Engin eftirlitsstofnun rannsakar mögulegt kosningasvindl á Íslandi

Fjölmörg atvik áttu sér stað í kringum síðustu tvær alþingiskosningar þar sem grunur leikur á um að farið hafi verið á skjön við lög um fjármál stjórnmálasamtaka til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga. Engin rannsókn hefur farið fram á þeim.

Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Auglýsing

Hvorki lög­regla né Rík­is­end­ur­skoðun hafa rann­sakað atvik sem áttu sér stað í kringum alþing­is­kosn­ingar á und­an­förnum árum og rök­studdur grunur er um að séu í and­stöðu við lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda.

6. grein laga um fjár­­­mál stjórn­­­mála­­sam­­taka og fram­­bjóð­enda segir að óheim­ilt sé að veita við­­töku fram­lögum frá óþekktum gef­end­­um. Í lög­unum segir einnig að hámarks­­fram­lög lög­­að­ila sem megi gefa stjórn­­­mála­­sam­­tökum eða fram­­bjóð­endum séu 400 þús­und krón­­ur. Stjórn­­­mála­­sam­tök skulu halda sam­­stæð­u­­reikn­ing fyrir allar ein­ingar sem undir þau falla, svo sem sér­­­sam­­bönd, kjör­­dæm­is­ráð, eign­­ar­halds­­­fé­lög og tengdar sjálfs­­eign­­ar­­stofn­an­­ir.

Nafn­laus vel fjár­magn­aður áróður

Fyrir síð­­­ustu tvær kosn­­ing­­ar, sem fram fóru haustið 2016 og haustið 2017, voru nafn­laus fyr­ir­bæri sem komu á fram­færi kost­uðum áróðri á sam­fé­lags­miðlum og víðar á vefn­um, mjög áber­andi og aug­ljóst að umtals­verðum fjár­munum var kostað til þess að koma áróðr­inum á fram­færi.

Auglýsing
Þrátt fyrir umfang þessa liggur enn ekk­ert fyrir um hverjir standa fyrir þessum fyr­ir­bærum né hversu miklu fé hefur verið varið í rekstur þeirra.

Þá eru einnig rekin frjáls félaga­sam­tök sem kaupa aug­lýs­ingar í útvarpi og sjón­varpi í aðdrag­anda kosn­inga sem bein­ast gegn ákveðnum áherslum valdra stjórn­mála­flokka, og ríma skýrt við áherslur ann­arra. Frjáls félaga­sam­tök birta ekki árs­reikn­inga opin­ber­lega og því liggur ekki fyrir hversu miklum fjár­munum er varið í umræddar aug­lýs­ingar né hverjir það eru sem greiða þá fjár­muni.

Úr eigin vasa

Í síð­asta mán­uði féll hér­aðs­dómur í máli almanna­teng­ils sem taldi Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn skulda sér fjár­muni fyrir að hafa unnið við að lag­­færa ímynd flokks­ins og þáver­andi for­­manns hans, Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, í kjöl­far frétta­fultn­ings af aflands­fé­laga­eignar Sig­mundar Dav­íðs sem opin­beruð var í Panama­skjöl­unum árið 2016. Almanna­teng­ill­inn, Viðar Garð­ars­son, setti meðal ann­ars á fót tvær varn­ar­vef­síður sem inni­héldu póli­tískan áróður fyrir hönd Sig­mundar Dav­íðs.

Í hér­aðs­dómnum kom fram að Sig­­mundur Davíð hefði sjálfur greitt Við­ari rúm­­lega eina milljón króna fyrir vef­síðu­gerð­ina og ýmis önnur við­vik sem tengd­ust und­ir­bún­ingi þing­kosn­inga haustið 2016. Á vef­­síð­­unum tveimur komu ekki fram nöfn þeirra sem að þeim stóðu heldur stóð að önnur þeirra, Pana­ma­skjol­in.is, væri á vegum stuðn­­ings­­manna Sig­­mundar Dav­­íðs og eig­in­­konu hans. Sú síð­­­ari, Islandi­allt.is, var sögð vera rek­inn af hópi ein­stak­l­inga úr ýmsum átt­um, með ólíkar stjórn­­­mála­­skoð­an­ir, sem eigi það sam­eig­in­­legt að vera stuðn­­ings­­menn Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar. Sú upp­hæð sem Sig­mundur Davíð greiddi Við­ari úr eigin vasa er langt umfram það sem ein­stak­lingur má greiða í kosn­inga­fram­lag.

Engin rann­sókn farið fram

Rík­is­end­ur­skoðun hefur sam­kvæmt lögum um stjórn­mála­sam­tök og fram­bjóð­endur eft­ir­lit með fjár­málum þeirra. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á stofn­un­ina og spurði hvort hún hefði sýnt frum­kvæði í því að rann­saka ofan­greinda hátt­semi.

Í svari Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að eft­ir­lits­heim­ildir hennar séu bundnar við að skoða árs­reikn­inga og gögn stjórn­mála­sam­taka og reikn­inga stað­festra sjóða. Í þeim til­fellum sem fjallað er um hér að ofan sé ann­ars vegar um að ræða frjáls félaga­sam­tök og hins vegar greiðslur frá ein­stak­lingi. „Stofn­unin hefur ekki heim­ildir til að kalla eftir gögnum frá eða rann­saka frjáls félaga­sam­tök nema að því leyti sem birt­ist í reikn­ings­skilum þeirra stjórn­mála­sam­taka sem við­kom­andi styð­ur. Því hefur Rík­is­end­ur­skoðun ekki haft frum­kvæði að því að rann­saka birt­ingu efnis og kaupum á aug­lýs­inga­plássi frá félaga­sam­tökum eða ein­stak­ling­um. Það flækir jafn­framt málin að í mörgum til­fellum er ekki verið að birta aug­lýs­ingar til stuðn­ings ákveðnum flokki, heldur til að fæla frá stuðn­ingi við ein­hvern annan ákveð­inn flokk.“

Kjarn­inn beindi einnig fyr­ir­spurn til lög­reglu­yf­ir­valda og spurði hvort að annað hvort lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði rann­sakað ofan­greind mál. Í svari Gunn­ars Rún­ars Svein­björns­son­ar, kynn­ing­ar­full­trúa lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, kemur fram að eft­ir­grennslan hafi leitt í ljós að mál sem þessi hafi ekki komið til rann­sókn­ar.

Því liggur fyrir að engin eft­ir­lits­stofnun eða rann­sókn­ar­að­ili er að rann­saka hvort að fjár­mögnun nafn­lausra áróð­urs­síðna, fram­lög til frjálsra félaga­sam­taka sem beita sér í kosn­ingum eða greiðslur stjórn­mála­manna sem eru hærri en lög­bundin hámörk séu ólög­leg eða ekki.

Í skýrslu Örygg­is- og sam­vinn­u­­­stofn­unar Evr­­­ópu (ÖSE), sem birt var í kjöl­far alþing­is­­­kosn­­­ing­anna árið 2017 var þetta and­vara­leysi gagn­rýnt sér­stak­lega. Þar sagði meðal ann­ars að umboð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­­­mætum og nafn­­­lausum kosn­­­inga­á­róðri á net­miðlum væri ófull­nægj­andi.

Frétta­skýr­ingin birt­ist einnig í Mann­lífi sem kom út í dag, 11. maí. Hægt er að lesa Mann­líf hér.

Nefnd sem horfir ekki í baksýnisspegilinn

Þann 22. des­em­ber 2017 skip­aði rík­is­stjórnin nefnd um end­ur­skoðun laga um fjár­mál stjórn­mála­flokka og fram­bjóð­enda og um upp­lýs­inga­skyldu þeirra. Mark­miðið með nefnd­inni var meðal ann­ars sagt vera að „leita leiða til að tryggja fjár­mögn­un, sjálf­stæði og lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð og gagn­sæi í starf­semi allra starf­andi stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi, óháð stærð þeirra.“

Í nefnd­inni eiga sæti full­trúar allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, full­trúi frá Rík­is­end­ur­skoð­un, dóms­mála­ráðu­neyti og for­sæt­is­ráðu­neyti.

Full­trúar flokk­anna átta sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu 17. apríl síð­ast­lið­inn þar sem þeir lýstu yfir andúð á óhróðri og und­ir­róð­­­ur­s­­­starf­­­semi í kosn­­­inga­bar­áttu og ásettu sér að vinna gegn slíku.

Fram­­­kvæmda­­­stjór­­arn­ir, eða ann­­ars konar full­­­trúar flokk­anna átta sem sæti eiga þingi sem skrifa undir yfir­­lýs­ing­una, sögð­ust sam­­mála um að girða þurfi fyrir að „áróður og óhróð­­­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­­­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­­­banda­veit­­­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­­­ar.“ Í yfir­lýs­ing­unni var hins vegar ekk­ert fjallað um hvort að rann­saka ætti mögu­lega ólög­mæt atferli í aðdrag­anda síð­ustu tveggja alþing­is­kosn­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar