Með hraða snigilsins

Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.

Femern
Auglýsing

Í upp­hafi var gert ráð fyrir brú, með land­fyll­ingum beggja vegna, fyr­ir­myndir þeirrar hug­myndar voru Eyr­ar­sunds­brúin milli Dan­merkur og Sví­þjóðar og Stóra­belt­is­brúin milli Sjá­lands og Fjóns. Eftir að ráð­herr­arnir höfðu und­ir­ritað sam­komu­lagið þurftu rík­is­stjórnir og þjóð­þing beggja landa að stað­festa það. Árið 2011, þremur árum eftir að ráð­herr­arnir und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið skil­uðu tvö ráð­gjafa­fyr­ir­tæki skýrslum varð­andi fyr­ir­hug­aðan ,,a­k­veg“. Nið­ur­staða beggja fyr­ir­tækj­anna var að æski­legra væri að leggja göng í stað þess að brúa. Rökin voru þau að göng hefðu minni áhrif á umhverf­ið, þau yrðu óháð veðri, sem skipti miklu máli því vinda­samt er á sund­inu og því mætti búast við að brú yrði lokað marg­sinnis á ári hverju. Breytt tækni gerði að verkum að til­tölu­lega litlu mun­aði á kostn­aði á göngum og brú. Allt mælti semsé með göngum og brú­ar­hug­myndin lögð á hill­una eftir að stjórn­mála­menn höfðu kynnt sér skýrsl­urn­ar.

Und­ir­bún­ing­ur­inn

Eftir miklar umræð­ur, bæði á danska þing­inu og því þýska, var sam­þykkt, í febr­úar 2011, að ráð­ast í verk­efnið sem fékk heitið ,,Fem­ern teng­ing­in“. Þá fyrst var hægt að hefj­ast handa við und­ir­bún­ing þess­arar miklu fram­kvæmd­ar, gera nákvæma fjár­hags­á­ætl­un, afla til­skil­inna leyfa o.s.frv. Allt slíkt tekur langan tíma og því ljóst að ganga­gerð­inni yrði ekki hespað af. Þegar þjóð­þing land­anna tveggja höfðu sam­þykkt verk­efnið (og sett sér­stök fram­kvæmda­lög) var til­kynnt að ef allt gengi að óskum yrði hægt að aka um göngin árið 2020. Síðar kom í ljós að þarna hafði bjart­sýnin borið raun­sæið ofur­liði.

Eins­konar hólkur á botn­inum

Eins og áður var á minnst hefur ný tækni við lagn­ingu neð­an­sjáv­ar­ganga gert að verkum að kostn­að­ur­inn við að leggja göng er nán­ast sá sami og að byggja brú, með upp­fyll­ingum beggja vegna. Aðferðin við ganga­gerð­ina er sú að steyptir verða 89 ,,bút­ar“, hver um sig um það bil 200 metra lang­ur, 40 metra breiður og 9 metra hár. Hver ,,bút­ur“ vegur um það bil 73.500 tonn. ,,Bút­arn­ir“ verða steyptir á landi, vænt­an­lega í Rødby á Lálandi, og dregnir fljót­and­i,á réttan stað, þar verður þeim sökkt með því að hleypa vatni inn í sér­staka botnt­anka. Þeir verða svo festir saman og mynda þannig hin 18 kíló­metra löngu göng, lengstu göng í heimi á hafs­botni. Í göng­unum verða tvær akreinar í hvora átt auk lest­ar­ganga. Inn­heimt verður sér­stakt ganga­gjald (líkt og gert er við brýrnar yfir Eyr­ar­sund og Stóra­belt­i).    

Auglýsing

Kannski í gagnið árið 2028

Ljónin í vegi þess­arar miklu fram­kvæmdar reynd­ust bæði fleiri og fyr­ir­ferð­ar­meiri en hinir bjart­sýnu ráð­herrar gerðu ráð fyrir þegar  sam­komu­lagið frá árinu 2008 var end­an­lega stað­fest 2011.

Mjög fljót­lega varð ljóst að göngin yrðu ekki tekin í notkun árið 2020, danski sam­göngu­ráð­herr­ann sagði snemma árs 2013 að von­andi yrði hægt að opna göngin árið 2022. Nú er talað um að árið 2028 verði göngin til­búin og komin í gagn­ið.  Ótal­margt hefur orðið þess vald­andi að verk­inu seinkar jafn mikið og nú er útlit fyr­ir. Samn­inga- og útboðs­mál hafa reynst mun flókn­ari og tíma­frek­ari en talið var í upp­hafi. Í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að verk­efni af þessu tagi á sér ekki hlið­stæðu, en danski sam­göngu­ráð­herr­ann sagði nýlega í við­tali að ,,þótt margir væru óþol­in­móðir væri mik­il­væg­ara að allir kubbar í þessu mikla púslu­spili lægju á end­anum á réttum stað“.

Gjöld og tekjur

Fram­kvæmdin er sú stærsta sem Danir hafa nokkru sinni ráð­ist í en þeir fjár­magna verkið að stærstum hluta en fá í stað­inn tekj­urnar af ganga­gjald­inu sem áður var nefnt. Sam­kvæmt nýj­ustu útreikn­ingum mun kostn­að­ur­inn við gerð gang­anna nema um það bil 64 millj­örðum danskra króna (um það bil 1060 millj­örðum íslenskum). Það er mun hærri upp­hæð en fyrst var gert ráð fyr­ir. Þótt ákveðin óvissa ríki um end­an­legan kostnað við ganga­gerð­ina er óvissan um tekju­hlið­ina þó mun meiri. Eng­inn veit hversu margir bílar og lestir koma til með að fara um göng­in. Þetta veldur dönskum stjórn­völdum áhyggj­um. Ef svo færi að færri noti göngin en spár gera ráð fyrir myndi hluti reikn­ings­ins vegna lagn­ingar gang­anna enda hjá skatt­greið­end­um. Dönskum skatt­greið­endum vel að merkja.

Leyni­lega könn­unin

Fyr­ir­tækin Fem­ern A/S og Sund og Bælt (sem ann­ast rekstur Stóra­belt­is- og Eyr­ar­sunds­brúnna) létu fyrir rúmu ári vinna yfir­grips­mikla könnun varð­andi hugs­an­lega umferð um nýju göng­in. 56 þús­und bíl­stjórar sem að jafn­aði aka um Stóra­belt­is­brúna og for­svars­menn flutn­inga­fyr­ir­tækja voru spurðir hvort þeir myndu nota Fem­ern teng­ing­una þegar hún kemst í gagn­ið. Þrátt fyrir að Danska rík­is­út­varpið og fleiri danskir fjöl­miðlar hafi marg­sinnis óskað eftir að fá upp­lýs­ingar um nið­ur­stöður þess­arar könn­unar hefur það ekki tek­ist. Sam­göngu­ráðu­neytið hefur ekki heldur fengið að sjá nið­ur­stöð­urn­ar. Þegar spurt hefur verið um ástæður þess að nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er haldið leyndum er skýr­ingin sú að aðferð­inni við könn­un­ina hafi verið ,,á­bóta­vant“. Fem­ern fyr­ir­tækið hefur til­kynnt að nú sé unnið að nýrri umferð­ar­könn­un, nið­ur­stöður hennar eiga að liggja fyrir um næstu ára­mót. ,, Þetta snigl­ast áfram“ sagði danskur ráð­herra nýlega í við­tali þegar rætt var um göng­in.

Munu gjör­breyta sam­göng­unum

Göngin munu gjör­breyta sam­göngum milli Dan­merkur og Þýska­lands. Um það eru allir sam­mála. Danski sam­göngu­ráð­herrann, Ole Birk Olesen sagði nýlega í við­tali að vissu­lega hefði verið æski­legt að verkið hefði ekki dreg­ist jafn mikið og raun hefur orðið en þegar spurt var hvort kannski væri óraun­hæft að ráð­ast í svo stórt verk­efni svar­aði ráð­herr­ann ,,Fem­ern göngin munu vissu­lega hvíla á sandi en  ákvörð­unin um að leggja þau, var ekki byggð á sand­i“.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar