Bára Huld Beck

Í fréttum í Berlín er þetta helst ... Gamalgróin dagblaðamenning Berlínarbúa

Kannski má segja að margir Berlínarbúar næri sig daglega með dagblöðum eins og Íslendingar taka lýsi á morgnana. Í lestunum má sjá fólk lesa dagblöð og standa með þau undir arminum þegar troðningurinn er sem mestur. Rithöfundur og blaðamaður ráfuðu um stræti Berlínar, um lestarstöðvar og kaffihús og önduðu að sér ilminum af nýprentuðum dagblöðum. Þær kynntu sér nautnalega dagblaðaneyslu Berlínabúa.

Á lest­ar­stöðv­unum er stemmari að fá sér kaffi í pappa­máli og velja úr nýprent­uðum blöðum sem ilma ekki síður en nýbakað bakk­elsið sem oft er einnig til sölu. Lykt af tyggjói, nýbök­uðum smjör­deigs­horn­um, kaffi og dag­blöðum er ánetj­andi lykt á lest­ar­stöðvum borg­ar­inn­ar.

Dag­blöðin til­heyra morg­un­stemn­ing­unni. Á kaffi­húsum hanga blöðin oft á fal­legum við­ar­prik­um, stór og umfangs­mikil og óhrædd við að vera full af smá­letr­uðu les­efni á kostnað mynda, þau sem flokk­ast ekki undir götu­press­una. Fólk gefur sér tíma til að lesa burð­ar­greinar með morg­un­kaff­inu, já, eða í hádeg­inu, og á kvöldin má oft sjá gesti á kaffi­húsum og börum drekka í sig frétta­skýr­ingar með bjór eða létt­víni.

Greina­höf­undar dást að þýskum karl­mönnum í fal­legum skóm að lesa þunga­vigta­greinar í dag­blöðum á stærð við með­al­glugga og brjóta þau saman æfðum höndum til að auð­velda sér lest­ur­inn. Og ekki eru kon­urnar síð­ri! Kannski er maður ekki almenni­legur Berlín­ar­búi fyrr en maður hefur til­einkað sér að brjóta saman stórt dag­blað eftir kúnst­ar­innar regl­um.

Bára Huld Beck

Á úti­kaffi­hús­unum rangla heim­il­is­lausir blaða­salar á milli borða og selja sér­stakt blað sem þeir gefa út og jafn­ast á í gæðum við flest blöð hér­lend­is. Kannski eins konar Grapevine heim­il­is­lausra. Kúl blað!

Heimilislaus kona selur Strassenfeger, blað sem heimilislausir gefa út í Berlín.
Bára Huld Beck

Blaða­sal­arnir í blaða­sjopp­unum eiga sér sína fastakúnna og vara þá við að kaupa ein­takið af Der Spi­egel ef nýtt tölu­blað er vænt­an­legt dag­inn eft­ir. Meira að segja börnin eru sum fasta­gestir í blaða­sjopp­unum því úrvalið af blöðum og tíma­ritum handa börnum er með ein­dæm­um. Í barna­rekk­anum má finna blöð og tíma­rit sem minna á gömlu Æsk­una, barna-­Spi­egel, vís­inda­rit handa börn­um, teikni­mynda­sög­ur, tíma­rit um heim­inn og allt sem nöfnum tjáir að nefna; þau venj­ast því fljótt að verða neyt­endur blaða og tíma­rita.

Hið fjöl­menna þýsku­mæl­andi svæði hefur úr mörgum dúnd­ur­góðum blöðum að velja á hverjum degi. Margir eiga sér sitt upp­á­halds­blað, blað sem þeim þykir vænna um en önn­ur. Þýskir blaða­menn eru óhræddir við að skrifa ýtar­legar frétta­skýr­ingar með löngum textum – sem ein­hver hefði haldið að væru dottnar úr tísku á tímum smellu­dólga og áunn­ins athygl­is­brests. Þjóð­verjar búast við gagn­rýn­inni, fag­legri og tepru­lausri blaða­mennsku.

Gríðarlegt útvar er af tímaritum í blaðabásum.
Bára Huld Beck
Blaðastandar eins og þessu eru nánast á hverju götuhorni.
Bára Huld Beck

Ein­hver tím­ann heyrði annar greina­höf­undur að þjóðar­í­þrótt Þjóð­verja væri að hugsa og þessi fjöl­miðla­menn­ing höf­uð­borg­ar­búa er að ein­hverju leyti vitn­is­burður um þessa nautn þeirra að hugsa. Hve margir þeirra njóta þess að næra sig með frétta­skýr­ing­um.

Athygli vekur líka að á flestum blaða­stöndum eru þó nokkur dag­blöð á tyrk­nesku og hjá sér­stökum blaða­sölum má kaupa blöð á ensku. Flest þessi blöð eru með sína net­miðla en þrátt fyrir það er þessi menn­ing ennþá sýni­leg veg­far­endum um hverfi borg­ar­inn­ar.

Tyrkneskt dagblað á lestarstöð.
Bára Huld Beck

Grein­ar­höf­undar tylltu sér á kaffi­húsi í Kreuz­berg og kíktu á blöðin í troð­fullum blaða­rekk­an­um. Athygli vakti kunn­ug­legt stef varð­andi leik­skóla­mál en erfitt er að manna leik­skóla í Berlín. Afleið­ing­arnar eru þær að fjöl­skyldur lenda í vand­ræðum og hefur borið á því að konur hafi þurft að hætta að vinna til að hugsa um börn­in. Sam­hliða hefur félags­legum vanda­málum í skólum fjölg­að; ofbeldi og ein­elti hefur farið vax­andi og öryggi kenn­ara og nem­enda hefur minnk­að.

Í öðrum fréttum var það helst að lög­reglan í Berlín var nervus með sér­stakan við­búnað fyrir 1. maí en óeirðir eru nán­ast hefð þennan dag í Berlín. Við­bún­að­ur­inn var m.a. vegna spennu út af frels­is­hreyf­ingu Kúr­da, öfga-vinstrisinn­um, mögu­legum hryðju­verkum og fleiru. Ýmsu sem þarf ekki að huga að á þessum degi í Reykja­vík þar sem helsta vanda­málið er löng röð við pylsulúg­ur. Alþjóða­mál renna saman við dag­legt líf í borg fjöl­menn­ingar og flók­inna stjórn­mála.

Maður les uppáhaldsdagblaðið sitt, Berliner Zeitung. Að lesa blaðið dag hvern er hans helsta náðarstund.
Bára Huld Beck

En alþjóða­málum eru gerð áber­andi góð skil í þeim blöðum sem eru ekki sér­stök Berlín­ar­blöð og grein­ar­höf­undar glugg­uðu í. Á for­síðu Der Spi­egel má sá and­lit Don­alds Trumps sem brenn­andi eld­hnött með fyr­ir­sögn­inni: Hver bjargar vestr­inu? Merkel húmir hrædd við hlið Macron sem blikkar les­and­ann búra­legur með slökkvi­tæki í fang­inu.

Þarna var af ýmsu öðru að taka. Þarna voru enda­lausar greinar um alþjóða­mál og greinar um sekt Vest­ur­landa­búa varð­andi vinnu­þrælkun og arð­rán í fátækri löndum heims­ins – nú sem fyrr eru Þjóð­verjar með­vit­aðir um sekt­ina. Jafn­framt fréttu grein­ar­höf­undar að líf­vörður Osama bin Laden væri kom­inn á sós­í­al­inn í Berlín og vakti sér­staka athygli grein um bola­bít á sér­stakri vöku­deild þar sem hann fylgd­ist með hvolp­unum sínum í hita­kassa.

Kona les tímarit á kaffihúsi í Berlín.
Bára Huld Beck
Blaðamenning í Berlín - Samsett mynd.
Bára Huld Beck

Lesa má helstu blöðin á net­inu:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar