Skattbyrði tekjulægstu hefur aukist langmest á Íslandi

Allir tekjuhópar borga stærra hlutfall af tekjum sínum í skatta en þeir gerðu fyrir tæpum 20 árum síðan. Byrði tekjulægstu hefur aukist mest, munurinn á skattbyrði þeirra og hinna ríkustu hefur minnkað og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfis dregist saman.

7DM_4510_raw_1660.JPG
Auglýsing

skýrsla hag­deildar Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) um þróun skatt­byrði launa­fólks sýnir að skatt­byrði hefur auk­ist í öllum tekju­hópum hér­lendis frá árinu 1998 til loka árs 2016. Aukn­ingin er hins vegar lang­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­ur­inn á skatt­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­ar­aukn­ing síð­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­byrði.

Í til­kynn­ingu vegna útgáfu skýrsl­unnar seg­ir: „Þegar skoðað er sam­spil tekju­skatts, útsvars og per­sónu­af­sláttar auk barna- og vaxta­bóta hefur t.d. skatt­byrði para á lág­marks­launum með tvö börn og lág­marks eigið fé í hús­næði (20 pró­sent) í heild­ina auk­ist um 21 pró­sentu­stig á umræddu tíma­bil­i.“

Per­sónu­af­sláttur fylgir ekki launa­þróun

Þessa þró­un, að skatt­byrði tekju­lægri hækki mest, má helst rekja til þess að per­sónu­af­sláttur hefur ekki fylgt launa­þró­un. Þá hafi stuðn­ingur vaxta­bóta­kerf­is­ins minnkað veru­lega á tíma­bil­inu og fækkað í þeim hópi sem fær greiddar vaxta­bæt­ur. Kjarn­inn greindi til að mynda frá því nýverið að almennar vaxta­bætur hafa lækkað um 7,7 millj­arða króna frá árinu 2010 og þeim þeim fjöl­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­lega 30 þús­und á saman tíma.

Auglýsing

Í skýrslu ASÍ segir einnig að íslenska barna­bóta­kerfið sé veikt og að það dragi ein­göngu úr skatt­byrði ein­stæðra for­eldra og allra tekju­lægstu para. Þá hafi húsa­leigu­bóta­kerfið  þró­ast með sama hætti og önnur til­færslu­kerfi og því hefur dregið úr stuðn­ingi við launa­fólk á leigu­mark­aði. Nýtt hús­næð­is­bóta­kerfi bæti nokkuð hag lág­launa ein­stak­linga og ein­stæðra for­eldra á leigu­mark­aði en lág­launa pör fá eftir sem áður lít­inn eða engan stuðn­ing vegna leigu­kostn­aðar.

Ríku verða rík­ari

Kjarn­inn hefur ítrekað greint frá því á und­an­förnum árum að mis­skipt­ing eigna er að aukast mjög hratt hér­lend­is. Í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 4. októ­ber 2016 kom fram að  eigið fé Íslend­inga hefði tvö­­fald­­ast á sex árum, eða auk­ist um 1.384 millj­­arða króna.

Þessi nýi auður skipt­ist ekki jafnt á milli hópa. Af hreinni eign sem orðið hefur til frá árinu 2010 hafði rík­­asta tíu pró­­sent lands­­manna, alls 20.251 fjöl­skyld­ur, tekið til sín fjórar af hverjum tíu nýjum krónum sem orðið höfðu til í íslensku sam­­fé­lagi. Þessi hópur átti 1.880 millj­­arða króna í lok árs 2015, eða 64 pró­­sent af eignum lands­­manna.

Á sama tíma skuld­aði fátæk­­ari helm­ingur þjóð­­ar­inn­­ar, rúm­­lega 100 þús­und vinn­andi manns, 211 millj­­arða króna umfram eignir sín­­ar. Það þýðir að mun­­ur­inn á eig­in­fjár­­­stöðu fátæk­asta helm­ings þjóð­­ar­innar og rík­­­ustu tíu pró­­senta hennar var 2.091 millj­­arðar króna.

Opin­berar tölur van­­meta hversu mikið hinir ríku á Íslandi efn­­ast ár frá ári. Ástæðan er sú að þær mæla að fullu leyti t.d. hækkun fast­eigna­verðs (sem útskýrir 82 pró­­sent af allri eig­in­fjár­­aukn­ingu Íslend­inga á síð­­­ustu sex árum og nán­­ast alla eigna­aukn­ingu fátæk­­ari hluta lands­­manna) en færir eignir í verð­bréfum inn á nafn­virði. Og rík­ustu Íslend­ing­arnir eiga næstum öll verð­bréf á Íslandi.

Lít­ill hluti hefur nán­ast allar fjár­magnstekjur

7. októ­ber 2016 birti Kjarn­inn svo frétta­­skýr­ingu sem byggði á nýjum tölum Rík­­is­skatt­­stjóra um stað­­tölur skatta. Í þeim tölum var hægt að sjá út hversu mikið Íslend­inga þén­uðu í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Það eru tekjur sem þeir höfðu af eignum sín­um: t.d. vöxtum af inn­­láns­­reikn­ingum eða skulda­bréfa­­­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­­­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­­­eigna eða verð­bréfa.

Í töl­unum kom í ljós að tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna þén­aði sam­tals 42 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Um er að ræða undir tvö þús­und fram­telj­end­­ur. Þessi hópur tók til sín 44 pró­­sent af öllum fjár­­­magnstekjum sem urðu til hér­­­lendis á árinu 2015. Það þýðir að 99 pró­­sent þjóð­­ar­innar skipti með sér 56 pró­­sent fjár­­­magnstekna.

3.862 fjöl­skyldur fengu hagnað upp á 29 millj­arða

Fyrr í þessum mán­uði greindi Kjarn­inn svo frá því að tekjur ein­stak­linga á Íslandi af arði námu 43,3 millj­örðum króna í fyrra. Þær juk­ust um 24,6 pró­sent milli ára og er arður nú orðin stærsti ein­staki liður fjár­magnstekja rík­is­sjóðs. Fjöldi þeirra sem töldu fram arð vegna árs­ins 2016 var 14.545 og fjölg­aði um 685 milli ára, eða um tæp­lega fimm pró­sent.

Sölu­hagn­aður jókst um 39,1 pró­sent milli ára þrátt fyrir að fjöl­skyldum sem töldu fram sölu­hagnað hafi ein­ungis fjölgað um 5,4 pró­sent. Það bendir til þess að fámennur hópur sé að taka til sín þorra þess arðs sem verður til í íslensku sam­fé­lagi.

Sölu­hagn­aður var alls 32,3 millj­arðar króna í fyrra og þar af nam sala hluta­bréfa 28,7 millj­örðum króna og hækk­aði um 38,3 pró­sent á milli ára. Á sama tíma fjölg­aði fjöl­skyldum sem telja fram sölu­hagnað vegna hluta­bréfa um ein­ungis 3,7 pró­sent í 3.682 alls. Fjöl­skyldur á Íslandi voru um 197 þús­und í fyrra. Það þýðir að tæp­lega tvö pró­sent fjöl­skyldna lands­ins greiði fjár­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar