Stjórnmálaleg fyrirgreiðsla, meintur fjárdráttur, milljarðar tapaðir og gjaldþrot

Milljarðar hafa tapast vegna United Silicon, sem var sett í þrot á mánudag. Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi, lögðu sig mjög fram um að greiða fyrir því að verksmiðja félagsins yrði að veruleika.

Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Auglýsing



„Upp­bygg­ing kís­il­vers­ins í Helgu­vík  er dæmi um gríð­ar­lega seiglu þeirra sem að stóðu. Með því að neita að gef­ast upp, finna lausnir á erf­iðum tím­um, hefur loks mark­mið­inu verið náð. Orku­samn­ingar eru frá­gengn­ir, fjár­mögnun er til­búin og bygg­ing­ar­fram­kvæmdir sem skapa hund­ruðum manna atvinnu eru að hefj­ast. Í kjöl­farið hefst síðan fram­leiðsla þar sem á þriðja hund­rað manns munu hafa vel launuð störf.“

Svona hófst grein sem Árni Sig­fús­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, skrif­aði í stað­ar­blaðið Vík­ur­fréttir 31. ágúst 2014. Til­efnið var að nokkrum dögum áður hafði verið tekin skóflustunga að kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík. Þremur árum síðar var rekstur verk­smiðj­unnar stöðv­aður og á mánu­dag var United Sil­icon gefið upp til gjald­þrota­skipta.

Stóðu með Magn­úsi á erf­iðum tímum

Árni hélt áfram og sagði það hafa verið „ákvörðun okkar sem stýrðum bæj­ar­fé­lag­inu að standa með upp­hafs­mönnum verk­efn­is­ins, Magn­úsi Garð­ars­syni og félög­um, í gegnum ýmsa erf­ið­leika. Þar fór maður sem leit­aði lausna þegar erlend fyr­ir­tæki helt­ust ítrekað úr lest­inni, fann nýja sam­starfs­að­ila og hélt áfram. Það var úrslita­at­riði að við stjórn­endur bæj­ar­ins gæfum honum það svig­rúm sem hann þurfti þegar allt virt­ist vera að slitna, til að ná endum sam­an, standa með honum á erf­iðum tím­um. Seigla og þol­in­mæði beggja aðila hefur nú skilað árangri.“

Auglýsing
Á meðal þeirra sem tóku skóflustung­una að verk­smiðju United Sil­icon voru áður­nefndur Magnús Garð­ars­son, þá for­stjóri United Sil­icon, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Við það til­efni sagði Ragn­heiður Elín að þetta væri stór dagur fyrir Suð­ur­nesja­menn og Íslend­inga alla. „Þetta er fyrsta stóra verk­efnið af þessu tagi eftir hrun. Við erum von­andi að sjá þetta sem tákn­mynd þess að hjólin eru farin að snú­ast aftur í rétta átt.“

Í við­tali við Vík­ur­fréttir sagði hún: „Það er búið að und­ir­búa þetta svæði vel af hálfu bæj­ar­yf­ir­valda í Reykja­nes­bæ, og það er á engan hallað þegar ég vil nefna Árna Sig­fús­son sér­stak­lega í því efn­i.“

Fjár­fest­inga­samn­ingur um skatta­af­slætti

Nokkrum mán­uðum áður, í apríl 2014, hafði Ragn­heiður Elín gert fjár­fest­ing­ar­samn­ing við United Sil­icon sem í fólst m.a. að félagið þurfti ein­ungis að greiða 15 pró­sent tekju­skatt og fékk 50 pró­sent afslátt af almennu trygg­inga­gjaldi í tíu ár frá því að gjald­skylda myndi mynd­ast en að hámarki í 13 ár frá því samn­ing­ur­inn tæki gildi. Að auki veitti Reykja­nes­bær verk­efn­inu ákveðnar íviln­anir til jafn langs tíma. Á árunum 2015 og 2016 fékk United Sil­icon um 30 millj­ónir króna í rík­is­að­stoð á grund­velli samn­ings­ins.

Þremur árum eftir að skóflustungan var tekin var United Sil­icon komið í greiðslu­stöðv­un. Tæpt ár var þá frá því að kveikt var á verk­smiðj­unni. Þann 1. sept­em­ber 2017 var starf­semi hennar stöðv­uð. Og á mánu­dag, þremur árum og tæpum fimm mán­uðum eftir skóflustung­una, og rétt rúmu ári eftir að verk­smiðja United Sil­icon var gagn­sett, var félagið gefið upp til gjald­þrota­skipta.

Nú standa þau yfir­gefin hlið við hlið í Helgu­vík, álverið sem aldrei varð og gjald­þrota verk­smiðjan sem meng­andi svo mikið að hún fékk ekki að starfa. Og hvor­ugt verk­efnið er að skapa störf né tekjur fyrir sam­fé­lag­ið.

Skulda­klafa hlaðið á Reykja­nesbæ

Það eru ansi margir sem sitja eftir með sárt ennið vegna United Sil­icon verk­efn­is­ins. Þar ber fyrst að nefna Reykja­nes­bæ. en United Sil­icon skuldar sveit­ar­fé­lag­inu um 200 millj­ónir króna í ógreidd gjöld. Auk þess gekkst það í ábyrgð fyrir millj­arða króna upp­bygg­ingu hafnar í Helgu­vík sem átti að þjón­usta stór­iðju.

Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon, er grunaður um að hafa beitt umfangsmiklum blekkingum til að draga að sér 605 milljónir króna.Sú áætlun fór ekki alveg eins og upp var lagt. Ekk­ert varð af álveri Norð­ur­áls á svæð­inu, United Sil­icon náði ekki að starfa í eitt ár. Þriðja verk­efn­ið, kís­il­málm­verk­smiðja Thorsil, mun í fyrsta lagi hefja fram­leiðslu árið 2020. Höfn­in, sem Reykja­nes­bær gekkst í ábyrgð upp á marga millj­arða króna fyr­ir, hefur því aldrei skilað þeim tekjum sem hún­ átti að gera og hvorki Reykja­­nes­höfn né Reykja­­nes­­bær hafa ráðið við afborg­­anir af lánum vegna henn­ar.

Þess í stað end­aði Reykja­nes­bær sem eitt skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins og rekstur árum saman var af­­leit­­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014, á meðan að Árni Sig­fús­son var bæj­ar­stjóri, var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þess­arar stöðu þurfti sveit­ar­fé­lagið að leggja auknar skatt­byrðar á íbúa sína til að laga hina afleitu fjár­hags­stöðu. Og stór hluti þeirra skulda sem þurfti að semja um voru vegna lána sem tekin voru vegna upp­bygg­ingu hafn­ar­innar í Helgu­vík.

Fyrir utan þær fjár­hags­legu byrðar sem lagðar hafa verið á íbúa Reykja­nes­bæjar þá voru lífs­gæði þeirra veru­lega skert á þeim skamma tíma sem verk­smiðja United Sil­icon var starf­rækt. Íbú­arnir kvört­uðu nær linnu­lítið undan mengu, enda verk­smiðjan stað­sett mjög nálægt byggð, auk þess sem það kvikn­aði í verk­smiðj­unni.

Banki að hluta í eigu ríkis og líf­eyr­is­sjóðir tapa millj­örðum

Hlut­hafar og kröf­u­hafar United Sil­icon hafa líka tapað miklu. Þeir hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna verk­smiðj­unn­ar. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók að mestu yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki ábyrgð­ist auk þess rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst og þar til að United Sil­icon var sett í þrot á mánu­dag. Íslenska ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka.

Auglýsing
Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu var að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EF­Í­A). Þar nam nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Frétta­skýr­ingin birt­ist fyrst í Mann­lífi sem kom út 26. jan­ú­ar. 

Grunaður um að hafa dregið að sér 605 milljónir króna

Sá sem leiddi United Sil­icon-verk­efn­ið, mað­ur­inn sem for­svars­menn Reykja­nes­bæjar stóðu með á erf­iðum tím­um, er í miklum vanda. Magnús Garð­­ar­s­­son hefur verið kærður til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna þess að hann er grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­samn­ing og búið til gervi­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr United Sil­icon. Alls er grunur um að Magnús hafi dregið að sér 605 millj­­ónir króna.

Þá telja rann­sak­endur að Magnús hafi mis­notað fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sjálfum sér til hags­bóta með snún­ingi sem tengd­ist fjár­mögnun United Sil­icon.

Magnús neitar sök í mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar