Auglýsing

Fyrr í dag sendu fram­kvæmda­stjórar allra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir lýstu yfir andúð á óhróðri og und­ir­róð­­ur­s­­starf­­semi í kosn­­inga­bar­áttu og ásettu sér að vinna gegn slíku.

Þar sagði að kosn­inga­bar­átta væri „lyk­il­þáttur í lýð­ræð­is­­legri stjórn­­­skipan og mik­il­vægt að hún sé mál­efna­­leg og reglum sam­­kvæm svo að kjós­­endur geti tekið upp­­lýsta ákvörð­un. Nafn­­laus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líð­­ast.“

Fram­­kvæmda­­stjór­arn­ir, eða ann­ars konar full­­trúar flokk­anna átta sem sæti eiga þingi sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una, segj­ast sam­mála um að girða þurfi fyrir að „áróður og óhróð­­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­­banda­veit­­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­­ar.“

Þetta er allt gott og bless­að. En fjarri því nóg.

Ólög­legur áróður

Í 6. grein laga um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda segir að óheim­ilt sé að veita við­töku fram­lögum frá óþekktum gef­end­um. Fyrir síð­ustu tvær kosn­ing­ar, sem fram fóru haustið 2016 og haustið 2017, var nafn­lausum áróð­urs­vélum beitt miskun­ar­laust. Sú sem var umsvifa­mest kall­aði sig „Kosn­ingar 2016“ og svo „Kosn­ingar 2017“. Henni var aug­ljós­lega stýrt af fólki sem gekk erinda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvort flokk­ur­inn lagði blessun sína yfir það er ekk­ert hægt að full­yrða um en allt efni vél­ar­inn­ar, sem flakk­aði frá því að vera skrum­skæl­ing eða hálf­sann­leikur yfir í að vera rætin ósann­indi um stjórn­mála­flokka, stjórn­mála­menn og fjöl­miðla sem nafn­lausu stjórn­end­urnir töldu ógn, hafði það mark­mið að bæta stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Um þetta er eng­inn vafi.

Auglýsing
Umræddar aug­lýs­ingar birt­ust víða á sam­fé­lags­miðlum með ærnum til­kostn­aði en auk þess voru einnig keyptar aug­lýs­ingar sem birt­ust í Youtu­be-­mynd­böndum þar sem spjót­unum var helst beint gegn Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Kostn­aður við þessa her­ferð hefur hlaupið á millj­ónum króna en eng­inn veit hver greiddi fyrir þær. Um aug­ljóst brot á lögum er að ræða og sví­virði­lega aðför að lýð­ræð­inu í ljósi þess að fjár­út­látin eru ekk­ert annað en fram­lög frá óþekktum gef­end­um. Líkt og með önnur lög­brot þá ætti lög­reglan að rann­saka mál­ið, setja sig í sam­band við alla þá miðla sem birtu aug­lýs­ingar fyr­ir­bær­is­ins og krefj­ast upp­lýs­inga um hvaða ein­stak­lingar hafi greitt fyrir birt­ingu þeirra. Ekk­ert slíkt hefur verið gert.

Hér er dæmi um mynd­band frá „Kosn­ingum 2017“ sem hefur verið horft á tæp­lega 31 þús­und sinn­um: 

VG Hverjum treystir þú?

Ósvikin lof­orð eru nán­ast upp­seld hjá VG en þó er eitt eftir sem aldrei verður svik­ið.

Posted by Kosn­ingar on Thurs­day, Oct­o­ber 27, 2016

Umrædd síða hefur haldið áfram starf­semi sinni. Nú er kast­ljós­inu meðal ann­ars beint að fjöl­miðlum sem fjalla með gagn­rýnum hætti um efna­hags­mál á Íslandi, ráð­andi meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg, og Borg­ar­línu. Aug­ljóst er því að þegar hefur verið settur út áróður sem er ætlað að hafa áhrif á kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Yfir­lýs­ing stjórn­mála­flokk­anna er því mark­laus þar sem kosn­inga­bar­áttan er þegar orðin ósönn, ógagnsæ og ómál­efna­leg. 

Borg­ar­lína

Mið­stýrður áætl­un­ar­bú­skapur er flestum stjórn­mála­mönnum hug­leik­inn. Nú þegar sjálf­sprottnar tækni­fram­farir eru að valda bylt­ingu í sam­göngu­málum - í senn í formi stór­lækk­aðst til­kostn­aðar og auk­inna afkasta, ganga hug­myndir sem að grunni til byggj­ast á 300 ára gam­alli hug­mynda­fræði spor­vagna í end­ur­nýjun líf­daga.

Posted by Kosn­ingar on Sat­ur­day, Janu­ary 20, 2018

Svo virð­ist á efni áróð­urs­síð­unnar að henni sé sér­stak­lega upp­sigað við Kjarn­ann og efn­is­tök hans. Það er stað­fest­ing á því að við séum að gera rétt.

Þeir sem nýta smugur

Í áður­nefndum lögum um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda segir einnig að hámarks­fram­lög lög­að­ila sem megi gefa stjórn­mála­sam­tökum eða fram­bjóð­endum séu 400 þús­und krón­ur. Stjórn­mála­sam­tök skulu halda sam­stæðu­reikn­ing fyrir allar ein­ingar sem undir þau falla, svo sem sér­sam­bönd, kjör­dæm­is­ráð, eign­ar­halds­fé­lög og tengdar sjálfs­eign­ar­stofn­an­ir.

En það er hægt að fara fram hjá þessum reglum líka. Það gera til dæmis Sam­tök skatt­greið­enda, frjáls félaga­sam­tök sem berj­ast fyrir skatta­lækk­unum og eru skipuð þekktu sjálf­stæð­is­fólki, í aðdrag­anda kosn­inga þegar þau kaupa aug­lýs­ingar í útvarpi og á sam­fé­lags­miðlum sem bein­ast gegn skatta­til­lögum ann­arra flokka sem eru í fram­boði. Kostn­aður við þetta var um ein milljón króna. Þetta atferli hefur ein­fald­lega fengið að líð­ast og litið á það sem kostu­lega smugu fram hjá lögum um stjórn­mála­flokka. Hægt er að sjá aug­lýs­ingu frá Sam­tökum skatt­greið­enda hér að neð­an. 

Venju­leg fjöl­skylda mun þurfa að greiða hálfa milljón króna á ári ef skatta­hækk­anir VG verða að veru­leika.

Posted by Sam­tök skatt­greið­enda on Fri­day, Oct­o­ber 20, 2017

Það voru fleiri hópar sem stóðu í svona ömur­legum mokstri. Sumir þeirra voru til vinstri og herj­uðu á t.d. Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra á hægri væng stjórn­mál­anna. Þar má nefna Kosn­inga­vakt­ina og Jæj­a-hóp­inn. Þótt umfangið hafi verið mun minna, kostn­að­ur­inn mun minni og skipu­lagn­ing áróð­urs­dreif­ing­ar­innar ekki jafn áhrifa­rík og hjá ofan­greindum þá var atferli þeirra heldur ekki í lagi. Það ætti líka að rann­saka sem lög­brot.

Allt ofan­greint var talið það alvar­legt að  í skýrslu Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofn­unar Evr­­ópu (ÖSE), sem birt var í kjöl­far alþing­is­­kosn­­ing­anna árið 2017 kom m.a. fram að umboð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­­mætum og nafn­­lausum kosn­­inga­á­róðri á net­miðlum væri ófull­nægj­andi.

Borg­aðar varn­ar­síður með póli­tískum áróðri

Það eru fleiri leiðir sem hafa verið farnar til að fara fram hjá leik­reglum kosn­inga á Íslandi. Í gær var birtur dómur í hér­aði í máli almanna­teng­ils sem taldi Fram­sókn­ar­flokk­inn skulda sér pen­ing fyrir að hafa unnið við að lag­færa ímynd flokks­ins og þáver­andi for­manns hans, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, í kjöl­far þess að Sig­mundur Davíð var opin­ber­aður sem aflands­fé­laga­eig­andi sem greiddi ekki skatta í sam­ræmi við lög og reglur í Panama­skjöl­unum á árinu 2016.

Umræddur mað­ur, Viðar Garð­ars­son, setti meðal ann­ars á fót tvær varn­ar­vef­síður fyrir Sig­mund Dav­íð. Sig­mundur Davíð greiddi honum sjálfur rúm­lega eina milljón króna fyrir vinn­una og vann sjálfur hluta þess efnis sem sett var inn á síð­urn­ar. Auk þess taldi Viðar að hann ætti inni 5,5 millj­ónir hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Á vef­síð­unum tveimur komu ekki fram nöfn þeirra sem að þeim stóðu heldur stóð að önnur þeirra, Panama­skjol­in.is, væri á vegum stuðn­ings­manna Sig­mundar Dav­íðs og eig­in­konu hans. Sú síð­ari, Islandi­allt.is,  var sagður vera rek­inn af  hópi ein­stak­linga úr ýmsum átt­um, með ólíkar stjórn­mála­skoð­an­ir, sem eigi það sam­eig­in­legt að vera stuðn­ings­menn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Báðar vef­síð­urnar voru skýr kosn­inga­á­róður í aðdrag­anda kosn­inga. Kjós­endur voru blekktir með því að rangar upp­lýs­ingar voru settar fram um hverjir stóðu af þessum vef­síð­um. Fjár­mögnun þeirra er í and­stöðu við lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda. Málið ætti að rann­saka sem lög­brot af við­eig­andi yfir­valdi.

Lög­brot á kosn­inga­dag

Þá er ótalið athæfi Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Í lok síð­asta árs komst Póst- og fjar­skipta­stofnun að því að þessir tveir flokkar hefðu brotið gegn lögum þegar þeir komu kosn­inga­á­róðri á fram­færi við fólk í kringum kosn­ing­arnar 2017.

Flokkur fólks­ins sendi 80.763 sms-skila­boð 27. októ­ber, dag­inn fyrir kjör­dag, með hvatn­ingu um að kjósa flokk­inn. Í skila­­boð­unum stóð: „Ertu med kosn­ing­ar­ett? – Nyttu rett­inn! Afnemum fri­tekju­mark og haekkum skatt­leys­is­mork. Kaer kvedja! Flokkur folks­ins X-F.“

Mið­­flokk­­ur­inn sendi 57.682 skila­­boð á kjör­dag, 28. októ­ber. Í skila­­boð­unum stóð ann­­ars veg­­ar: „Skyr framtid­ar­ar­syn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í fram­kva­emd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Mid­flokk­ur­inn.“ Og hins veg­­ar: „I dag er fagur dag­­ur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við M“.

Þetta ólög­lega athæfi hefur mjög lík­lega gert það að verkum að þessum flokkum tókst að virkja kjós­endum til að mæta á kjör­stað. Það skil­aði þeirri nið­ur­stöðu að báðir flokk­arnir fengu meira upp úr kjör­köss­unum en kann­anir höfðu bent til. Þessum lög­brotum var með öðrum orðum beitt til að hafa áhrif á fram­gang kosn­inga.

Í krafti sam­trygg­ingar

Það er engin óþarfa drama­tík að kalla allt ofan­greint aðför að lýð­ræð­inu. Það er ein­fald­lega raun­veru­leik­inn. Stjórn­mála­flokkar og fólk á þeirra vegum hefur svindlað og brotið lög til að bæta gengi sinna flokka í kosn­ing­um.

Það þarf að taka mjög alvar­lega á þess­ari stöðu með ítar­legri rann­sókn, gagn­gerum breyt­ingum á lögum og með því að draga þá til ábyrgðar sem stóðu að hinu ólög­lega athæfi. Um er að ræða kosn­inga­svindl, hreint og klárt. Og sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing um að öll dýrin í skóg­inum ætli að haga sér skikk­an­lega héðan í frá er ekki boð­legt inn­legg í þessa mjög alvar­legu umræðu.

Til að gera málið enn óskamm­feiln­ara þá hækk­uðu stjórn­mála­flokk­arnir fram­lög til síns sjálfs um 127 pró­sent í lok síð­asta árs án þess að nokkur opin umræða ætti sér stað. Þeir skipta nú á milli sín 648 millj­ónum króna á ári. Ekk­ert var fjallað um þegar orðið kosn­inga­svindl í grein­ar­gerð sem fylgdi með erind­inu. Ekk­ert var gert til að skil­yrða fram­lög skatt­greið­enda til stjórn­mála­flokka við það að þeir færu að lög­um. Skattfé var bara tekið og fært til flokka án umræðu.

Svo má minna á það að heilu fjöl­miðla­sam­steypunnar hafa fengið að reka sig kolólölega árum saman með huldufé og stunda svæs­inn póli­tískan áróður með ólög­legum lánum frá skatt­greið­endum og starfs­fólki, stétt­ar­fé­lögum og líf­eyr­is­sjóðum þeirra. 

Með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sinni í dag eru stjórn­mála­flokk­arnir allir að sam­þykkja að það megi fenna yfir fyrri myrkra­verk, sem eru and­lýð­ræð­is­leg og alvar­leg. Þau fá í raun upp­reist æru. Í krafti sam­trygg­ingar lofa allir að gera bara betur næst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari