Sala í matvöruverslunum Haga dróst saman um 6,8 prósent milli ára

Hagar seldi vörur fyrir 6,6 milljörðum minna á síðasta rekstrarári en árið áður. Stærsta ástæðan er breytt umhverfi með tilkomu Costco. Til stendur að kaupa Olís á 10,4 milljarða. Stærstu eigendur sátu hjá við atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu.

Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni.
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni.
Auglýsing

Sala í mat­vöru­versl­unum Haga dróst saman um 6,8 pró­sent milli ára, magnið sem þær seldu minnk­aði um 3,3 pró­sent og við­skipta­vinum þeirra fækk­aði um 1,4 pró­sent. Alls minnk­aði vöru­sala félags­ins, sem er stærsti smá­sali á Íslandi, um 6,6 millj­arða króna og var 73,9 millj­arðar króna á síð­asta rekstr­ar­ári. Hún hefur ekki verið lægri frá því fyrir rekstr­ar­árið 2013/2014. Ef tekið er til­lit til aflagðrar starf­semi dróst salan um 4,5 pró­sent.

Þetta er meðal þess sem kom fram í kynn­ingu sem Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, hélt á aðal­fundi félags­ins sem fram fór á mið­viku­dag.

Rekstr­arár Haga er ann­ars konar en ann­arra félaga sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Það stendur yfir frá 1. mars til lok febr­úar hvers árs. Í árs­reikn­ingi Haga, sem birtur var í maí, kom fram að rekstr­ar­hagn­aður félags­ins hafi dreg­ist saman úr sex millj­örðum króna á rekstr­ar­ár­inu 2016/2017 í 4,1 millj­arð króna á því sem nú er nýlok­ið. Hagn­aður Haga nán­ast helm­ing­að­ist, fór úr fjórum millj­örðum króna í 2,4 millj­arða króna. Eig­in­fjár­staða félags­ins er mjög sterk, en eig­in­fjár­hlut­fallið er 61,1 pró­sent.

Auglýsing

Costco áhrifin

Helstu ástæður þess að sam­dráttur varð í rekstr­inum eru nokkuð aug­ljós­ar. Sú sem mestu máli skipti var breytt rekstr­ar­um­hverfi eftir inn­komu Costco á íslenskan mat­vöru­markað í maí 2017. Í kjöl­far þeirrar opn­unar sendu Hagar frá sér tvær afkomu­við­var­anir vegna þess sölu­sam­dráttar sem áttu sér stað á fyrstu mán­uð­unum eftir að Costco hóf starf­semi. Sam­kvæmt könnun sem birt var í Við­skipta­blað­inu eiga 67 pró­sent Íslend­inga með­lima­kort í Costco, eða hafa átt slíkt. Og 85 pró­sent þeirra hafa end­ur­nýjað kortið eða ætla sér að gera það. Costco virð­ist því vera komið til að vera.

Hluta­bréf í Högum lækk­uðu mikið í kjöl­far inn­komu Costco á íslenskan mark­að, eða um 33,8 pró­sent á árinu 2017. Þau hafa hækkað umtals­vert það sem af er árinu 2018 þótt þau séu enn 15 pró­sent verð­minni en þau voru í maí 2017.

Ætla að kaupa Olís á 10,4 millj­arða

Í kynn­ing­unni á aðal­fundi Haga voru einnig taldir til aðrir þættir sem orsaki afkom­una. Þar á meðal eru verð­hjöðn­un, kostn­að­ar­hækk­anir þar sem launa­þáttur vegur mest, lok­anir versl­ana (Þeim fækk­aði úr 52 í 46 á rekstr­ar­ár­in­u), tekju­tap vegna tíma­bund­inna lok­ana á versl­unum sem verið var að breyta og ein­skiptis­kostn­aður upp á 445 millj­ónir króna vegna leigu­skuld­bind­inga sem greiddar voru þegar ákveðið var að loka Hag­kaup í Holta­görð­um.

Ofan­greindar hag­ræð­ingar eru ekki einu við­brögðin sem Hagar hafa gripið til vegna eðl­is­breyt­inga á sam­keppn­isum­hverf­inu. Félagið reyndi að kaupa Lyfju en Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði þeim sam­runa sum­arið 2017. Í apríl sama ár til­kynntu Hagar um að félagið ætl­aði að kaupa Olís. Sam­keppn­is­eft­ir­litið and­mælti þeim sam­runa í skjali sem það sendi á Olís í lok jan­úar síð­ast­lið­inn en stjórn Haga sam­þykkti í kjöl­farið að ganga til sátta­við­ræðna við eft­ir­litið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska sam­keppni. Því er gengið út frá því að Hagar klári kaup­in. Í kynn­ing­unni kom fram að vænt kaup­verð sé 10,4 millj­arðar króna, sem er umtals­vert hærra en þeir 9,1 millj­arðar króna sem upp­haf­lega stóð til að greiða fyrir olíu­fé­lag­ið. Ástæðan er góð afkoma Olís á árinu 2017.

Gildi bók­aði um starfs­kjara­stefnu

Á aðal­fund­inum var sam­þykkt að hækka stjórn­ar­laun í Högum um tíu pró­sent. Stjórn­ar­for­maður félags­ins fær nú 660 þús­und krónur greiddar á mán­uði, vara­for­mað­ur­inn 495 þús­und krónur og aðrir stjórn­ar­menn 330 þús­und krón­ur.

Þá var ný starfs­kjara­stefna sam­þykkt en hún er óbreytt frá því sem áður var. Athygli vakti að Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi lagði fram sér­staka bókun vegna þessa og sat síðan hjá við afgreiðslu starfs­kjara­stefn­unnar ásamt þremur öðrum stórum líf­eyr­is­sjóðum sem eru á meðal helstu eig­enda Haga.

Í bókun Gildis segir m.a. að sam­kvæmt hlut­hafa­stefnu Gildis telji sjóð­ur­inn „rétt við ákvörðun launa for­stjóra að líta til innri þátta félags, launa­dreif­ingar innan þess og launa sem ætla má að for­stjóra bjóð­ist á þeim mark­aði sem félagið starfar á.[...]­mik­il­vægt er í til­felli Haga hf. að stjórn félags­ins upp­lýsi nánar um það með hvaða hætti heild­ar­laun stjórn­enda eru mótuð og við hvaða sam­an­burð þau miða“.

Í bók­un­inni er því enn fremur beint til stjórnar að „sund­ur­liða fram­vegis greiðslur til stjórn­enda þannig að greiðslur sam­kvæmt árang­urstengdu launa­kerfi komi fram og að skýrsla um fram­kvæmd starfs­kjara­stefnu verði útbúin og hér eftir birt með góðum fyr­ir­vara fyrir aðal­fund félags­ins“.

Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, var með 70,5 millj­ónir króna í laun og hlunn­indi á síð­asta rekstr­ar­ári. Það eru tæp­lega 5,9 millj­ónir króna á mán­uði. Til við­bótar greiddi félagið 13,3 millj­óna króna fram­lag í líf­eyr­is­sjóð fyrir Finn. Sam­an­lagðar greiðslur Haga til Finns (laun, hlunn­indi og líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­ur) lækk­uðu um 1,9 millj­ónir króna á milli rekstr­ar­ára.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar