Glampandi þak

Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Auglýsing

Það er sann­ar­lega ekki á hverjum degi sem Hæsti­réttur Dan­merkur kveður upp dóm varð­andi áferð á þak­klæðn­ing­um. Einn slíkur dómur var kveð­inn upp fyrir nokkrum dög­um, málið kom fyrst til kasta dóm­stóla árið 2012.

Í Dan­mörku, eins og víða í Evr­ópu, er leir algengt bygg­ing­ar­efni. Sem hleðslu­steinn í veggi, bæði útveggi og inn­veggi og ekki síður sem þak­klæðn­ing. Ísland er eitt örfárra landa í Evr­ópu, og þótt víðar væri leit­að, þar sem leir hefur lítt verið nýttur sem bygg­inga­efni og fyrir því eru ýmsar ástæð­ur.

Leir­inn sem bygg­inga­efni á sér langa sögu. Talið er að íbúar  Mesópótamíu hafi fyrstir manna upp­götvað nyt­semi leirs í kringum árið 5000 f.Kr. Þeir mót­uðu leir­inn, létu hann þorna í sól­inni og not­uðu svo til að byggja hús og ýmis mann­virki. 

Auglýsing
Meðal þeirra sem kynnt­ust bygg­inga­list Mesópótam­íu­manna voru Dan­ir. Þeim var þó ljóst að leir­inn, sól­þurrk­að­ur, væri ekki nægi­lega sterkur og þéttur í sér til að þola rak­ann og slag­viðrið á norð­læg­ari slóð­um. Í Suð­ur­-­Evr­ópu komust menn að því að væri leir­inn brenndur við hátt hita­stig, yfir 1000 gráð­ur, varð hann marg­falt sterk­ari og þoldi raka og frost, án þess að molna. Leir­inn hefur allar götur síðan verið mikið not­aður til hús­bygg­inga í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Rauð­leir algengast­ur.

Ekki ein­ungis hleðslu­steinn

Þótt leir­inn væri í upp­hafi einkum not­aður í vegg­hleðslur létu evr­ópskir hús­byggj­endur ekki þar við sitja. Leir­inn varð fljótt vin­sæll sem þak­klæðn­ing­ar­efni, meðal ann­ars í Dan­mörku.  Hefð­bundið þak er rauð­leitt á lit, með stórum bárum, marg­falt stærri en á hefð­bundnu báru­járni. Það er vanda­verk að leggja þak­stein og krefst mik­illar kunn­áttu. Ef vandað er til verka getur leir­steins­þak enst í ára­tugi, svo til við­halds­frítt. Þaklagn­ing er sér­stök iðn­grein, námið tekur að jafn­aði þrjú og hálft ár og skipt­ist í bók­legt nám og verk­legt. Tag­dækker kall­ast sá sem lokið hefur slíku námi í Dan­mörku og námið ein­skorð­ast að sjálf­sögðu ekki við lagn­ingu leir­steins­þaka. Á síð­ari árum hafa ýmis önnur efni, fyrst og fremst dúkar af ýmsu tagi, rutt sér til rúms, einkum á stærri bygg­ing­um.

Mos­inn er víðar en í görð­unum

Danskir hús­eig­endur þurfa að takast á við a.m.k eitt vand­mál sem er nán­ast óþekkt á hinum íslensku báru­járns­klæddu þök­um: mosa. Hinar hefð­bundu múr­steins­báru­plötur eru fremur hrjúfar og halda í sér rak­anum (þótt hann nái ekki niður í gegn), eru sem­sagt kjörað­stæður mosa­gróð­ur­s. 

Mos­inn hefur gert mörgum dönskum hús­eig­and­anum lífið leitt og þótt margt hafi verið reynt til að hindra mosa­gróð­ur­inn dugir það lítt. Þvottur með háþrýstisprautu, alls kyns undra­efni með aðstoð strá­kústs, allt kemur fyrir ekki. Mos­inn kemur alltaf aftur og ekki nóg með að hann vaxi á þak­inu, hann sest líka að í renn­unum og stíflar þær, það kallar fram önnur vanda­mál. Semsé, mos­inn er óvinur hús­eig­and­ans. Auk mos­ans er múr­steins­klædda þakið líka kjör­lendi ýmis konar gróð­urs, kallar fram græna slikju á rauð­leitu  þak­inu.

Gljá­leir­inn

Margir þak­steins­fram­leið­endur höfðu árum saman glímt við að finna lausnir til að fyr­ir­byggja að mosi og annar gróður gæti tekið sér ból­festu á þak­inu. Um síð­ustu alda­mót kom á mark­að­inn í Dan­mörku nýr þak­steinn, svartur á lit­inn, háglans­and­i. 

Fram­leið­and­inn sagði að með þessum nýja háglans­steini væri búið að kveða mosa­draug­inn í kút­inn, þótt ein­hver mosa­flygsa sett­ist á glans­andi þakið fyki hún burt við minnsta and­vara. Þetta reynd­ist rétt og margir aðrir þak­steins­fram­leið­endur fylgdu í kjöl­far­ið. Hús­eig­endur tóku þessu fagn­andi og á næstu árum mátti æ víðar sjá gljá­steins­klædd þök. En eins og svo oft fylgdi þarna bögg­ull skamm­rifi.

Nýja þak­klæðn­ingin og nágrann­inn

Árið 2005, þegar gljá­steinn­inn hafði verið á mark­aðnum í nokkur ár ákváðu hjón, í smábæ skammt frá Árósum að end­ur­nýja þak­stein­inn á ein­býl­is­hús­inu, sem er með bröttu þaki. Hjónin ákváðu að kaupa háglans­stein, sögðu síðar að það hefðu þau fyrst og fremst gert til að losna við mosa­gróður á þak­inu. Það gekk eft­ir.

Málið kom til kasta Hæstaréttar Danmörku.Önnur lang­hlið húss­ins snýr að eld­hús- og stofu­glugga nágrann­ans. Sá nágranni sem er eldri kona, sá sér til skelf­ingar að þegar sólin skein var engu lík­ara en risa­stórum ljós­kast­ara væri beint að húsi hennar og glamp­inn stóran hluta dags­ins svo skær að eng­inn leið var að haf­ast við í eld­húsi og stofu nema hafa dregið fyr­ir, og dugði varla til. Hvað þá á sól­palli utandyra.

Nóg boðið

Árið 2012, sjö árum eftir að gljá­steinn­inn var lagður á þak­ið, kvart­aði kon­an, fyrst við nágrann­ann og svo við sveit­ar­fé­lag­ið. Nágrann­inn yppti öxlum og hjá sveit­ar­fé­lag­inu feng­ust þau svör að þar giltu engar reglur um þakefni, svo fremi þau upp­fylltu bygg­inga­reglu­gerðir og þar var ekki kveðið á um gljá­stig slíkra efna. Þessi svör vildi nágranna­konan ekki sætta sig við og ákvað að kæra. Krafa hennar fyrir bæj­ar­rétti (lægsta dóm­stigi af þrem­ur) var sú að eig­endum húss­ins með gljá­stein­inum yrði gert skylt að sjá til þess að þakið end­ur­ka­staði ekki sól­ar­ljós­inu á hús nágrann­ans.

Bæj­ar­réttur og Lands­réttur á einu máli  

Fyrir bæj­ar­rétt­inum sögðu gljá­steins­eig­endur að þeir hefðu ekki séð fyrir að nýja þakefnið gæti valdið nágrann­anum óþæg­ind­um. Bentu líka á að gljá­steinn væri full­kom­lega lög­legt þakefni og þar að auki væru liðin sjö ár frá því gljá­steinn­inn var lagður á þak­ið. Enn­fremur fylgdi því ærinn kostn­aður ef skipta þyrfti um þak­stein eða grípa til ann­arra aðgerða til að afmá gljá­ann. 

Bæj­ar­rétt­ur­inn gaf lítið fyrir þessi rök og úrskurð­aði nágrann­anum í vil. Gljá­steins­eig­endur vildu ekki sætta sig við þessa nið­ur­stöðu og málið fór fyrir Lands­rétt, þar var nið­ur­staðan hin sama: gljá­steins­eig­endum gert skylt að sjá til þess að end­ur­kast frá þak­inu yrði innan þeirra marka að ekki trufl­aði nágrann­ann.

End­aði í Hæsta­rétti

Í Dan­mörku gilda ákveðnar reglur um hvaða mál telj­ist eiga erindi fyrir Hæsta­rétt. Gljá­steins­málið hefði undir venju­legum kring­um­stæðum ekki talist af þeirri „stærð­argráðu“ að það ætti þangað erindi. En í ljósi þess að málið átti sér ekki for­dæmi, og vegna þess að í land­inu eru mörg þús­und gljá­steins­þök, fór það fyrir Hæsta­rétt. Dómur Hæsta­réttar féll fyrir nokkrum dögum og hann stað­festi dóm Lands­rétt­ar. Gljá­steins­eig­endur skulu fjar­lægja gljá­ann.

Auglýsing
Kærandinn sem, einsog áður sagði vann mál­ið, kvaðst hlakka til að geta nú bæði horft út um glugg­ana og setið á sól­pall­inum án þess að fá ofbirtu í aug­un.

Þak­steins­fram­leið­endur hafa fundið aðrar lausnir

Eftir að fyrsti dómur í gljá­steins­mál­inu féll, fyrir Bæj­ar­rétti, hófu fram­leið­endur þak­steins að leita leiða til að fram­leiða þak­stein sem hefði eig­in­leika gljá­steins­ins, semsé að vera „mosa­frír“ án þess að gljá. Nú er slíkur steinn löngu kom­inn á mark­að­inn. Arki­tekt­ar, og margir aðrir töldu það líka gljá­stein­inum til lasts að hann var ein­ungis fáan­legur í svört­um, eða mjög dökkum lit, sem ekki var í neinu sam­ræmi við upp­haf­legu klæðn­ing­una en nýi gljá- og mosa­fríi steinn­inn er til í fleiri lit­um.

Hvað geta gljá­steins­eig­endur gert?

Í tengslum við nýaf­staðin mála­ferli fyrir Hæsta­rétti Dan­merkur kom það fram að fyrir nokkru kom á mark­að­inn efni (eins­konar máln­ing) sem hægt er að bera á gljá­steins­þök og með þeim hætti fjar­lægja gljá­ann. Kostn­aður við þessa aðferð er aðeins brot af þeim kostn­aði sem myndi fylgja því að skipta um þak­klæðn­ing­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar