Sjálfstæðisflokkur græðir, Vinstri græn tapa í síðustu kosningaspá fyrir kosningar
Sjálfstæðisflokkurinn er sívinsælli í aðdraganda kosninganna og Vinstri græn tapa fylgi. Lokaspá kosningaspárinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2017 er hér.
Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna Benediktsson í forystu er nú orðinn stærsti flokkur landsins og hefur fimm prósentustiga forskot á Vinstri græna, flokk Katrínar Jakobsdóttur.
Lokaspá kosningaspár Baldurs Héðinssonar og Kjarnans sýnir Sjálfstæðisflokkinn með 24,2 prósent fylgi á landsvísu. Vinstri græn eru með 19 prósent. Þetta er mesta fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar féll 15. september síðastliðinn og boðað var til kosninga.
Fylgi Vinstri grænna hefur jafnframt ekki verið jafn lágt í kosningaspánni síðan hún var fyrst unnin í aðdraganda þessara kosninga 2. júlí í sumar.
Um það leyti sem Vinstri græn hófu að tapa fylgi í kosningabaráttunni tók fylgi Samfylkingarinnar að rísa af einhverri alvöru. Fylgi Vinstri grænna náði hámarki 10. október, fyrir rúmum tveimur vikum síðan, í 27,6 prósentum. Þá var Samfylkingin aðeins með 10 prósent en flokkur Loga Más Einarssonar hefur 14,8 prósent nú.
Snarpri kosningabaráttu lauk formlega með kappræðum formanna þeirra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.
Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar birtist nýr í landslagi íslenskra stjórnmála um síðustu mánaðamót. Flokkurinn mældist strax með nokkurt fylgi, jafnvel þó fyrstu kannanir hafi aðeins kannað „fylgi við framboð Sigmundar Davíðs“. Sigmundur hafði þá nýklofið sig úr Framsóknarflokknum og veitt sínum gömlu félögum gott högg í kosningaspánni.
Miðflokkurinn svo barist við að komast yfir 10 prósentustigamúrinn og endar með 10 prósent í lokaspá kosningaspárinnar í aðdraganda Alþingiskosninganna sem fram fara í dag.
Píratar hafa, öfugt við Miðflokkinn, barist við að falla ekki langt undir 10 prósent fylgi á undanförnum vikum. Fylgi flokksins virðist hafa náð nokkru jafnvægi í um 10 prósent, og Píratar eru með 9,2 prósent í lokaspánni.
Þar á eftir kemur Framsóknarflokkurinn með 8,2 prósent fylgi. Það er mesta fylgi sem flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur haft í kosningaspánni síðan í 23. september síðastliðinn.
Viðreisn hefur risið að undanförnu. Kosningaspáin sýnir flokkinn með 7,6 prósent fylgi á landsvísu. Útlitið var síður en svo bjart fyrir Benedikt Jóhannesson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Viðreisn framan af, eða þar til ákveðið var að Benedikt myndi stíga til hliðar sem formaður flokksins og Þorgerður Katrín myndi taka við. Síðan hefur Viðreisn mælst með sífellt meiri stuðning í kosningaspánni.
Björt framtíð á sér ekki viðreisnar von
Það hefur ekkert gengið hjá samstarfsflokki Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, Bjartri framtíð. Flokkur Óttarrs Proppé sleit stjórnarsamstarfinu nokkuð óvænt 15. september. Flokkurinn hafði síður en svo mælst með mikið fylgi í kosningaspánni í aðdraganda stjórnarslita, og þó stuðningurinn hafi aukist lítillega strax í kjölfarið var það skammgóður vermir.
Björt framtíð er fjarri því að fá mann kjörinn á þing í þessum Alþingiskosningum. Flokkurinn mælist með 1,6 prósent fylgi í lokaspá kosningaspárinnar 2017. Í þingsætaspánni eru 89 prósent líkur á því að flokkurinn fái engan mann kjörinn.
Flokkur fólksins á einnig takmarkaða möguleika á því að fá mann kjörinn á þing. Í þingsætaspánni eru 56 prósent líkur á því að Inga Sæland og félagar komist ekki að.
Meirihluti tveggja flokka ólíklegur
Það er mjög ólíklegt að hægt verði að mynda meirihluta á Alþingi með aðkomu aðeins tveggja stjórnmálaflokka eftir kosningarnar. Líklegasta tveggjaflokkamynstrið er samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Slíkur meirihluti varð hins vegar aðeins til í 29 prósent tilvika 100.000 sýndarkosninga þingsætaspárinnar; Það eru semsagt 29 prósent líkur á að það verði mögulegt, miðað við fyrirliggjandi gögn kosningaspárinnar.
Í töflunni hér að neðan má sjá líkur á samanlögðum þingmannafjölda mismunandi flokka.
Þingmenn | DV | DS | SV | BSV | PSV | BDM | DFM | BDSM | BPSV | CPSV | BDFM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
>=41 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 29% | 0% | 0% | 0% |
>=40 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 41% | 1% | 1% | 0% |
>=39 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 55% | 3% | 2% | 0% |
>=38 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 67% | 6% | 4% | 1% |
>=37 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 79% | 11% | 8% | 2% |
>=36 | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 1% | 0% | 87% | 19% | 15% | 4% |
>=35 | 3% | 0% | 0% | 1% | 1% | 2% | 0% | 93% | 30% | 25% | 7% |
>=34 | 6% | 1% | 0% | 2% | 2% | 5% | 0% | 96% | 43% | 37% | 13% |
>=33 | 11% | 3% | 0% | 4% | 4% | 10% | 0% | 98% | 57% | 51% | 22% |
>=32 | 19% | 5% | 0% | 8% | 8% | 17% | 1% | 99% | 70% | 64% | 33% |
>=31 | 30% | 10% | 0% | 14% | 15% | 28% | 2% | 100% | 80% | 76% | 46% |
>=30 | 43% | 18% | 0% | 23% | 25% | 41% | 5% | 100% | 88% | 85% | 59% |
>=29 | 58% | 29% | 1% | 35% | 37% | 55% | 10% | 100% | 94% | 91% | 72% |
>=28 | 72% | 43% | 2% | 49% | 51% | 68% | 17% | 100% | 97% | 95% | 83% |
>=27 | 83% | 58% | 4% | 63% | 64% | 80% | 27% | 100% | 99% | 98% | 90% |
>=26 | 91% | 72% | 9% | 75% | 76% | 88% | 39% | 100% | 99% | 99% | 95% |
>=25 | 96% | 83% | 17% | 85% | 86% | 94% | 53% | 100% | 100% | 100% | 98% |
>=24 | 98% | 91% | 28% | 92% | 92% | 97% | 67% | 100% | 100% | 100% | 99% |
>=23 | 99% | 96% | 42% | 96% | 96% | 99% | 79% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=22 | 100% | 98% | 57% | 98% | 98% | 100% | 88% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=21 | 100% | 99% | 72% | 99% | 99% | 100% | 94% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=20 | 100% | 100% | 83% | 100% | 100% | 100% | 97% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=19 | 100% | 100% | 91% | 100% | 100% | 100% | 99% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=18 | 100% | 100% | 96% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=17 | 100% | 100% | 98% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% |
>=16 | 100% | 100% | 99% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% | 100% |
Í kosningunum hafa allir flokkar listabókstafi til þess að einkenna sig á kjörseðlinum sem birtist kjósendum í kjörklefanum. Listabókstafirnir eru ekki endilega rökréttir miðað við nöfn flokkanna. Ýmsar ástæður eru fyrir því, sem rekja má mislangt aftur í tímann. Listabókstafir framboðanna sem bjóða fram í kosningunum 2017 eru eftirfarandi:
- A – Björt framtíð
- B – Framsóknarflokkurinn
- C – Viðreisn
- D – Sjálfstæðisflokkurinn
- F – Flokkur fólksins
- M – Miðflokkurinn
- P – Píratar
- R – Alþýðufylkingin
- S – Samfylkingin
- T – Dögun
- V – Vinstri græn
Kosningamiðstöðin verður úrslitatorg
Í kosningamiðstöð Kjarnans er hægt að finna nýjustu kosningaspána, fróðleik og fréttir um kosningarnar í dag. Þar er hægt að finna hagnýta hlekki á málefni, framboðslista, samræðutorg, aðferðafræði kosningaspárinnar og margt fleira.
Ef þú ert óviss um hvar þú átt að kjósa getur þú flett þér upp í kjörskrá hér.
Þegar úrslit kosninganna liggja fyrir á morgun mun kosningamiðstöðin breytast í einskonar úrslitatorg þar sem rýnt verður í úrslitin. Niðurstöður kosninganna verða settar fram myndrænt til þess að bæta aðgengi almennings að þeim upplýsingum.
Hægt verður að fletta upp nýjum þingmönnum og raða saman mögulegum þingmeirihlutum, svo eitthvað sé nefnt.
Fylgist með kosningamiðstöðinni – og kjósum rétt!
- 3%Arngrímur Viðar Ásgeirsson
- 0%Halla Björk Reynisdóttir
- 0%Hörður Finnbogason
- 93%Þórunn Egilsdóttir
- 26%Líneik Anna Sævarsdóttir
- 0.4%Þórarinn Ingi Pétusson
- 22%Benedikt Jóhannesson
- 0.3%Hildur Betty Kristjánsdóttir
- 0%Jens Hilmarsson
- 100%Kristján Þór Júlíusson
- 89%Njáll Trausti Friðbertsson
- 21%Valgerður Gunnarsdóttir
- 0.4%Arnbjörg Sveinsdóttir
- 13%Halldór Gunnarsson
- 0.1%Pétur Einarsson
- 0%Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
- 100%Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
- 72%Anna Kolbrún Árnadóttir
- 6%Þorgrímur Sigmundsson
- 47%Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
- 2%Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
- 0%Hrafndís Bára Einarsdóttir
- 99%Logi Már Einarsson
- 49%Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
- 2%María Hjálmarsdóttir
- 100%Steingrímur Jóhann Sigfússon
- 99%Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
- 54%Ingibjörg Þórðardóttir
- 3%Edward H. Huijbens
- 0%Óli Halldórsson
- 2%Guðlaug Kristjánsdóttir
- 0%Kristín Sigurgeirsdóttir
- 0%Elín Matthildur Kristinsdóttir
- 94%Ásmundur Einar Daðason
- 20%Halla Signý Kristjánsdóttir
- 0.4%Stefán Vagn Stefánsson
- 7%Gylfi Ólafsson
- 0%Lee Ann Maginnis
- 0%Haraldur Sæmundsson
- 100%Haraldur Benediktsson
- 99%Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
- 47%Teitur Björn Einarsson
- 2%Hafdís Gunnarsdóttir
- 25%Magnús Þór Hafsteinsson
- 0.5%Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
- 0%Júlíus Ragnar Pétursson
- 98%Bergþór Ólason
- 29%Sigurður Páll Jónsson
- 0.2%Jón Þór Þorvaldsson
- 24%Eva Pandora Baldursdóttir
- 0.1%Gunnar I. Guðmundsson
- 0%Rannveig Ernudóttir
- 94%Guðjón S. Brjánsson
- 16%Arna Lára Jónsdóttir
- 0.1%Jónína Björg Magnúsdóttir
- 99%Lilja Rafney Magnúsdóttir
- 43%Bjarni Jónsson
- 0.6%Rúnar Gíslason
- 4%Jasmina Crnac
- 0%Arnbjörn Ólafsson
- 0%Valgerður Björk Pálsdóttir
- 100%Sigurður Ingi Jóhannsson
- 81%Silja Dögg Gunnarsdóttir
- 13%Ásgerður K. Gylfadóttir
- 28%Jóna Sólveig Elínardóttir
- 0.6%Arnar Páll Guðmundsson
- 0%Stefanía Sigurðardóttir
- 100%Páll Magnússon
- 98%Ásmundur Friðriksson
- 51%Vilhjálmur Árnason
- 4%Unnur Brá Konráðsdóttir
- 35%Karl Gauti Hjaltason
- 2%Heiða Rós Hauksdóttir
- 0%Guðmundur Borgþórsson
- 98%Birgir Þórarinsson
- 44%Elvar Eyvindsson
- 1%Sólveig Guðjónsdóttir
- 53%Smári McCarty
- 3%Álfheiður Eymarsdóttir
- 0%Fanný Þórsdóttir
- 96%Oddný G. Harðardóttir
- 30%Njörður Sigurðsson
- 0.7%Arna Ír Gunnarsdóttir
- 99%Ari Trausti Guðmundsson
- 57%Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
- 4%Daníel E. Arnarsson
- 0%Dagný Alda Steinsdóttir
- 5%Óttarr Proppé
- 0.2%Auður Kolbrá Birgisdóttir
- 0%Sunna Jóhannsdóttir
- 25%Lárus Sigurður Lárusson
- 0.7%Kjartan Þór Ragnarsson
- 0%Tanja Rún Kristmannsdóttir
- 84%Þorsteinn Víglundsson
- 26%Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
- 0.7%Páll Rafnar Þorsteinsson
- 100%Guðlaugur Þór Þórðarson
- 99%Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
- 60%Birgir Ármannsson
- 7%Albert Guðmundsson
- 19%Ólafur Ísleifsson
- 0.7%Kolbrún Baldursdóttir
- 0%Svanberg Hreinsson
- 45%Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
- 2%Guðlaugur G. Sverrisson
- 0%Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
- 97%Helgi Hrafn Gunnarsson
- 64%Halldóra Mogensen
- 7%Gunnar Hrafn Jónsson
- 100%Helga Vala Helgadóttir
- 93%Páll Valur Björnsson
- 30%Eva H. Baldursdóttir
- 1%Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
- 100%Katrín Jakobsdóttir
- 95%Steinunn Þóra Árnadóttir
- 37%Andrés Ingi Jónsson
- 2%Halla Gunnarsdóttir
- 4%Nicole Leigh Mosty
- 0.2%Hörður Ágústsson
- 0%Starri Reynisson
- 24%Lilja Dögg Alfreðsdóttir
- 0.7%Alex B. Stefánsson
- 0%Birgir Örn Guðjónsson
- 93%Hanna Katrín Friðriksson
- 55%Pawel Bartoszek
- 5%Dóra Sif Tynes
- 100%Sigríður Á. Andersen
- 98%Brynjar Níelsson
- 57%Hildur Sverrisdóttir
- 7%Bessí Jóhannsdóttir
- 18%Inga Sæland
- 0.7%Guðmundur Sævar Sævarsson
- 0%Linda Mjöll Gunnarsdóttir
- 58%Þorsteinn B. Sæmundsson
- 4%Valgerður Sveinsdóttir
- 0%Baldur Borgþórsson
- 95%Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
- 52%Björn Leví Gunnarsson
- 4%Olga Cilia
- 100%Ágúst Ólafur Ágústsson
- 81%Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
- 15%Einar Kárason
- 100%Svandís Svavarsdóttir
- 94%Kolbeinn Óttarsson Proppé
- 33%Orri Páll Jóhannsson
- 2%Eydís Blöndal
- 6%Björt Ólafsdóttir
- 0.5%Karólína Helga Símonardóttir
- 0%Halldór Jörgensson
- 57%Willum Þór Þórsson
- 9%Kristbjörg Þórisdóttir
- 0.3%Linda Hrönn Þórisdóttir
- 95%Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
- 67%Jón Steindór Valdimarsson
- 15%Sigríður María Egilsdóttir
- 100%Bjarni Benediktsson
- 100%Bryndís Haraldsdóttir
- 100%Jón Gunnarsson
- 96%Óli Björn Kárason
- 59%Vilhjálmur Bjarnason
- 22%Guðmundur Ingi Kristinsson
- 2%Jónína Björk Óskarsdóttir
- 0%Edith Alvarsdóttir
- 64%Gunnar Bragi Sveinsson
- 11%Una María Óskarsdóttir
- 0.3%Kolfinna Jóhannesdóttir
- 81%Jón Þór Ólafsson
- 24%Oktavía Hrund Jónsdóttir
- 2%Dóra Björt Guðjónsdóttir
- 99%Guðmundur Andri Thorsson
- 75%Margrét Tryggvadóttir
- 18%Adda María Jóhannsdóttir
- 1%Finnur Beck
- 98%Rósa Björk Brynjólfsdóttir
- 67%Ólafur Þór Gunnarsson
- 14%Una Hildardóttir
- 0.7%Fjölnir Sæmundsson