Að búa með tengdó

Myndir þú vilja búa með tengdó? Mörgum þætti slíkt aldeilis fráleit uppástunga og myndu segja nei, án þess að hugsa sig um. En hinir eru líka margir sem vel gætu hugsað sér það og í Danmörku fer þeim ört fjölgandi.

Tengdamóðirinn á myndinni tengist fréttaskýringunni ekki beint.
Tengdamóðirinn á myndinni tengist fréttaskýringunni ekki beint.
Auglýsing

Miðað við þær fjöl­mörgu sögur sem til eru um tann­hvassar tengda­mömmur mætti halda að þær væru hálf­gerðar grýl­ur, sí og æ  með vönd­inn á lofti, skammist yfir því að ekki sé nægi­lega vel ryksug­að, börnin jafn­vel í göt­óttum föt­um. Í tengda­mömmu­sög­unum er það oft­ast nær móðir eig­in­manns­ins sem þykir tengda­dóttirin ekki hugsa nógu vel um „dreng­inn“, hann fái ekki sama atlæti og meðan hann var í for­eldra­húsum „hann er eitt­hvað svo fölur og tek­inn.“ Margar sögur eru til um tengda­mæð­urnar sem telja sig þurfa að kenna eig­in­konu son­ar­ins sitt af hverju um „hag­nýt heim­il­is­fræði“ oftar en ekki við tak­mark­aða hrifn­ingu „nem­and­ans“. Ein­hverra hluta vegna eru slíkar sögur af tengda­feðrum og -sonum mun sjald­gæfari. Kannski er skýr­ingin sú að þessi tengda­mömmu­sögu­hefð er göm­ul, frá þeim tíma þegar heim­ilið var fyrst og fremst vinnu­staður kvenna.

Veru­leik­inn er hins veg­ar allt annar en í sög­unum af þeim tann­hvössu tengda­mæðrum sem stundum er grín­ast með.

Gamla kyn­slóða­fjöl­skyldan

Fyrir ekki ýkja­mörgum ára­tug­um, ekki síst til sveita, var það algeng­ara en ekki að innan veggja hvers heim­ilis byggju þrjár, jafn­vel fjór­ar, kyn­slóð­ir. Afi og amma, for­eldrar og börn, jafn­vel barna­börn. Þetta þótti sjálf­sagt. Þá þótti ekk­ert eðli­legra en að hjónin í hús­inu hefðu for­eldra, að minnsta kosti ann­ars þeirra, á sínum snær­um. Stofn­anir fyrir aldr­aða fyr­ir­fund­ust vart og afinn og amman í hús­inu voru sjálf­sagður hluti fjöl­skyld­unn­ar. Þau kenndu iðu­lega börnum að lesa, sögðu þeim sögur og litu til með þeim heima fyr­ir. Gamla fólk­ið, einkum konur en líka oft karl­ar, var dug­legt að prjóna, til dæmis sokka, vett­linga, nær­föt og peys­ur. Á heim­ilum þurfti að inna af hendi fjöl­margt sem ekki þekk­ist í dag, matur var að miklu leyti unn­inn heima, í það fór mik­ill tími, það var ekki hlaupið í búð­ina eftir rabar­bara­sult­unni eins og nú er gert. Börnin báru virð­ingu fyrir þeim eldri sem höfðu á móti ánægjuna af því að sjá ung­viðið þroskast og dafna.

Auglýsing

Ýmsar ástæður voru fyrir þessum „fé­lags­bú­skap“, einkum þó praktísk­ar.

Þetta breytt­ist smátt og smátt og í dag þykir það síður en svo sjálf­sagt, að minnsta kosti á Vest­ur­lönd­um, að þeir öldr­uðu búi hjá börnum sín­um. Þekktur rit­höf­undur orð­aði það svo að „nú vilja allir vera prí­vat, hanga einir í sinni holu, mesta lagi með mak­an­um, og svo heim­il­is­vin­in­um: sjón­varp­in­u.“ Kannski er þetta aðeins orðum aukið en margir þekkja þessa lýs­ingu.

Í Dan­mörku fjölgar kyn­slóða­fjöl­skyldum sem búa saman

Margir þekkja það að flytja tíma­bundið heim til for­eldranna, eða tengda­for­eldr­anna. Oft er það milli­bils­á­stand, meðan fólk er „á milli íbúða“.

Þótt víða séu margir bygg­inga­kranar sem ber við himin er hús­næð­is­skortur alþekkt vanda­mál, ekki síst í borg­um. Dan­mörk sker sig ekki úr að þessu leyti, þar er hús­næði dýrt, fram­boðið tak­markað en eft­ir­spurnin mik­il. Verst er ástandið í höf­uð­borg­inni Kaup­manna­höfn en þangað flytja í hverjum mán­uði rúm­lega 1100 manns,um­fram þá sem flytja burt.

Á síð­ustu árum hefur það gerst að kyn­slóða­heim­ilum hefur fjölgað mikið í Dan­mörku. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dönsku þjóð­skránni eru nú rúm­lega ell­efu þús­und kyn­slóða­fjöl­skyldur í land­inu, sam­tals um átta­tíu þús­und manns. Miðað við íbúa­fjölda lands­ins (5.7 millj­ón­ir) er þetta svo sem ekki ýkja há tala en hefur þó hækkað um þrjá­tíu pró­sent á nokkrum árum.

Af hverju?  

Dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn hafði fyrir skömmu sam­band við all­stóran hóp fólks, sem ýmist er nýflutt til tengda­fólks, eða hefur búið á kyn­slóða­heim­ili um ára­bil. Blaða­menn­irnir spurðu um ástæður þess að fólk hefði valið þetta fyr­ir­komu­lag. Flestir nefndu fyrst að það væri af praktískum ástæð­um, það væri ein­fald­lega mun hag­kvæmara þar sem fleiri deila hús­næð­is­kostn­að­in­um, mat­ar- og raf­magns­reikn­ing­um o.s.frv. Þetta kemur ekki sér­lega á óvart. En þeir sem spurðir voru nefndu fleira. Barna­fólk nefndi nær allt að það væri mikið öryggi að hafa eldri kyn­slóð á heim­il­inu. Alltaf, eða oftast, ein­hver heima þegar börnin kæmu heim úr skóla og það kynnu þau vel að meta. Þegar börnin voru spurð voru svörin á sömu leið, það væri svo gott að ein­hver væri heima þegar skóla­deg­inum lyki. ,Afi og amma hafa alltaf tíma og af því að þau eru heima gerir ekk­ert til þó pabbi og mamma komi seinna heim“ var algeng skýr­ing þeirra ungu.

Eldra fólkið sagði líka að það kynnt­ist unga fólk­inu miklu betur en ef það byggi ann­ars stað­ar, jafn­vel í öðrum lands­hluta.

Þegar spurt var hvort þessu fylgdu ekki líka ókostir svör­uðu flestir neit­andi. Sögðu að þeir hefðu ekki ákveðið að stíga þetta skref nema vera nokkurn veg­inn vissir um að þetta væri rétt ákvörð­un.

Fast­eigna­salar segja að þeim fjölgi stöðugt sem leiti að hús­næði sem sé nægi­lega stórt fyrir pabba, mömmu, börn og tengda­for­eld­rana. Danskar ferða­skrif­stofur segja sömu­leiðis að ferðir þar sem kyn­slóða­fjöl­skyldur ferð­ist saman njóti æ meiri vin­sælda.

Fjöl­skyldu­ráð­gjafi sem Jót­land­s­póst­ur­inn ræddi við sagð­ist ekki undr­ast að æ fleiri skuli velja kyn­slóða­fjöl­skyldu­form­ið. Það sé hins veg­ar ­nauð­syn­legt að koma sér saman um ákveðnar regl­ur, til að tryggja að allir séu sátt­ir. „Það gengur ekki að tengda­mamma verði gerð að vinnu­konu, slíkt fyr­ir­komu­lag er dæmt til að mis­takast“.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar