„Brexit er ekki framtíð Evrópu“

Jean-Claude Juncker útlistaði metnaðarfullar áherslur fyrir sambandið á næstu árum í árlegri ræðu sinni í Evrópuþinginu. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem Juncker gat bent á jákvæðar hagtölur og tilkynnti að Brexit væri ekki framtíð Evrópu.

 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Und­an­farið ár hefur verið erfitt fyr­ir Juncker. Í kjöl­far þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla í Bret­landi gerði Brexit að stað­reynd virt­ist sem popúl­ismavindar myndu blása yfir álf­una og leiða til þess að fleiri rík­is­stjórnir með andúð á ESB myndu kom­ast til valda. Gríð­ar­lega tíma­frek og erfið end­ur­koma margra evr­ópskra hag­kerfa úr hverri krepp­unni af fætur annarri í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar miklu árið 2008 hafði leitt til umræðu um grunn­stoðir ESB og tak­mark­anir stofn­ana þess til að takast á við end­ur­upp­bygg­ingu hag­kerfa þess í ljósi hins efna­hags­lega mis­ræmis sem ríkir á milli margra ESB-­ríkja.

Eflaust hefur verið létt­ara yfir Juncker við skrif ræðu þessa árs sam­an­borið við þá síð­ust­u. Popúlísta­flokkar urðu undir í kosn­ingum í Hollandi og Frakk­landi, hag­vöxtur í ESB hefur verið hærri en í Banda­ríkj­unum tvö ár í röð, og hefur stuðn­ingur almenn­ings við ESB auk­ist tals­vert eftir ringul­reið í eft­ir­málum Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­unnar og kosn­ingu pópu­list­ans Don­ald Trump í Banda­ríkj­un­um. Þá hefur útganga Bret­lands úr ESB leitt til hröð­unar áforma um auk­inn sam­runa innan sam­bands­ins en Bret­land hefur lengi verið síst ákafi með­limur sam­bands­ins og ítrekað beitt sér gegn auknum sam­runa.

„Evr­ópa sem vernd­ar“

Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni, sem flutt var 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Einna helst lagði hann áherslu á að meira yrði gert til að gera fleiri ESB-­ríkjum kleift að taka upp evr­una og láta ESB fara með yfir­stjórn yfir fjár­hags­á­ætlun evr­u-­svæð­is­ins ásamt því að búa til emb­ætti fjár­mála­ráð­herra ESB. Þá lagði Juncker til að Schen­gen-­svæð­ið yrðri stækkað með því að inn­lima Búlgaríu og Rúm­en­íu, og að stefna ætti að því að greiða leið­ina fyrir fleiri lönd á Balkanskaga að ganga í sam­band­ið. Þessar stefnur yrðu ekki ein­ungis til að sam­ræma hag­stjórn sam­bands­ins heldur einnig koma til móts við áhyggjur margra Aust­ur-­Evr­ópu­ríkja um að hið marg­þrepa skipu­lag sem ein­kennir ESB stuðli að því að þau séu umtöluð sem eins konar ann­ars flokks þegn­ar. Til að ítreka það við­horf skír­skot­aði Juncker til nýlegrar upp­götv­unar um að vörur og mat­væli sem seldar eru í mörgum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­um eru af lak­ari gæðum en í Vest­ur­-­Evr­ópu og und­ir­strik­aði að styrkja þyrfti eft­ir­lit með iðn­að­in­um.

Auglýsing

Frí­versl­un­ar­samn­ing­ur voru líka á dag­skrá hjá Juncker og til­kynnti hann að hefja ætti frí­versl­un­ar­við­ræður við Ástr­alíu og Nýja-­Sjá­land og ljúka við­ræðum við fjöl­mörg ríki áður en kjör­tíma­bili hans sem for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB lýkur árið 2019. Juncker sagði að ESB væri að vinna að því að upp­færa frí­versl­un­ar­samn­ing við Mexíkó og myndi stefna að því að skrifa undir samn­ing í fyrsta sinn við Mercos­ur-­ríkin fjög­ur, Bras­il­íu, Argent­ín­u, Úrúg­væ og Parag­væ, fyrir lok árs­ins. Þá gerði ESB sam­komu­lag við Japan um umfangs­mik­inn frí­versl­un­ar­samn­ing í sum­ar. Á hinn bóg­inn lagði Juncker til að styrkja yrði eft­ir­lit með erlendum fjár­fest­ingum til þess að vernda evr­ópsk fyr­ir­tæki frá utan­að­kom­andi yfir­töku. Sú stefna er tal­inn vera miðuð gegn Kína og gaf Juncker til kynna að ESB muni ávallt sækj­ast eftir því að vernda grunn­hags­muni hag­kerf­is­ins og að sam­bandið myndi sækj­ast eftir gagn­kvæmni í frí­versl­un­ar­svið­ræð­u­m. Juncker og Emmanuel Macron, nýkjör­inn for­seti Frakk­lands, hafa lýst þess­ari frí­versl­un­ar­stefnu sem hluti af hug­sjón um „Evr­ópu sem verndar og vilja með því grafa undan gagn­rýni popúlista­flokka sam­hliða því að hvetja til auk­innar versl­un­ar.

Þegar kemur að utan­rík­is- og örygg­is­málum vakti athygli að Juncker tal­aði fyrir því að breyta núver­andi fyr­ir­komu­lagi sem krefst ein­róma stuðn­ings aðild­ar­landa til að sam­þykkja utan­rík­is­stefnu­mál og koma á meiri­hluta­kerfi til þess að auka skil­virkni í stefnu­mót­un. Þannig vill hann að ESB komi á sam­ein­uðu varn­ar­banda­lagi fyrir árið 2025 og lagði einnig til að stofna evr­ópska net­ör­ygg­is­stofn­un. Juncker úti­lok­aði ESB-að­ild Tyrk­lands í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð og for­dæmdi alræðistakta Recep Tayyip Erdogan og harð­skeytta orð­ræðu hans gagn­vart leið­togum fjöl­margra ESB-­ríkja.

Flótta­manna- og inn­flytj­enda­mál komu líka við sögu í ræðu Juncker og sagði hann að náðst hefði að minnka hinn gríð­ar­lega straum fólks til Evr­ópu yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Hann lagði áherslu á að ESB myndi gera meira til bæta kjör flótta­manna í Líbíu og víðs veg­ar í kringum Mið­jarð­ar­hafið en sam­bandið hef­ur sætt harðri gagn­rýni fyrir með­höndlun þess á flótta­fólki að und­an­förnu.

Brus­sel, Par­ís, Berlín og Róm

Und­ir­tektir við ræðu Juncker hafa verið mis­jafnar og hafa leið­togar margra ESB-­ríkja tekið undir hluta af stefnu­mál­um Juncker, einna helst hvað varðar frí­versl­un, á meðan að sýn hans á stækk­un evru­svæð­is­ins og auk­ins sam­runa í átt að til­færslu á­kvarð­ana­töku til ESB hefur vakið gagn­rýni.

Ræða Juncker er mik­il­væg í þeim skiln­ing­i að hún markar póli­tíska sýn sam­bands­ins fyrir næstu árin og hefur jákvæðnin og sjálfs­traustið sem ein­kenndi ræð­una glatt Evr­ópu­sinna víðs veg­ar um álf­una. Þegar kemur að sjálfri stefnu­mót­un­inni í ESB á næstu árum mun hún að mestu leyti fara eftir sam­spili rík­is­stjórn­anna í Berlín, Par­ís, Róm og öðrum Evr­ópu­ríkjum og því fer fjarri að Juncker muni ná fram með öll stefnu­mál sín. Hins vegar nýtur hann stuðn­ings Ang­ela Merkel, kansl­ara Þýska­lands, og Macron í mörgum stefnu­málum og mun ákafi Juncker ásamt nýjum byr í seglum evr­ópu­sinn­aðra rík­is­stjórna í Berlín og París gera ESB kleift að snúa vörn í sókn í fyrsta sinn í langan tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar