Verið að máta saman nýjan meirihluta

Meirihlutasamstarf Viðreisnar við sitjandi meirihluta í Reykjavík er í skoðun. Viðreisn mun fara fram á aðra áferð en hefur verið og leggja m.a. áherslu á málefni atvinnulífsins og menntamál. Vilji er til að mynda nýjan meirihluta sem fyrst.

viðreisnarmeirihluti
Auglýsing

Byrjað er að máta saman hvernig meiri­hluta­sam­starf Við­reisnar og þeirra þriggja flokka sem voru í frá­far­andi meiri­hluta í Reykja­vík gæti litið út. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að óform­legir fundir hafi átt sér stað milli lyk­il­manna í Sam­fylk­ingu og Við­reisn­ar.

Stefnt sé að því að Dagur B. Egg­erts­son og Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­vitar flokk­anna í Reykja­vík, eigi sam­tal í dag. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Píratar og Vinstri grænna í Reykja­vík hitt­ust í gær til að leggja línur fyrir kom­andi við­ræð­ur.

Á­hrifa­fólk í Sjálf­stæð­is­flokknum hefur einnig verið dug­legt að hafa sam­band við fólk innan Við­reisnar til að reyna að ýta athygli flokks­ins frekar að sér. Í þeim óform­legu sam­tölum hefur verið lögð áhersla á að finna lausnir á mála­flokkum þar sem stefnur flokk­anna eru nán­ast á önd­verðu meiði svo hægt sé að ná saman um nýjan meiri­hluta.

Opin­berar yfir­lýs­ingar Við­reisnar eru þær að flokk­ur­inn sé opinn fyrir því að vinna með öll­um. Mál­efna­lega er þó ljóst að mun ein­fald­ara verður fyrir flokk­inn að fara í sam­starf með frá­far­andi meiri­hluta en Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Mið­flokki og Flokki fólks­ins sem töl­uðu t.d. gegn borg­arl­inu og yfir­stand­andi aðferð­ar­fræði við þétt­ingu byggðar í kosn­ing­un­um.

Ólíkar stefnur

Í stefnu­skrá Mið­flokks­ins stendur að marg­falda eigi hús­næði í úthverf­un­um, standa vörð um Reykja­vík­ur­flug­völl í Vatns­mýr­inni og bæta gatna­kerfið til að stytta ferða­tíma.

Flokkur fólks­ins vildi greiða götu einka­bíls­ins, fjölga mis­lægum gatna­mótum og halda flug­vell­inum á sama stað.

Auglýsing
Fyrir liggur að stefna Við­reisnar í skipu­lags-, hús­næð­is- og sam­göngu­mál­um, og gild­andi aðal­skipu­lag, rímar illa við slíkt, en betur við áherslur frá­far­andi meiri­hluta. Flokk­ur­inn vill borg­ar­línu og ann­ars konar hágæða almenn­ings­sam­göng­ur. Hann vill vinna áfram með þétt­ingu byggðar og setja nýjar stofn­vega­fram­kvæmdir í stokk. Þá vill Við­reisn hvetja til orku­skipta í bíla­flot­anum með ýmsum hvata­að­gerð­um, fjölga hjóla­stíg­um, stækka gjald­skyld bíla­stæða­svæði, studdu leng­ingu gjald­skyldu­tíma og afnám á hámarki á fjölda leigu­bíla. Allt ofan­greint eru mál sem Sam­fylk­ing, Píratar og Vinstri græn myndu styðja og ríma við þeirra áhersl­ur.

Þegar kemur að veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri, er afstaða Við­reisnar skýr: „Finna þarf inn­an­lands­flugi nýja stað­setn­ingu í grennd við höf­uð­borg­ina, með þæg­indi og öryggi allra lands­manna að leið­ar­ljósi. Flug­völl­ur­inn verður áfram í Vatns­mýri þangað til að sú stað­setn­ing liggur fyr­ir. Við­reisn telur að nýr flug­völlur í Hvassa­hrauni sé lausn sem skoða þurfi til hlít­ar.“

Hvassa­hrauns­mögu­leik­inn er afrakstur vinnu Rögnu­nefnd­ar­innar svoköll­uðu. Í henni sátu meðal ann­ars Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, og Dagur B. Egg­erts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Við­reisn vill aðra áferð

Það er þó ljóst að Við­reisn mun vilja aðra áferð á nýtt meiri­hluta­sam­starf, verði af því. Þar er ekki vilji til þess að inn­koma Við­reisnar í sam­starfið verði eins og að nýtt hjól sé sett undir gamlan vagn til að hann geti rúllað áfram.

Eitt sem verður þar til umræðu er hvort að leita eigi að utan­að­kom­andi aðila til að taka að sér borg­ar­stjóra­stól­inn.

Þá mun Við­reisn fara fram á aukna áherslu á raf­ræna stjórn­sýslu, gagn­sætt og opið bók­hald og inn­leið­ingu jafn­launa­stað­als. En stóra málið verður þjón­usta við fyr­ir­tæki. Við­reisn lagði mikla áherslu á það í kosn­ing­unum að end­ur­skoða og ein­falda þjón­ustu við atvinnu­líf­ið, að við end­ur­skipu­lagn­ingu ráða borg­ar­innar verði til eitt ráð sem horfi sér­stak­lega til atvinnu­mála og að sam­keppn­is­staða Reykja­víkur til að laða að sér fyr­ir­tæki verði bætt með því að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði á síð­ari hluta kom­andi kjör­tíma­bils.

Við­reisn vill líka að Reykja­vík keppi að því að alþjóð­leg fyr­ir­tæki hafi starfs­stöðvar sínar í borg­inni.

Mennta­mál líka mik­il­væg

Auk þess er vilji til þess að mennta­mál verði í önd­vegi hjá nýjum meiri­hluta. Í stefnu­skrá Við­reisnar var meðal ann­ars lögð áhersla á að gera sér­stakan kjara­samn­ing við kenn­ara í Reykja­vík og hækka þar með laun þeirra til að gera leik - og grunn­skól­ana að eft­ir­sóttum vinnu­stöðv­um. Þá vill flokk­ur­inn auka fag­legt frelsi grunn­skóla­kenn­ara og gera til­raunir með ólík kennslu­form.

Við­reisn telur einnig að of mik­ill tími skóla­stjóra fari „í rekstur skóla og ekki nægi­legur tími í fag­lega for­ystu. Þessu ætlum við að breyta með því að semja um fjár­veit­ingu til grunn­skóla til þriggja ára í senn í stað eins árs. Þannig er hægt að auka sveigj­an­leika og svig­rúm til skóla­þró­un­ar. Skóla­stjórar verði fyrst og fremst fag­legir stjórn­endur skóla.“ Þá vill Við­reisn að leik­skólar séu opnir allt sum­arið og for­eldrar velji hvaða fjórar sam­felldu vikur barnið fái frí.

Aug­ljós­asti ásteyt­ing­ar­steinn­inn í mennta­málum verður þó sá að Við­reisn vill fjölga val­kostum í námi og styður fjöl­breytt rekstr­ar­form mennta­stofn­ana. Erfitt verður fyrir t.d. Vinstri græn að sætta sig við slíkt þar sem ein helsta áhersla þeirra í mennta­málum er að vinda „ofan af mark­aðsvæð­ingu í skóla­kerf­in­u“.

Tveir aðrir val­kostir ef úti­lok­anir halda

Ef ofan­greindir flokkar ná ekki saman um myndun meiri­hluta eru tveir aðrir kostir lík­leg­astir í stöð­unni, ef gengið er útfrá því að þeir fjórir flokk­ar, sitj­andi meiri­hluta­flokkar og Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem hafa opin­ber­lega úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk standi við það. 

Líkt og áður sagði getur Við­reisn­ unnið til hægri með íhalds­sam­ari flokk­unum Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og Flokki fólks­ins.

Annar mögu­leiki er að mynd­aður verði mjög vinstri­s­inn­aður meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Sós­í­alista, Pírata og Flokks fólks­ins. Hann myndi hafa eins manns meiri­hluta, líkt og hinir tveir val­kost­irnir sem hér hafa verið nefnd­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar