Glampandi þak

Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Auglýsing

Það er sann­ar­lega ekki á hverjum degi sem Hæsti­réttur Dan­merkur kveður upp dóm varð­andi áferð á þak­klæðn­ing­um. Einn slíkur dómur var kveð­inn upp fyrir nokkrum dög­um, málið kom fyrst til kasta dóm­stóla árið 2012.

Í Dan­mörku, eins og víða í Evr­ópu, er leir algengt bygg­ing­ar­efni. Sem hleðslu­steinn í veggi, bæði útveggi og inn­veggi og ekki síður sem þak­klæðn­ing. Ísland er eitt örfárra landa í Evr­ópu, og þótt víðar væri leit­að, þar sem leir hefur lítt verið nýttur sem bygg­inga­efni og fyrir því eru ýmsar ástæð­ur.

Leir­inn sem bygg­inga­efni á sér langa sögu. Talið er að íbúar  Mesópótamíu hafi fyrstir manna upp­götvað nyt­semi leirs í kringum árið 5000 f.Kr. Þeir mót­uðu leir­inn, létu hann þorna í sól­inni og not­uðu svo til að byggja hús og ýmis mann­virki. 

Auglýsing
Meðal þeirra sem kynnt­ust bygg­inga­list Mesópótam­íu­manna voru Dan­ir. Þeim var þó ljóst að leir­inn, sól­þurrk­að­ur, væri ekki nægi­lega sterkur og þéttur í sér til að þola rak­ann og slag­viðrið á norð­læg­ari slóð­um. Í Suð­ur­-­Evr­ópu komust menn að því að væri leir­inn brenndur við hátt hita­stig, yfir 1000 gráð­ur, varð hann marg­falt sterk­ari og þoldi raka og frost, án þess að molna. Leir­inn hefur allar götur síðan verið mikið not­aður til hús­bygg­inga í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Rauð­leir algengast­ur.

Ekki ein­ungis hleðslu­steinn

Þótt leir­inn væri í upp­hafi einkum not­aður í vegg­hleðslur létu evr­ópskir hús­byggj­endur ekki þar við sitja. Leir­inn varð fljótt vin­sæll sem þak­klæðn­ing­ar­efni, meðal ann­ars í Dan­mörku.  Hefð­bundið þak er rauð­leitt á lit, með stórum bárum, marg­falt stærri en á hefð­bundnu báru­járni. Það er vanda­verk að leggja þak­stein og krefst mik­illar kunn­áttu. Ef vandað er til verka getur leir­steins­þak enst í ára­tugi, svo til við­halds­frítt. Þaklagn­ing er sér­stök iðn­grein, námið tekur að jafn­aði þrjú og hálft ár og skipt­ist í bók­legt nám og verk­legt. Tag­dækker kall­ast sá sem lokið hefur slíku námi í Dan­mörku og námið ein­skorð­ast að sjálf­sögðu ekki við lagn­ingu leir­steins­þaka. Á síð­ari árum hafa ýmis önnur efni, fyrst og fremst dúkar af ýmsu tagi, rutt sér til rúms, einkum á stærri bygg­ing­um.

Mos­inn er víðar en í görð­unum

Danskir hús­eig­endur þurfa að takast á við a.m.k eitt vand­mál sem er nán­ast óþekkt á hinum íslensku báru­járns­klæddu þök­um: mosa. Hinar hefð­bundu múr­steins­báru­plötur eru fremur hrjúfar og halda í sér rak­anum (þótt hann nái ekki niður í gegn), eru sem­sagt kjörað­stæður mosa­gróð­ur­s. 

Mos­inn hefur gert mörgum dönskum hús­eig­and­anum lífið leitt og þótt margt hafi verið reynt til að hindra mosa­gróð­ur­inn dugir það lítt. Þvottur með háþrýstisprautu, alls kyns undra­efni með aðstoð strá­kústs, allt kemur fyrir ekki. Mos­inn kemur alltaf aftur og ekki nóg með að hann vaxi á þak­inu, hann sest líka að í renn­unum og stíflar þær, það kallar fram önnur vanda­mál. Semsé, mos­inn er óvinur hús­eig­and­ans. Auk mos­ans er múr­steins­klædda þakið líka kjör­lendi ýmis konar gróð­urs, kallar fram græna slikju á rauð­leitu  þak­inu.

Gljá­leir­inn

Margir þak­steins­fram­leið­endur höfðu árum saman glímt við að finna lausnir til að fyr­ir­byggja að mosi og annar gróður gæti tekið sér ból­festu á þak­inu. Um síð­ustu alda­mót kom á mark­að­inn í Dan­mörku nýr þak­steinn, svartur á lit­inn, háglans­and­i. 

Fram­leið­and­inn sagði að með þessum nýja háglans­steini væri búið að kveða mosa­draug­inn í kút­inn, þótt ein­hver mosa­flygsa sett­ist á glans­andi þakið fyki hún burt við minnsta and­vara. Þetta reynd­ist rétt og margir aðrir þak­steins­fram­leið­endur fylgdu í kjöl­far­ið. Hús­eig­endur tóku þessu fagn­andi og á næstu árum mátti æ víðar sjá gljá­steins­klædd þök. En eins og svo oft fylgdi þarna bögg­ull skamm­rifi.

Nýja þak­klæðn­ingin og nágrann­inn

Árið 2005, þegar gljá­steinn­inn hafði verið á mark­aðnum í nokkur ár ákváðu hjón, í smábæ skammt frá Árósum að end­ur­nýja þak­stein­inn á ein­býl­is­hús­inu, sem er með bröttu þaki. Hjónin ákváðu að kaupa háglans­stein, sögðu síðar að það hefðu þau fyrst og fremst gert til að losna við mosa­gróður á þak­inu. Það gekk eft­ir.

Málið kom til kasta Hæstaréttar Danmörku.Önnur lang­hlið húss­ins snýr að eld­hús- og stofu­glugga nágrann­ans. Sá nágranni sem er eldri kona, sá sér til skelf­ingar að þegar sólin skein var engu lík­ara en risa­stórum ljós­kast­ara væri beint að húsi hennar og glamp­inn stóran hluta dags­ins svo skær að eng­inn leið var að haf­ast við í eld­húsi og stofu nema hafa dregið fyr­ir, og dugði varla til. Hvað þá á sól­palli utandyra.

Nóg boðið

Árið 2012, sjö árum eftir að gljá­steinn­inn var lagður á þak­ið, kvart­aði kon­an, fyrst við nágrann­ann og svo við sveit­ar­fé­lag­ið. Nágrann­inn yppti öxlum og hjá sveit­ar­fé­lag­inu feng­ust þau svör að þar giltu engar reglur um þakefni, svo fremi þau upp­fylltu bygg­inga­reglu­gerðir og þar var ekki kveðið á um gljá­stig slíkra efna. Þessi svör vildi nágranna­konan ekki sætta sig við og ákvað að kæra. Krafa hennar fyrir bæj­ar­rétti (lægsta dóm­stigi af þrem­ur) var sú að eig­endum húss­ins með gljá­stein­inum yrði gert skylt að sjá til þess að þakið end­ur­ka­staði ekki sól­ar­ljós­inu á hús nágrann­ans.

Bæj­ar­réttur og Lands­réttur á einu máli  

Fyrir bæj­ar­rétt­inum sögðu gljá­steins­eig­endur að þeir hefðu ekki séð fyrir að nýja þakefnið gæti valdið nágrann­anum óþæg­ind­um. Bentu líka á að gljá­steinn væri full­kom­lega lög­legt þakefni og þar að auki væru liðin sjö ár frá því gljá­steinn­inn var lagður á þak­ið. Enn­fremur fylgdi því ærinn kostn­aður ef skipta þyrfti um þak­stein eða grípa til ann­arra aðgerða til að afmá gljá­ann. 

Bæj­ar­rétt­ur­inn gaf lítið fyrir þessi rök og úrskurð­aði nágrann­anum í vil. Gljá­steins­eig­endur vildu ekki sætta sig við þessa nið­ur­stöðu og málið fór fyrir Lands­rétt, þar var nið­ur­staðan hin sama: gljá­steins­eig­endum gert skylt að sjá til þess að end­ur­kast frá þak­inu yrði innan þeirra marka að ekki trufl­aði nágrann­ann.

End­aði í Hæsta­rétti

Í Dan­mörku gilda ákveðnar reglur um hvaða mál telj­ist eiga erindi fyrir Hæsta­rétt. Gljá­steins­málið hefði undir venju­legum kring­um­stæðum ekki talist af þeirri „stærð­argráðu“ að það ætti þangað erindi. En í ljósi þess að málið átti sér ekki for­dæmi, og vegna þess að í land­inu eru mörg þús­und gljá­steins­þök, fór það fyrir Hæsta­rétt. Dómur Hæsta­réttar féll fyrir nokkrum dögum og hann stað­festi dóm Lands­rétt­ar. Gljá­steins­eig­endur skulu fjar­lægja gljá­ann.

Auglýsing
Kærandinn sem, einsog áður sagði vann mál­ið, kvaðst hlakka til að geta nú bæði horft út um glugg­ana og setið á sól­pall­inum án þess að fá ofbirtu í aug­un.

Þak­steins­fram­leið­endur hafa fundið aðrar lausnir

Eftir að fyrsti dómur í gljá­steins­mál­inu féll, fyrir Bæj­ar­rétti, hófu fram­leið­endur þak­steins að leita leiða til að fram­leiða þak­stein sem hefði eig­in­leika gljá­steins­ins, semsé að vera „mosa­frír“ án þess að gljá. Nú er slíkur steinn löngu kom­inn á mark­að­inn. Arki­tekt­ar, og margir aðrir töldu það líka gljá­stein­inum til lasts að hann var ein­ungis fáan­legur í svört­um, eða mjög dökkum lit, sem ekki var í neinu sam­ræmi við upp­haf­legu klæðn­ing­una en nýi gljá- og mosa­fríi steinn­inn er til í fleiri lit­um.

Hvað geta gljá­steins­eig­endur gert?

Í tengslum við nýaf­staðin mála­ferli fyrir Hæsta­rétti Dan­merkur kom það fram að fyrir nokkru kom á mark­að­inn efni (eins­konar máln­ing) sem hægt er að bera á gljá­steins­þök og með þeim hætti fjar­lægja gljá­ann. Kostn­aður við þessa aðferð er aðeins brot af þeim kostn­aði sem myndi fylgja því að skipta um þak­klæðn­ing­una.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar