Kóreska vandamálið: Allt hefur mistekist

Annar hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir. Allar aðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur ráðist í til að hefta Norður-Kóreu hafa mistekist.

Kim Jong-un stýrir nú kjarnorkuveldi.
Kim Jong-un stýrir nú kjarnorkuveldi.
Auglýsing

Við­brögðin við kjarn­orku­vopna­væð­ingu Norð­ur­-Kóreu hafa öll verið mis­heppnuð síð­ustu tvo ára­tug­ina. „Við erum að sjá afleið­ing­arnar af því nún­a,“ segir Sheena Greit­ens, sér­fræð­ingur í mál­efnum Norð­ur­-Kóreu við Mis­so­uri-há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

Á und­an­­förnum árum hefur norð­­ur­kóreski her­inn gert til­­raunir með kjarn­orku­vopn og hefur tek­ist svo vel til að nú er talið að Norð­­ur­-Kórea búi yfir lang­­drægum skot­flaugum sem geta borið kjarna­odda alla leið yfir Kyrra­hafið og til Banda­­ríkj­anna. Til­­raunin sem gerð var 4. júlí síð­­ast­lið­inn, á þjóð­há­­tíð­­ar­degi Banda­­ríkj­anna, sann­­færði umheim­inn end­an­­lega um þetta.

Valda­­jafn­­vægið í heim­inum vó salt um leið.

Í þrí­­­skiptri umfjöllun Kjarn­ans um Norð­­ur­-Kóreu verður reynt að svara eft­ir­far­andi spurn­ing­um: Hvað er til ráða? Hvað hefur verið reynt? Og hvers vegna er ástandið svona? Í gær var fjallað um hvernig Norð­ur­-Kórea og vanda­málið varð til.

Auglýsing

Í neyð

Eftir að Sov­ét­ríkin féllu í upp­hafi tíunda ára­tugs síð­ustu aldar varð Norð­ur­-Kórea ein­angrað á alþjóða­vett­vangi. Þeirra helsti bak­hjarl í Moskvu var flú­inn úr Kreml og póli­tískt kaos þýddi að efna­hags­leg aðstoð mundi ekki koma aftur í nán­ustu fram­tíð.

Eini vin­veitti nágranni Norð­ur­-Kóreu sem eftir stóð var Kína. Það er enn þann dag í dag stærsta við­skipta­land hins ein­angr­aða rík­is. Kína hefur hins vegar sagst vera ósátt við kjarn­orku­til­raunir Norð­ur­-Kóreu.

Eins og rakið var í fyrsta hluta þess­ara umfjöll­unar um norð­ur­kóresku kjarn­orku­vána var það ekki fyrr en árið 2006 sem Norð­ur­-Kórea gerði fyrstu til­raunir sínar með kjarn­orku­vopn. Þá voru tólf ár liðin síðan að Kim il-Sung, fyrsti leið­togi rík­is­ins, hafði lát­ist og sonur hans Kim Jong-il hafði tekið við skelfi­legu búi.

Örbirgð þjóð­ar­innar var mik­il, jafn­vel þó fyr­ir­menni í Pjongj­ang hefðu það ágætt. Hung­ursneyð þjóð­ar­innar stóð í fjögur ár og hefur það tíma­bil verið kallað „Þrauta­gangan“. Í reynd staf­aði hung­ursneyðin af mörgum þátt­um, títt­nefnd aðstoð Sov­ét­ríkj­anna barst ekki lengur sem varð til þess að fæðu­fram­leiðsla og -inn­flutn­ingur minnk­aði hratt. Nátt­úru­ham­farir á borð við flóð og þurrka gerðu neyð­ina enn meiri.

Mið­stýrt stjórn­kerfi Norð­ur­-Kóreu gerði stjórn­völdum það svo erf­ið­ara um vik að binda endi á neyð þjóð­ar­inn­ar. Óvíst er hversu margir lét­ust vegna hung­urs eða kvilla tengdum ham­för­un­um. Talið er að allt að 3,5 milljón manns hafi farist, flestir árið 1997. Til sam­an­burðar þá er talið að íbúar Norð­ur­-Kóreu hafi verið um það bil 22 millj­ón­ir.

Á sama tíma og hung­ursneyð reið yfir Norð­ur­-Kóreu var Kim Jong-il að taka við stjórn­ar­taumunum í rík­inu. Faðir hans hafði verið dáður leið­togi og skildi eftir sig risa stórt skarð í stjórn­kerf­inu sem þurfti að fylla. Til þess að treysta völd sín á fyrstu árum sínum sem leið­togi ákvað Jong-il – sem fyllti ekki alveg út í rammann sem faðir hans hafði mótað – að færa her­inn ofar í stjórn­skip­an­inni.

Magn mat­ar­að­stoðar til Norð­ur­-Kóreu

Töl­urnar eru í þús­undum tonna

Song­un-­stefnan var inn­leidd í land­inu í lok tíunda ára­tugs síð­ustu ald­ar. Þannig náði Kim Jong-il að fylla í skarð hins dáða leið­toga föður síns. Her­inn hafði nú mun meiri völd en áður og fór með fram­kvæmd inn­an­rík­is­mála og alþjóða­sam­skipta. Um leið fékk her­inn for­gang að öllum efna­hags­mætti og auð­lindum þjóð­ar­innar hvort sem þær eru efn­is­legar eða félags­leg­ar.

Við­skipta­þving­anir alþjóða­sam­fé­lags­ins hamla allri efna­hags­þróun í Norð­ur­-Kóreu. Það sést glöggt ef skoðuð er gervi­tungla­mynd af jörð­inni, sveipuð nátt­myrkri. Ljós frá mann­virkjum lýsa upp þétt­býl­ustu svæði ver­ald­ar, nema í Norð­ur­-Kóreu þar sem myrkrið umlykur að því er virð­ist allt.

Norður-Kórea er efnahagslega vanþróað ríki. Það sést glögglega þegar gervitunglamyndir af jörðinni eru skoðaðar. Á næturnar lýsa ljós frá mannvirkjum skært í Suður-Kóreu og í Kína, en í Norður-Kóreu er aðeins örlítil ljóstýra frá miðborg Pjongjang.

Sex ríkja við­ræður

Í kjöl­far þess að her­inn var færður ofar í valda­skip­an­ina í Norð­ur­-Kóreu hefur kjarn­orku­á­ætlun lands­ins farið hratt fram. Yfir­völd í Pjongj­ang líta á kjarn­orku­á­ætl­un­ina sem öfl­ugt verk­færi í samn­inga­við­ræðum á alþjóða­vett­vangi og hafa litið svo á að með áfram­hald­andi þróun öfl­ugra vopna sem heim­ur­inn er and­vígur megi knýja á um betri kjör lands­ins. Það þarf svo ekki að vera enda­punktur þess­arar stefnu að eiga til­búin vopn, þvert á móti getur það eflt samn­ing­stöð­una enn frek­ar.

Talið er að kjarn­orku­vopna­á­ætlun Norð­ur­-Kóreu hafi haf­ist á fyrri hluta tíunda ára­tug­ar­ins. Ríkið er ekki hluti af samn­ingum alþjóða­kjarn­orku­mála­stofn­un­ar­innar og hefur ekki inn­leitt reglur samn­ings­ins um kjarna­vopn. Þvert á móti hefur Norð­ur­-Kórea í tvígang sagt sig frá sam­þykkt­un­um.

Nokkur óvissa ríkti um stöðu kjarn­orku­vopna­á­ætl­unar Norð­ur­-Kóreu þar til vís­bend­ingar bár­ust um að vís­inda­menn úr Norð­ur­-Kóreu hafi aflað sér kjarn­orku­þekk­ingar í Pakistan og Líbýu árið 2002. Yfir­völd í Norð­ur­-Kóreu við­ur­kenndu svo að þau réðu yfir kjarna­vopnum árið 2005.

Alþjóða­sam­fé­lagið hefur beitt Norð­ur­-Kóreu við­skipta­þving­unum vegna hinna ýmsu mála, en þar ber kjarn­orku­á­ætl­unin auð­vitað hæst.

Vegna þess að Norð­ur­-Kórea dró sig úr samn­ingum um að ríki heims myndu ekki fram­leiða fleiri kjarna­vopn árið 2003 hófust svo­kall­aðar sex ríkja við­ræður um stöðu Norð­ur­-Kóreu og kjarn­orku­á­ætl­un­ina. Þar komu sam­an, auk Norð­ur­-Kóreu, Suð­ur­-Kór­ea, Jap­an, Kína, Rúss­land og Banda­rík­in.

Norður-Kórea fundaði með fimm öðrum ríkjum í fimm skipti á árunum 2003-2007 og samþykkti að lokum að hætta kjarnorkuáætlun sinni.

Þessi sex ríki fund­uðu í fimm lotum með litlum árangri á árunum 2003 til 2007. Fimmta lotan árið 2007 reynd­ist skila mestum árangri en þar sam­þykkti Norð­ur­-Kórea að hætta þróun kjarn­orku­vopna gegn því að alþjóða­sam­fé­lagið veitti þeim elds­neyt­is­að­stoð og að Banda­ríkin og Japan myndu beita sér fyrir upp­byggi­legum sam­skiptum við Norð­ur­-Kóreu.

Norð­ur­-Kórea rifti þessum sex ríkja við­ræðum og öllum sam­þykktum þess í apríl árið 2009 eftir að hafa gert mis­heppn­aða til­raun með eld­flaug. Eld­flaugin var, að sögn yfir­valda í Pjongj­ang, ætluð til þess að koma gervi­hnetti á braut um jörðu en Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna taldi víst að hér væri verið að gera til­raunir með lang­drægar eld­flaug­ar. Harð­orð yfir­lýs­ing örygg­is­ráðs­ins varð til þess að reita Norð­ur­-Kóreu­menn til reiði og hefja kjarn­orku­á­ætlun sína á nýjan leik. Um leið var öllum eft­ir­lits­mönnum Alþjóða­kjarn­orku­mála­stofn­un­ar­innar kastað út úr Norð­ur­-Kóreu.

Allt mis­tekst

Sé litið á við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins með gler­augum Banda­ríkja­manna er stefnu­mót­un­inni oftar en ekki skipt í tíma­bil eftir því hver gegndi emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna.

Bill ClintonSíðan Sov­ét­ríkin féllu hafa þrír menn gengt emb­ætti for­seta í Banda­ríkj­unum í meira en eitt kjör­tíma­bil; Þeir Bill Clint­on, George W. Bush og Barack Obama. Allir nálg­uð­ust vanda­málið á Kóreu­skaga með mis­mun­andi hætti.

Bill Clinton ákvað að fara hina diplómat­ísku leið og senda neyð­ar­að­stoð til Norð­ur­-Kóreu, fullur vonar um að greið­inn yrði laun­aður síðar og að hægt væri að eiga eðli­leg milli­ríkja­sam­skipti við Norð­ur­-Kóreu í kjöl­far falls komm­ún­ísku blokk­ar­inn­ar.

George W. BushGeorge W. Bush hélt þess­ari stefnu þar til hann ákvað að fara í stríð við hryðju­verka­menn. Norð­ur­-Kórea var þá stimplað sem ríki sem studdi hryðju­verka­menn og fljót­lega hvarf nær öll neyð­ar­að­stoð frá Banda­ríkj­unum og við­skipta­þving­anir voru hert­ar. Fyrsta kjarn­orku­til­raunin var gerð á meðan Bush var for­seti í Banda­ríkj­unum og sex ríkja við­ræð­urnar voru allar haldnar í tíð hans. Aðferðir hans um að hafa bein afskipti af nýju kjarn­orku­ríki höfðu þess vegna mis­jafnar afleið­ing­ar.

Barack ObamaBarack Obama tók við emb­ætti for­seta í jan­úar 2009. Aðeins þremur mán­uðum seinna gerðu Norð­ur­-Kóreu­menn til­raun með lang­drægu eld­flaug­ina og sá árangur sem náðst hafði í sex ríkja við­ræð­unum hvarf á skot­stundu.

Í stað þess að grípa til sér­tækra ráða ákvað Obama að halda við­skipta­þving­unum til streitu og aðhaf­ast ekk­ert frekar, von­góður um að vanda­málið mundi leys­ast af sjálfu sér með hruni stjórn­ar­innar í Norð­ur­-Kóreu. Stjórn Obama hefur eflaust haft veður af slæmri heilsu Kim Jong-il og talið lík­legt að valda­bar­átta eftir yfir­vof­andi frá­fall hans ætti eftir að verða alræð­is­stjórn­inni í Pjongj­ang að falli.

Kim Jong-un

Kim Jong-il lést árið 2011 og lítið þekktur sonur hans Kim Jong-un tók við valda­taumun­um. Jong-un hafði gengið í skóla í Sviss og bundnar voru vonir við að hann yrði mild­ari leið­togi en faðir hans.

Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il. Hann hefur sannað það að hann skal ekki flokkast sem umbótasinni í Norður-Kóreu.

Þær vonir urðu svo að engu þegar fregnir bár­ust af því að Kim Jong-un hefði fyr­ir­skipað aftöku frænda síns Jang Song-t­haek sem átti að hafa framið föð­ur­lands­svik. Í febr­úar árið 2017, eftir að Jong-un hafði tryggt völd sín, er því haldið fram að hinn ungi leið­togi hafi fyr­ir­skipað morðið á bróður sín­um, Kim Jong-nam, á flug­velli í Malasíu.

Þessi þriðji leið­togi Norð­ur­-Kóreu hefur hraðað kjarn­orku­vopna­þróun rík­is­ins. Í stuttri valda­tíð hans hefur meira en helm­ingur flug­skeyta­til­rauna og kjarn­orku­til­rauna Norð­ur­-Kóreu farið fram. Nú er svo komið að flug­skeytin eru talin geta náð ströndum Banda­ríkj­anna, handan Kyrra­hafs­ins.

Erkió­vin­ur­inn er kom­inn í skot­færi.

Fjöldi tilrauna með skotflaugar eftir árum.

Flugskeyti Norður-Kóreu draga nú alla leið til Bandaríkjanna.


Á morgun verður fjallað um þá stöðu sem nú er komin upp og þau úrræði sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur til þess að stemma stigu við ógn­inni frá Norð­ur­-Kóreu. Nú þegar hefur verið fjallað um stofnun Norð­ur­-Kóreu og upp­runa hat­urs norð­an­manna á alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar