær allir eiga það sam­eig­in­legt að hafa starfað undir íhalds­sam­ari for­setum Repúblikana­flokks­ins þar í landi.

Svo ein­hver nöfn séu nefnd: fyrr­ver­andi stjórn­mála­menn­irnir James A. Baker, George P. Shultz, Steven Chu og Mich­ael Bloomberg, hag­fræð­ing­arnir Gregory Mankiw og Martin Feld­stein, og eðl­is­fræð­ing­ur­inn Stephen Hawk­ing.

Auglýsing

Lausnin sem lofts­lags­ráðið kynnti í febr­úar á þessu ári er í fjórum liðum og miðar að því að búa til virði úr umhverf­is- og sam­fé­lags­vænni vörum og þjón­ustu, á kostnað þeirra sem menga meira.

Þær hindr­anir sem koma í veg fyrir lofts­lagsvænni þróun af hálfu stjórn­valda eru, að mati lofts­lags­ráðs­ins: Sál­fræði­legar hindr­an­ir, hindr­anir í alþjóða­stjórn­málum og inn­an­rík­is­flokksá­tök.

Þessi lausn varð til í Banda­ríkj­unum og miðar að því að bæta banda­rískt reglu­verk með til­liti til lofts­lags­mála. Kjarn­inn vill hins vegar benda á að þessar lausnir má auð­veld­lega heim­færa á önnur ríki, þar með talið Ísland.

Á vef lofts­lags­ráðs­ins má lesa um fjórar stoðir áætl­un­ar­innar um það sem kalla má í laus­legri þýð­ingu kolefn­is­mót­fram­lag (e. car­bon dividends plan).

1. Vax­andi kolefn­is­skattar

Grunn­stoð þess­arar lausnar felst í því að kolefn­is­skattar séu inn­heimtir sem hafa engin áhrif á rík­is­sjóð (e. revenu­e-­neutral). Þannig er hægt að setja verð­miða á útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og bæta upp fyrir bresti mark­að­ar­ins; þessa með að mark­að­ur­inn tekur hvorki til­lit til sam­fé­lags­þátta eða umhverf­is­ins.

Gert er ráð fyrir að kolefn­is­skatt­arnir hækki á milli ára til fram­tíð­ar, sem ætti að mynda hvata fyrir fjár­fest­ingu í umhverf­is­vænni tækni hraðar en ella.

2. Kolefn­is­mót­fram­lag til skatt­greið­enda

Hér er rús­ínan í pylsu­end­an­um. Með þess­ari stoð eru kolefn­is­skatt­arnir gerðir vin­sælir því allir inn­heimtir kolefn­is­skattar eru greiddir aftur til skatt­greið­enda. Með þessu verður það auð­veld­ara fyrir stjórn­mála­menn og stefnu­mót­un­ar­valdið að koma kolefn­is­skött­unum til leið­ar.

Um væri að ræða flata end­ur­greiðslu á inn­heimtum kolefn­is­skött­um; sem sagt sam­an­lögð fjár­upp­hæð deilt í fjölda skatt­greið­enda. Hægt er að ímynda sér að Rík­is­skatt­stjóri mundi skrá mót­fram­lagið á álagn­ing­ar­seð­il­inn, þar sem útvarps­gjöldin eru til dæmis inn­heimt.

3. Lofts­lags­tollar

Til þess að gera þessa mark­aðs­lausn við lofts­lags­vand­anum „smit­andi“ verða settir upp kolefn­is­tollar á inn­flutn­ing og útflutn­ing til og frá löndum sem hafa ekki komið sér upp sam­bæri­legu kerfi.

Vegna þess­arar stoðar skiptir í raun engu hvar þessi lausn verður inn­leidd fyrst, því hún er smit­andi.



4. Óþarfa lög­gjöf felld úr gildi

Þetta er sá punktur sem á helst við í Banda­ríkj­unum og rímar vel við orð­ræðu full­trúa Repúblikana­flokks­ins. Í grunn­inn gengur þessi punktur út á að vegna nýrra, síhækk­andi og vin­sælla kolefn­is­skatta eru aðrar lofts­lags­reglu­gerðir óþarf­ar. Það er hins vegar álita­mál hversu rót­tækar reglu­gerða­hreins­an­irnar ættu að vera.

Fáar gagn­rýn­is­raddir

Lausn Climate Leaders­hip Council er að mörgu leyti mjög góð og sem kenn­ing hljómar þetta eins og vinn­andi verk. Það eru þó fáein atriði sem ekki hafa verið skil­greind nógu vel.

Sem dæmi má nefna að hvergi er skil­greint hverjir munu eiga rétt á kolefn­is­mót­fram­lag­inu. Í þess­ari umfjöllun er gert ráð fyrir að um flata end­ur­greiðslu til ein­stak­linga sé að ræða, þe. sama hversu mikið þú kaupir af elds­neyti á bíl­inn þinn, þá mundu alltaf fá jafn mikið og sú sem á ekki bíl og kaupir aldrei elds­neyti.

Einnig hefur sú gagn­rýni heyrst að ekki sé minnst einu orði á að skattar á vörur og þjón­ustu eiga það til að hækka verð til neyt­enda. Það er rétt að það á við um kolefn­is­skatta eins og virð­is­auka­skatt, en ekki má gleyma að þetta er einmitt eitt mark­mið kolefn­is­skatta. Skatt­arnir eiga að hækka verð á meng­andi hluti og skapa hvata fyrir þróun stað­gengla sem menga minna. Hugs­an­lega þurfa að fylgja íviln­anir á vörur sem menga minna, sam­hliða kolefn­is­skatt­in­um.

Lausnin er eflaust ekki full­komin (fæstar lausnir hafa enga fylgi­kvilla) en hér hefur verið sett fram heild­stæð áætlun til að beita mark­að­inum til lausnar lofts­lags­vand­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar