Audi tekur forystu með tækni sem margir keppinautar vilja komast hjá

Nýr Audi verður sjálfstýrður upp að vissu marki og reiðir sig á inngrip mannlegs ökumanns við sérstakar aðstæður. Slík sjálfstýring er umdeild og eitthvað sem keppinautar Audi hafa reynda að koma sér undan að reyna.

Audi sjálfkeyrandi bíll
Auglýsing

Fram­­göng­­ur.is er nýr vefur þar sem fjallað er um fram­­tíð sam­­göng­u­­mála og reynt að dýpka og auðga umræð­una um fram­­tíð­­ar­horfur í sam­­göng­u­­málum og ferða­mát­­um. Greinin birt­ist fyrst á vef Fram­­gangna.

Þýski bíla­fram­leið­and­inn Audi vakti athygli á dög­unum þegar 2018 útgáfan af Audi A8 var kynnt í Barcelona. Bíll­inn verður sá fyrsti í almennri sölu útbú­inn bún­aði sem telst til 3. stigs sjálf­keyr­andi tækni. Það þýðir að undir ákveðnum kring­um­stæður þegar sjálf­stýr­ingar nýtur við þarf öku­mað­ur­inn ekki að fylgj­ast með umferð­inni eða umhverfi sínu. Í til­viki Audi A8 eru þessar ákveðnu kring­um­stæður til staðar þegar keyrt er undir 60 km/klst hraða, og ætti því t.d. að nýt­ast öku­mönnum þegar þeir eru í umferð­ar­öng­þveiti. Öku­menn geta þá lesið blöðin eða gert hvað sem þeir vilja, á meðan hin svo­kall­aða tækni AI Traffic Jam Pilot sér um að stjórna bílnum að öllu leyti: taka af stað, stoppa, stýra og bremsa.

Um borð í sjálfstýrðum Audi.

Audi A8 mun kosta rúmar 90 þús­und evrur í Evr­ópu án auka­bún­að­ar, sem gera um 11 millj­ónir króna á núver­andi gengi. Ekki er víst að allir kaup­endur geti nýtt sjálf­stýr­ing­ar­hæfi­leika bíls­ins til fulls, því það fer eftir lagaum­hverfi í hverju landi eða ríki fyrir sig. T.d. getur verið að lögum sam­kvæmt skuli öku­maður ávallt fylgj­ast með veg­inum og umhverfi sínu. Audi mun not­ast við stað­setn­ing­ar-­girð­ingar (e. geofencing) til að virkja eða slökkva á sjálf­stýr­ingu bíls­ins, eftir því hvort lög leyfa.

Öku­maður fjórðu kyn­slóðar Audi A8 get­ur, undir ákveðnum kring­um­stæð­um, leikið við krakk­ann í aft­ur­sæt­inu. Fleira tengt sjálf­stýr­ingu er einnig að finna í bíln­um, m.a. Remote Park Pilot sem gerir öku­manni kleift að leggja bílnum í gegnum sím­ann. Þá má benda á, þótt það teng­ist sjálf­stýr­ingu ekki neitt, að fóta­nudd­tækið fyrir far­þega í aft­ur­sæti er vafa­laust nota­legt.

Keppi­nautar Audi, m.a. Tesla, Cadillac og Mercedes-Benz, selja í dag bíla útbúna sjálf­stýr­ingu sem telst til stigs 2. Þá þarf öku­maður að fylgj­ast með umhverf­inu þegar kveikt er á sjálf­stýr­ing­unni, vera til­bú­inn að taka yfir akst­ur­inn ef þörf krefur og láta bíl­inn vita á öllum tímum að hann er með augun við akst­ur­inn. Í umfjöllun IEEE Spect­rum um Audi A8 segir að tölvu­kerfi bíls­ins muni fylgj­ast með öku­mann­inum og að hann sé vak­andi, rétt eins og fyrr­nefndir bílar keppi­naut­anna, þrátt fyrir að krafa um að bíl­stjóri láti vita af sér (t.d. með að halda um stýrið) sé ekki jafn rík.

Auglýsing


Er 3. stigið hættu­legt?

Eins og fyrr greinir verður Audi A8 með bún­aði sem gerir 3. stig sjálf­stýr­ingu mögu­lega. Mis­mun­andi mögu­leikum tækn­inn­ar, eins og AI Traffic Jam Pilot og Remote Park Pilot, verður síðan hægt og bít­andi komið í gagn­ið, sam­kvæmt til­kynn­ingu Audi.

Eitt sem ræður nokkru um tíma­setn­ingar á aðgengi tækn­innar eru próf­anir og leyfi frá eft­ir­lits­að­il­um. Í umfjöllun vef­síð­unnar Automotive News er bent á að nýjasta kyn­slóð A8 eigi enn eftir að stand­ast ýmis próf. „Við erum í ókört­lögðu umhverfi og yfir­völd einnig,“ er haft eftir yfir­manni Audi á sviði rann­sókna og þró­un­ar. Þar vísar hann til að sjálf­keyr­andi tækni á jafn háu stigi hefur ekki verið aðgengi­leg áður í almennri sölu.

Laga­legar spurn­ingar um ábyrgð gera 3. stig sjálf­keyr­andi tækni að stóru álita­efni. Margir fram­leið­end­ur, m.a. Vol­vo, Toyota, Ford og Goog­le, hafa valið að stökkva yfir þetta stig og ein­beita sér heldur að þróun tækni sem telst vera 4. og að lokum 5. stig. Á þeim stigum er hlut­verk öku­manns ýmist afar tak­markað eða ekki til stað­ar. En á 3. stigi nýtur sjálf­stýr­ingar aðeins við undir ákveðnum og afmörk­uðum aðstæð­um. Hætta á að ábyrgð verði álita­mál ef óhapp verð­ur, þ.e. hvort tölvu­kerfið eða bíl­stjór­inn hafi verið ábyrg og hvenær bíl­stjóri skuli taka yfir, er því meiri á þessu stigi tækn­innar en öðr­um.

Mismunandi stig sjálfstýringar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar