Engin eftirlitsstofnun rannsakar mögulegt kosningasvindl á Íslandi

Fjölmörg atvik áttu sér stað í kringum síðustu tvær alþingiskosningar þar sem grunur leikur á um að farið hafi verið á skjön við lög um fjármál stjórnmálasamtaka til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga. Engin rannsókn hefur farið fram á þeim.

Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Auglýsing

Hvorki lögregla né Ríkisendurskoðun hafa rannsakað atvik sem áttu sér stað í kringum alþingiskosningar á undanförnum árum og rökstuddur grunur er um að séu í andstöðu við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

6. grein laga um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda segir að óheim­ilt sé að veita við­töku fram­lögum frá óþekktum gef­end­um. Í lögunum segir einnig að hámarks­fram­lög lög­að­ila sem megi gefa stjórn­mála­sam­tökum eða fram­bjóð­endum séu 400 þús­und krón­ur. Stjórn­mála­sam­tök skulu halda sam­stæðu­reikn­ing fyrir allar ein­ingar sem undir þau falla, svo sem sér­sam­bönd, kjör­dæm­is­ráð, eign­ar­halds­fé­lög og tengdar sjálfs­eign­ar­stofn­an­ir.

Nafnlaus vel fjármagnaður áróður

Fyrir síð­ustu tvær kosn­ing­ar, sem fram fóru haustið 2016 og haustið 2017, voru nafnlaus fyrirbæri sem komu á framfæri kostuðum áróðri á samfélagsmiðlum og víðar á vefnum, mjög áberandi og augljóst að umtalsverðum fjármunum var kostað til þess að koma áróðrinum á framfæri.

Auglýsing
Þrátt fyrir umfang þessa liggur enn ekkert fyrir um hverjir standa fyrir þessum fyrirbærum né hversu miklu fé hefur verið varið í rekstur þeirra.

Þá eru einnig rekin frjáls félagasamtök sem kaupa auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi í aðdraganda kosninga sem beinast gegn ákveðnum áherslum valdra stjórnmálaflokka, og ríma skýrt við áherslur annarra. Frjáls félagasamtök birta ekki ársreikninga opinberlega og því liggur ekki fyrir hversu miklum fjármunum er varið í umræddar auglýsingar né hverjir það eru sem greiða þá fjármuni.

Úr eigin vasa

Í síðasta mánuði féll héraðsdómur í máli almanna­teng­ils sem taldi Fram­sókn­ar­flokk­inn skulda sér fjármuni fyrir að hafa unnið við að lag­færa ímynd flokks­ins og þáver­andi for­manns hans, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, í kjöl­far fréttafultnings af aflandsfélagaeignar Sigmundar Davíðs sem opinberuð var í Panamaskjölunum árið 2016. Almannatengillinn, Viðar Garðarsson, setti meðal annars á fót tvær varnarvefsíður sem innihéldu pólitískan áróður fyrir hönd Sigmundar Davíðs.

Í héraðsdómnum kom fram að Sig­mundur Davíð hefði sjálfur greitt Viðari rúm­lega eina milljón króna fyrir vefsíðugerðina og ýmis önnur viðvik sem tengdust undirbúningi þingkosninga haustið 2016. Á vef­síð­unum tveimur komu ekki fram nöfn þeirra sem að þeim stóðu heldur stóð að önnur þeirra, Panama­skjolin.is, væri á vegum stuðn­ings­manna Sig­mundar Dav­íðs og eig­in­konu hans. Sú síð­ari, Islandiallt.is, var sögð vera rek­inn af hópi ein­stak­linga úr ýmsum átt­um, með ólíkar stjórn­mála­skoð­an­ir, sem eigi það sam­eig­in­legt að vera stuðn­ings­menn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Sú upphæð sem Sigmundur Davíð greiddi Viðari úr eigin vasa er langt umfram það sem einstaklingur má greiða í kosningaframlag.

Engin rannsókn farið fram

Ríkisendurskoðun hefur samkvæmt lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur eftirlit með fjármálum þeirra. Kjarninn sendi fyrirspurn á stofnunina og spurði hvort hún hefði sýnt frumkvæði í því að rannsaka ofangreinda háttsemi.

Í svari Ríkisendurskoðunar segir að eftirlitsheimildir hennar séu bundnar við að skoða ársreikninga og gögn stjórnmálasamtaka og reikninga staðfestra sjóða. Í þeim tilfellum sem fjallað er um hér að ofan sé annars vegar um að ræða frjáls félagasamtök og hins vegar greiðslur frá einstaklingi. „Stofnunin hefur ekki heimildir til að kalla eftir gögnum frá eða rannsaka frjáls félagasamtök nema að því leyti sem birtist í reikningsskilum þeirra stjórnmálasamtaka sem viðkomandi styður. Því hefur Ríkisendurskoðun ekki haft frumkvæði að því að rannsaka birtingu efnis og kaupum á auglýsingaplássi frá félagasamtökum eða einstaklingum. Það flækir jafnframt málin að í mörgum tilfellum er ekki verið að birta auglýsingar til stuðnings ákveðnum flokki, heldur til að fæla frá stuðningi við einhvern annan ákveðinn flokk.“

Kjarninn beindi einnig fyrirspurn til lögregluyfirvalda og spurði hvort að annað hvort lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eða embætti ríkislögreglustjóra hefði rannsakað ofangreind mál. Í svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að mál sem þessi hafi ekki komið til rannsóknar.

Því liggur fyrir að engin eftirlitsstofnun eða rannsóknaraðili er að rannsaka hvort að fjármögnun nafnlausra áróðurssíðna, framlög til frjálsra félagasamtaka sem beita sér í kosningum eða greiðslur stjórnmálamanna sem eru hærri en lögbundin hámörk séu ólögleg eða ekki.

Í skýrslu Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofn­unar Evr­­ópu (ÖSE), sem birt var í kjöl­far alþing­is­­kosn­­ing­anna árið 2017 var þetta andvaraleysi gagnrýnt sérstaklega. Þar sagði meðal annars að umboð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­­mætum og nafn­­lausum kosn­­inga­á­róðri á netmiðlum væri ófull­nægj­andi.

Fréttaskýringin birtist einnig í Mannlífi sem kom út í dag, 11. maí. Hægt er að lesa Mannlíf hér.

Nefnd sem horfir ekki í baksýnisspegilinn

Þann 22. des­em­ber 2017 skip­aði rík­is­stjórnin nefnd um end­ur­skoðun laga um fjár­mál stjórn­mála­flokka og fram­bjóð­enda og um upp­lýs­inga­skyldu þeirra. Mark­miðið með nefnd­inni var meðal ann­ars sagt vera að „leita leiða til að tryggja fjár­mögn­un, sjálf­stæði og lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð og gagn­sæi í starf­semi allra starf­andi stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi, óháð stærð þeirra.“

Í nefnd­inni eiga sæti full­trúar allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, full­trúi frá Rík­is­end­ur­skoð­un, dóms­mála­ráðu­neyti og for­sæt­is­ráðu­neyti.

Full­trúar flokk­anna átta sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu 17. apríl síð­ast­lið­inn þar sem þeir lýstu yfir andúð á óhróðri og und­ir­róð­­­ur­s­­­starf­­­semi í kosn­­­inga­bar­áttu og ásettu sér að vinna gegn slíku.

Fram­­­kvæmda­­­stjór­­arn­ir, eða ann­­ars konar full­­­trúar flokk­anna átta sem sæti eiga þingi sem skrifa undir yfir­­lýs­ing­una, sögð­ust sam­­mála um að girða þurfi fyrir að „áróður og óhróð­­­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­­­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­­­banda­veit­­­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­­­ar.“ Í yfir­lýs­ing­unni var hins vegar ekk­ert fjallað um hvort að rann­saka ætti mögu­lega ólög­mæt atferli í aðdrag­anda síð­ustu tveggja alþing­is­kosn­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar