Lág laun og álag flæmir kennara burt úr skólum

Þörf er á aðgerðum til að sporna við brottfalli kennara úr stéttinni en vandamálið hefur verið fyrirséð í nokkurn tíma.

Kennarasambandið hefur neyðst til að stytta tímann sem félagar í sambandinu eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um fjórðung.
Kennarasambandið hefur neyðst til að stytta tímann sem félagar í sambandinu eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um fjórðung.
Auglýsing

Að hafa góðan kenn­ara er eitt mesta lán í líf­inu, bæði vegna þess að margir dvelja lung­ann úr ævinni á skóla­bekk og skiptir miklu máli að upp­lifunin sé góð og einnig geta kenn­arar haft mót­andi áhrif á nem­endur sína. Fréttir þess efnis að kenn­arar hrek­ist úr starfi vegna lélegra launa og álags í starfi hafa birst af og til í fjöl­miðlum en ástandið virð­ist ekki batna þrátt fyrir það.

Kenn­arar í Fella­skóla í Reykja­vík sendu frá sér ályktun í lok nóv­em­ber en í henni segir að nú þegar kjara­samn­ingar grunn­skóla­kenn­ara eru lausir vilji kenn­arar skól­ans koma því á fram­færi að kenn­ara­skortur sé orð­inn við­var­andi vandi í skólum Reykja­víkur og hóp­ur leið­bein­enda fari stækk­andi. „Það kemur óneit­an­lega niður á gæðum alls skóla­starfs og hefur í för með sér aukið álag á þá kenn­ara sem starfa við skól­ana,“ segir í álykt­un­inni.

Sjúkra­sjóður tæm­ist hratt

Jafn­framt segja þau að aukin veik­indi kenn­ara sé fórn­ar­kostn­aður mik­ils álags. Það sýni meðal ann­ars staða sjúkra­sjóðs Kenn­ara­sam­bands­ins. Þar er vísað í frétt sem birt­ist í Morg­un­blað­inu fyrir stuttu þess efnis að gríð­ar­leg aukn­ing lang­tíma­veik­inda meðal kenn­ara síð­ustu tvö ár hafi valdið því að Kenn­ara­sam­bandið hefur neyðst til að stytta tím­ann sem félagar í sam­band­inu eiga rétt á greiddum sjúkra­dag­pen­ingum um fjórð­ung. Haft er eftir Krist­ínu Stef­áns­dótt­ur, for­manni stjórnar sjúkra­sjóðs sam­bands­ins, að ef ekki hefði verið gripið til þess­ara skerð­inga hefði sjóð­ur­inn tæmst á einu ári.

Auglýsing

Bent er á í álykt­un­inni að sam­kvæmt nið­ur­stöðum bók­unar 1 í kjara­samn­ingi hafi verk­efnum verið bætt á kenn­ara, sem sagt nýju náms­mati og inn­leið­ingu á raf­rænu skrán­ing­ar­kerfi. Allt sé þetta mjög tíma­frekt og bæt­ist við þann tíma sem kenn­ari hefur til dag­legs und­ir­bún­ings kennslu. Þá sé starfs­lýs­ing kenn­ara óljós að ýmsu leyti og virð­ist enda­laust hægt að koma á þá verk­efnum sem skila sér ekki alltaf til nem­enda.

Stjórn­völd hafa ekki hugað nægi­lega vel að dvín­andi aðsókn

Rík­is­end­ur­skoðun hefur varað við og bent á vand­ann en í skýrslu á vegum stofn­un­ar­innar sem kom út í í lok febr­úar á þessu ári segir að minnk­andi aðsókn í kenn­ara­nám við Háskóla Íslands og Háskól­ann á Akur­eyri sé alvar­leg vís­bend­ing um yfir­vof­andi kenn­ara­skort hér á landi. Á tíma­bil­inu 2009 til 2016 fækk­aði skráðum nýnemum í kenn­ara­nám þess­ara háskóla úr 440 í 214 og í heild fækk­aði skráðum nem­endum við kenn­ara­deildir skól­anna úr 1.925 í 1.249.

Jafn­framt kemur fram að þetta skýri að stórum hluta mikla fækkun útgef­inna leyf­is­bréfa til leik-, grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ara á und­an­förnum árum. „Nú er svo komið að háskól­arnir ná ekki að braut­skrá nægi­lega marga kenn­ara til að við­halda eðli­legri nýliðun í kenn­ara­stétt­inn­i,“ segir í skýrsl­unni. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar hafa stjórn­völd ekki hugað nægi­lega vel að dvín­andi aðsókn í kenn­ara­nám og aðsteðj­andi hættu á kenn­ara­skorti.

Rík­is­end­ur­skoðun hvetur stjórn­völd til að grípa til aðgerða til að sporna við þess­ari þró­un. Auk kenn­ara­skorts geti fækkun kenn­ara­nema haft í för með sér minni mögu­leika á sér­hæf­ingu í kenn­ara­námi og þar með eins­leit­ari menntun þeirra. Það geti aftur á móti leitt til minni gæða í skóla­starfi og haft slæm áhrif á náms­ár­angur barna og ung­linga.

Ná ekki að braut­skrá nægi­lega marga kenn­ara

Frá árinu 2009, þegar kenn­ara­nám var lengt úr þremur árum í fimm, hefur mikil fækkun verið á skráðum nem­endum við kenn­ara­deildir Háskóla Íslands og Háskól­ans á Akur­eyri. Segir í fyrr­nefndri skýrslu að nú sé svo komið að háskól­arnir ná ekki að braut­skrá nægi­lega marga kenn­ara til að við­halda eðli­legri nýliðun í stétt­inni. Kenn­ara­deildir Háskóla Íslands og Háskól­ans á Akur­eyri eru einnig hvattar til leita leiða til að laða nýnema í kenn­ara­nám og til þess að auka skil­virkni í kenn­ara­námi.

Talið er að um 60 pró­sent mennt­aðra leik­skóla­kenn­ara og um helm­ingur mennt­aðra grunn­skóla­kenn­ara séu við kennslu­störf í leik- og grunn­skólum lands­ins. Það bendir til að kenn­ara­skortur verði ekki ein­göngu leystur með fjölgun kenn­ara­nema heldur sé einnig mik­il­vægt að laða mennt­aða kenn­ara til starfa og hvetja þá til að halda áfram störfum innan stétt­ar­inn­ar.

Tími til aðgerða

Kenn­arar í Fella­skóla eru sam­mála um að til að hægt sé að upp­fylla kröfur um skóla án aðgrein­ingar þurfi stór­aukið fjár­magn, sér­fræði­þekk­ingu og reynslu. Fram­kvæmdin eins og hún er núna sé enn einn álags­þátt­ur­inn í starfi grunn­skóla­kenn­ara. Þau segj­ast binda miklar vonir við kom­andi kjara­samn­ing og að krafan sé ein­föld. Í fyrsta lagi vilja þau sam­bæri­leg laun á við aðra sér­fræð­inga með sama mennt­un­ar­stig, í öðru lagi minna álag í starfi og í þriðja lagi bætt starfs­um­hverfi.

„Nú er tími aðgerða. Kenn­ara­skort­ur­inn er raun­veru­leiki sem bitnar á skóla­starfi fram­tíð­ar­innar og við spyrj­um: Er það sú fram­tíð sem við viljum búa kom­andi kyn­slóð­u­m? Við trúum því að sveit­ar­fé­lögin vilji sjá fram­sækna skóla sem veita öllum nem­endum jöfn tæki­færi,“ segja kenn­arar í Fella­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar