Úr klósettinu í kranann

Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn, bæði heitt og kalt, streymi úr krananum þegar skrúfað er frá. Þótt hrepparígur geti komið við sögu þegar rætt er um vatnið er neysluvatn á Íslandi undantekningarlaust gott. Sú er ekki raunin alls staðar.

krani vatn
Auglýsing

Skrif­ari þess­arar greinar bjó í London á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Ein­hverju sinni var í breska sjón­varp­in­u, BBC, þáttur um nýja skólp­hreins­un­ar­stöð í nágrenni borg­ar­inn­ar. Hreins­un­ar­stöð þessi var sögð afar full­komin og „not­aða“ vatnið svo hreint eftir að hafa farið í gegnum stöð­ina að það var not­hæft til margra hluta, ekki þó til drykkj­ar, mat­reiðslu og steypi­baða. Gas sem mynd­að­ist við hreins­un­ina var nýtt til orku­fram­leiðslu í stöð­inn­i. 

Sjón­varps­þátt­ur­inn vakti tals­verða athygli og nokkrir sér­fræð­ingar sem rætt var við í þætt­inum sögðu eitt­hvað á þá leið að vatnið væri gull fram­tíð­ar­inn­ar. Ekki skildu allir þau ummæli. En nú er öldin önn­ur.

Singapúr  S­ingap­ura  S­inga­pore

Borg­ríkið Singapúr, er í hópi minnstu ríkja heims. Að flat­ar­máli aðeins um 700 fer­kíló­metr­ar­,til sam­an­burðar er höf­uð­borg­ar­svæðið (Reykja­vík og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in) rúmir 1000 fer­kíló­metr­ar. Í þessu litla landi búa um það bil 5.6. millj­ón­ir, stærstur hluti af kín­verskum upp­runa. Nær allir lands­menn búa á stærstu eyj­unni Singapúr, en alls sam­anstendur ríkið af rúm­lega 60 eyj­um. Bret­inn Stam­ford Raffles er tal­inn stofn­andi Singapúr, en árið 1819 stofn­aði hann þar umskip­un­ar- og frí­höfn.

Auglýsing

Raf­fles var þá land­stjóri á Súmötru en Breta vant­aði um þetta leyti höfn á sigl­ing­ar­leið­inni til Kína. Umsvifin juk­ust hratt og íbú­unum fjölg­aði sömu­leið­is. Höfnin er nú meðal hinna stærstu í heimi, um hana fara dag­lega 90 þús­und vörugám­ar. Singapúr var löngum undir yfir­ráðum Breta og Jap­ana, til­heyrði svo sam­bands­rík­inu Malasíu eftir að það varð sjálf­stætt árið 1957. Árið 1965 varð Singapúr til sem sjálf­stætt ríki í kjöl­far ósættis stjórna Singapúr og Malasíu. 

Ferða­menn, við­skipti og pen­ingar

Eyjan Singapúr, þar sem nær allir lands­menn búa, er í raun ein borg. Borgin er ein mik­il­væg­asta fjár­mála­mið­stöð heims, mjög mik­il­væg við­skipta­borg og eins og áður sagði er starf­semin í kringum höfn­ina geysi­mik­il, á síð­asta ári var höfnin sú fimmta mest not­aða í heim­i. 

masagos zulkifli, umhverfisráðherra Singapúr, drakk nýja vatnið á kynningarfundi fyrir verkefnið.Verg þjóð­ar­fram­leiðsla er ein sú mesta í heimi, en launa­ó­jöfn­uður jafn­framt mik­ill og vinnu­dag­ur­inn lang­ur. Ferða­mennska er mjög mik­il­væg tekju­lind, á síð­asta ári komu tæpar 13 millj­ónir ferða­manna til lands­ins. Singapúr er vin­sæll við­komu­stað­ur, flestir ferða­menn stoppa í tvo daga og halda svo ann­að. 

Glæra gullið

Árið 1965 Þegar Singapúr varð sjálf­stætt ríki gerði stjórn lands­ins sam­komu­lag við stjórn Malasíu um lagn­ingu vatns­leiðslu. Með samn­ingn­um, sem var til margra ára­tuga, var Singapúr tryggt til­tekið magn neyslu­vatns en auk þess komu Singapúrar upp bún­aði til að vinna fersk­vatn úr sjó. Með síauknum ferða­manna­straumi og þörf­inni fyrir vatn duga þessar ráð­staf­anir ekki og Singapúrar vilja gjarna verða að mestu sjálf­bjarga og ekki háðir Malasíu en milli þess­ara þjóða ríkir tak­mörkuð vin­átta. Nú hafa Singapúrar hleypt af stokk­unum risa­stóru verk­efni, verk­efni sem á sér vart hlið­stæð­u.  

Sewerage Super­hig­hway holræsa­hrað­brautin

Nafnið á þessu risa­verk­efni er kannski ekki sér­lega aðlað­andi en hins vegar lýsand­i. Singapúrar segja þetta verða eitt full­komn­asta hol­ræsa- og vatns­hreins­un­ar­kerfi sem fyr­ir­finn­ist í ver­öld­inni, en fram­kvæmd­irnar hófust í nóv­em­ber í fyrra. Hol­ræsa­hrað­brautin verður rúm­lega 30 kíló­metra löng og liggur 35 – 55 metrum undir yfir­borði jarð­ar. Í lögn­ina fer vatn (og ann­að) úr sal­ern­um, vöskum nið­ur­falls­rörum, við hús og á götum og frá fyr­ir­tækj­um. Hrað­braut er kannski ekki rétt­nefni en þessi langa lögn sam­anstendur af mörgum risa­stórum kerjum og hall­inn á lögn­inni sér til þess að það sem í rör­unum er fær­ist á milli kerj­anna, svipað og ger­ist í rot­þróm.

NEWater er jafn frískandi og svalandi og annað vatn.Margs konar hreinsi­bún­aður á hrað­braut­inni sér til þess að þegar komið er á leið­ar­enda rennur tand­ur­hreint vatn úr lögn­inni. Þetta end­ur­nýtta vatn fær heitið „NEWater“. Þess konar vatn fyr­ir­finnst nú þegar en til­raunir með „mini“ útgáfur af nýju lögn­inni hafa staðið yfir um nokk­urra ára skeið. Með þessu nýja hreins­un­ar- og end­ur­nýt­ing­ar­kerfi telja stjórn­völd í Singapúr að vatns­þörf lands­ins verði að mestu leyti full­nægt næstu ára­tug­ina. Hol­ræsa­hrað­brautin á að vera komin í gagnið árið 2025, kostn­að­ur­inn er áætl­aður jafn­gildi 900 millj­arða íslenskra króna. 

NEWa­ter í kran­ana og búð­irn­ar?

Þegar umhverf­is­ráð­herra Singapúr kynnti Hol­ræsa­hrað­braut­ina drakk hann sjálfur „NEWa­ter“ úr flösku og útdeildi flöskum með sams­konar vatni til við­staddra. Sumir dreyptu á vatn­inu og stað­festu full­yrð­ingar ráð­herr­ans um bragð­gæði vatns­ins. Þegar ráð­herr­ann var spurður hvort þetta end­ur­nýtta vatn myndi í fram­tíð­inni buna úr krön­unum á singapúrskum heim­ilum svar­aði hann ját­andi. „Flest­ir Singapúrar kaupa flösku­vatn til drykkj­ar“ sagði ráð­herr­ann „ég býst ekki við að það breyt­ist, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn“. Ráð­herr­ann sagð­ist heldur ekki búast við að „NEWater“ á flöskum yrði til sölu í búðum „það er of stór biti í hugum flestra að drekka flösku­vatn, sem áður hefur verið sturtað niður úr kló­sett­inu heima.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar