Pexels

„Lýðræði í verki hlýtur að þurfa að ná til allra en ekki bara sumra“

Til þess að byggja upp gott samfélag þarf að huga að öllum þegnum þess, ekki síst jaðarhópum á borð við þá af erlendum uppruna, að mati sérfræðings. Margar leiðir eru að markmiðinu en eitt það mikilvægasta er að huga að þeim yngstu og sjá til þess að allir fái sömu tækifæri til menntunar.

Með vax­andi fjöl­breyti­leika íbúa þurfa sam­fé­lög að takast á við krefj­andi aðstæður sem geta komið upp í kjöl­far­ið. Til þess að allir fái jöfn tæki­færi þá er mik­il­vægt að kanna hvernig Íslend­ingar standa sig í því að aðlaga skóla­kerfið að menn­ingu og tungu­máli þeirra sem flytj­ast hingað til lands. Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn er nauð­syn­legt að skól­ar, kenn­arar og stjórn­endur vinni saman til að miðla góðri þekk­ingu og aðferðum en því hefur verið ábóta­vant í íslenskum skól­um. Einn rann­sak­end­anna segir að Íslend­ingar geti ekki firrt sig ábyrgð og að allir skólir verði í sam­ein­ingu að axla ábyrgð á þessum mála­flokki.

Nýlega var viða­mikið rann­sókn­ar­verk­efni unnið undir íslenska heit­inu Náms­rými félags­legs rétt­lætis og mennt­unar án aðgrein­ing­ar: Frá­sagnir um vel­gengni nem­enda af erlendum upp­runa og skóla á fjórum Norð­ur­lönd­um. Rann­sak­aðir voru 27 skólar í fjórum lönd­um, þar af níu á Íslandi, þar sem vel hafði gengið í vinnu með börnum af erlendum upp­runa. Rann­sóknin stóð yfir í þrjú ár og lauk í lok árs 2015.

Meg­in­mark­mið verk­efn­is­ins var að öðl­ast skiln­ing á reynslu nem­enda af erlendum upp­runa á Íslandi og í Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð sem átt hafa náms- og félags­legri vel­gengni að fagna og að kanna hvernig félags­legt rétt­læti birt­ist í skóla­starfi og öðru náms­rými sem byggt er á marg­breyti­leika og hefur jafn­rétti að leið­ar­ljósi.

Kenn­arar almennt ekki reiðu­búnir

Hanna Ragnarsdóttir Mynd: Háskóli ÍslandsHanna Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands og einn rann­sak­end­anna, segir að skólar hafi verið valdir í verk­efnið sem vitað var að hefðu gert góða hluti í þessum mál­um. „Al­mennt held ég að við getum sagt að þekk­ingin sé að aukast en aftur á móti er langt frá því að allir skólar séu til­búnir til að taka á móti fjöl­breyttum nem­enda­hópum hvað þetta varð­ar,“ segir hún og bætir því við að hún telji að raun­veru­leik­inn sé alls ekki sá að kenn­arar séu almennt til­bún­ir. Hún bendir á að alhliða fræðslu þurfi og menntun varð­andi þessi mál­efni.

Mik­il­vægt er að byggja á öllum tungu­málum og styðja fjöl­tyngi með marg­vís­legum aðferð­um, segir í nið­ur­stöðum verk­efn­is­ins. Jafn­framt að nauð­syn­legt sé að fjölga móð­ur­máls­kenn­urum til að kenna og styðja við móð­ur­mál inn­flytj­enda­barna. For­eldra­sam­starf sé einn af lyk­il­þátt­unum í vel­gengni nem­enda og í sumum skólum í rann­sókn­inni skorti frum­kvæði í sam­skiptum við for­eldra en í þeim skólum þar sem slíkt frum­kvæði var fyrir hendi hafði þró­ast afar far­sælt starf með inn­flytj­enda­börnum og fjöl­skyldum þeirra.

Öll börn eiga rétt á menntun

Hanna segir að nauð­syn­legt sé að allir skólar axli ábyrgð. Hún bendir á að þetta við­fangs­efni snerti alla og í flestum bekkjum eða barna­hópum séu börn af erlendum upp­runa. Þannig sé sam­fé­lagið í dag. Ákveðna vit­und­ar­vakn­ingu þurfi varð­andi þessi mál.

Í fyrsta lagi snýst þetta um rétt­indi barna til mennt­un­ar, að sögn Hönnu. „Það þarf nú ekki að fara langt til að sjá þessi rétt­indi, þau eru í Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og í lögum um skóla á öllum stig­um. Í okkar lagaum­gjörð eru rétt­indi barna til mennt­unar mjög skýr. Í öðru lagi finnst mér þetta vera stórt sam­fé­lags­legt mál. Ef við sinnum ekki menntun ákveð­ins hóps þá sjáum við fram á mjög lag­skipt sam­fé­lag, þar sem ákveð­inn hópur verður á jaðr­inum til lengri tíma. Við erum að nokkru leyti nú þegar farin að sjá það,“ segir hún og bætir því við að börn sem hafa ekki fengið nægi­lega góða menntun við hæfi, og þar sem ekki hafi verið brugð­ist nægi­lega vel við þeirra þörf­um, lendi á jaðr­inum í sam­fé­lag­inu.

Ef við sinnum ekki menntun ákveðins hóps þá sjáum við fram á mjög lagskipt samfélag, þar sem ákveðinn hópur verður á jaðrinum til lengri tíma. Við erum að nokkru leyti nú þegar farin að sjá það.
Samkvæmt rannsókninni er nauðsynlegt að skólar, kennarar og stjórnendur starfi saman að því til að miðla góðri þekkingu og aðferðum.
Pexels

Íslend­ingar geta ekki firrt sig ábyrgð

Hægt er að finna fjölda dæma, bæði frá Íslandi og öðrum lönd­um, hvernig hægt sé að gera hlut­ina vel, að sögn Hönnu. „Þannig að við getum ekki firrt okkur ábyrgð,“ segir hún. „Við sjáum að þetta er hægt og það er fjöldi skóla sem er nú þegar að gera þetta vel, bæði á Íslandi og erlend­is.“ Til þess að ná sem bestum árangri í þessum efnum er hægt að fara margar leið­ir, að mati Hönnu, eins og hefur sýnt sig í fjöl­mörgum skólum á Íslandi.

Hún segir að sveit­ar­fé­lögin séu sum að axla mikla ábyrgð og sýna gott frum­kvæði. Þetta sé ekki ein­ungis bundið lög­unum heldur skipti stefnan og fram­kvæmdin í sveit­ar­fé­lög­unum miklu máli. Þau beri ábyrgð á leik- og grunn­skólum og leggi þar af leið­andi lín­urn­ar. Svo sé það skól­anna að taka við bolt­an­um. „Þetta er nátt­úru­lega svo löng leið, frá lögum og stefnu til fram­kvæmd­ar. Það verður að hugsa þetta alla leið til barns­ins, þannig að þetta er ekki ein­falt,“ segir hún. En á móti komi að Íslend­ingar búi í pínu­litlu sam­fé­lagi og þess vegna telur Hanna að það séu for­sendur til að gera þetta vel og að fólk geti lært hvert af öðru.

Mik­il­vægt að hvetja fólk til þátt­töku

Í loka­skýrslu rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins er bent á að til að miðla góðri þekk­ingu og aðferðum sé nauð­syn­legt að skól­ar, kenn­arar og stjórn­end­ur, starfi saman að því. Lítið hafi verið um slíkt í rann­sókn­inni og hver skóli, og jafn­vel ein­stakir kenn­ar­ar, hafi virst þróa eigin þekk­ingu og aðferð­ir. Einnig sé mik­il­vægt að meira sam­tal og sam­starf sé milli háskóla sem mennta og end­ur­mennta kenn­ara. Hanna segir að óþarfi sé fyrir alla að finna upp hjólið og byrja frá grunni. „Nú þarf að miðla, skólar og kenn­arar þurfa að læra hver af öðrum og styðja hvern ann­an,“ segir hún.

Það þurfi enn­fremur að styðja alla til þátt­töku og vera viss um að fólk sé upp­lýst og geti tekið þátt í ákvörð­un­um. „Lýð­ræði í verki hlýtur að þurfa að ná til allra en ekki bara sum­ra,“ segir hún.

Varð­andi almenna sam­fé­lags­lega þátt­töku þá þarf bæði að hvetja fólk til að taka þátt og búa til svig­rúm fyrir það, að mati Hönnu. Ekki tala það niður þar sem það er að leggja sig fram, til að mynda þegar fólk er nið­ur­lægt fyrir að tala ekki tungu­málið full­kom­lega. „Það eru þessi við­horf sem eru ekki í nógu góðu lagi hjá okk­ur. Það þarf að vera sam­staða um að hvetja til þátt­töku og bjóða fólk vel­komið og ekki níð­ast á því þegar það reynir að taka þátt,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar