Kóreska vandamálið: Hvað er til ráða?

Síðasti hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir.

Norður-Kórea er kjarnorkuríki og það þarf að meðhöndla það sem slíkt. Kostir alþjóðasamfélagsins eru fáir, og allir slæmir, þegar kemur að þessu vandamáli.
Norður-Kórea er kjarnorkuríki og það þarf að meðhöndla það sem slíkt. Kostir alþjóðasamfélagsins eru fáir, og allir slæmir, þegar kemur að þessu vandamáli.
Auglýsing

Banda­ríkin hafa greint fjórar færar leiðir þegar kemur að við­brögðum við kjarn­orkuógn frá Norð­ur­-Kóreu. Allar þessar leiðir eru slæmar og hafa í för með sér miður góða fylgi­fiska eða nið­ur­stöð­ur.

Á und­an­­­förnum árum hefur norð­­­ur­kóreski her­inn gert til­­­raunir með kjarn­orku­vopn og hefur tek­ist svo vel til að nú er talið að Norð­­­ur­-Kórea búi yfir lang­­­drægum skot­flaugum sem geta borið kjarna­odda alla leið yfir Kyrra­hafið og til Banda­­­ríkj­anna. Til­­­raunin sem gerð var 4. júlí síð­­­ast­lið­inn, á þjóð­há­­­tíð­­­ar­degi Banda­­­ríkj­anna, sann­­­færði umheim­inn end­an­­­lega um þetta.

Valda­­­jafn­­­vægið í heim­inum vó salt um leið.

Í þrí­­­­­skiptri umfjöllun Kjarn­ans um Norð­­­ur­-Kóreu er hér reynt að svara eft­ir­far­andi spurn­ing­um: Hvað er til ráða? Hvað hefur verið reynt? Og hvers vegna er ástandið svona?

Á sunnu­dag var fjallað um hvernig Norð­­ur­-Kórea og vanda­­málið varð til. Í gær, mánu­dag, var fjallað um hvaða leiðir hafa verið farnar til þess að bregð­ast við kjarn­orkuógn­inni á síð­ustu ára­tug­um.

Í þessum síð­asta hluta sér­stakrar umfjöll­unar Kjarn­ans um kjarn­orkuógn Norð­ur­-Kóreu er fjallað um þá kosti sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur gagn­vart Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Allir val­kostir eru slæmir

Nú þegar Norð­ur­-Kórea er víg­búið lang­drægum eld­flaugum og kjarn­orku­vopnum hefur kóreska vanda­málið orðið enn flókn­ara.

Eftir að norð­an­menn gerðu til­raun með lang­dræga skot­flaug 4. júlí síð­ast­lið­inn hefur alþjóða­sam­fé­lagið brugð­ist við með því að herða við­skipta­þving­anir á hið fátæka og ein­angr­aða ríki Norð­ur­-Kóreu.

Kín­verjar stóðu einir eftir sem banda­manna Norð­ur­-Kóreu eftir að Sov­ét­ríkin féllu í lok síð­ustu ald­ar. Nú hafa Kín­verjar einnig snúið bak­inu við Norð­ur­-Kóreu, að því er virð­ist, því rík­is­rekna olíu­fé­lagið er hætt að selja olíu yfir landa­mær­in.

Mest af elds­neyt­inu sem brennt er í Norð­ur­-Kóreu kemur frá Kína en einnig kemur eitt­hvað frá Rúss­landi.

Rússar og Kín­verjar hafa tekið höndum saman þegar kemur að sam­skiptum við Norð­ur­-Kóreu. Þannig ætla ríkin að tryggja öryggi sitt, enda eiga bæði lönd landa­mæri að Norð­ur­-Kóreu.

Donald Trump þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem forseti Bandaríkjanna.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, á við erfitt verk­efni að etja. Hann er á margan hátt ein­angr­aður sem leið­togi á alþjóða­vett­vangi, eftir að hafa dregið Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um lofts­lags­mál og sagst vilja end­ur­skoða við­skipta­samn­inga við ríki heims­ins.

Trump hefur einnig sagst vera þeirrar skoð­unar að Banda­ríkin eigi að loka her­stöðvum sínum í Suð­ur­-Kóreu og í Jap­an, sem mundi gera þennan heims­hluta mun veik­ari fyrir árás Norð­ur­-Kóreu en hann er nú.

Þetta hjálpar ekki þegar Trump þarf að taka ákvarð­anir í sam­ein­ingu með banda­lags­þjóðum gagn­vart Norð­ur­-Kóreu, þe. Kína, Jap­an, Suð­ur­-Kóreu og Rúss­landi, og afla stuðn­ings meðal Evr­ópu­þjóða.

Hers­höfð­ingjar í banda­ríska hernum hafa tekið saman fjórar mögu­legar aðferðir til þess að takast á við Norð­ur­-Kóreu. Fjallað er um þessar aðferðir í veftíma­rit­inu The Atl­antic. Nú er það í höndum Don­alds Trump að velja.

Norður-Kórea hefur gert tilraunir með kjarnorkusprengjur og býr nú yfir langdrægum skotflaugum. Mesta hættan er hins vegar á að stjórnvöld í Pjongjang standi við hótanir sínar og ráðist á Seúl, handan landamæranna í suðri.

Aðferð­irnar eru eft­ir­far­andi:

Alls­herj­ar­árás

Banda­ríkin gera alls­herj­ar­árás og leggja vopna­búr Norð­ur­-Kóreu í rúst, fella stjórn Kim Jong-un og gera her lands­ins óstarf­hæf­an. Þetta mundi hafa það í för með sér að Kóreu­stríð­inu myndi ljúka fyrir fullt og allt, og Kim-ættin myndi engu ráða leng­ur.

Þungt fyrsta högg banda­manna undir for­ystu Banda­ríkj­anna mundi valda dauða margra óbreyttra borg­ara. Kjarn­orku­árás Norð­ur­-Kóreu mundi á hinn bóg­inn hugs­an­lega hafa verri afleið­ing­ar.
Þessi leið mun eflaust hljóma vel í eyrum stuðn­ings­manna Trump. Vand­inn er hins vegar að svo þetta geti gerst þurfa Banda­ríkin standa í stærri og meiri hern­aði en í fyrsta Kóreu­stríð­inu – og um leið kosta gríð­ar­lega mikið af pen­ing­um.

Þungt fyrsta högg banda­manna undir for­ystu Banda­ríkj­anna mundi valda dauða margra óbreyttra borg­ara. Kjarn­orku­árás Norð­ur­-Kóreu mundi á hinn bóg­inn hugs­an­lega hafa verri afleið­ing­ar.

Eftir að stríð­inu lýkur og Kim-ætt­inni hefur verið hrundið frá völdum taka við önnur vanda­mál, sem munu verða lang­vinn­ari og erf­ið­ari við að etja; Sam­ein­ing kóresku þjóð­ar­innar mun verða gríð­ar­lega erfitt sam­fé­lags­legt vanda­mál. Á þeim rúm­lega árum sem liðin eru síðan Kóreu­skag­anum var skipt upp hefur Suð­ur­-Kórea orðið efna­hags­legt stór­veldi í þessum heims­hluta, á meðan frænd­fólkið í norðri lepur dauð­ann úr skel.

Jafn­vel þó þetta sé í grunn­inn sama þjóðin hefur skipt­ingin eflaust haft djúp­stæð áhrif. Þetta er sá veru­leiki sem mun blasa við þeim öflum sem sigra í nýju Kóreu­stríði.

Tökin hert

Trump gæti fyr­ir­skipað hefð­bundna hern­að­ar­árás, eða margar slíkar árásir yfir lengra tíma­bil, þar sem vopnum úr lofti og af sjó yrði beitt. Þessar árásir ættu að hafa það að mark­miði að valda Norð­ur­-Kóreu nægi­lega miklum skaða svo Kim geti ekki beitt mætti hers síns og þjóð­ar.

Mark­miðið væri að leyfa Kim Jong-un að stjórna en þvinga hann til þess að hætta kjarna­vopna­þróun í Norð­ur­-Kóreu.

Þessi leið er flókin enda þyrftu árás­irnar að vera þess eðlis að Kim gæti ekki, eða mundi ekki vilja, svara með árás á nágranna sína í suðri eða með kjarn­orku­árás á Banda­rík­in.

Í Seúl búa meira en 10 milljónir manna. Borgin er skammt frá landamærunum við Norður-Kóreu

Í því liggur helsti galli þess­arar leið­ar; að hún má ekki valda ofboði meðal stjórn­valda í Pjongj­ang, en hún má heldur ekki valda því að hers­höfð­ingjar Kim Jong-un telji banda­menn of raga til þess að gera árás. Ef þetta er ekki fram­kvæmt rétt gæti versta sviðs­myndin blasað við; Norð­ur­-Kórea gerir árás á Seúl og leggur höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu í rúst.

Norð­ur­-Kórea hefur ítrekað hótað því að leggja Seúl í rúst. Þar búa rúm­lega tíu millj­ónir manna. Sér­fræð­ingar eru ósa­mála um hversu mikil alvara býr að baki þess­ara hót­ana úr norðri, enda er það allt annað að ráð­ast á þétt­býla íbúa­byggð en að ráð­ast á hern­að­ar­virki.

Annar galli þess­arar aðferðar er að nær ómögu­legt verður að stöðva það sem kemur í fram­hald­inu. Átökin munu eflaust stig­magn­ast og verða að nýju Kóreu­stríði á end­an­um. Lítið þarf út af að bregða svo það ger­ist.

Leið­toga­skipti

Banda­menn gætu einnig tekið ákvörðun um að afhöfða stjórn­ina í Pjongj­ang með því að taka Kim Jong-un og hers­höfð­ingja hans úr umferð.

Það mætti reyna að taka Kim Jong-un og hershöfðingja hans úr umferð.

Það eru vís­bend­ingar um að þetta hafi þegar verið reynt. Í mars tóku bæði banda­rískir og suð­ur­kóreskir her­menn þátt í æfingum sem sner­ist um eitt­hvað í þessa átt­ina. Dag­blað í Suð­ur­-Kóreu sagði meira að segja fréttir af því að sér­sveit sjó­hers Banda­ríkj­anna (Navy SEAL) hafi æft fyrir þetta. Svo var það í maí að stjórn­völd í Pjongj­ang stærðu sig af því að hafa komið í veg fyrir morðið á leið­toga sín­um.

Það gæti þess vegna verið að Trump hafi þegar valið þessa leið fram yfir hinar sem eru taldar hér upp. Bæði leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna og Suð­ur­-Kóreu þver­taka fyrir að hafa lagt á ráðin um slíka árás.

Banda­rískum hers­höfð­ingjum og leyni­þjón­ustu­full­trúum er raunar bannað að taka erlenda leið­toga „úr umferð“, ef svo má að orði kom­ast. Þeim skip­unum getur Don­ald Trump, eða hver sem ræður Hvíta hús­inu, breytt.

Leið­toga­skipti í Norð­ur­-Kóreu leysa hins vegar ekki vanda­málið sem steðjar að: Kjarn­orku­vá. Nýr leið­togi gæti tekið við völdum og verið mun hall­ari undir hug­myndir um að nota kjarn­orku­vopnin sem búið er að smíða.

Morðið á Kim Jong-un gæti einnig orðið til þess að hreyfa við her­for­ingjum sem myndu svara með hern­að­ar­árás á nágranna sína í suðri.

Afhöfðun Norð­ur­-Kóreu fylgir þess vegna mikil áhætta og það er óskyn­sam­legt að taka áhættu þegar kjarn­orku­vopn eru í spil­inu. Búa verður um hnút­ana þannig að ljóst er hvað taki við eftir Kim.

Við­ur­kenn­ing

Það virð­ist eng­inn hern­að­ar­á­ætlun í tengslum við Norð­ur­-Kóreu vera fær. Svo það kann að vera besti kost­ur­inn að við­ur­kenna að Norð­ur­-Kórea sé kjarn­orku­ríki.

Ef Norð­ur­-Kórea myndi nota kjarn­orku­vopn sín, mundi það þýða að önnur ríki myndu bregð­ast snögg­lega við og gjörsigra Norð­ur­-Kóreu á skömmum tíma. Svarið yrði öfl­ugt og algert.

Valda­jafn­vægið í heim­inum var tví­pólað fram eftir 20. öld­inni. Börnum var kennd við­brögð við kjarn­orku­árás og hættan virt­ist yfir­vof­andi á tíma­bili. Til beinna átaka kom aldrei milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Kjarn­orku­valdið var hins vegar gagn­kvæmt, ef eitt ríki mundi ráð­ast til atlögu myndi hitt ríkið tryggja tor­tím­ingu hins á móti.

Norður-Kórea hefur margsinnis gert tilraunir með kjarnorkuvopn og skotflaugar.

Eftir að Sov­ét­ríkin féllu hefur valda­jafn­vægið í heim­inum snú­ist um Banda­ríkin sem, í krafti öfl­ug­asta kjarn­orku­vopna­búrs í heimi, gæti tor­tímt hvaða ríki sem er, og ver­öld­inni allri mörgum sinn­um.

Í til­felli Norð­ur­-Kóreu er kjarn­orku­valdið ekki gagn­kvæmt, en ef Kim Jong-un mundi voga sér að beita kjarna­vopnum yrði ríki hans tor­tímt.

Vand­inn leystur eftir frið­sælum leiðum

Kóreska vanda­málið verður ekki leyst nema með frið­sam­legum leið­um. Þeir hern­að­ar­kostir sem í boði eru munu kosta of mörg manns­líf og valda of miklum óstöð­ug­leika í heim­inum til þess að hægt sé að leggja í þann leið­ang­ur.

Kim Jong-un getur beitt kjarna­vopnum sínum á frið­saman hátt og notað þau sem skipti­mynt fyrir þá efna­hags­legu aðstoð sem afi hans fékk í áskrift frá Sov­ét­ríkj­unum á seinni hluta 20. ald­ar­inn­ar. Faðir leið­tog­ans unga tók við erf­iðu búi og tókst ekki að leysa vanda þjóð­ar­inn­ar. En hann arf­leiddi son sinn af öfl­ugri spila­mynt: Kjarn­orku­vopn­um.

Það er til mik­ils að vinna í Norð­ur­-Kóreu og staðan geysi­lega flók­in. Það mun taka mörg ár og ára­tugi að tempra hætt­una frá Norð­ur­-Kóreu.


Í þrí­skiptri umfjöllun um kjarn­orkuvá Norð­ur­-Kóreu hefur verið útskýrt hvers vegna Alþýðu­lýð­veldið Norð­ur­-Kórea hat­ast út í alþjóða­sam­fé­lag­ið, hvers vegna ríkið er ein­angrað og rakið hvernig ríki heims hafa brugð­ist við. Í þess­ari síð­ustu grein var svo fjallað um þá mögu­leika sem í boði eru. Allir eiga það sam­eig­in­legt að vera slæmir kost­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar