Eins og apar í búri

Í byrjun júlí árið 2012 keypti sjóðurinn ,,Fristaden Christiania“ flestar byggingar ásamt stærstum hluta svæðisins sem gengur undir nafninu Kristjanía af danska ríkinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim tíma.

Kristjanía291017
Auglýsing

Íbúar Krist­janíu í Kaup­manna­höfn eru þreyttir á þeim gíf­ur­lega fjölda ferða­fólks sem leggur leið sína á svæð­ið. Þeir vilja leita leiða til að tak­marka fjöld­ann, þeim líði eins og sýn­ing­ar­gripum ,,við erum eins og apar í búri“ sagði einn íbú­anna.

Í byrjun júlí árið 2012 keypti sjóð­ur­inn ,,Frista­den Christ­i­ania“ flestar bygg­ingar ásamt stærstum hluta svæð­is­ins sem gengur undir nafn­inu Krist­janía af danska rík­inu. Þegar frá þessum kaupum var gengið voru 41 ár síðan hópur ungs fólks lagði undir sig þetta svæði, og nefndi Krist­jan­íu. Krist­jan­í­u­svæðið er sam­tals um 34 hekt­arar á stærð, þar voru, og eru, margar bygg­ingar sem á sínum tíma til­heyrðu danska flot­anum en ekki voru lengur í notkun og stóðu auð­ar. Á þessum tíma var mik­ill skortur á hús­næði í Kaup­manna­höfn og margir til­búnir að setj­ast að í þessu ,,frí­ríki“ eins og íbú­arnir kusu að kalla það. Að lang stærstum hluta var það ungt fólk sem sá þarna leið til að kom­ast yfir hús­næði og margir þeirra sem sett­ust að í Krist­janíu í upp­hafi búa þar enn og eru nú, eins og gefur að skilja, orðnir nokkuð við ald­ur.

Öðru­vísi  

Frá upp­hafi var margt í Krist­janíu með öðrum hætti en ann­ars staðar í Kaup­manna­höfn og reyndar þótt víðar væri leit­að, lífstakt­ur­inn var ann­ar. Á árunum um og eftir 1970 var hassneysla orðin all útbreidd og Krist­janía varð fljót­lega eins konar ,,versl­un­ar­mið­stöð“ með þessa ólög­legu neyslu­vöru. Lög­reglan skipti sér lítið af söl­unni og túristar og heima­menn vissu að í ,,frí­rík­inu“ væri hægur vandi að verða sér úti um ,,grasið“. Þessi við­skipti voru frá upp­hafi að mestu tak­mörkuð við til­tekna götu ,,Pus­her Street“.

Auglýsing

Alla tíð umdeild

Krist­janía hefur alla tíð verið umdeild. Mörgum hefur þótt yfir­völd sýna ,,frí­rík­inu“ og íbúum þess lang­lund­ar­geð, umborið margt sem ekki yrði liðið ann­ars stað­ar. Aðrir hafa bent á að Krist­janía sé dæmi um fjöl­breyti­leika lífs­flór­unnar og nauð­syn þess að í jurta­garði til­ver­unnar geti allur gróður þrif­ist. Íbú­arnir í Krist­janíu eru um eitt þús­und tals­ins, það er nokkurn veg­inn sami fjöldi og var í upp­hafi.

Ýmsir stjórn­mála­menn hafa alla tíð haft horn í síðu Krist­janitt­anna og sumir hafa talað um að ,,upp­ræta þetta hass­bæli“ sem engin lög virð­ist gilda um. Þeir hafa þó verið fleiri sem líta á Krist­janíu sem kyn­legan kvist, ef svo mætti að orði kom­ast, og sömu­leiðis bent á að þar búi ýmsir sem myndu falla illa inn í hið ,,venju­lega“ borg­ar­um­hverfi. Með kaup­samn­ingnum frá 1. júlí 2012 litu bæði borg­ar­yf­ir­völd Kaup­manna­hafnar og rík­ið, sem var eig­andi lands­ins, svo á að þessum deilum um til­veru Krist­janíu væri lok­ið. Svæðið og allt yfir­bragð þess yrði með svip­uðum hætti og það hefur verið frá 1971 en á móti skuld­bundu Krist­janitt­arnir sig til að hlíta ýmsum almennum regl­um, svosem um íbúa­skrá­setn­ingu, bygg­inga­reglu­gerðum o.s.frv. Nýr reið­hjóla­stígur var fyrir nokkru lagður þvert yfir hluta Krist­jan­í­u­svæð­is­ins, lagn­ing hans teng­ist nýrri hjóla- og göngu­brú frá Nýhöfn­inni yfir á Krist­jáns­höfn og Amager. Krist­janitt­arnir voru mjög and­snúnir lagn­ingu þessa stígs en borg­ar­yf­ir­völd sátu fast við sinn keip. Stíg­ur­inn er mikil sam­göngu­bót og um hann fara þús­undir á degi hverj­um.

Þrengt hefur verið að hinni gamalgrónu byggð í Kristjaníu á undanförnum árum. Mynd: EPA.

Ferða­menn­irnir og athyglin

Krist­janía hefur um langt ára­bil verið meðal þeirra staða sem flestir ferða­menn leggja leið sína til, þegar þeir koma til Kaup­manna­hafn­ar. Ferða­mönnum í dönsku höf­uð­borg­inni hefur fjölgað mikið á allra síð­ustu árum og Krist­janía hefur ekki farið var­hluta af þess­ari aukn­ingu. Fáar hefð­bundnar versl­anir eru á Krist­jan­í­u­svæð­inu og ekki margir veit­inga­staðir og kaffi­hús. Hass­salan er enn til staðar í Pus­her Street, þrátt fyrir að oft hafi verið reynt að upp­ræta hana, en sú sala er að mestu bundin við ,,fastakúnna“ en ekki ferða­menn.  Tekjur af ferða­mönnum eru því tak­mark­að­ar, þeir rölta um svæð­ið, virða fyrir sér mann­lífið og fara svo. Ekki eru til áreið­an­legar tölur um fjölda þeirra sem árlega koma á Krist­jan­í­u­svæð­ið, síð­asta skipu­lagða taln­ing fór fram árið 2011, þá voru gest­irnir um 600 þús­und og þeim hefur fjölgað mikið síð­an.

Eins og apar í búri

Þótt íbúar Krist­janíu séu vanir mik­illi umferð gang­andi fólks á svæð­inu er nú svo komið að þeim blöskr­ar. Stórum skemmti­ferða­skipum sem koma til Kaup­manna­hafnar hefur fjölgað mikið og far­þeg­arnir fara í stórum hópum um borg­ina og meðal við­komu­stað­anna er Krist­jan­ía. Nokkuð hefur borið á því að ferða­menn telji Krist­janíu vera eins konar deild í Þjóð­minja­safn­inu og leyfi­legt sé að fara inn á heim­ili fólks á svæð­inu. Johannes Brand, sem býr í Krist­janíu sagði í við­tali við eitt dönsku blað­anna að hann hefði skroppið út í garð til að hengja upp þvott, úti­dyrnar hefðu staðið opn­ar. Þegar hann kom til baka var ókunn­ugt par að lit­ast um í  stof­unni ,,fólkið hélt að þetta væri allt í lagi, og spurði hvort þetta hús væri ekki hluti af safn­inu“ sagði Johannes Brand. ,,Manni líður dálítið eins og apa í búri“.



Hvað er til ráða?

Tals­menn íbúa Krist­janíu eiga nú í við­ræðum við borg­ar­yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn og stjórn­endur fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu um leiðir til úrbóta. Engar ákvarð­anir liggja fyrir en margar hug­myndir hafa komið fram. Ein þeirra er sú að Krist­janitt­arnir sjálfir sjái í auknum mæli um leið­sögn hópa á svæð­inu. Einn tals­manna íbú­anna sagði í við­tali við dag­blaðið Information að Krist­janía yrði að sjálf­sögðu öllum opin, eins og verið hefði, það væri grund­vall­ar­at­riði. ,,Allt annað er spurn­ing um skipu­lag. Við viljum gjarna tak­marka ferða­manna­fjöld­ann, það er hæg­ara sagt en gert, en við getum kannski stjórnað þessu bet­ur“ sagði þessi tals­mað­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar