Fjórflokkurinn formenn myndrit

Er fjórflokkurinn hruninn?

Tveir þriðju hlutar kjósenda ætla að kjósa einhvern fulltrúa fjórflokksins í kosningum eftir eina viku. Fjórflokkurinn hefur að jafnaði fengið 87% í Alþingiskosningum síðan 1963.

Í sög­u­­legu sam­hengi hafa það einkum verið fjórir flokkar sem deilt hafa völdum hér á landi. Þessir flokk­­ar, sem oft­­ast eru einu nafni kall­aðir „fjór­­flokk­­ur­inn“ eru jafn­­framt grunn­­ur­inn af því sem hefur ein­­kennt íslenska flokka­­skipan frá stofnun lýð­veld­is­ins.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hefur jafnan verið stærstur og yfir­­­leitt átt auð­velt með að taka Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn með sér í stjórn­­­ar­­sam­­starf. Ef kosn­­inga­úr­­slitin hafa hins vegar þótt Fram­­sókn­­ar­­flokknum í vil hefur for­­mað­­ur­inn oft­­ast hringt í kollega sinn í Val­höll. Ef mál­efna­á­­grein­ingur kom upp milli þess­­ara flokka varð oft stjórn­­­ar­kreppa.

Hinir flokk­­arnir í fjór­­flokknum eru tveir vinstri­­flokk­­ar. Saga þeirra er mun flókn­­ari en saga Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og hafa þeir gengið undir ýmsum nöfn­­um. Síðan um alda­­mótin hafa þessir flokkar heitið Sam­­fylk­ingin og Vinstri hreyf­­ingin - grænt fram­­boð. Í öllum kosn­­ingum og skoð­ana­könn­unum á síð­­­ari hluta 20. aldar og á fyrsta ára­tug þeirrar 21. hefur fjór­­flokk­­ur­inn vegið þyngst og átt hið póli­­tíska svið út af fyrir sig, nema þegar fimmti auka­­leik­­ar­inn hefur troðið sér inn í sen­­urnar og jafn­­vel valdið nokkrum usla áður en áhorf­endur púa hann niður af svið­inu.

Á árunum sem liðin eru frá banka­hruni hafa æ fleiri fram­­boð rutt sér inn á sviðið til þess að verða þessi fimmti leik­­ari. Mörgum flokkum hefur mis­tek­ist að halda í stuðn­ing sinn eftir kosn­ingar og fallið af sviði stjórn­mál­anna. Önnur fram­boð hafa þá rutt sér fram á sviðið og gert sig gild­andi.

Fyrir kosn­ing­arnar í ár eru fimm „við­bót­ar­fram­boð“ við hinn hefð­bundna fjór­flokk. Eftir stærða­röð í kosn­inga­spánni eru það Pírat­ar, Mið­flokk­ur­inn, Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Björt fram­tíð. Önnur fram­boð sem ekki eru til­tekin í kosn­inga­spánni eru Alþýðu­fylk­ingin og Dög­un.

Fjór­flokk­ur­inn ekki eins vin­sæll

Á und­an­förnum ára­tugum hefur stuðn­ingur við fjór­flokk­inn, þe. einn af þessum fjórum fram­boð­um, minnkað nokk­uð. Í Alþing­is­kosn­ingum 1963 fékk fjór­flokk­ur­inn nærri því öll atkvæð­in. Í Alþing­is­kosn­ingum það sem eftir lifði öld­inni fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yfir­leitt meira en helm­ing atkvæða.

Fjórflokkurinn í kosningum
Myndritið sýnir hlutdeild fjórflokksins í kosningum frá 1963 og innbyrðis skiptingu atkvæða milli flokkanna. Síðasti gagnapunkturinn eru niðurstöður kosningaspárinnar 18. október 2017.
Alþýðuflokkurinnn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn
Alþýðubandalagið Samfylkingin Vinstri græn

Sam­tals voru flokk­­arnir með tæp­­lega 70 pró­­sent atkvæða í kosn­­ing­unum 1963. Árið 1999 var það hlut­­fall tæp­­lega 60 pró­­sent. Ára­tug síðar hlutu þessir flokkar ein­ungis 38,5 pró­­sent atkvæða sam­an­lagt en fengu svo aftur meiri­hluta fjórum árum síð­­­ar. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son og Bjarni Bene­dikts­­son hringd­ust þess vegna á eins og svo oft áður.

Í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar sem gerð hefur verið í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna 28. októ­ber í ár, kemur í ljós að stuðn­ingur við fjór­flokk­inn svo­kall­aða virð­ist hafa vaxið á milli ára. Í kosn­ing­unum í fyrra fengu flokk­arnir fjórir 62,1 pró­sent atkvæða. Í kosn­inga­spánni ár hafa flokk­arnir haft sam­an­lagt á bil­inu 64 til 69 pró­sent stuðn­ing.

Hvert hefur restin far­ið?

Rann­sóknir hafa sýnt að á und­an­förnum árum hefur flokks­holl­usta á Íslandi minnk­að. Það þýðir að færri sam­sama sig við ein­hvern einn stjórn­mála­flokk en gerðu áður. Fylgi stjórn­mála­flokka er þess vegna kvik­ara en það var áður, reiðu­búið til þess að styðja aðra flokka en þessa hefð­bundnu.

Niðurstöður kosningaspár 18. október 2017
Kosningaspáin var gerð 18. október 2017. Sjá nánari niðurstöður í kosningamiðstöð Kjarnans.

Um leið dreif­ist fylgið á fleiri stjórn­mála­öfl. Nú eru fimm stjórn­mála­flokkar til við­bótar við fjór­flokk­inn sem bjóða fram til Alþingis sem fá meira en tvö pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni. Fjögur við­bót­ar­fram­boð fengu meira en fimm pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni 18. októ­ber.

Hrun flokka­kerf­is­ins

Flokka­­kerfið – sem við höfum hingað til kallað fjór­­flokk­inn – virð­ist vera á und­an­haldi. Á fáeinum árum hafa vin­­sældir rót­grónu stjórn­­­mála­­flokk­anna fall­ið. Stuðn­ingur við þessa flokka hefur aldrei verið minni en í kosn­ing­unum 2016. Núna ári síðar er fylgi við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í lægstu lægð­um, Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn er klof­inn, Vinstri flokk­arnir mæl­ast með sam­tals 37 pró­sent stuðn­ing. Dreif­ing stuðn­ings­ins hefur sjaldan verið jafn jöfn.

Sam­an­­burður á nið­­ur­­stöðum kosn­­inga við kosn­­inga­­spána 18. októ­ber 2017 renna stoðum undir þá til­gátu að hið hefð­bundna flokka­kerfi sé að líða undir lok. Árið 1963 fengu flokk­­arnir sem þá skip­uðu fjór­­flokk­inn sam­tals 99,8 pró­­sent atkvæða. Árið 1987, þegar einn vin­­sæl­­asti fimmti leik­­ar­inn, Borg­­ara­­flokk­­ur­inn, steig fram á sviðið hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 74,6 pró­­sent atkvæða. Í kosn­­ing­unum árið 2009, fáeinum mán­uðum eftir banka­hrun­ið, hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 90 pró­­sent atkvæða. Sam­­kvæmt kosn­­inga­­spánni í dag mun fjór­­flokk­­ur­inn hins vegar ein­ungis fá 66,2 pró­­sent atkvæða.

Nýir flokkar hafa átt erfitt með að fóta sig í íslensku flokka­lands­lagi í lengri tíma en kannski tvö kjör­tíma­bil. Áhuga­vert er að líta á Pírata út frá þessu. Píra­ta­flokk­ur­inn var fyrst kjör­inn á þing í kosn­ing­unum 2013. Flokk­ur­inn fékk þá 5,1 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn. Í kosn­ing­unum í fyrra fengu Píratar svo 14,5 pró­sent atkvæða og 10 þing­menn kjörna.

Píratar fengu góða kosningu til Alþingis í fyrra. Fulltrúar flokksins brugðust skemmtilega við þegar fyrstu tölur bárust laugardagskvöldið 29. október 2016.
Mynd: Birgir Þór

Í kosn­inga­spánni eru Píratar nú með stuðn­ing um og yfir 10 pró­sent kjós­enda. Þetta verða þriðju þing­kosn­ing­arnar sem Píratar gefa kost á sér. Öll kjör­tíma­bilin sem flokk­ur­inn hefur setið hafa verið skert, svo það er erfitt að meta hvort „fimmta­flokks­á­hrif­in“ eigi eftir að ná tökum á flokkn­um. Þangað til styður dæmið um Pírata þá kenn­ingu að fjór­flokka­kerfið sé á und­an­haldi.

Áhrifin virð­ast hins vegar hafa hel­tekið Bjarta fram­tíð sem hefur mælst með mjög lít­inn stuðn­ing und­an­far­ið. Björt fram­tíð var stofnuð árið 2012 og bauð fram í fyrsta sinn til Alþingis árið 2013, eins og Pírat­ar. Björt fram­tíð fékk þá 8,6 pró­sent atkvæða og sex þing­menn. Í næstu kosn­ingum árið 2016 fékk flokk­ur­inn færri atkvæði, 7,2 pró­sent þeirra féllu til Bjartar fram­tíð­ar, og fyrir vikið fékk Björt fram­tíð aðeins fjóra þing­menn. Nú lítur allt út fyrir að flokk­ur­inn nái engum á þing.

Þessi umfjöllun er byggð á umfjöllun um fjór­flokk­inn sem gerð var í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna í fyrra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar