Eru til „hrein kol“?

„Hrein kol“ er hugtak sem við heyrum sífellt oftar. Eru kol ekki bara kol eða eru hrein kol einhver sérstök tegund?

Kol eru notuð til þess að framleiða 40 prósent af raforku heimsins. Þau eru ódýrari en flestir aðrir orkugjafar en hafa alvarlegustu afleiðingarnar.
Kol eru notuð til þess að framleiða 40 prósent af raforku heimsins. Þau eru ódýrari en flestir aðrir orkugjafar en hafa alvarlegustu afleiðingarnar.
Auglýsing

Stutta svarið er ein­fald­lega: Neibb.

Kol eru það elds­neyti sem enn er notað í miklum mæli til raf­orku­fram­leiðslu. Um 40 pró­sent allrar raf­orku fram­leidd með kola­bruna og 39 pró­sent alls útstreymis gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heims­ins má rekja til kola.

Kol eru skítug­asta og ban­væn­asta orku­upp­spretta sem mann­kynið hefur yfir að ráða. Og þau eru miðað við flesta efna­hags­lega mæli­kvarða ódýrasta orku­upp­sprett­an.

Víð­ast hvar í heim­inum er eft­ir­spurn eftir kolum að aukast. Það ræðst að mestu af auk­inni orku­þörf heims­ins. Nýjar og ódýrar aðferðir við að sækja jarð­gas hefur sum staðar komið í stað kola­bruna til raf­orku­fram­leiðslu, eins og til dæmis í Banda­ríkj­un­um, en það eitt og sér dugar ekki til þess að minnka kola­bruna mann­kyns­ins.

Árið 2012 blés mann­kynið 34,5 millj­örðum tonna af koldí­oxíði vegna bruna jarð­efna­elds­neytis út í and­rúms­loft­ið. Stærsti hlut­inn var vegna kola­bruna.

Auglýsing

Don­ald Trump

Síðan Don­ald Trump var kjörin for­seti Banda­ríkj­anna síð­asta vetur hefur þessi frasi – hrein kol eða clean coal – fengið að heyr­ast víðar og úr munni fleiri merki­legra manna en flestir ættu að kæra sig um.

Donald Trump setti upp hjálm kosningafundi í kolanámuríkinu Vestur-Virginíu og fékk kolaiðnaðinn með sér í lið í aðdraganda kosninganna.„Það er til fyr­ir­bæri sem kall­ast hrein kol. Kol munu vera til um aldir alda í þessu land­i,“ sagði Trump til dæmis í kapp­ræðum í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna. Sem for­seti hefur Trump svo ákveðið að draga stuðn­ing Banda­ríkj­anna við Par­ís­ar­sam­komu­lagið til baka, skipað ann­ál­aðan efa­semda­mann um hlýnun jarðar yfir umhverf­is­stofnun Banda­ríkj­anna og fellt úr gildi reglu­gerðir um vist­vænni orku­fram­leiðslu. Allt til þess að „end­ur­reisa kola­námu­iðn­að­inn í Banda­ríkj­un­um“.

Það sem Don­ald Trump á eflaust við (og nú er blaða­maður að draga álykt­an­ir) er fram­leiðslu­að­ferð sem nota má til þess að fanga meng­andi loft­teg­undir áður en þær fara út í and­rúms­loft­ið. Það er fal­leg lausn við flóknu vanda­máli. Kol eru eftir allt saman ódýr og stór hluti mann­kyns reiðir sig á kol­in.

Vanda­málið er að þessi fram­leiðslu­að­ferð kostar mjög mik­ið.

Þrjár dýrar leiðir

Það eru þrjár aðferðir við að fanga kolefnið áður en það verður að meng­un. Ein gengur út á að sía útblást­ur­inn frá orku­verk­smiðj­unni og fanga þannig kolefnið og grafa það. Önnur gengur út á að kemískum efnum er beitt til að fjar­lægja koldí­oxíð úr kol­unum og breyta þeim í efna­smíða­gas sem knýr túrbín­urnar í orku­verk­smiðj­unni. Þriðja leiðin er að brenna kol­unum með því að nota hreint súr­efni (O) í stað­inn fyrir venju­legt loft sem er 80 pró­sent köfn­un­ar­efni. Með því að nota hreint súr­efni er auð­veld­ara að skima gróð­ur­húsa­loft­teg­und­irnar frá útblæstr­in­um.

Allar þessar leiðir eru dýrar og kola­iðn­að­ur­inn er fátæk­ur, ekki síst vegna þess að verð á kolum hefur fallið hratt á und­an­förnum árum. Verð­hrunið skýrist að ein­hverju leyti af inn­leið­ingu umhverf­is­vernd­ar­reglu­verks en aðal­lega vegna auk­inna vin­sælda ann­ara orku­gjafa.

Dauða­dæmt frá upp­hafi

Kola­fyr­ir­tækið Southern Co. hefur unnið að bygg­ingu kola­orku­vers í Miss­issippi-­ríki í Banda­ríkj­unum sem átti að verða fyrsta „hrein­kola­verk­smiðj­an“ í heim­in­um.

Opnun verk­smiðj­unnar hefur nú verið frestað í nokkur ár og kostn­aður við smíði verk­smiðj­unnar og tækn­innar hefur farið ævin­týra­lega fram úr áætl­un­um. Nú er gert ráð fyrir að kostn­að­ur­inn sé um 7,5 millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Og það sem meira er; Verk­smiðjan mun að öllum lík­indum aldrei brenna kol því yfir­völd í Miss­issippi hafa nú farið fram á að Southern Co. kanni hvernig verk­smiðjan geti gengið ein­göngu fyrir jarð­gasi.

Kol hafa verið orkuuppspretta fyrir mannkynið svo öldum skiptir. Kolanám varð hins vegar ekki að stórtækum iðnaði fyrr en á 19. öld, samfara iðnbyltingunni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar