Er efri millistéttin hluti af vandamálinu?

Umræðan um vaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum hefur gjarnan beinst að miklum tekjuhækkunum millljarðamæringa. Samkvæmt tveimur fræðimönnum er einangrun efri millistéttarinnar hins vegar aðalvandamálið.

Frá fjármálahverfinu Wall Street í New York.
Frá fjármálahverfinu Wall Street í New York.
Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur athygli almenn­ings á þeim vanda­málum sem tengj­ast ójöfn­uði auk­ist til muna. Alþjóð­legar stofn­anir benda á hættu­lega þróun á Vest­ur­löndum auk þess sem stjórn­mála­menn hafa beint sjónum að gríð­ar­legri tekju­söfnun efsta pró­sents­ins í tekju­dreif­ing­unni eða jafn­vel efsta 0,01 pró­sents­ins. Hins vegar er annar tekju­hóp­ur, sem gjarnan er kölluð efri milli­stétt­in, einnig hluti af vanda­mál­inu að mati tveggja fræði­manna.

9,9 pró­sentin

Hag­fræð­ing­ur­inn Matt­hew ­Stewart ­gerir ójöfnuð í Banda­ríkj­unum að umfjöll­un­ar­efni sínu í jún­í­hefti tíma­rits­ins The Atl­antic. Þar beinir hann augum að þeim þjóð­fé­lags­hópi sem vill kenna sig við efri milli­stétt, eða efstu tekju­tí­und­inni að und­an­skildu hinu rík­asta 0,1 pró­senti þjóð­ar­inn­ar. 

Sam­kvæmt ­Stewart hefur þessi hóp­ur, sem hann kallar 9,9 pró­sent­in,  fest sig í sessi sem ný yfir­stétt í Banda­ríkj­un­um. Hann fari í bestu skól­ana, búi við betri heilsu og fjar­lægist stöðugt hin 90 pró­sentin sem eru fyrir neðan hann í tekj­um.

Auglýsing

Drauma­fang­arar

Pæl­ing­ar ­Stewarts eru ekki nýjar af nál­inni, en breski rit­höf­und­ur­inn Ric­hard Reeves ­skrif­aði einnig um sama mál í bók sinni “Dr­eam Ho­arder­s,“ sem kom út í fyrra. Hér má nálgast u­mjöll­un T­he Economist um bók­ina. Þar tal­ar Reeves um þróun efri milli­stétt­ar­innar sem hluti af vanda­máli ójöfn­uð­ar, skýr lína sé á milli eigna­söfn­un­ar efsta ­tekju­fimmt­ungs­ins og hinna. Á tíma­bil­inu 1979-2013 juk­ust raun­tekjur neðstu 80 pró­sent­anna í Banda­ríkj­unum um 42% á meðan raun­tekjur efsta fimmt­ungs­ins jókst um 70% og rík­asta eina pró­sents­ins um 192%. 

Gler­gólfið

Sam­kvæmt Reeves og ­Stewart liggur meg­in­vanda­mál þess­ar­ar ­þró­un­ar í sjálfs­mynd efri milli­stétt­ar­innar Banda­ríkj­anna sem telur sig hafa kom­ist þangað á eigin verð­leik­um. Auðug börn sem kom­ast í bestu skól­ana kjósi oft að líta fram hjá því að mögu­leikar þeirra til­ ­mennt­un­ar hafi alltaf verið meiri en hjá öðr­um. Sömu sögu má segja um starfs­mögu­leika, sem ræðst af menntun og við­skipta­tengsl­um, og maka­leit. 

Mynd­band úr umfjöllun The Atl­ant­ic.

Afleið­ingar þess­arar sjálfs­myndar er sú að aðgrein­ingin milli efri milli­stétt­ar­innar og allra hinna eykst, þrátt fyrir ímynd margra af Banda­ríkj­unum sem landi mögu­leik­anna. Hreyf­an­leiki milli stétta hefur minnkað til muna þar í landi á síð­ustu ára­tugum og því eru börn lík­legri til að enda í sömu þjóð­fé­lags­stöðu og for­eldrar sín­ir. Með því ein­angr­ast efri milli­stéttin í síauknum mæli þar sem allir með­limir hennar sækj­ast í að við­halda þeirra stöðu.

Báðir höf­und­arnir telja breyt­ingu á skatt­kerf­inu nauð­syn­lega til að stemma stigu við þess­ari þró­un. Skatt­byrði lág­tekju­hópa þurfi að létta, en sam­kvæmt þeim er hún sér­stak­lega þung vest­an­hafs. Meiri­hluti skattaí­viln­ana fer til hátekju­hópa og við­heldur svoköll­uðu „gler­gólfi“ milli auð­ugra og ann­arra. 

Hver er þró­unin á Íslandi?

Besti mæli­kvarði á styrk gler­g­ólfs­ins er stétt­ar­hreyf­an­leiki milli kyn­slóða, þ.e. hversu mikið fram­tíð íbúa ræðst af þjóð­fé­lags­stöðu for­eldra þeirra. Þessi mæli­kvarði breyt­ist hægt milli ára og er því ein­angrun milli­stétt­ar­innar í Banda­ríkj­unum afleið­ing þró­unar sem átt hefur sér stað í marga ára­tugi. Ólík­legt er að svipuð staða muni koma upp á Íslandi á næst­unni, en hér er tekju­jöfn­uður hærri auk þess sem hreyf­an­leiki milli stétta er mun meiri

Hins vegar var útlit fyrir því að Ísland stefndi í sömu átt og Banda­ríkin fyrir hrun, en í kjöl­far fjár­mála­væð­ing­ar­innar sem átti sér stað fyrir rúmum ára­tug síðan jókst ójöfn­uður á Íslandi á ógn­ar­hraða. Þetta eru nið­ur­stöður nýút­gef­innar bókar Stef­áns Ólafs­sonar og Arn­aldar Sölva Krist­jáns­sonar um ójöfnuð á Íslandi. Sam­hliða fjár­mála­væð­ing­unni jókst hlut­deild efstu tekju­tí­und­ar­innar af heild­ar­tekjum þjóð­ar­inn­ar, en árið 2007 náði hún hámarki og var þá orðin mjög lík stöð­unni í Banda­ríkj­un­um. Á sama tíma dróg­ust lægri tekju­hópar aftur úr hátekju­hóp­unum og tóku jafn­framt á sig veru­lega aukna skatt­byrð­i. 

Þessi þróun tók hins vegar u-beygju eftir fjár­mála­hrunið árið 2008 og ójöfn­uður meðal Íslend­inga minnk­að­i ­jafn­hratt og hann jókst fyrir hrun. Hlut­deild efstu tekju­tí­und­ar­innar af þjóð­ar­tekjum lækk­aði sömu­leiðis hratt og er nú tölu­vert frá­brugð­inn þeirri í Banda­ríkj­un­um. 

Ein­angrun efri milli­stétt­ar­innar er afleið­ing lang­tíma­vanda­máls vest­an­hafs þar sem ójöfn­uður hefur vaxið hratt. Með meiri ójöfn­uði minnkar hreyf­an­leiki milli stétta og erf­ið­ara verður fyrir efna­minni að kom­ast í efri tekju­þrep sam­fé­lags­ins. Að mat­i ­Stewart og Reeves er nauð­syn­legt fyrir Banda­ríkin að brjóta upp það gler­gólf sem mynd­ast hefur milli auð­ugra og ann­arra, vilji þau raun­veru­lega vera „land tæki­fær­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar