Óboðnir rússneskir gestir á baðherberginu

Tæknin gerir öðrum kleift að fylgjast með þeim sem á, eða notar, símann. Hlustað á símtöl, séð við hvern er talað og hve lengi, hverjum símaeigandinn sendir smáskilaboð, hvar símaeigandinn er staddur hverju sinni o.fl.

20130607_gmail_45_icons_001_13958697800_o.jpg
Auglýsing

Fæstir kæra sig um að hafa með sér á bað­her­bergið óboðna gesti, sem heyra og sjá það sem þar fer fram. Sama gildir um svefn­her­berg­ið. Fæstir vita þó af því ef slíkir gestir gera sig heima­komna.

Í dag er nán­ast hver ein­asti maður með far­síma í vas­anum eða tösk­unni, margir jafn­vel með fleiri en einn. Sú tíð er löngu liðin að far­sím­arnir séu ein­föld tæki, sem hægt er að hringja úr, eða í. Þeir verða sífellt full­komn­ari og eru, ásamt því að vera hinn hefð­bundni sími, tölva, stað­setn­ing­ar­tæki, mynda­vél, útvarp og jafn­vel sjón­varp. Hægt er að fylgj­ast með fréttum nán­ast hvar sem er og hvenær sem er. Þessi full­komna tækni býður semsé upp á fjöl­margt sem engan hefði dreymt um fyrir örfáum árum.

En það að sím­inn búi yfir öllum þessum eig­in­leikum hefur líka auka­verk­an­ir. Tæknin gerir öðrum kleift að fylgj­ast með þeim sem á, eða not­ar, sím­ann. Hlustað á sím­töl, séð við hvern er talað og hve lengi, hverjum síma­eig­and­inn sendir smá­skila­boð, hvar síma­eig­and­inn er staddur hverju sinni o.fl. Ekki líkar öllum jafn vel að hægt sé að fylgj­ast með þeim og reyna þá að gera ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir slíkt. Hlaða niður smá­forritum (apps) sem eiga að úti­loka njósn­irn­ar. En „njósn­ar­arn­ir“ eru yfir­leitt skrefi á undan og finna ætíð nýjar leiðir til að kom­ast í gegnum varn­irn­ar.  

Auglýsing

Stirð sam­skipti Rússa og Dana

Und­an­farið hafa borist margar fréttir af meintum njósnum Rússa og inn­brotum þeirra í tölvu­kerfi sem valdið hafa miklu tjóni. Fyrir skömmu sagði Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra Dana, og hafði reyndar áður sagt, að það hefðu verið rúss­neskir tölvu­þrjótar sem brut­ust inn í tölvu­kerfi Mærsk skipa­fé­lags­ins á síð­asta ári og ollu þar gríð­ar­legu tjóni. Og í skýrslu Örygg­is­nefndar um tölvu­mál kemur fram að að það hafi verið Rússar sem brut­ust inn í tölvu­kerfi danska hers­ins og komust meðal ann­ars í tölvu­póst starfs­manna. Þessar fréttir og fleiri af svip­uðu tagi hafa vakið ugg í brjósti danskra þing­manna. Sam­skipti Rússa og margra vest­rænna ríkja hafa versnað mjög að und­an­förnu og þar eru Danir ekki und­an­skild­ir. Rússar hafa þrýst á Dani að heim­ila lagn­ingu gasleiðsl­unnar Nord Str­eam2 sem á að liggja frá Rúss­landi til Þýska­lands um Eystra­salt og á nokkrum kafla um lög­sögu Dana við Borg­und­ar­hólm. Danir hafar verið mjög hik­andi og undir þrýst­ingi frá Banda­ríkja­mönnum og fleirum um að synja beiðni Rússa. Nýverið studdu Danir loft­árásir Banda­ríkja­manna, Frakka og Breta á Sýr­land og vís­uðu tveimur rúss­neskum sendi­ráðs­starf­mönnum úr landi í kjöl­far Skripal máls­ins svo­nefnda í Bret­land­i.   

Danskir þing­menn ugg­andi

Það sem hér hefur verið nefnt veldur því að danskir þing­menn eru ugg­andi og ótt­ast að þeir séu undir smá­sjá Rússa. Dag­blaðið Berl­ingske greindi fyrir nokkrum dögum frá því að danskur þing­mað­ur, sem ekki vildi láta nafns síns get­ið, hefði fyrir skömmu fengið sann­anir fyrir því að Rússar hefðu hlerað sím­tal hans, í far­síma, við mann úti í bæ, og jafn­framt horft á hann í gegnum lins­una á sím­an­um. Þegar sím­talið fór fram var þing­mað­ur­inn á sal­ern­inu, að sinna nauð­synja­verki, eins og blaðið orð­aði það. Annar þing­maður sagð­ist hafa sann­anir fyrir því að brot­ist hefði verið inn í tölvu á skrif­stofu hans á Krist­jáns­borg. Margir danskir þing­menn hrukku illi­lega við og sögð­ust hreint ekki hafa áttað sig á því að hægt væri, með lít­illi þekk­ingu og fyr­ir­höfn að hlera síma og brjót­ast inn í tölv­ur. Í áður­nefndri umfjöllun Berl­ingske kom fram að margir danskir þing­menn eru mjög ugg­andi vegna fregna af fram­ferði tölvu­þrjóta, ekki síst Rússa. Þing­mað­ur­inn Ida Auken sagði blaða­manni Berl­ingske að margir tækju sím­ann með sér í svefn­her­bergið og á sal­ernið „og maður átt­aði sig ekki á því að í gegnum sím­ann væri hægt að fylgj­ast með athöfnum fólks, sím­inn liggur kannski á nátt­borð­inu og er hreint og beint að horfa á mann.“ Fleiri þing­menn hafa í við­tölum und­an­farna daga talað á sömu nótum og segj­ast setja sím­ann ofan í skúffu þegar þeir væru heima og einn þing­maður sagð­ist hafa fjar­lægt sjón­varpið úr svefn­her­berg­inu „hver veit nema ein­hvers­staðar sitji ein­hver og fylgist með mann­i“.

Plástur yfir lins­una og gam­all Nokia í Rúss­lands­ferðum

Nokia símiSumir úr hópi danskra þing­manna segj­ast hafa límt plástur eða lím­merki yfir lins­una á sím­an­um, og tölv­unni, í örygg­is­skyni. Í nokkrum nefndum danska þings­ins er bannað að hafa sím­ana með sér á fundi og í fyrra var greint frá því að þegar þing­menn fara til Rúss­lands eða Tyrk­lands hefðu þeir með­ferðis „gam­al­dags“ Nokia síma sem erfitt væri að hlera og ekki eru með mynda­vél.  

Hand­skrifuð minn­is­blöð

Peter Kofod Poul­sen þing­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins er með límt yfir mynda­vélar­augað á sím­anum og tölv­unni og hann seg­ist auk þess not­ast mikið við hand­skrifuð minn­is­blöð. Hann seg­ist líka fara síma­laus í göngutúr með sam­starfs­mönnum sínum í þing­inu ef ræða þurfi við­kvæm mál „og þá bið ég sam­starfs­mann­inn að skilja sím­ann eftir á skrif­stof­unn­i.“

Lone Juul Drans­feldt Christen­sen sér­fræð­ingur í örygg­is­málum segir það gott að þing­menn geri sjálfir ráð­staf­anir til að verj­ast eft­ir­liti „það er nefni­lega ótrú­lega auð­velt fyrir erlend ríki að hlera stjórn­mála­menn í öðrum lönd­um.“

Þingið gerir ráð­staf­anir

Pia Kjærs­gaard for­seti danska þings­ins sagði í við­tali við Berl­ingske að margir þing­menn hefðu snúið sér til hennar og lýst áhyggjum vegna hugs­an­legra hler­ana og tölvu­inn­brota „Og þær áhyggjur eru ekki ástæðu­laus­ar,“ sagði þing­for­set­inn. Pia Kjærs­gaard sagði að þingið hefði þegar gert ýmsar ráð­staf­anir til að verj­ast hler­unum og tölvu­inn­brotum og unnið væri að frek­ari ráð­stöf­un­um. Hún vildi hins­vegar ekki upp­lýsa nánar um örygg­is­mál þings­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar