Afmælisbarn dagsins: Karl Marx

Í dag eru liðin 200 ár frá fæðingu Karl Marx. Hver er arfleifð eins umdeildasta heimspekings síðari ára?

Auglýsing
Karl Marx.
Karl Marx.

Fáir fræði­menn hafa verið jafn­á­hrifa­miklir á Vest­ur­löndum og Karl Marx. Hversu við­eig­andi eru kenn­ingar hans í dag, einni og hálfri öld eftir að þær litu fyrst dags­ins ljós?

„Eitr­uð“ gjöf

Í smá­borg­inni Tri­er í Suð­ur­-Þýska­landi var blásið til mik­illa hátíð­ar­halda í dag. Ástæða þeirra er 200 ára afmæli heim­spek­ings­ins Karl Marx, fræg­asta íbúa borg­ar­inn­ar, sem fædd­ist þar þann 5. maí árið 1818. Í til­efni dags­ins hefur borgin einnig fengið að gjöf 5,5 metra háa brons­styttu af fræði­mann­inum frá kín­verskum stjórn­völdum sem virð­ing­ar­vott við fram­lög Marx til komm­ún­íska hug­mynda­fræði alþýðu­lýð­veld­is­ins. 

Brons­styttan nýja og jafn­vel hátíð­ar­höldin sjálf eru ekki óum­deild, en mörg sam­tök hafa harð­lega gagn­rýnt hvers kyns dýrkun á hug­mynda­fræði sem ein­ræð­is­ríki hafa byggt til­veru sína á. Ulrich Deli­us, for­maður mann­rétt­inda­sam­tak­anna GfBV, kall­aði stytt­una „eitr­aða,“ bæði vegna þess hver lægi að baki henni og vegna hug­mynda­fræð­innar sem hún stæði fyr­ir. 

Auglýsing

Algjör­lega rétt?

Tri­er er ekki eini stað­ur­inn þar sem fæð­ing­u Marx var fagn­að, en fjölda­margir við­burðir voru einnig skipu­lagð­ir, t.d. á Englandi og í Argent­ínu. Þar að auki var  tvegga aldar afmæli heim­spek­ings­ins þýska fagnað ræki­lega í Kína í gær, en þar sagði for­seti lands­ins, X­i J­in­p­ing, komm­ún­ista­flokk­inn halda sér við hug­mynda­fræð­i Marx þar sem hún væri „al­gjör­lega rétt.“ 

En hvaða kenn­ingar eru þetta og hversu réttar telj­ast þær í dag? Hefur þessi hug­mynda­fræði fyrst og fremst leitt til stofn­unar ein­ræð­is­ríkja líkt og Kína eða má einnig sjá áhrif hennar í  menn­ingu og stjórn­kerfi frjálsra lýð­ræð­is­ríkja í Evr­ópu? Umræddar spurn­ingar hafa verið bit­bein fræð­i-og ­stjórn­mála­manna síð­ustu ára­tug­ina, en þær virð­ast enn vera jafn­við­eig­andi í dag og þær voru fyrir hund­rað árum síð­an.

Marx­ismi

Meg­in­inn­tak hug­mynda­fræð­i Marx, eða Marx­is­ma, liggur í gagn­rýni á hinu kap­ít­al­íska stjórn­kerfi þar sem hægt sé að græða pen­inga með því eina skil­yrði að maður eigi pen­inga. Eina leiðin sem fjár­magns­eig­endur ná að græða sé með arðráni frá laun­þeg­um, sem sjá um að skapa öll verð­mæti í sam­fé­lag­inu. Þannig safn­ast pen­ingar og fjár­magn á æ færri hend­ur, á meðan verka­fólki er haldið í skefjum með launum sem ráð­ast á sam­keppn­is­mark­að­i. 

Stikla úr nýrri mynd um æskuár Marx.

Þessar kenn­ingar lagð­i Marx fram um miðja 19. öld á Englandi, þar sem iðn­bylt­ingin var í hámarki og stór­eigna­menn grædd­u á tá og fingri á meðan meiri­hluti verka­manna bjuggu við ömur­legar aðstæð­ur. Reyndar spáð­i Marx því að slíkt kerfi væri ósjálf­bært og að hrun kap­ít­al­ism­ans væri yfir­vof­andi. Sam­fé­lags­breyt­ing gegn ráð­andi valda­stéttum væri óhjá­kvæmi­leg og sam­kvæmt honum gæti slíkt aðeins gerst með bylt­ing­u. 

Afleið­ingar Marx­isma

Í nafni þess­arar kenn­ingar hafa fjöl­margar bylt­ingar átt sér stað á síð­ustu 150 árum, með mis­jöfnum afleið­ing­um. Þekktastar eru þær sem háðar voru undir merkjum komm­ún­ista, en margar þeirra end­uðu illa, til að mynda upp­reisnir Bol­sé­víka í Rúss­landi árið 1917 og komm­ún­ista í Kína árið 1949. Báðar upp­reisn­irnar leiddu til ára­tuga ógn­ar­stjórnar og kost­uðu millj­ónir manns­lífa. 

Hvers vegna er þá Marx­isma enn fagnað ef afleið­ingar upp­reisna sem háðar voru í hans nafni eru svona hörmu­leg­ar? Svarið við því virð­ist ekki liggja í ein­ræð­is­stjórn­unum sjálf­um, heldur í þeim straum­hvörfum sem Marx olli á sviði heim­spek­inn­ar, félags­fræð­innar og hag­fræð­inn­ar. 

Sam­kvæmt sagn­fræð­ingn­um Ja­ne Hump­hries og rit­höf­und­inum Ric­hard Seymor liggja höf­uð­fram­lög Marx í grein­ingum hans á því hvernig kap­ít­al­ismi mótar þjóð­fé­lagið allt og hvers vegna átök væru nauð­syn­leg til þess að breyta valda­kerf­um. Sömu­leiðis segir Ottó Más­son, heim­spek­ing­ur, ógn­ar­stjórnir Sov­ét­ríkj­anna og Kína ganga þvert á það sem Marx hafði í hyggju. 

Í nýlegri skoð­ana­grein í New York Ti­mes er tekið í sama streng: Marx­ismi hefur hjálpað til við að útskýra kerf­is­bundna kúgun sem fund­ist hefur víða í sam­fé­lagi manna. Þannig eru nýlegar bylt­ing­ar, líkt og #MeToo og Black Li­ves Matt­er, sprottnar upp úr sama hug­mynda­fræði­lega brunni og bylt­ingar komm­ún­ista fyrr á 20. öld en ná jafn­framt að knýja fram jákvæðar sam­fé­lags­breyt­ing­ar.

Áhrif Karl Marx ­gætir því víða um allan heim, tveimur öldum eftir fæð­ingu hans. Þótt spá hans um yfir­vof­andi hrun kap­ít­al­ism­ans hafi ekki gengið upp hafa aðrir hlutar kenn­ingar hans náð að koma sér fyrir í nútíma­sam­fé­lagi. Hvort hug­mynda­fræði hans telst „al­gjör­lega rétt“ er hins vegar umdeild­ari spurn­ing. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar