Tíu staðreyndir um Reykjavíkurborg

Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þegar litið er framhjá málefnaskylmingum stjórnmálaflokka, og áherslumun þeirra við stjórnun höfuðborgarinnar, þá standa eftir naktar staðreyndir.

img_2806_raw_1807130279_10016428756_o.jpg
Auglýsing

1. Höf­uð­borg Íslands

Reykja­vík er höf­uð­borg Íslands og mið­stöð stjórn­sýslu íslenska rík­is­ins. Þar eru helstu stofn­anir lög­gjafa-, fram­kvæmda- og dóms­valds með heim­il­is­festi. Und­an­tekn­ingin er Lands­rétt­ur, sem er í Kópa­vogi. Reykja­vík er auk þess eina borg lands­ins. Hún er 277,1 fer­kíló­metrar að stærð. Borg­ar­stjóri Reykja­víkur er sem stendur Dagur B. Egg­erts­son.

2.Fjöldi Íbúa

Í­búum í Reykja­vík hefur fjölgað um 3,7 pró­­sent frá byrjun árs 2014 og fram til síð­­­ustu ára­­móta. Alls bjuggu 124.847 manns í höf­uð­­borg­inni í byrjun þessa árs sam­­kvæmt nýj­ustu tölum frá Hag­stofu Íslands. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu bjuggu tæp­lega 223 þús­und manns um síð­ustu ára­mót.

3. Fjöl­menn­asta hverfið

Fjöl­­menn­asta hverfi borg­­ar­inn­­ar, sam­­kvæmt skil­­grein­ingu Hag­­stof­unn­­ar, er Vest­­ur­­bær-­­Syðri, þar sem búa 10.831. Næst fjöl­­menn­asta hverfið er Efra-Breið­holt. Þar bjuggu 9.481 í upp­­hafi árs 2018. Í þriðja sæti var Selja­hverfið með 8.502 íbúa.

Auglýsing

4. Fjöl­menn­asta póst­núm­erið

Í tölum Hag­­stofu Íslands er einnig hægt að sjá fjölda íbúa eftir póst­­­núm­er­­um. Þar sést að flestir höf­uð­­borg­­ar­­búa búa í póst­­­núm­eri 105, eða 17.229 tals­ins. Þeim hefur fjölgað um 6,2 pró­­sent á yfir­stand­andi ­kjör­­tíma­bili. Innan þess póst­­­núm­ers er meðal ann­­ars að finna Hlíð­­ar, hluta Laug­­ar­dals, Álfta­­mýri og Múla­hverf­ið. Póst­­­núm­erið teygir sig auk þess alla leið niður að Snorra­braut og Norð­­ur­­mýrin er því einnig innan þess póst­­­núm­ers. Næst fjöl­­menn­asta póst­­­núm­erið er 112, eða Graf­­ar­vog­­ur. Þar búa 16.931.

5. Fjöldi útlend­inga

Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar. Borg­­ar­­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140. Þeir eru nú 15.640 tals­ins. Erlendum íbúum höf­uð­­borg­­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­­sent frá byrjun árs 2012.

6. Heim­ils­lausir

Óstað­­settum í Reykja­vík, þeim sem eru ekki með skráð lög­­heim­ili eða búa á göt­unni, fjölg­aði um 74 pró­­sent á frá byrjun árs 2014 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Þeir eru nú 661 tals­ins og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra fjölg­aði þeim um 23,7 pró­­sent alls.

6. Félags­legar íbúðir

Í lok árs 2016 átti Reykja­vík­­­­­ur­­­borg 2.445 félags­­­­­legar íbúð­­­ir. Það voru 19,7 slíkar íbúðir á hverja þús­und íbúa. Í fyrra fjölg­aði þeim um á annað hund­rað. Til sam­an­burðar má nefna að í Garðabæ eru 35 slík­­­­ar íbúð­ir, 30 í Mos­­­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi. Í lok árs 2016 átti Reykja­vík um helm­ing alls félags­legs hús­næðis í land­inu. Ef nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lögin fimm á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndu ætla að ná Reykja­vík í fram­boði á slíku þyrftu þau að fjölga félags­legu hús­næði um 1.080.

7. Batn­andi afkoma

A-hluti borg­­ar­inn­­ar, sem er sú starf­­semi hennar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­­­mögnuð með skatt­­tekj­um, hefur verið í járnum á und­an­­förnum árum. Árin 2014 og 2015 var hún til að mynda nei­­kvæð upp á 16,4 millj­­arða króna. Þetta breytt­ist 2016 þegar afkoma hennar var jákvæð um 2,6 millj­­arða króna. Í fyrra var rekst­ar­nið­ur­staðan svo jákvæð um tæpa fimm millj­arða króna, sem var 3,2 millj­örðum krónum betri nið­ur­staða ne reiknað hafði verið með í áætl­un­um.­Rekstr­ar­nið­ur­staðan áfram að vera góð árin 2019 til 2022 og vera þá lægst 5,6 millj­arðar króna árið 2019 og mest 10,8 millj­arðar króna.

8. Fast­eigna­gjöld hækkað mikið

Inn­­heimt fast­­eigna­­gjöld í Reykja­vík hafa auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010. Vegna þess árs inn­­heimti Reykja­vík­­­ur­­borg tæp­­lega 12,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­­gjöld. Sam­kvætm árs­reikn­ingi skil­uðu fast­eigna­skatt­ar­rúmum 16 millj­örðum árið 2017 og eiga, sam­kvæmt fjár­hags­á­ætl­un, að skila 20,3 millj­örðum króna árið 2018. Þessi mikla tekju­aukn­ing er drifin áfram af því að fast­eigna­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur hækkað gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum og raun­verð fast­­eigna hefur aldrei verið hærra en það er nú um stund­­ir.

9. Hús­næð­is­mál

Í lok árs 2017 voru 52.115 íbúðir í Reykja­vík. Á árinu 2017 var hafin smíði á 923 nýjum íbúðum og er það sami fjöldi og á sl. ári þegar smíði hófst á 922 íbúð­um. Að jafn­aði frá árinu 1972 hefur verið hafin smíði á 623 íbúðum á ári. Flestar voru þær árið 1973 með 1133 íbúð­ir, 992 árið 1986 og 983 árið 2005. Fæstar voru þær yfir árin 2009 til 2011 þar sem hafin var smíði á 159 íbúðum árið 2009, ein­ungis 10 íbúðum árið 2010 og 113 árið 2011. Fjöldi nýrra íbúða á sl. ári var sá fjórði mesti frá 1972 og árin 2016 og 2015 með fimmta og sjötta mesta fjölda yfir 45 ára tíma­bil. Tölu­verð aukn­ing er því í bygg­ingu nýrra íbúða á síð­ast­liðnum árum.

10. Stærsta fyr­ir­tækið

Borgin á nokkur fyr­ir­tæki. Mik­il­væg­ast og umsvifa­mest þeirra er Orku­veita Reykja­vík­ur, sem Reykja­vík­ur­borg á langstærstan hlut í. Rekstur sam­stæðu Orku­veitu Reykja­víkur skil­aði drjúgum hagn­aði á síð­asta ári, eða 16,3 millj­örðum króna. Staða fyr­ir­tæk­is­ins hefur breyst mikið á síð­ustu árum, en hún var mjög erfið þegar ráð­ist var í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina „Plan­ið“ árið 2011. Hún átti að skila lið­lega 50 millj­örðum króna í betri sjóð­stöðu út árið 2016 en nið­ur­staðan varð um 60 millj­arð­ar.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar