Úr klósettinu í kranann

Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn, bæði heitt og kalt, streymi úr krananum þegar skrúfað er frá. Þótt hrepparígur geti komið við sögu þegar rætt er um vatnið er neysluvatn á Íslandi undantekningarlaust gott. Sú er ekki raunin alls staðar.

krani vatn
Auglýsing

Skrifari þessarar greinar bjó í London á áttunda áratug síðustu aldar. Einhverju sinni var í breska sjónvarpinu, BBC, þáttur um nýja skólphreinsunarstöð í nágrenni borgarinnar. Hreinsunarstöð þessi var sögð afar fullkomin og „notaða“ vatnið svo hreint eftir að hafa farið í gegnum stöðina að það var nothæft til margra hluta, ekki þó til drykkjar, matreiðslu og steypibaða. Gas sem myndaðist við hreinsunina var nýtt til orkuframleiðslu í stöðinni. 

Sjónvarpsþátturinn vakti talsverða athygli og nokkrir sérfræðingar sem rætt var við í þættinum sögðu eitthvað á þá leið að vatnið væri gull framtíðarinnar. Ekki skildu allir þau ummæli. En nú er öldin önnur.

Singapúr  Singapura  Singapore

Borgríkið Singapúr, er í hópi minnstu ríkja heims. Að flatarmáli aðeins um 700 ferkílómetrar,til samanburðar er höfuðborgarsvæðið (Reykjavík og nágrannasveitarfélögin) rúmir 1000 ferkílómetrar. Í þessu litla landi búa um það bil 5.6. milljónir, stærstur hluti af kínverskum uppruna. Nær allir landsmenn búa á stærstu eyjunni Singapúr, en alls samanstendur ríkið af rúmlega 60 eyjum. Bretinn Stamford Raffles er talinn stofnandi Singapúr, en árið 1819 stofnaði hann þar umskipunar- og fríhöfn.

Auglýsing

Raffles var þá landstjóri á Súmötru en Breta vantaði um þetta leyti höfn á siglingarleiðinni til Kína. Umsvifin jukust hratt og íbúunum fjölgaði sömuleiðis. Höfnin er nú meðal hinna stærstu í heimi, um hana fara daglega 90 þúsund vörugámar. Singapúr var löngum undir yfirráðum Breta og Japana, tilheyrði svo sambandsríkinu Malasíu eftir að það varð sjálfstætt árið 1957. Árið 1965 varð Singapúr til sem sjálfstætt ríki í kjölfar ósættis stjórna Singapúr og Malasíu. 

Ferðamenn, viðskipti og peningar

Eyjan Singapúr, þar sem nær allir landsmenn búa, er í raun ein borg. Borgin er ein mikilvægasta fjármálamiðstöð heims, mjög mikilvæg viðskiptaborg og eins og áður sagði er starfsemin í kringum höfnina geysimikil, á síðasta ári var höfnin sú fimmta mest notaða í heimi. 

masagos zulkifli, umhverfisráðherra Singapúr, drakk nýja vatnið á kynningarfundi fyrir verkefnið.Verg þjóðarframleiðsla er ein sú mesta í heimi, en launaójöfnuður jafnframt mikill og vinnudagurinn langur. Ferðamennska er mjög mikilvæg tekjulind, á síðasta ári komu tæpar 13 milljónir ferðamanna til landsins. Singapúr er vinsæll viðkomustaður, flestir ferðamenn stoppa í tvo daga og halda svo annað. 

Glæra gullið

Árið 1965 Þegar Singapúr varð sjálfstætt ríki gerði stjórn landsins samkomulag við stjórn Malasíu um lagningu vatnsleiðslu. Með samningnum, sem var til margra áratuga, var Singapúr tryggt tiltekið magn neysluvatns en auk þess komu Singapúrar upp búnaði til að vinna ferskvatn úr sjó. Með síauknum ferðamannastraumi og þörfinni fyrir vatn duga þessar ráðstafanir ekki og Singapúrar vilja gjarna verða að mestu sjálfbjarga og ekki háðir Malasíu en milli þessara þjóða ríkir takmörkuð vinátta. Nú hafa Singapúrar hleypt af stokkunum risastóru verkefni, verkefni sem á sér vart hliðstæðu.  

Sewerage Superhighway holræsahraðbrautin

Nafnið á þessu risaverkefni er kannski ekki sérlega aðlaðandi en hins vegar lýsandi. Singapúrar segja þetta verða eitt fullkomnasta holræsa- og vatnshreinsunarkerfi sem fyrirfinnist í veröldinni, en framkvæmdirnar hófust í nóvember í fyrra. Holræsahraðbrautin verður rúmlega 30 kílómetra löng og liggur 35 – 55 metrum undir yfirborði jarðar. Í lögnina fer vatn (og annað) úr salernum, vöskum niðurfallsrörum, við hús og á götum og frá fyrirtækjum. Hraðbraut er kannski ekki réttnefni en þessi langa lögn samanstendur af mörgum risastórum kerjum og hallinn á lögninni sér til þess að það sem í rörunum er færist á milli kerjanna, svipað og gerist í rotþróm.

NEWater er jafn frískandi og svalandi og annað vatn.Margs konar hreinsibúnaður á hraðbrautinni sér til þess að þegar komið er á leiðarenda rennur tandurhreint vatn úr lögninni. Þetta endurnýtta vatn fær heitið „NEWater“. Þess konar vatn fyrirfinnst nú þegar en tilraunir með „mini“ útgáfur af nýju lögninni hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið. Með þessu nýja hreinsunar- og endurnýtingarkerfi telja stjórnvöld í Singapúr að vatnsþörf landsins verði að mestu leyti fullnægt næstu áratugina. Holræsahraðbrautin á að vera komin í gagnið árið 2025, kostnaðurinn er áætlaður jafngildi 900 milljarða íslenskra króna. 

NEWater í kranana og búðirnar?

Þegar umhverfisráðherra Singapúr kynnti Holræsahraðbrautina drakk hann sjálfur „NEWater“ úr flösku og útdeildi flöskum með samskonar vatni til viðstaddra. Sumir dreyptu á vatninu og staðfestu fullyrðingar ráðherrans um bragðgæði vatnsins. Þegar ráðherrann var spurður hvort þetta endurnýtta vatn myndi í framtíðinni buna úr krönunum á singapúrskum heimilum svaraði hann játandi. „Flestir Singapúrar kaupa flöskuvatn til drykkjar“ sagði ráðherrann „ég býst ekki við að það breytist, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn“. Ráðherrann sagðist heldur ekki búast við að „NEWater“ á flöskum yrði til sölu í búðum „það er of stór biti í hugum flestra að drekka flöskuvatn, sem áður hefur verið sturtað niður úr klósettinu heima.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar