Glampandi þak

Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Auglýsing

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem Hæstiréttur Danmerkur kveður upp dóm varðandi áferð á þakklæðningum. Einn slíkur dómur var kveðinn upp fyrir nokkrum dögum, málið kom fyrst til kasta dómstóla árið 2012.

Í Danmörku, eins og víða í Evrópu, er leir algengt byggingarefni. Sem hleðslusteinn í veggi, bæði útveggi og innveggi og ekki síður sem þakklæðning. Ísland er eitt örfárra landa í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, þar sem leir hefur lítt verið nýttur sem byggingaefni og fyrir því eru ýmsar ástæður.

Leirinn sem byggingaefni á sér langa sögu. Talið er að íbúar  Mesópótamíu hafi fyrstir manna uppgötvað nytsemi leirs í kringum árið 5000 f.Kr. Þeir mótuðu leirinn, létu hann þorna í sólinni og notuðu svo til að byggja hús og ýmis mannvirki. 

Auglýsing
Meðal þeirra sem kynntust byggingalist Mesópótamíumanna voru Danir. Þeim var þó ljóst að leirinn, sólþurrkaður, væri ekki nægilega sterkur og þéttur í sér til að þola rakann og slagviðrið á norðlægari slóðum. Í Suður-Evrópu komust menn að því að væri leirinn brenndur við hátt hitastig, yfir 1000 gráður, varð hann margfalt sterkari og þoldi raka og frost, án þess að molna. Leirinn hefur allar götur síðan verið mikið notaður til húsbygginga í mörgum Evrópulöndum. Rauðleir algengastur.

Ekki einungis hleðslusteinn

Þótt leirinn væri í upphafi einkum notaður í vegghleðslur létu evrópskir húsbyggjendur ekki þar við sitja. Leirinn varð fljótt vinsæll sem þakklæðningarefni, meðal annars í Danmörku.  Hefðbundið þak er rauðleitt á lit, með stórum bárum, margfalt stærri en á hefðbundnu bárujárni. Það er vandaverk að leggja þakstein og krefst mikillar kunnáttu. Ef vandað er til verka getur leirsteinsþak enst í áratugi, svo til viðhaldsfrítt. Þaklagning er sérstök iðngrein, námið tekur að jafnaði þrjú og hálft ár og skiptist í bóklegt nám og verklegt. Tagdækker kallast sá sem lokið hefur slíku námi í Danmörku og námið einskorðast að sjálfsögðu ekki við lagningu leirsteinsþaka. Á síðari árum hafa ýmis önnur efni, fyrst og fremst dúkar af ýmsu tagi, rutt sér til rúms, einkum á stærri byggingum.

Mosinn er víðar en í görðunum

Danskir húseigendur þurfa að takast á við a.m.k eitt vandmál sem er nánast óþekkt á hinum íslensku bárujárnsklæddu þökum: mosa. Hinar hefðbundu múrsteinsbáruplötur eru fremur hrjúfar og halda í sér rakanum (þótt hann nái ekki niður í gegn), eru semsagt kjöraðstæður mosagróðurs. 

Mosinn hefur gert mörgum dönskum húseigandanum lífið leitt og þótt margt hafi verið reynt til að hindra mosagróðurinn dugir það lítt. Þvottur með háþrýstisprautu, alls kyns undraefni með aðstoð strákústs, allt kemur fyrir ekki. Mosinn kemur alltaf aftur og ekki nóg með að hann vaxi á þakinu, hann sest líka að í rennunum og stíflar þær, það kallar fram önnur vandamál. Semsé, mosinn er óvinur húseigandans. Auk mosans er múrsteinsklædda þakið líka kjörlendi ýmis konar gróðurs, kallar fram græna slikju á rauðleitu  þakinu.

Gljáleirinn

Margir þaksteinsframleiðendur höfðu árum saman glímt við að finna lausnir til að fyrirbyggja að mosi og annar gróður gæti tekið sér bólfestu á þakinu. Um síðustu aldamót kom á markaðinn í Danmörku nýr þaksteinn, svartur á litinn, háglansandi. 

Framleiðandinn sagði að með þessum nýja háglanssteini væri búið að kveða mosadrauginn í kútinn, þótt einhver mosaflygsa settist á glansandi þakið fyki hún burt við minnsta andvara. Þetta reyndist rétt og margir aðrir þaksteinsframleiðendur fylgdu í kjölfarið. Húseigendur tóku þessu fagnandi og á næstu árum mátti æ víðar sjá gljásteinsklædd þök. En eins og svo oft fylgdi þarna böggull skammrifi.

Nýja þakklæðningin og nágranninn

Árið 2005, þegar gljásteinninn hafði verið á markaðnum í nokkur ár ákváðu hjón, í smábæ skammt frá Árósum að endurnýja þaksteininn á einbýlishúsinu, sem er með bröttu þaki. Hjónin ákváðu að kaupa háglansstein, sögðu síðar að það hefðu þau fyrst og fremst gert til að losna við mosagróður á þakinu. Það gekk eftir.

Málið kom til kasta Hæstaréttar Danmörku.Önnur langhlið hússins snýr að eldhús- og stofuglugga nágrannans. Sá nágranni sem er eldri kona, sá sér til skelfingar að þegar sólin skein var engu líkara en risastórum ljóskastara væri beint að húsi hennar og glampinn stóran hluta dagsins svo skær að enginn leið var að hafast við í eldhúsi og stofu nema hafa dregið fyrir, og dugði varla til. Hvað þá á sólpalli utandyra.

Nóg boðið

Árið 2012, sjö árum eftir að gljásteinninn var lagður á þakið, kvartaði konan, fyrst við nágrannann og svo við sveitarfélagið. Nágranninn yppti öxlum og hjá sveitarfélaginu fengust þau svör að þar giltu engar reglur um þakefni, svo fremi þau uppfylltu byggingareglugerðir og þar var ekki kveðið á um gljástig slíkra efna. Þessi svör vildi nágrannakonan ekki sætta sig við og ákvað að kæra. Krafa hennar fyrir bæjarrétti (lægsta dómstigi af þremur) var sú að eigendum hússins með gljásteininum yrði gert skylt að sjá til þess að þakið endurkastaði ekki sólarljósinu á hús nágrannans.

Bæjarréttur og Landsréttur á einu máli  

Fyrir bæjarréttinum sögðu gljásteinseigendur að þeir hefðu ekki séð fyrir að nýja þakefnið gæti valdið nágrannanum óþægindum. Bentu líka á að gljásteinn væri fullkomlega löglegt þakefni og þar að auki væru liðin sjö ár frá því gljásteinninn var lagður á þakið. Ennfremur fylgdi því ærinn kostnaður ef skipta þyrfti um þakstein eða grípa til annarra aðgerða til að afmá gljáann. 

Bæjarrétturinn gaf lítið fyrir þessi rök og úrskurðaði nágrannanum í vil. Gljásteinseigendur vildu ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og málið fór fyrir Landsrétt, þar var niðurstaðan hin sama: gljásteinseigendum gert skylt að sjá til þess að endurkast frá þakinu yrði innan þeirra marka að ekki truflaði nágrannann.

Endaði í Hæstarétti

Í Danmörku gilda ákveðnar reglur um hvaða mál teljist eiga erindi fyrir Hæstarétt. Gljásteinsmálið hefði undir venjulegum kringumstæðum ekki talist af þeirri „stærðargráðu“ að það ætti þangað erindi. En í ljósi þess að málið átti sér ekki fordæmi, og vegna þess að í landinu eru mörg þúsund gljásteinsþök, fór það fyrir Hæstarétt. Dómur Hæstaréttar féll fyrir nokkrum dögum og hann staðfesti dóm Landsréttar. Gljásteinseigendur skulu fjarlægja gljáann.

Auglýsing
Kærandinn sem, einsog áður sagði vann málið, kvaðst hlakka til að geta nú bæði horft út um gluggana og setið á sólpallinum án þess að fá ofbirtu í augun.

Þaksteinsframleiðendur hafa fundið aðrar lausnir

Eftir að fyrsti dómur í gljásteinsmálinu féll, fyrir Bæjarrétti, hófu framleiðendur þaksteins að leita leiða til að framleiða þakstein sem hefði eiginleika gljásteinsins, semsé að vera „mosafrír“ án þess að gljá. Nú er slíkur steinn löngu kominn á markaðinn. Arkitektar, og margir aðrir töldu það líka gljásteininum til lasts að hann var einungis fáanlegur í svörtum, eða mjög dökkum lit, sem ekki var í neinu samræmi við upphaflegu klæðninguna en nýi gljá- og mosafríi steinninn er til í fleiri litum.

Hvað geta gljásteinseigendur gert?

Í tengslum við nýafstaðin málaferli fyrir Hæstarétti Danmerkur kom það fram að fyrir nokkru kom á markaðinn efni (einskonar málning) sem hægt er að bera á gljásteinsþök og með þeim hætti fjarlægja gljáann. Kostnaður við þessa aðferð er aðeins brot af þeim kostnaði sem myndi fylgja því að skipta um þakklæðninguna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar