Eins og apar í búri

Í byrjun júlí árið 2012 keypti sjóðurinn ,,Fristaden Christiania“ flestar byggingar ásamt stærstum hluta svæðisins sem gengur undir nafninu Kristjanía af danska ríkinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim tíma.

Kristjanía291017
Auglýsing

Íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn eru þreyttir á þeim gífurlega fjölda ferðafólks sem leggur leið sína á svæðið. Þeir vilja leita leiða til að takmarka fjöldann, þeim líði eins og sýningargripum ,,við erum eins og apar í búri“ sagði einn íbúanna.

Í byrjun júlí árið 2012 keypti sjóðurinn ,,Fristaden Christiania“ flestar byggingar ásamt stærstum hluta svæðisins sem gengur undir nafninu Kristjanía af danska ríkinu. Þegar frá þessum kaupum var gengið voru 41 ár síðan hópur ungs fólks lagði undir sig þetta svæði, og nefndi Kristjaníu. Kristjaníusvæðið er samtals um 34 hektarar á stærð, þar voru, og eru, margar byggingar sem á sínum tíma tilheyrðu danska flotanum en ekki voru lengur í notkun og stóðu auðar. Á þessum tíma var mikill skortur á húsnæði í Kaupmannahöfn og margir tilbúnir að setjast að í þessu ,,fríríki“ eins og íbúarnir kusu að kalla það. Að lang stærstum hluta var það ungt fólk sem sá þarna leið til að komast yfir húsnæði og margir þeirra sem settust að í Kristjaníu í upphafi búa þar enn og eru nú, eins og gefur að skilja, orðnir nokkuð við aldur.

Öðruvísi  

Frá upphafi var margt í Kristjaníu með öðrum hætti en annars staðar í Kaupmannahöfn og reyndar þótt víðar væri leitað, lífstakturinn var annar. Á árunum um og eftir 1970 var hassneysla orðin all útbreidd og Kristjanía varð fljótlega eins konar ,,verslunarmiðstöð“ með þessa ólöglegu neysluvöru. Lögreglan skipti sér lítið af sölunni og túristar og heimamenn vissu að í ,,fríríkinu“ væri hægur vandi að verða sér úti um ,,grasið“. Þessi viðskipti voru frá upphafi að mestu takmörkuð við tiltekna götu ,,Pusher Street“.

Auglýsing

Alla tíð umdeild

Kristjanía hefur alla tíð verið umdeild. Mörgum hefur þótt yfirvöld sýna ,,fríríkinu“ og íbúum þess langlundargeð, umborið margt sem ekki yrði liðið annars staðar. Aðrir hafa bent á að Kristjanía sé dæmi um fjölbreytileika lífsflórunnar og nauðsyn þess að í jurtagarði tilverunnar geti allur gróður þrifist. Íbúarnir í Kristjaníu eru um eitt þúsund talsins, það er nokkurn veginn sami fjöldi og var í upphafi.

Ýmsir stjórnmálamenn hafa alla tíð haft horn í síðu Kristjanittanna og sumir hafa talað um að ,,uppræta þetta hassbæli“ sem engin lög virðist gilda um. Þeir hafa þó verið fleiri sem líta á Kristjaníu sem kynlegan kvist, ef svo mætti að orði komast, og sömuleiðis bent á að þar búi ýmsir sem myndu falla illa inn í hið ,,venjulega“ borgarumhverfi. Með kaupsamningnum frá 1. júlí 2012 litu bæði borgaryfirvöld Kaupmannahafnar og ríkið, sem var eigandi landsins, svo á að þessum deilum um tilveru Kristjaníu væri lokið. Svæðið og allt yfirbragð þess yrði með svipuðum hætti og það hefur verið frá 1971 en á móti skuldbundu Kristjanittarnir sig til að hlíta ýmsum almennum reglum, svosem um íbúaskrásetningu, byggingareglugerðum o.s.frv. Nýr reiðhjólastígur var fyrir nokkru lagður þvert yfir hluta Kristjaníusvæðisins, lagning hans tengist nýrri hjóla- og göngubrú frá Nýhöfninni yfir á Kristjánshöfn og Amager. Kristjanittarnir voru mjög andsnúnir lagningu þessa stígs en borgaryfirvöld sátu fast við sinn keip. Stígurinn er mikil samgöngubót og um hann fara þúsundir á degi hverjum.

Þrengt hefur verið að hinni gamalgrónu byggð í Kristjaníu á undanförnum árum. Mynd: EPA.

Ferðamennirnir og athyglin

Kristjanía hefur um langt árabil verið meðal þeirra staða sem flestir ferðamenn leggja leið sína til, þegar þeir koma til Kaupmannahafnar. Ferðamönnum í dönsku höfuðborginni hefur fjölgað mikið á allra síðustu árum og Kristjanía hefur ekki farið varhluta af þessari aukningu. Fáar hefðbundnar verslanir eru á Kristjaníusvæðinu og ekki margir veitingastaðir og kaffihús. Hasssalan er enn til staðar í Pusher Street, þrátt fyrir að oft hafi verið reynt að uppræta hana, en sú sala er að mestu bundin við ,,fastakúnna“ en ekki ferðamenn.  Tekjur af ferðamönnum eru því takmarkaðar, þeir rölta um svæðið, virða fyrir sér mannlífið og fara svo. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um fjölda þeirra sem árlega koma á Kristjaníusvæðið, síðasta skipulagða talning fór fram árið 2011, þá voru gestirnir um 600 þúsund og þeim hefur fjölgað mikið síðan.

Eins og apar í búri

Þótt íbúar Kristjaníu séu vanir mikilli umferð gangandi fólks á svæðinu er nú svo komið að þeim blöskrar. Stórum skemmtiferðaskipum sem koma til Kaupmannahafnar hefur fjölgað mikið og farþegarnir fara í stórum hópum um borgina og meðal viðkomustaðanna er Kristjanía. Nokkuð hefur borið á því að ferðamenn telji Kristjaníu vera eins konar deild í Þjóðminjasafninu og leyfilegt sé að fara inn á heimili fólks á svæðinu. Johannes Brand, sem býr í Kristjaníu sagði í viðtali við eitt dönsku blaðanna að hann hefði skroppið út í garð til að hengja upp þvott, útidyrnar hefðu staðið opnar. Þegar hann kom til baka var ókunnugt par að litast um í  stofunni ,,fólkið hélt að þetta væri allt í lagi, og spurði hvort þetta hús væri ekki hluti af safninu“ sagði Johannes Brand. ,,Manni líður dálítið eins og apa í búri“.


Hvað er til ráða?

Talsmenn íbúa Kristjaníu eiga nú í viðræðum við borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn og stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu um leiðir til úrbóta. Engar ákvarðanir liggja fyrir en margar hugmyndir hafa komið fram. Ein þeirra er sú að Kristjanittarnir sjálfir sjái í auknum mæli um leiðsögn hópa á svæðinu. Einn talsmanna íbúanna sagði í viðtali við dagblaðið Information að Kristjanía yrði að sjálfsögðu öllum opin, eins og verið hefði, það væri grundvallaratriði. ,,Allt annað er spurning um skipulag. Við viljum gjarna takmarka ferðamannafjöldann, það er hægara sagt en gert, en við getum kannski stjórnað þessu betur“ sagði þessi talsmaður.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar