Unglingarnir sem ætla að breyta byssumenningunni

Framundan eru fjöldamótmæli, 24. mars, þar sem krafist verður breytingar á byssulöggjöfinni. Vitundarvakning hefur verið um mikilvægi þess að breyta um stefnu undanfarnar vikur.

Byssur
Auglýsing

Skelfi­leg skotárás á skóla í Flór­ída, hinn 14. febr­ú­ar, hefur haft mikil áhrif á umræðu um byssu­tengda glæpi og skotárásir á skóla í Banda­ríkj­un­um. Því miður hafa skotárásir á skóla verið algengar í Banda­ríkj­unum en það sem af er þessu ári eru þær 19 tals­ins.

Mann­skæð­ust er árásin 14. febr­úar á Mar­jory Sto­nem­an Dou­glas High School í Park­land. Þá lét­ust 17. Fjórtán nem­endur og þrír starfs­menn skól­ans.

Ný lína í sand­inn

Eftir þennan skelfi­lega atburð má segja að það hafi orðið straum­hvörf í umræðu um byssu­eign og byssu­glæpi í land­inu. Ástæðan er ekki sú að þessi atburður sé ein­stak­ur, heldur sú að við­brögð bekkj­ar­systk­ina þeirra sem lét­ust hafa verið magn­þrung­in, þaul­skipu­lögð og hníf­beitt.

Auglýsing

Á þau hefur verið hlustað vegna þess að þau hafa verið skýr í mál­flutn­ingi og náð eyrum fjöl­margra sem mikil áhrif geta haft á sölu- og dreif­ingu skot­vopna. Ekki aðeins stjórn­mála­manna heldur líka for­svars­manna fyr­ir­tækja.

Segja má að einn stærsti sig­ur­inn hafi unn­ist þegar stærsti vinnu­veit­andi Banda­ríkj­anna, Wal­Mart, ákvað að hækka lág­marks­aldur þeirra sem geta keypt byssur úr 18 í 21 ár. Þá voru teknar upp stífar reglur um sölu á svo­nefndum árás­ar­vopn­um, og hættu­leg­ustu byss­urnar voru teknar úr sölu.

Í til­kynn­ingu frá Wal­Mart til kaup­hallar sagði ein­fald­lega, að mál­flutn­ingur bekkj­ar­systk­ina þeirra sem lét­ust í Park­land hafi náð eyrum stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins, sem hafi ákveðið að end­ur­skoða reglur með það að mark­miði að vera sam­fé­lags­lega ábyrg­ari sölu­að­ili skot­vopna.

Stór­frétt

Þó til­kynn­ingin hafi verið nokkuð hefð­bund­in, þá var henni tekið sem stór­frétt þegar hún birt­ist. Eftir ára­tuga­bar­áttu fyrir breyttri byssu­menn­ingu og reglu­verki þegar kemur að byssum, þá var stærsti versl­un­ar­rek­andi heims­ins, sem er með 2,3 millj­ónir manna í vinnu í Banda­ríkj­un­um, til­bú­inn til þess að hlusta á sjón­ar­mið þeirra sem bentu á fár­an­leik­ann í því, að 18 ára gömul ung­menni gætu gengið inn í verslun og keypt árás­ar­vopn sem hönnuð eru til þess að drepa fólk í einu skoti og sem flesta á sem skemmstum tíma.



Eftir heim­sókn ung­menn­anna í Hvíta hús­ið, þar sem þau ræddu við Don­ald Trump for­seta og Mike Pence vara­for­seta, þá var ljóst að þeim var dauð­ans alvara með mál­flutn­ingi sín­um, um að nú væri nóg kom­ið. Í þetta skiptið yrðu breyt­ing­ar.

Víða var samstöðu að sjá, hinn 14. mars, þegar ungmenni gengur úr skólum til að minnast þeirra sem létust í Parkland og þrýsa á um breytingar á byssulöggjöfinni. Mæður og feður tóku líka þátt.

Hvað er Trump að tala um?

Þó Trump hafi lofað ung­menn­unum sem heim­sóttu hann því, að bregð­ast við með end­ur­skoðun byssu­lög­gjaf­ar­inn­ar, þá er ekki gott að segja hvað hann raun­veru­lega vill. Hin valda­miklu Sam­tök byssu­eig­enda (NRA) hafa náð góðu tal­sam­bandi við for­set­ann, svo ekki sé meira sagt. NRA hafa full­yrt að ekki standi til að tak­marka rétt fólks til þess að eiga og nota byssu af þeirri teg­und sem það vill. Yfir­lýs­ing um þetta birt­ist frá sam­tök­unum eftir fund með Trump. For­set­inn sagði á Twitter eftir fund með NRA að hann hefði átt „frá­bæran“ fund með NRA, án þess þó að tjá sig neitt efn­is­lega um hvað var rætt á fund­in­um.

NRA hefur gíf­ur­lega mikil ítök í banda­ríska þing­inu, og þá einkum hjá Repúblikön­um. Sam­tökin hafa styrkt fram­boð ein­stakra þing­manna og barist ötul­lega fyrir því að Banda­ríkja­menn geti nálg­ast byssur - af svo til öllum þekktum teg­undum - með sem ein­föld­umst hætti. Vitna sam­tökin oft­ast nær í stjórn­ar­skrána, máli sínu til stuðn­ings. Allir eigi að hafa frelsi til að eiga skot­vopn til að geta varið sig, segja sam­tök­in.

Þau hafa með öllu neitað með að mögu­lega sé sam­hengi á milli hins auð­velda aðgengis að skot­vopnum og síðan ótrú­legra margra byssu­glæpa í Banda­ríkj­un­um. Töl­urnar eru bein­línis slá­andi.

Tæp­lega 4 eru drepnir með byssu í Banda­ríkj­unum á hverja 100 þús­und íbúa, en algengt er að þetta hlut­fall sé á bil­inu 0,2 til 0,4 á Vest­ur­lönd­um.

Vopn­aðir kenn­ar­ar?

Þrátt fyrir að nú sé búið að hækka lág­marks­aldur byssu­kaup­enda í 21 ár í Flór­ída, og raunar víðar í ríkjum Banda­ríkj­anna, þá eru engu að síður blikur á lofti um hvaða stefnu þessi mála­flokkur mun taka. Trump hefur talað fyrir því að kenn­arar fái heim­ild til að bera skot­vopn í skól­um, en þó ein­ungis ef þeir hafa fengið þjálfun til þess. Flór­ída ríki hefur raunar þegar stigið fyrsta skrefið í þessa átt með breyt­ingum á reglu­verki.

Framundan er áfram­hald­andi slagur um byssu­lög­gjöf­ina, þar sem ung­ling­arnir í Park­land eru í far­ar­broddi bar­átt­unnar gegn núver­andi byssu­lög­gjöf. Þeir vilja að miklu tak­mark­anir séu settar á byssu­sölu, bak­grunns­at­hug­anir verði hertar og komið í veg fyrir það - með öllum ráðum - að and­lega veikir ein­stak­lingar geti keypt byssur og notað þær.

Mörgum þykja þessar kröfur sjálf­sagð­ar, en sagan segir okkur að það verði þrautin þyngri að þrýsta þessum breyt­ingum í gegn. Hinn 24. mars verða sam­stöðu­fundir um öll Banda­rík­in, og er meg­in­krafn sú að byssu­lög­gjöf­inni verði breytt í sam­ræmi við kröfur ung­ling­anna í Park­land.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar