Tíu staðreyndir um Reykjavíkurborg

Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þegar litið er framhjá málefnaskylmingum stjórnmálaflokka, og áherslumun þeirra við stjórnun höfuðborgarinnar, þá standa eftir naktar staðreyndir.

img_2806_raw_1807130279_10016428756_o.jpg
Auglýsing

1. Höf­uð­borg Íslands

Reykja­vík er höf­uð­borg Íslands og mið­stöð stjórn­sýslu íslenska rík­is­ins. Þar eru helstu stofn­anir lög­gjafa-, fram­kvæmda- og dóms­valds með heim­il­is­festi. Und­an­tekn­ingin er Lands­rétt­ur, sem er í Kópa­vogi. Reykja­vík er auk þess eina borg lands­ins. Hún er 277,1 fer­kíló­metrar að stærð. Borg­ar­stjóri Reykja­víkur er sem stendur Dagur B. Egg­erts­son.

2.Fjöldi Íbúa

Í­búum í Reykja­vík hefur fjölgað um 3,7 pró­­sent frá byrjun árs 2014 og fram til síð­­­ustu ára­­móta. Alls bjuggu 124.847 manns í höf­uð­­borg­inni í byrjun þessa árs sam­­kvæmt nýj­ustu tölum frá Hag­stofu Íslands. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu bjuggu tæp­lega 223 þús­und manns um síð­ustu ára­mót.

3. Fjöl­menn­asta hverfið

Fjöl­­menn­asta hverfi borg­­ar­inn­­ar, sam­­kvæmt skil­­grein­ingu Hag­­stof­unn­­ar, er Vest­­ur­­bær-­­Syðri, þar sem búa 10.831. Næst fjöl­­menn­asta hverfið er Efra-Breið­holt. Þar bjuggu 9.481 í upp­­hafi árs 2018. Í þriðja sæti var Selja­hverfið með 8.502 íbúa.

Auglýsing

4. Fjöl­menn­asta póst­núm­erið

Í tölum Hag­­stofu Íslands er einnig hægt að sjá fjölda íbúa eftir póst­­­núm­er­­um. Þar sést að flestir höf­uð­­borg­­ar­­búa búa í póst­­­núm­eri 105, eða 17.229 tals­ins. Þeim hefur fjölgað um 6,2 pró­­sent á yfir­stand­andi ­kjör­­tíma­bili. Innan þess póst­­­núm­ers er meðal ann­­ars að finna Hlíð­­ar, hluta Laug­­ar­dals, Álfta­­mýri og Múla­hverf­ið. Póst­­­núm­erið teygir sig auk þess alla leið niður að Snorra­braut og Norð­­ur­­mýrin er því einnig innan þess póst­­­núm­ers. Næst fjöl­­menn­asta póst­­­núm­erið er 112, eða Graf­­ar­vog­­ur. Þar búa 16.931.

5. Fjöldi útlend­inga

Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar. Borg­­ar­­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140. Þeir eru nú 15.640 tals­ins. Erlendum íbúum höf­uð­­borg­­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­­sent frá byrjun árs 2012.

6. Heim­ils­lausir

Óstað­­settum í Reykja­vík, þeim sem eru ekki með skráð lög­­heim­ili eða búa á göt­unni, fjölg­aði um 74 pró­­sent á frá byrjun árs 2014 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Þeir eru nú 661 tals­ins og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra fjölg­aði þeim um 23,7 pró­­sent alls.

6. Félags­legar íbúðir

Í lok árs 2016 átti Reykja­vík­­­­­ur­­­borg 2.445 félags­­­­­legar íbúð­­­ir. Það voru 19,7 slíkar íbúðir á hverja þús­und íbúa. Í fyrra fjölg­aði þeim um á annað hund­rað. Til sam­an­burðar má nefna að í Garðabæ eru 35 slík­­­­ar íbúð­ir, 30 í Mos­­­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi. Í lok árs 2016 átti Reykja­vík um helm­ing alls félags­legs hús­næðis í land­inu. Ef nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lögin fimm á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndu ætla að ná Reykja­vík í fram­boði á slíku þyrftu þau að fjölga félags­legu hús­næði um 1.080.

7. Batn­andi afkoma

A-hluti borg­­ar­inn­­ar, sem er sú starf­­semi hennar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­­­mögnuð með skatt­­tekj­um, hefur verið í járnum á und­an­­förnum árum. Árin 2014 og 2015 var hún til að mynda nei­­kvæð upp á 16,4 millj­­arða króna. Þetta breytt­ist 2016 þegar afkoma hennar var jákvæð um 2,6 millj­­arða króna. Í fyrra var rekst­ar­nið­ur­staðan svo jákvæð um tæpa fimm millj­arða króna, sem var 3,2 millj­örðum krónum betri nið­ur­staða ne reiknað hafði verið með í áætl­un­um.­Rekstr­ar­nið­ur­staðan áfram að vera góð árin 2019 til 2022 og vera þá lægst 5,6 millj­arðar króna árið 2019 og mest 10,8 millj­arðar króna.

8. Fast­eigna­gjöld hækkað mikið

Inn­­heimt fast­­eigna­­gjöld í Reykja­vík hafa auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010. Vegna þess árs inn­­heimti Reykja­vík­­­ur­­borg tæp­­lega 12,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­­gjöld. Sam­kvætm árs­reikn­ingi skil­uðu fast­eigna­skatt­ar­rúmum 16 millj­örðum árið 2017 og eiga, sam­kvæmt fjár­hags­á­ætl­un, að skila 20,3 millj­örðum króna árið 2018. Þessi mikla tekju­aukn­ing er drifin áfram af því að fast­eigna­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur hækkað gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum og raun­verð fast­­eigna hefur aldrei verið hærra en það er nú um stund­­ir.

9. Hús­næð­is­mál

Í lok árs 2017 voru 52.115 íbúðir í Reykja­vík. Á árinu 2017 var hafin smíði á 923 nýjum íbúðum og er það sami fjöldi og á sl. ári þegar smíði hófst á 922 íbúð­um. Að jafn­aði frá árinu 1972 hefur verið hafin smíði á 623 íbúðum á ári. Flestar voru þær árið 1973 með 1133 íbúð­ir, 992 árið 1986 og 983 árið 2005. Fæstar voru þær yfir árin 2009 til 2011 þar sem hafin var smíði á 159 íbúðum árið 2009, ein­ungis 10 íbúðum árið 2010 og 113 árið 2011. Fjöldi nýrra íbúða á sl. ári var sá fjórði mesti frá 1972 og árin 2016 og 2015 með fimmta og sjötta mesta fjölda yfir 45 ára tíma­bil. Tölu­verð aukn­ing er því í bygg­ingu nýrra íbúða á síð­ast­liðnum árum.

10. Stærsta fyr­ir­tækið

Borgin á nokkur fyr­ir­tæki. Mik­il­væg­ast og umsvifa­mest þeirra er Orku­veita Reykja­vík­ur, sem Reykja­vík­ur­borg á langstærstan hlut í. Rekstur sam­stæðu Orku­veitu Reykja­víkur skil­aði drjúgum hagn­aði á síð­asta ári, eða 16,3 millj­örðum króna. Staða fyr­ir­tæk­is­ins hefur breyst mikið á síð­ustu árum, en hún var mjög erfið þegar ráð­ist var í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina „Plan­ið“ árið 2011. Hún átti að skila lið­lega 50 millj­örðum króna í betri sjóð­stöðu út árið 2016 en nið­ur­staðan varð um 60 millj­arð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar