Vilja netöryggiskennslu inn í námskrá grunnskólanna

Aukin fræðsla í netöryggismálum á borð við kennslu á mismunandi skólastigum er eitt af langtímamarkmiðum í netöryggismálum að sögn framkvæmdastjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Fjöldi tilkynninga um netsvindl hefur margfaldast á undanförnum misserum.

Guðmundur Arnar Sigmundsson framkvæmdastjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir það mikilvægt að kenna börnum snemma hvernig það eigi að umgangast netið líkt og gert er í tilfelli fræðslu um umferðaröryggi.
Guðmundur Arnar Sigmundsson framkvæmdastjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir það mikilvægt að kenna börnum snemma hvernig það eigi að umgangast netið líkt og gert er í tilfelli fræðslu um umferðaröryggi.
Auglýsing

Það að fræða net­not­endur og allan almenn­ing um net­ör­yggi er skil­virkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir netsvindl, að sögn Guð­mundar Arn­ars Sig­munds­sonar fram­kvæmda­stjóra CERT-IS, net­ör­ygg­is­sveitar Fjar­skipta­stofu. Hann segir nauð­syn­legt að hefja fræðslu um net­ör­ygg­is­mál snemma, líkt og gert er í til­felli fræðslu um umferð­ar­ör­yggi.

„Við kennum börnum að umgang­ast umferð­ina alveg frá því að þau eru nýbúin að læra að labba af því að umferð er hættu­leg. Hún er líka rosa­lega skil­virk og nauð­syn­leg og við þurfum að kenna fólki að umgang­ast þetta,“ segir Guð­mund­ur.

„Það er tekið á þessu í nýrri net­ör­ygg­is­stefnu Íslands sem nær til næstu 15 ára. Það er verið að vinna í aðgerða­á­ætlun hennar og inn­leið­ingu og þar er hrein­lega verið að taka á því hvernig við aukum net­ör­ygg­is­vit­und almenn­ings,“ segir hann og bætir því við að að kennsla í net­ör­yggi muni jafn­vel ná inn í námskrá á grunn­skóla­stigi.

Auglýsing

Marg­földun í til­kynn­ingum til CERT-IS

Í áður­nefndri net­ör­ygg­is­stefnu Íslands sem kom út seint á síð­asta ári er fjallað um fræðslu og kennslu í net­ör­ygg­is­mál­um. Þar segir meðal ann­ars að „vit­und­ar­vakn­ing og fræðsla um net­ör­ygg­is­mál verði aukin með áherslu á fræðslu við hæfi fyrir þá hópa sem við­kvæm­astir eru,“ og að með „fjöl­breyti­leika í menntun og fræðslu á sviði net­ör­ygg­is­mála á öllum skóla­stigum og á vegum atvinnu­lífs­ins næst fram­þróun þekk­ingar og hæfni sem er nauð­syn­leg hér­lendis og í alþjóð­legri sam­keppn­i.“

Guð­mundur bendir á að aukin fræðsla, líkt og kennsla á mis­mun­andi skóla­stigum sé eitt af lang­tíma­mark­miðum í net­ör­ygg­is­mál­um. Til skamms tíma snú­ist bar­áttan fyrir bættu net­ör­yggi fyrst og fremst um að ræða hætt­urnar sem steðja að fólki á net­inu og þær aðgerðir sem fólk getur gripið til. Veru­leg aukn­ing hefur orðið á svindl­her­ferðum á net­inu að und­an­förnu, að sögn Guð­mundar en til að mynda bár­ust CERT-IS 446 til­kynn­ingar vegna netsvindls í fyrra sam­an­borið við 181 til­kynn­ingu árið áður.

Fólk geti aukið öryggi sitt með marg­vís­legum leiðum

Spurður að því hvað sé til ráða segir Guð­mund­ur: „Það er gíf­ur­lega mik­il­vægt að fara eftir þessum helstu örygg­is­ráðum fyrir fólk sem er með ein­hverja við­veru á inter­net­inu. Þá erum við að tala um að nota lengri og flókn­ari lyk­il­orð og að nota tvö­falda auð­kenn­ingu. Það er senni­lega ein­hver besta aðgerð sem hægt er að fara í, það er að virkja þessa tvö­földu auð­kenn­ing­u.“

Kjarn­inn tók nýverið saman nokkur ráð sem snúa að net­ör­yggi en til við­bótar við löng og flókin lyk­il­orð og tvö­falda auð­kenn­ingu mælir Guð­mundur með því að fólk nýti sér þjón­ustu lyk­il­orða­banka (e. Password mana­ger). Þá sé mik­il­vægt að fólk passi vel upp á hvaða upp­lýs­ingar það sendi yfir netið og að það beiti tor­tryggni í net­sam­skipti þegar við á, til dæmis þegar óskað er eftir við­kvæmum upp­lýs­ingum eða milli­færslum – jafn­vel þó að þau skila­boð virð­ist koma frá ein­hverjum nákomn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent