Fjórflokkurinn formenn myndrit

Er fjórflokkurinn hruninn?

Tveir þriðju hlutar kjósenda ætla að kjósa einhvern fulltrúa fjórflokksins í kosningum eftir eina viku. Fjórflokkurinn hefur að jafnaði fengið 87% í Alþingiskosningum síðan 1963.

Í sög­u­­legu sam­hengi hafa það einkum verið fjórir flokkar sem deilt hafa völdum hér á landi. Þessir flokk­­ar, sem oft­­ast eru einu nafni kall­aðir „fjór­­flokk­­ur­inn“ eru jafn­­framt grunn­­ur­inn af því sem hefur ein­­kennt íslenska flokka­­skipan frá stofnun lýð­veld­is­ins.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hefur jafnan verið stærstur og yfir­­­leitt átt auð­velt með að taka Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn með sér í stjórn­­­ar­­sam­­starf. Ef kosn­­inga­úr­­slitin hafa hins vegar þótt Fram­­sókn­­ar­­flokknum í vil hefur for­­mað­­ur­inn oft­­ast hringt í kollega sinn í Val­höll. Ef mál­efna­á­­grein­ingur kom upp milli þess­­ara flokka varð oft stjórn­­­ar­kreppa.

Hinir flokk­­arnir í fjór­­flokknum eru tveir vinstri­­flokk­­ar. Saga þeirra er mun flókn­­ari en saga Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og hafa þeir gengið undir ýmsum nöfn­­um. Síðan um alda­­mótin hafa þessir flokkar heitið Sam­­fylk­ingin og Vinstri hreyf­­ingin - grænt fram­­boð. Í öllum kosn­­ingum og skoð­ana­könn­unum á síð­­­ari hluta 20. aldar og á fyrsta ára­tug þeirrar 21. hefur fjór­­flokk­­ur­inn vegið þyngst og átt hið póli­­tíska svið út af fyrir sig, nema þegar fimmti auka­­leik­­ar­inn hefur troðið sér inn í sen­­urnar og jafn­­vel valdið nokkrum usla áður en áhorf­endur púa hann niður af svið­inu.

Á árunum sem liðin eru frá banka­hruni hafa æ fleiri fram­­boð rutt sér inn á sviðið til þess að verða þessi fimmti leik­­ari. Mörgum flokkum hefur mis­tek­ist að halda í stuðn­ing sinn eftir kosn­ingar og fallið af sviði stjórn­mál­anna. Önnur fram­boð hafa þá rutt sér fram á sviðið og gert sig gild­andi.

Fyrir kosn­ing­arnar í ár eru fimm „við­bót­ar­fram­boð“ við hinn hefð­bundna fjór­flokk. Eftir stærða­röð í kosn­inga­spánni eru það Pírat­ar, Mið­flokk­ur­inn, Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Björt fram­tíð. Önnur fram­boð sem ekki eru til­tekin í kosn­inga­spánni eru Alþýðu­fylk­ingin og Dög­un.

Fjór­flokk­ur­inn ekki eins vin­sæll

Á und­an­förnum ára­tugum hefur stuðn­ingur við fjór­flokk­inn, þe. einn af þessum fjórum fram­boð­um, minnkað nokk­uð. Í Alþing­is­kosn­ingum 1963 fékk fjór­flokk­ur­inn nærri því öll atkvæð­in. Í Alþing­is­kosn­ingum það sem eftir lifði öld­inni fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yfir­leitt meira en helm­ing atkvæða.

Fjórflokkurinn í kosningum
Myndritið sýnir hlutdeild fjórflokksins í kosningum frá 1963 og innbyrðis skiptingu atkvæða milli flokkanna. Síðasti gagnapunkturinn eru niðurstöður kosningaspárinnar 18. október 2017.
Alþýðuflokkurinnn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn
Alþýðubandalagið Samfylkingin Vinstri græn

Sam­tals voru flokk­­arnir með tæp­­lega 70 pró­­sent atkvæða í kosn­­ing­unum 1963. Árið 1999 var það hlut­­fall tæp­­lega 60 pró­­sent. Ára­tug síðar hlutu þessir flokkar ein­ungis 38,5 pró­­sent atkvæða sam­an­lagt en fengu svo aftur meiri­hluta fjórum árum síð­­­ar. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son og Bjarni Bene­dikts­­son hringd­ust þess vegna á eins og svo oft áður.

Í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar sem gerð hefur verið í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna 28. októ­ber í ár, kemur í ljós að stuðn­ingur við fjór­flokk­inn svo­kall­aða virð­ist hafa vaxið á milli ára. Í kosn­ing­unum í fyrra fengu flokk­arnir fjórir 62,1 pró­sent atkvæða. Í kosn­inga­spánni ár hafa flokk­arnir haft sam­an­lagt á bil­inu 64 til 69 pró­sent stuðn­ing.

Hvert hefur restin far­ið?

Rann­sóknir hafa sýnt að á und­an­förnum árum hefur flokks­holl­usta á Íslandi minnk­að. Það þýðir að færri sam­sama sig við ein­hvern einn stjórn­mála­flokk en gerðu áður. Fylgi stjórn­mála­flokka er þess vegna kvik­ara en það var áður, reiðu­búið til þess að styðja aðra flokka en þessa hefð­bundnu.

Niðurstöður kosningaspár 18. október 2017
Kosningaspáin var gerð 18. október 2017. Sjá nánari niðurstöður í kosningamiðstöð Kjarnans.

Um leið dreif­ist fylgið á fleiri stjórn­mála­öfl. Nú eru fimm stjórn­mála­flokkar til við­bótar við fjór­flokk­inn sem bjóða fram til Alþingis sem fá meira en tvö pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni. Fjögur við­bót­ar­fram­boð fengu meira en fimm pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni 18. októ­ber.

Hrun flokka­kerf­is­ins

Flokka­­kerfið – sem við höfum hingað til kallað fjór­­flokk­inn – virð­ist vera á und­an­haldi. Á fáeinum árum hafa vin­­sældir rót­grónu stjórn­­­mála­­flokk­anna fall­ið. Stuðn­ingur við þessa flokka hefur aldrei verið minni en í kosn­ing­unum 2016. Núna ári síðar er fylgi við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í lægstu lægð­um, Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn er klof­inn, Vinstri flokk­arnir mæl­ast með sam­tals 37 pró­sent stuðn­ing. Dreif­ing stuðn­ings­ins hefur sjaldan verið jafn jöfn.

Sam­an­­burður á nið­­ur­­stöðum kosn­­inga við kosn­­inga­­spána 18. októ­ber 2017 renna stoðum undir þá til­gátu að hið hefð­bundna flokka­kerfi sé að líða undir lok. Árið 1963 fengu flokk­­arnir sem þá skip­uðu fjór­­flokk­inn sam­tals 99,8 pró­­sent atkvæða. Árið 1987, þegar einn vin­­sæl­­asti fimmti leik­­ar­inn, Borg­­ara­­flokk­­ur­inn, steig fram á sviðið hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 74,6 pró­­sent atkvæða. Í kosn­­ing­unum árið 2009, fáeinum mán­uðum eftir banka­hrun­ið, hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 90 pró­­sent atkvæða. Sam­­kvæmt kosn­­inga­­spánni í dag mun fjór­­flokk­­ur­inn hins vegar ein­ungis fá 66,2 pró­­sent atkvæða.

Nýir flokkar hafa átt erfitt með að fóta sig í íslensku flokka­lands­lagi í lengri tíma en kannski tvö kjör­tíma­bil. Áhuga­vert er að líta á Pírata út frá þessu. Píra­ta­flokk­ur­inn var fyrst kjör­inn á þing í kosn­ing­unum 2013. Flokk­ur­inn fékk þá 5,1 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn. Í kosn­ing­unum í fyrra fengu Píratar svo 14,5 pró­sent atkvæða og 10 þing­menn kjörna.

Píratar fengu góða kosningu til Alþingis í fyrra. Fulltrúar flokksins brugðust skemmtilega við þegar fyrstu tölur bárust laugardagskvöldið 29. október 2016.
Mynd: Birgir Þór

Í kosn­inga­spánni eru Píratar nú með stuðn­ing um og yfir 10 pró­sent kjós­enda. Þetta verða þriðju þing­kosn­ing­arnar sem Píratar gefa kost á sér. Öll kjör­tíma­bilin sem flokk­ur­inn hefur setið hafa verið skert, svo það er erfitt að meta hvort „fimmta­flokks­á­hrif­in“ eigi eftir að ná tökum á flokkn­um. Þangað til styður dæmið um Pírata þá kenn­ingu að fjór­flokka­kerfið sé á und­an­haldi.

Áhrifin virð­ast hins vegar hafa hel­tekið Bjarta fram­tíð sem hefur mælst með mjög lít­inn stuðn­ing und­an­far­ið. Björt fram­tíð var stofnuð árið 2012 og bauð fram í fyrsta sinn til Alþingis árið 2013, eins og Pírat­ar. Björt fram­tíð fékk þá 8,6 pró­sent atkvæða og sex þing­menn. Í næstu kosn­ingum árið 2016 fékk flokk­ur­inn færri atkvæði, 7,2 pró­sent þeirra féllu til Bjartar fram­tíð­ar, og fyrir vikið fékk Björt fram­tíð aðeins fjóra þing­menn. Nú lítur allt út fyrir að flokk­ur­inn nái engum á þing.

Þessi umfjöllun er byggð á umfjöllun um fjór­flokk­inn sem gerð var í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar