Með hraða snigilsins

Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.

Femern
Auglýsing

Í upphafi var gert ráð fyrir brú, með landfyllingum beggja vegna, fyrirmyndir þeirrar hugmyndar voru Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar og Stórabeltisbrúin milli Sjálands og Fjóns. Eftir að ráðherrarnir höfðu undirritað samkomulagið þurftu ríkisstjórnir og þjóðþing beggja landa að staðfesta það. Árið 2011, þremur árum eftir að ráðherrarnir undirrituðu samkomulagið skiluðu tvö ráðgjafafyrirtæki skýrslum varðandi fyrirhugaðan ,,akveg“. Niðurstaða beggja fyrirtækjanna var að æskilegra væri að leggja göng í stað þess að brúa. Rökin voru þau að göng hefðu minni áhrif á umhverfið, þau yrðu óháð veðri, sem skipti miklu máli því vindasamt er á sundinu og því mætti búast við að brú yrði lokað margsinnis á ári hverju. Breytt tækni gerði að verkum að tiltölulega litlu munaði á kostnaði á göngum og brú. Allt mælti semsé með göngum og brúarhugmyndin lögð á hilluna eftir að stjórnmálamenn höfðu kynnt sér skýrslurnar.

Undirbúningurinn

Eftir miklar umræður, bæði á danska þinginu og því þýska, var samþykkt, í febrúar 2011, að ráðast í verkefnið sem fékk heitið ,,Femern tengingin“. Þá fyrst var hægt að hefjast handa við undirbúning þessarar miklu framkvæmdar, gera nákvæma fjárhagsáætlun, afla tilskilinna leyfa o.s.frv. Allt slíkt tekur langan tíma og því ljóst að gangagerðinni yrði ekki hespað af. Þegar þjóðþing landanna tveggja höfðu samþykkt verkefnið (og sett sérstök framkvæmdalög) var tilkynnt að ef allt gengi að óskum yrði hægt að aka um göngin árið 2020. Síðar kom í ljós að þarna hafði bjartsýnin borið raunsæið ofurliði.

Einskonar hólkur á botninum

Eins og áður var á minnst hefur ný tækni við lagningu neðansjávarganga gert að verkum að kostnaðurinn við að leggja göng er nánast sá sami og að byggja brú, með uppfyllingum beggja vegna. Aðferðin við gangagerðina er sú að steyptir verða 89 ,,bútar“, hver um sig um það bil 200 metra langur, 40 metra breiður og 9 metra hár. Hver ,,bútur“ vegur um það bil 73.500 tonn. ,,Bútarnir“ verða steyptir á landi, væntanlega í Rødby á Lálandi, og dregnir fljótandi,á réttan stað, þar verður þeim sökkt með því að hleypa vatni inn í sérstaka botntanka. Þeir verða svo festir saman og mynda þannig hin 18 kílómetra löngu göng, lengstu göng í heimi á hafsbotni. Í göngunum verða tvær akreinar í hvora átt auk lestarganga. Innheimt verður sérstakt gangagjald (líkt og gert er við brýrnar yfir Eyrarsund og Stórabelti).    

Auglýsing

Kannski í gagnið árið 2028

Ljónin í vegi þessarar miklu framkvæmdar reyndust bæði fleiri og fyrirferðarmeiri en hinir bjartsýnu ráðherrar gerðu ráð fyrir þegar  samkomulagið frá árinu 2008 var endanlega staðfest 2011.

Mjög fljótlega varð ljóst að göngin yrðu ekki tekin í notkun árið 2020, danski samgönguráðherrann sagði snemma árs 2013 að vonandi yrði hægt að opna göngin árið 2022. Nú er talað um að árið 2028 verði göngin tilbúin og komin í gagnið.  Ótalmargt hefur orðið þess valdandi að verkinu seinkar jafn mikið og nú er útlit fyrir. Samninga- og útboðsmál hafa reynst mun flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að verkefni af þessu tagi á sér ekki hliðstæðu, en danski samgönguráðherrann sagði nýlega í viðtali að ,,þótt margir væru óþolinmóðir væri mikilvægara að allir kubbar í þessu mikla púsluspili lægju á endanum á réttum stað“.

Gjöld og tekjur

Framkvæmdin er sú stærsta sem Danir hafa nokkru sinni ráðist í en þeir fjármagna verkið að stærstum hluta en fá í staðinn tekjurnar af gangagjaldinu sem áður var nefnt. Samkvæmt nýjustu útreikningum mun kostnaðurinn við gerð ganganna nema um það bil 64 milljörðum danskra króna (um það bil 1060 milljörðum íslenskum). Það er mun hærri upphæð en fyrst var gert ráð fyrir. Þótt ákveðin óvissa ríki um endanlegan kostnað við gangagerðina er óvissan um tekjuhliðina þó mun meiri. Enginn veit hversu margir bílar og lestir koma til með að fara um göngin. Þetta veldur dönskum stjórnvöldum áhyggjum. Ef svo færi að færri noti göngin en spár gera ráð fyrir myndi hluti reikningsins vegna lagningar ganganna enda hjá skattgreiðendum. Dönskum skattgreiðendum vel að merkja.

Leynilega könnunin

Fyrirtækin Femern A/S og Sund og Bælt (sem annast rekstur Stórabeltis- og Eyrarsundsbrúnna) létu fyrir rúmu ári vinna yfirgripsmikla könnun varðandi hugsanlega umferð um nýju göngin. 56 þúsund bílstjórar sem að jafnaði aka um Stórabeltisbrúna og forsvarsmenn flutningafyrirtækja voru spurðir hvort þeir myndu nota Femern tenginguna þegar hún kemst í gagnið. Þrátt fyrir að Danska ríkisútvarpið og fleiri danskir fjölmiðlar hafi margsinnis óskað eftir að fá upplýsingar um niðurstöður þessarar könnunar hefur það ekki tekist. Samgönguráðuneytið hefur ekki heldur fengið að sjá niðurstöðurnar. Þegar spurt hefur verið um ástæður þess að niðurstöðum könnunarinnar er haldið leyndum er skýringin sú að aðferðinni við könnunina hafi verið ,,ábótavant“. Femern fyrirtækið hefur tilkynnt að nú sé unnið að nýrri umferðarkönnun, niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir um næstu áramót. ,, Þetta sniglast áfram“ sagði danskur ráðherra nýlega í viðtali þegar rætt var um göngin.

Munu gjörbreyta samgöngunum

Göngin munu gjörbreyta samgöngum milli Danmerkur og Þýskalands. Um það eru allir sammála. Danski samgönguráðherrann, Ole Birk Olesen sagði nýlega í viðtali að vissulega hefði verið æskilegt að verkið hefði ekki dregist jafn mikið og raun hefur orðið en þegar spurt var hvort kannski væri óraunhæft að ráðast í svo stórt verkefni svaraði ráðherrann ,,Femern göngin munu vissulega hvíla á sandi en  ákvörðunin um að leggja þau, var ekki byggð á sandi“.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar