Danskir bændur vita ekki sitt rjúkandi ráð

Hitabylgjan sem herjað hefur á mörg Evrópulönd undanfarnar vikur hefur valdið margvíslegum vandræðum og óþægindum. Menn og skepnur jafna sig líklega fljótt þegar hitabylgjan verður liðin hjá en ekki verður það sama sagt um jarðargróðurinn.

Korn - Mynd: Pixabay
Auglýsing

„Mér finnst rign­ingin góð“ segir í þekktum íslenskum dæg­ur­laga­texta. Þeir eru ófáir Íslend­ing­arnir sem hafa við ýmis tæki­færi, sungið hástöfum um dásemdir rign­ing­ar­inn­ar. Þótt margir Íslend­ingar syngi kannski þarna þvert um hug sér gætu margir Evr­ópu­bú­ar, að minnsta kosti nú um stund­ir, tekið undir þessa full­yrð­ingu. Flest­ir, satt að segja, búnir að fá nóg af því óvenju­lega veð­ur­fari sem ríkt hefur víð­ast hvar í álf­unni und­an­farna mán­uði og þrá rign­ingu. Engir þó kannski heitar en bændur sem sjá fram á mjög erf­iða tíma.

Rign­ing­ar­sum­arið 2017

Orða­til­tækið „í ökkla eða eyra“ þekkja flest­ir. Það lýsir ágæt­lega veðr­inu í Dan­mörku sum­arið 2017 og sumr­inu nú. Í fyrra var það úrkoman sem gerði bændum erfitt fyr­ir, beiti- og rækt­un­ar­lönd á kafi í vatni en í ár er það hins­vegar skortur á úrkomu sem erf­ið­leik­unum veld­ur. Land­bún­aður er gríð­ar­lega mik­il­væg­ur, og fyr­ir­ferð­ar­mik­ill í dönsku efna­hags­lífi en danskir bændur eru, all­flest­ir, ekki ofhaldnir og mega ekki við miklum áföll­um.

Eftir hið erf­iða ár 2017 von­uð­ust bændur eftir góðu sumri í ár en þær vonir hafa ekki ræst. Maí­mán­uður var bjartur og sól­ríkur en þegar kom fram í júní tók gam­anið að kárna, ef svo má að orði kom­ast. Varla kom deigur dropi úr lofti allan mán­uð­inn og sömu sögu er að segja af júlí­mán­uði víð­ast hvar í land­inu. Þess­ari þurrka­tíð hefur fylgt mik­ill hiti og ekki breyt­ing í vænd­um, ef marka má veð­ur­spár. Áfram­hald­andi þurr­viðri og hlý­indi næstu vik­ur.

Auglýsing

Útlitið er dökkt

Hitabylgja hefur haft mikil áhrif á danska bændur.Þótt sólin skíni glatt er útlitið hjá mörgum bændum allt annað en bjart. Tals­maður dönsku bænda­sam­tak­anna sagði að bændur teld­ust heppnir ef þeim tæk­ist að ná undir þak helm­ingi þess fóð­urs sem nauð­syn­legt er. Og það hefur nú þegar marg­vís­legar afleið­ing­ar. Margir naut­gripa­bændur eru byrj­aðir að senda hluta bústofns­ins til slátr­un­ar, löngu fyrr en ætl­unin var, enda þótt þeir telji það algjört neyð­ar­úr­ræði. Áður­nefndur tals­maður sagði nær öruggt að fjöldi bænda kæm­ist í þrot með búrekst­ur­inn, margir væru „al­veg á nipp­inu“ eins og hann orð­aði það.

Haustsán­ing er úti­lokuð

Reglur Evr­ópu­sam­bands­ins mæla svo fyrir að bændur í aðild­ar­ríkj­unum skuli sá svo­nefndri haustsán­ingu eigi síðar en 20. ágúst ár hvert. Haustsán­ing­unni er ætlað að binda köfn­un­ar­efni í jarð­veg­inum og hindra að það ber­ist í vatn. Danskir bændur segja að nú sé haustsán­ing úti­lok­uð, eins og ástandið sé nái eng­inn gróður að dafna. Í reglum ESB er að finna und­an­tekn­ing­ar­á­kvæði frá haustsán­ing­ar­dag­setn­ing­unni og telja margir danskir stjórn­mála­menn að nauð­syn­legt sé að beita þessu ákvæði.

Verð­hækk­anir á kjöti, mjólk, mjöli- og korni

Fyrir nokkrum dögum birti danska útvarp­ið, DR, á vef­síðu sinni langt við­tal við Klaus Kaiser hag­fræð­ing hjá rann­sókna- og þekk­ing­ar­setr­inu Seges. Hann spáir því að á næst­unni, jafn­vel strax í þessum mán­uði, muni danskir neyt­endur (og reyndar margir fleiri) finna fyrir umtals­verðum verð­hækk­unum á korni, mjöli og hafra­mjöli. Hækk­anir á kjöti og mjólk­ur­vörum fylgi svo fljót­lega í kjöl­far­ið. Á þess­ari stundu sé úti­lokað að spá nokkru um hve miklar þessar hækk­anir verði en þær verði umtals­verð­ar. Að sögn hag­fræð­ings­ins verða þessi áhrif ekki bundin við næstu mán­uði því í dönskum land­bún­aði sé útlitið fyrir næsta ár ekki bjart. Undir þetta taka danskir bændur sem segja næsta ár verða mjög erfitt. ,,Þurrk­arnir núna eru þeir mestu í heila öld og ekki bætir hit­inn úr skák“ sagði sér­fræð­ingur dönsku veð­ur­stof­unn­ar, DMI, í við­tali við danska útvarp­ið.

Raf­magnið og heita vatnið hækka líka í verði

Við korn­rækt fellur til mik­ill hálm­ur. Hluti hans er not­aður sem fóður en stóran hluta þess sem til fellur selja danskir bændur fjar­varma­veit­um. Um það bil 70 danskar fjar­varma­veitur kynda að stórum hluta með hálmi en nú er skortur á þessum eldi­við fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Fjar­varma­veit­urnar verða því að leita ann­arra og dýr­ari lausna (olía og/eða gas) og það þýðir hærra verð til neyt­enda. Svip­aða sögu er að segja af raf­orkunni. Í logn­inu snú­ast dönsku vind­myll­urnar ekki og þurrk­arnir í Nor­egi draga úr raf­orku­fram­leiðsl­unni þar í landi en Danir kaupa mikið raf­magn það­an. Þetta þýðir hærra orku­verð til danskra heim­ila og fyr­ir­tækja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar