Keyptu barn á netinu

Fyrir nokkrum dögum hlutu dönsk hjón dóm fyrir að hafa árið 2014 keypt pólskan hvítvoðung eftir þau auglýstu eftir barni á netinu. Borgþór Arngrímsson greinir frá málinu.

Barn
Auglýsing

Dönsku hjónin sem um ræðir bjuggu á þessum tíma á Suð­ur­-Jót­landi. Þau höfðu um ára­bil þráð að eign­ast barn en höfðu, eftir rann­sóknir lækna, kom­ist að því að það gætu þau ekki eftir venju­legum leið­um. Hjónin sóttu um að ætt­leiða barn en fengu neitun eftir að hafa fengið þann úrskurð sér­fræð­inga að sál­ar­á­stand kon­unnar væri með þeim hætti að ekki væri hægt að heim­ila ætt­leið­ing­u. 

Sá úrskurð­ur, sem kom hjón­unum mjög á óvart, þýddi að hinn lög­form­legi far­vegur ætt­leið­inga væri úti­lok­að­ur. En hjónin gáfust ekki upp. Þau vissu, að sögn, nokkur dæmi þess að dönsk pör, þar á meðal sam­býl­is­kon­ur, hefðu tekið að sér pólsk börn. Börn sem mæð­urnar hefðu bein­línis aug­lýst á net­inu. Hjónin komust líka að því að þess væru dæmi að fólk sem vildi eign­ast börn, aug­lýsti á net­inu. Þau ákváðu að reyna þessa leið.

Hitt­ust á kaffi­húsi

Aug­lýs­ing hjón­anna bar fljót­lega árang­ur. Pólsk kona, komin nokkra mán­uði á leið, hafði sam­band við hjónin og lýsti sig fúsa til að láta barn­ið, þegar það yrði komið í heim­inn, í þeirra hend­ur. Kvaðst ekki geta séð því far­borða. Sem greiðslu fyrir barnið vildi konan fá 13.500 evrur (tæp­lega 1. 7 milljón íslenskar), því höfn­uðu dönsku hjón­in. Á end­anum samd­ist um að móð­irin fengi greiddar 750 evrur (rúm­lega 91 þús­und íslenskar) fyrir barn­ið. 

Auglýsing

Umsamið var að þegar barnið yrði fætt kæmu dönsku hjónin til Pól­lands og tækju við barn­inu og móð­irin fengi greiðsl­una en hluta hennar hafði hún reyndar þegar feng­ið. Þegar barn­ið, sem er dreng­ur, var komið í heim­inn fóru dönsku hjónin til Pól­lands og hittu mæðginin á kaffi­húsi á stórri lest­ar­stöð í Pól­landi. Snáð­inn var þá ein­ungis tveggja daga gam­all. Eftir nokkra stund á kaffi­hús­inu hélt móð­irin heim­leiðis en dönsku hjónin óku með dreng­inn til baka heim til Tønd­er.

Hol­lenskt fæð­ing­ar­vott­orð

Nokkrum dögum eftir heim­kom­una fóru hjónin með dreng­inn til Hollands en þar átti mað­ur­inn ætt­ingja. Hol­lensk yfir­völd gáfu út fæð­ing­ar­vott­orð fyrir dreng­inn, hjónin sögðu að hann hefði fæðst á meðan þau voru í heim­sókn hjá ætt­ingjum manns­ins. Þau sneru síðan aftur heim til Tønder fram­vís­uðu þar hol­lenska fæð­ing­ar­vott­orð­inu og dreng­ur­inn fékk danska kenni­tölu.

Dönsk yfir­völd fengu fljót­lega vit­neskju um málið

Nokkrum vikum eftir að hjónin komu heim með barnið barst dönskum yfir­völdum til­kynn­ing frá Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol. Pólska lög­reglan hafði þá kom­ist á snoðir um málið og við yfir­heyrslur hafði móðir drengs­ins við­ur­kennt að hún hefði selt dönsku hjón­unum dreng­inn. Hún hefði brugðið á þetta ráð sökum þess að hún hefði ekki séð fram á að geta fram­fleytt syn­in­um. 

Hjónin sögðu þetta einu leið­ina

Eftir að dönsk yfir­völd fengu til­kynn­ing­una frá Evr­ópu­lög­regl­unni voru hjónin kölluð til yfir­heyrslu hjá lög­regl­unni í Tønd­er. Þar við­ur­kenndu þau að hafa borgað fyrir dreng­inn og að hafa sagt hol­lenskum yfir­völdum ósatt um fæð­ingu hans og enn­fremur um skrán­ing­una í Dan­mörku, eftir heim­kom­una frá Hollandi. Skýr­ing­una á þessu sögðu hjónin þá að þau hefðu þráð að eign­ast barn og þetta hefði verið eina leiðin til þess að láta þá ósk ræt­ast. 

Hvað segja pólsk lög?

Í Pól­landi er ekki leyfi­legt að for­eldri láti, á eigin spýt­ur, frá sér barn til ætt­leið­ingar gegn greiðslu. Lögin eru þó ekki skýr, ætt­leið­ing gegn greiðslu fellur þar í sama flokk og nauð­ung­ar­sala í barna­þrælkun og fleira því skylt. Barn sem látið er til ætt­leið­ingar fellur ekki undir þessa skil­grein­ingu og mjög erfitt getur reynst að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir barn í tengslum við ætt­leið­ingu. Þessi óskýr­leiki í pólskum lögum er alkunna og ein skýr­ing þess að pólskar mæður aug­lýsi börn á net­inu, þótt það hafi ekki verið með þeim hætti í til­viki dönsku hjón­anna en þar voru það þau sem aug­lýstu.

Fyrir hvað á að refsa?

Eins og áður sagði eru þrjú ár síðan dönsk yfir­völd komust á snoðir um þetta mál. Í við­tali við dag­blaðið Jót­land­s­póst­inn sagði sak­sókn­ari að ástæður þess að þetta mál hefði dreg­ist svona lengi væru nokkrar og að ekk­ert for­dæmi væri fyrir máli sem þessu í Dan­mörku. Og fyrir hvað átti að refsa, spurði sak­sókn­ari sem sagði að fyrst hefðu sjónir ákæru­valds­ins beinst að lögum um man­sal. 

Þarna var ekki um slíkt að ræða, því ekki var þetta nauð­ung­ar­sala, frels­is­svipt­ing eða mis­notkun af nokkru tagi. Ekki var heldur hægt að flokka málið undir barns­rán því móð­irin hafði sam­þykkt að láta barnið af hendi. „Það var alveg sama hvaða laga­bálka við skoð­uð­um, engir þeirra náðu til til­vika sem þess­ara,“ sagði sak­sókn­ari. 

Tutt­ugu daga skil­orðs­bundið fang­elsi 

Dómur í máli dönsku hjón­anna, sem í milli­tíð­inni eru flutt til Norð­ur­-Jót­lands, féll fyrir nokkrum dög­um. Þar voru þau dæmd í tutt­ugu daga skil­orðs­bundið fang­elsi og fjöru­tíu daga sam­fé­lags­þjón­ustu. Sak­sókn­ari hafði kraf­ist þess að hjónin yrðu dæmd fyrir brot á ætt­leið­ing­ar­lög­um, dóm­ari hafn­aði því en dæmdi þau fyrir að hafa veitt rangar upp­lýs­ingar um barn­ið. 

Snáð­inn þrífst vel 

Síðan dönsk yfir­völd fengu árið 2014 upp­lýs­ing­arnar frá Europol hafa þau fylgst með hjón­unum og drengn­um. Skemmst er frá því að segja að dreng­ur­inn þrífst og dafnar vel. Hann er og hefur allan tím­ann verið hjá dönsku „for­eldr­un­um“ og ekki útlit fyrir að þar verði  breyt­ing á.

 Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar