Tíu staðreyndir um Reykjavíkurborg

Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þegar litið er framhjá málefnaskylmingum stjórnmálaflokka, og áherslumun þeirra við stjórnun höfuðborgarinnar, þá standa eftir naktar staðreyndir.

img_2806_raw_1807130279_10016428756_o.jpg
Auglýsing

1. Höf­uð­borg Íslands

Reykja­vík er höf­uð­borg Íslands og mið­stöð stjórn­sýslu íslenska rík­is­ins. Þar eru helstu stofn­anir lög­gjafa-, fram­kvæmda- og dóms­valds með heim­il­is­festi. Und­an­tekn­ingin er Lands­rétt­ur, sem er í Kópa­vogi. Reykja­vík er auk þess eina borg lands­ins. Hún er 277,1 fer­kíló­metrar að stærð. Borg­ar­stjóri Reykja­víkur er sem stendur Dagur B. Egg­erts­son.

2.Fjöldi Íbúa

Í­búum í Reykja­vík hefur fjölgað um 3,7 pró­­sent frá byrjun árs 2014 og fram til síð­­­ustu ára­­móta. Alls bjuggu 124.847 manns í höf­uð­­borg­inni í byrjun þessa árs sam­­kvæmt nýj­ustu tölum frá Hag­stofu Íslands. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu bjuggu tæp­lega 223 þús­und manns um síð­ustu ára­mót.

3. Fjöl­menn­asta hverfið

Fjöl­­menn­asta hverfi borg­­ar­inn­­ar, sam­­kvæmt skil­­grein­ingu Hag­­stof­unn­­ar, er Vest­­ur­­bær-­­Syðri, þar sem búa 10.831. Næst fjöl­­menn­asta hverfið er Efra-Breið­holt. Þar bjuggu 9.481 í upp­­hafi árs 2018. Í þriðja sæti var Selja­hverfið með 8.502 íbúa.

Auglýsing

4. Fjöl­menn­asta póst­núm­erið

Í tölum Hag­­stofu Íslands er einnig hægt að sjá fjölda íbúa eftir póst­­­núm­er­­um. Þar sést að flestir höf­uð­­borg­­ar­­búa búa í póst­­­núm­eri 105, eða 17.229 tals­ins. Þeim hefur fjölgað um 6,2 pró­­sent á yfir­stand­andi ­kjör­­tíma­bili. Innan þess póst­­­núm­ers er meðal ann­­ars að finna Hlíð­­ar, hluta Laug­­ar­dals, Álfta­­mýri og Múla­hverf­ið. Póst­­­núm­erið teygir sig auk þess alla leið niður að Snorra­braut og Norð­­ur­­mýrin er því einnig innan þess póst­­­núm­ers. Næst fjöl­­menn­asta póst­­­núm­erið er 112, eða Graf­­ar­vog­­ur. Þar búa 16.931.

5. Fjöldi útlend­inga

Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar. Borg­­ar­­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140. Þeir eru nú 15.640 tals­ins. Erlendum íbúum höf­uð­­borg­­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­­sent frá byrjun árs 2012.

6. Heim­ils­lausir

Óstað­­settum í Reykja­vík, þeim sem eru ekki með skráð lög­­heim­ili eða búa á göt­unni, fjölg­aði um 74 pró­­sent á frá byrjun árs 2014 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Þeir eru nú 661 tals­ins og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra fjölg­aði þeim um 23,7 pró­­sent alls.

6. Félags­legar íbúðir

Í lok árs 2016 átti Reykja­vík­­­­­ur­­­borg 2.445 félags­­­­­legar íbúð­­­ir. Það voru 19,7 slíkar íbúðir á hverja þús­und íbúa. Í fyrra fjölg­aði þeim um á annað hund­rað. Til sam­an­burðar má nefna að í Garðabæ eru 35 slík­­­­ar íbúð­ir, 30 í Mos­­­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi. Í lok árs 2016 átti Reykja­vík um helm­ing alls félags­legs hús­næðis í land­inu. Ef nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lögin fimm á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndu ætla að ná Reykja­vík í fram­boði á slíku þyrftu þau að fjölga félags­legu hús­næði um 1.080.

7. Batn­andi afkoma

A-hluti borg­­ar­inn­­ar, sem er sú starf­­semi hennar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­­­mögnuð með skatt­­tekj­um, hefur verið í járnum á und­an­­förnum árum. Árin 2014 og 2015 var hún til að mynda nei­­kvæð upp á 16,4 millj­­arða króna. Þetta breytt­ist 2016 þegar afkoma hennar var jákvæð um 2,6 millj­­arða króna. Í fyrra var rekst­ar­nið­ur­staðan svo jákvæð um tæpa fimm millj­arða króna, sem var 3,2 millj­örðum krónum betri nið­ur­staða ne reiknað hafði verið með í áætl­un­um.­Rekstr­ar­nið­ur­staðan áfram að vera góð árin 2019 til 2022 og vera þá lægst 5,6 millj­arðar króna árið 2019 og mest 10,8 millj­arðar króna.

8. Fast­eigna­gjöld hækkað mikið

Inn­­heimt fast­­eigna­­gjöld í Reykja­vík hafa auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010. Vegna þess árs inn­­heimti Reykja­vík­­­ur­­borg tæp­­lega 12,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­­gjöld. Sam­kvætm árs­reikn­ingi skil­uðu fast­eigna­skatt­ar­rúmum 16 millj­örðum árið 2017 og eiga, sam­kvæmt fjár­hags­á­ætl­un, að skila 20,3 millj­örðum króna árið 2018. Þessi mikla tekju­aukn­ing er drifin áfram af því að fast­eigna­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur hækkað gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum og raun­verð fast­­eigna hefur aldrei verið hærra en það er nú um stund­­ir.

9. Hús­næð­is­mál

Í lok árs 2017 voru 52.115 íbúðir í Reykja­vík. Á árinu 2017 var hafin smíði á 923 nýjum íbúðum og er það sami fjöldi og á sl. ári þegar smíði hófst á 922 íbúð­um. Að jafn­aði frá árinu 1972 hefur verið hafin smíði á 623 íbúðum á ári. Flestar voru þær árið 1973 með 1133 íbúð­ir, 992 árið 1986 og 983 árið 2005. Fæstar voru þær yfir árin 2009 til 2011 þar sem hafin var smíði á 159 íbúðum árið 2009, ein­ungis 10 íbúðum árið 2010 og 113 árið 2011. Fjöldi nýrra íbúða á sl. ári var sá fjórði mesti frá 1972 og árin 2016 og 2015 með fimmta og sjötta mesta fjölda yfir 45 ára tíma­bil. Tölu­verð aukn­ing er því í bygg­ingu nýrra íbúða á síð­ast­liðnum árum.

10. Stærsta fyr­ir­tækið

Borgin á nokkur fyr­ir­tæki. Mik­il­væg­ast og umsvifa­mest þeirra er Orku­veita Reykja­vík­ur, sem Reykja­vík­ur­borg á langstærstan hlut í. Rekstur sam­stæðu Orku­veitu Reykja­víkur skil­aði drjúgum hagn­aði á síð­asta ári, eða 16,3 millj­örðum króna. Staða fyr­ir­tæk­is­ins hefur breyst mikið á síð­ustu árum, en hún var mjög erfið þegar ráð­ist var í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina „Plan­ið“ árið 2011. Hún átti að skila lið­lega 50 millj­örðum króna í betri sjóð­stöðu út árið 2016 en nið­ur­staðan varð um 60 millj­arð­ar.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar