Með efann að vopni

G. Sverrir Þór, blaðamaður og hagfræðingur, sendi nýlega frá sér bók um hagfræði. Hvað eru þau fræði að segja okkur um daglegt líf og samfélagsgerðina?

G. Sverrir Þór
G. Sverrir Þór
Auglýsing

Maður er nefndur G. Sverrir Þór, hag­fræð­ing­ur, blaða­mað­ur, grein­andi, rit­stjóri og nú síð­ast rit­höf­und­ur. Hann sendi nýverið frá sér bók­ina Warn­ing: Economics - On The Shortcom­ings of Modern Economics. Í stuttu máli sagt, þá er Sverrir Þór að fjalla um hag­fræði í bók­inni, og hvernig veik­leikar hennar og styrk­leikar birt­ast okkur í dag­legu líf­i. 

Bókin er afar áhuga­verð, svo það komi skýrt fram, í upp­hafi við­tals. Lip­ur­lega skrifuð og í henni er sterkur og þungur tónn; efa­semda­rödd blaða­manns­ins og fræði­leg nálgun hag­fræð­ings­ins. Aug­ljóst er að Sverrir Þór hefur gott vald á hag­fræð­inni og efnið á brýnt erindi, ekki síst á tímum þar sem túlkun upp­lýs­inga ræður ferð­inni um hvert skuli hald­ið, ekki síst á hinu póli­tíska sviði.

Sverrir Þór var lengi hluti af öfl­ugri við­skipta­rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins, sem meðal ann­ars fékk yfir sig öskr­andi nei­kvæðni og fúk­yrða­flaum frá stjórn­endum í íslensku atvinnu­lífi, þegar „litla“ banka­kreppan árið 2006 var til umfjöll­unar á síðum Morg­un­blaðs­ins. Sagan dæmir þá umfjöllun vel, en við­brögð margra við henni illa.

Auglýsing

Hann nýtti sér virkni í Amazon-vef­­bóka­­búð­inni og gaf nýja bók sína út sjálf­­ur, til lest­­urs á Kind­le-­spjald­­tölv­­um. Hana má einnig panta í stórri kilju hjá Amazon þar sem bók­in er prentuð eft­ir pönt­un.

Hún hefur þegar fengið góð við­brögð les­enda. 

Hvers vegna ákvaðstu að gefa pæl­ingar þínar um hag­fræð­ina út á bók? Hvað var það sem rak þig til þess? Þú veltir mikið fyrir þér for­sendum hag­fræð­innnar, og hvernig umræða og ákvarð­ana­taka markast af þeim. Ertu að segja að hag­fræði séu „hættu­leg“ fræði, eða kannski göll­uð?

„Frá því að ég hóf nám í hag­fræði við háskól­ann i Skövde í Sví­þjóð á vor­önn 2002 hef ég alltaf verið frekar skept­ískur í garð ýmissa þeirra for­sendna sem ég nefni í bók­inni. Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna það er og hef yfir­leitt kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það séu tveir þætt­ir. Sá fyrri er að ég var orð­inn 27 ára gam­all, hafði farið beint í háskóla eftir stúd­ents­próf og síðan hætt og farið að vinna fyrir mér, verið atvinnu­laus og þar fram eftir göt­um. Þannig lærði ég að lífið er ekki alltaf dans á rósum og að engin tvö líf eru eins og engar tvær mann­eskjur eru eins. Við bregð­umst á mis­mun­andi hátt við mis­mun­andi aðstæð­u­m,“ segir Sverri Þór, og heldur áfram: Warning Economics. Svona lítur bókarkápan út.„Hinn þátt­ur­inn er sá að mér hefur alla tíð verið kennt að hugsa sjálf­stætt og draga allt sem kenn­arar segja mér í efa, það sé besta leiðin til að læra og skilja efn­ið. Það má eflaust deila um nota­gildi þess og stundum hefur mér tek­ist að koma mér í ónáð vegna þessa en á móti kemur að ég nálg­ast vanda­mál og spurn­ingar á annan hátt en margir aðr­ir. Ég tel að það hafi verið sam­spil þess­ara tveggja þátta hafi orðið til þess að ég var oft mjög skept­ískur, alls ekki alltaf og margt af því hag­fræðin kennir okkur er rök­rétt en annað er í mínum huga tómt bull. Þrátt fyrir það heill­að­ist ég mjög af fag­inu og ákvað að klára námið og ég reyndi oft að telja mér trú um að þó þetta sé kennt svona í grun­nám­inu þá þýði það ekki endi­lega að fræði­menn not­ist við full­komna, skil­virka mark­aði og þess háttar þegar verið er að byggja líkön og fræði­kenn­ing­ar. Ég hef samt alltaf haft mínar efa­semdir og held að ég hafi nálg­ast hag­fræð­ina á annan hátt en margir aðrir gera. Þegar ég fór svo að vinna fyrir mér sem hag­fræð­ing­ur, eða rétt­ara sagt hag­fræði­blaða­maður á við­skipta­rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins juk­ust efa­semdir mín­ar. Ég sá hag­fræð­ina frá öðru sjón­ar­horni en þegar ég var í nám­inu, það lá í eðli starfs­ins að ég þurfti að fylgj­ast með umræðu um hag­fræði og við­skipti á annan hátt en áður og ég þurfti að eiga sam­skipti við hag­fræð­inga í ýmsum fyr­ir­tækjum og stofn­unum sem og útlenda fræði­menn sem komu til land­ins, eins og til dæmis Arthur Laf­fer og auð­vitað Robert Ali­ber. Eins og ég skrifa í inn­gangi bók­ar­innar þá fannst mér margt skrítið sem var að eiga sér stað á Íslandi, og ég held að það hafi komið skýrt fram í mörgu af því sem ég skrif­aði í Mogg­ann á þeim tíma, en ég taldi mig ekki hafa for­sendur til þess að „debatt­era” það við fræði­menn sem höfðu lokið dokt­or­snámi.“

Efinn leiddi til dokt­ors­náms

Skömmu áður en hrunið skall á á Íslandi, í októ­ber 2008, þá ákvað Sverrir Þór að fara til Sví­þjóðar í dokt­ors­nám í hag­fræði.  „Þegar þangað var komið sá ég með eigin augum hvernig rann­sókn­ar­að­ferð­irnar eru byggðar upp. Ég ræddi þetta oft við sam­nem­endur mína, reifst um það við kenn­ar­ana, og þegar ég var sjálfur að kenna hamr­aði ég á því við nem­end­urna að draga allt í efa sem ég og aðrir kenn­arar reyndu að troða inn í haus­inn á þeim. Mynda sér eigin skoð­un, það var það mik­il­væg­asta. Ég átt­aði mig á því að dokt­ors­nám er í raun ekk­ert annað en und­ir­bún­ingur fyrir starfsævi í aka­dem­í­unni (líkt og Martin Wolf forðum daga) og þar lang­aði mig ekki að vinna.“

Á nær sama tíma­punkti og dokt­ors­námið hefst þá skellur á dýpsta efna­hag­skreppa á fjár­mála­mörk­uðum um allan heim. Sverrir Þór segir þetta hafa verið lær­dóms­ríkt. Veik­leik­arnir í hag­fræð­inni hafi orðið aug­ljós­ari. „Þegar ég fylgd­ist með umræð­unni þá blöskr­aði mér hversu getu­laus hag­fræðin var að bæði sjá krepp­una fyrir og að bregð­ast við henni. Menn þrös­uðu meira um póli­tíska hug­mynda­fræði og reyndu í fullri alvöru að kenna almenn­ingi um hvernig hafði far­ið. Í Banda­ríkj­unum tók fátækt fólk lán til þess að reyna að koma undir sig fót­unum og fá sinn skerf af amer­íska draumn­um, í Grikk­landi fór fólk snemma á eft­ir­laun sem voru ríf­lega skömmtuð og á Íslandi var talað um að almenn­ingur hefði eytt um efni fram, meðal ann­ars í flat­skjái. Það sem eng­inn nefndi var að þetta gerði fólk vegna þess að kerfið (sam­fé­lag­ið) bauð upp á það og hvatti til þess. Í Grikk­landi hefði fólk ekki farið á eft­ir­laun um fer­tugt nema af því að það var í boði. Á Íslandi hefði fólk ekki keypt flat­skjái og jeppa nema af því að því var leyft að nota hús­næðið sitt sem hrað­banka (og taka yfir­drætti þess til við­bót­ar) og í Banda­ríkj­unum hefði lág­stétt­ar­fólk ekki reynt að kaupa sér hús með lán­uðu fé ein­göngu nema af því að bank­arnir buðu upp á það (og hvöttu til þess) og földu síðan áhættu­mestu lánin í flóknum vafn­ingum sem þeir skildu ekki sjálf­ir. Eitt af því sem fór ógur­lega í taug­arnar á mér var að þessi áhættu­miklu lán í USA voru kölluð subprime (und­ir­málslán á íslensku). Með því er verið að ýja að því að fólk sem tók lánin en átti í raun aldrei mögu­leika á að borga þau upp, eða einu sinni borga vext­ina, hafi verið ann­ars flokks fólk, und­ir­máls­fólk,“ segir Sverrir Þór. 

Ekki neyt­and­anum að kenna

Þó vita­skuld megi færa fyrir því rök að hinn almenni neyt­andi hafi átt að átta sig á því að þetta væri ekki sjálf­bær þró­un, eins og hag­fræðin gerir raunar ráð fyrir - að fólk sé alltaf skyn­samt og rök­rænt - Þá sé þetta líkar ofboðs­lega barna­leg heims­mynd. „Vita­skuld voru ein­hverjir sem ekki tóku þátt í brjál­æð­inu og hafa eflaust ekki beðið neitt tjón þegar allt hrundi en þorri almenn­ings hafði engar for­sendur til þess að meta stöð­una rétt. Bank­inn sagði þeim að þetta væri allt í lagi, blöðin sögðu þeim að þetta væri allt í lagi, meira að segja rík­is­stjórnin sagði þeim að þetta væri allt eðli­legt (og það ekki bara á Ísland­i). Mik­il­væg­ast af öllu er að mað­ur­inn í næsta húsi sagði þeim að þetta væri allt í lagi og það er hann sem við miðum okkur við, við öfundum hann ef hann á flott­ari bíl (jafn­vel þótt okkur finnst hann snobbuð pjatt­rófa) og við viljum líka eiga þannig bíl.

Ramm­inn verður að halda

Sverrir Þór segir að vanda­málið sé ekki hinn almenni neyt­andi, þegar kemur að hinum ýmsum mál­um, heldur þurfi að móta umgjörð­ina í sam­fé­lag­inu rétt. „Vanda­málið er ekki að hinn almenni neyt­andi neyti innan þess ramma sem honum er veittur heldur að ramm­inn er snið­inn eins og hann er og það er á ábyrgð þeirra sem sníða rammann, það er stjórn­mála­manna. Þeim er hins vegar vor­kunn, hinn almenni stjórn­mála­maður hefur ekki meira vit á hag­fræði en hinn almenni neyt­andi en samt er ætl­ast til þess að stjórn­mála­menn móti efna­hags­stefnu. Sér til stuðn­ings hafa þeir ráð fræði­manna, sem þeir reyna að lesa sér til um en án þess þó að vita eða skilja hvaða for­sendur liggja að baki nið­ur­stöðum hag­fræði­lík­an­anna. Eitt af því sem ég rak mig á í nám­inu var að fræði­menn eru alls ekki allir nógu dug­legir við að greina frá því hvaða for­sendur liggja að baki, sér­stak­lega ekki í sam­an­tekt­inni sem í raun er eina sæmilega auð­lesna efnið í skrifum þeirra,“ segir Sverrir Þór. „Það má segja að þetta hafi verið kveikjan að bók­inni. Ég hafði lengi velt því fyrir mér að skrifa bók um van­kanta hag­fræð­innar og hafði ákveðið titil bók­ar­innar löngu áður en ég byrj­aði að skrifa. Þótt ég hafi alls ekki viljað við­ur­kenna það á þeim tíma þá var ég senni­lega búinn að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu snemma árs 2011 að ég myndi aldrei klára dokt­ors­námið (að minnsta kosti í und­ir­með­vit­und­inn­i). Ég vildi samt ekki að þessi ár yrðu til einskis og ég vildi ekki flytja til Íslands þannig að ég þrjóskað­ist við í átta mán­uði og vann sem sam­hliða nám­inu við blaða­mennsku. Mig minnir að það hafi verið í maí 2011 sem ég fann þörf til að byrja á bók­inni og eftir á að hyggja held ég það sem hafi orðið til þess að ég ákvað það á end­anum hafi verið þörfin fyrir að setja pæl­ing­arnar mínar á blað, sem eins konar and-dokt­ors­rit­gerð. Það sem rak mig áfram var síðan umræðan um ábyrgð almenn­ings og dag­legar fréttir um hvernig vald­hafar heims­ins þrös­uðu um hvernig leysa ætti vand­ann en þeir komust aldrei að neinni nið­ur­stöðu enda öðru fremur að þrasa um póli­tíska hug­mynda­fræði. Umræðan var um vissu­lega um efna­hags­mál og þar af leið­andi einnig um hag­fræði en út frá póli­tískum gild­um.“

Fyrir leik­mann­inn

Sverrir Þór segir að með bók­inni hafi hann viljað setja fram efa­semda­rödd um hag­fræði, en með skýrum og auð­skilj­an­legum hætti. Hvað eru þessi atriði að segja okk­ur? Hvers vegna er þetta svona? 

Þessar spurn­ingar köll­uð­ust oft á móti text­anum í bók­inni, þegar hún var les­in. Í raun rúm­ast þessar raddir innan hag­fræði alveg eins og ann­arra fræða. Í því liggur styrkur þess­arar bók­ar. Hún er afbragðs­grein­ing á alls konar álita­málum hag­fræð­inn­ar, sem eru allt um lykj­andi alla daga. Þegar við förum í búð, þegar við ræðum saman á kaffi­stof­unni, þegar við erum að vinna, þegar við sitjum á skóla­bekk og kannski síð­ast en ekki síst; þegar við hlustum á stjórn­mála­menn og veljum svo á milli þeirra í kosn­ing­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiViðtal