Af handaböndum og faðmlögum

Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.

Handaband
Auglýsing

Víð­ast hvar á Vest­ur­löndum þykir handa­band sjálf­sagður og eðli­legur hlut­ur. Heils­ast og kveðj­ast með handa­bandi. Þannig er það ekki alls staðar og í sumum trú­ar­siðum bein­línis litið horn­auga, ef ekki bann­að, að ein­stak­lingar af gagn­stæðu kyni tak­ist í hend­ur.

Í Dan­mörku er saga handa­bands­ins rakin til árs­ins 1241, þegar Jósku lög­in, fyrstu rík­is­lög lands­ins voru stað­fest. Það gerði Valdi­mar kon­ungur annar (Valde­mar Sejr) og athöfnin fór fram í Vor­ding­borg á Suð­ur­-Jót­landi. For­máli lag­anna hefst á orð­unum „Mæth logh skal land bygi­æs“, með lögum skal land byggja. Þegar skrifað hafði verið undir laga­skjalið tók­ust menn í hend­ur. Eftir þetta handa­band varð siður í Dan­mörku að takast í hendur til að stað­festa sam­komu­lag.

Johs Nør­regaard Frand­sen pró­fessor við Sydd­ansk Uni­versitet telur að handa­band sé upp­haf­lega evr­ópskur siður sem svo hafi breiðst út um víða ver­öld. Ekki nota þó allir handa­band til að heils­ast og kveðj­ast eða inn­sigla sam­komu­lag. Sums­staðar leggur fólk lófa, gjarna hægri á hjarta­stað, aðrir leggja saman lófa þannig að þumlar nemi við bringu og hneigja sig lít­il­lega, indjánar lyfta hendi og snúa opnum lófa að þeim sem heilsað er og fleira mætti nefna. Áður­nefndur pró­fessor segir í við­tali við Danska útvarpið að það hafi ekki verið fyrr en í lok 19. aldar að Danir byrj­uðu að nota handa­bandið til að heil­ast og það voru það fyrst og fremst jafn­ingjar sem slíkt gerðu. Bóndi og hátt­settur emb­ætt­is­maður heils­uð­ust eða kvödd­ust ekki með handa­bandi fyrr en á síð­ustu öld, fram til þess tíma lyftu menn hatti eða hneigðu sig. Í dag þykir handa­band sjálf­sögð kurt­eisi, en er ekki endi­lega tákn um gagn­kvæma virð­ingu.

Auglýsing

Inn­flytj­endur og handa­bönd

Fyrr á þessu ári kynnti danska rík­is­stjórnin nýjar reglur varð­andi skil­yrði þess að öðl­ast danskan rík­is­borg­ara­rétt. Regl­urnar gera ráð fyrir að hver umsækj­andi taki þátt í sér­stakri athöfn í sínu lög­sagn­ar­um­dæmi og skuld­binda sig til að halda í heiðri dönsk gildi. Þar var sér­stak­lega til­greint að við áður­nefnda athöfn skuli umsækj­and­inn taka í hönd emb­ætt­is­manns sem stjórnar athöfn­inni.

Fyrr á árinu kom upp til­vik í Sviss þar sem hjónum var neitað um rík­is­borg­ara­rétt eftir að annað þeirra neit­aði að taka í hönd emb­ætt­is­manns af gagn­stæðu kyni. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála hefur margoft lýst yfir að handa­bandið sé ófrá­víkj­an­legt skil­yrði fyrir rík­is­borg­ara­rétti í Dan­mörku. Lík­legt má telja þeim sem sækja um danskan rík­is­borg­ara­rétt fjölgi mikið á næstu árum og í hópi umsækj­enda verði margir sem ekki geta hugsað sér að taka í hönd­ina á ein­hverjum af gagn­stæðu kyni. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála segir þetta ekki flókið mál, þeir sem ekki sætta sig við danskar reglur fari bara úr landi. Punktur og basta.

„Faðmlagsfár“ Mynd: Pexels

Faðm­lögin

Í Suð­ur- og Mið Evr­ópu hafa faðm­lög, þegar ætt­ingjar og vinir hittast, tíðkast árum sam­an. Þar faðm­ast skóla- og vinnu­fé­lagar iðu­lega að morgni dags og jafn­vel líka þegar haldið er heim á leið. Hér í norðr­inu var slíkt vangaflens hins­vegar lengst af bundið við fjöl­skyldu og nán­ustu vini, handa­band ann­ars staðar talið full­nægj­andi. Nú er þetta breytt. Nú faðm­ast fólk í tíma og ótíma, og margir telja faðm­lagið bein­línis hollt, bæði fyrir lík­ama og sál. En ekki eru allir jafn hrifnir af þessu „faðm­laga­fári“.

Banna faðm­lög

Sveit­ar­stjórnin í Hørs­holm á Sjá­landi sam­þykkti fyrir fjórum árum að ekki væri æski­legt að emb­ætt­is­menn sveit­ar­fé­lags­ins og kjörnir pói­tískir full­trúar föðm­uð­ust þegar þeir hitt­ust vegna starfa sinna. Þá voru þetta til­mæli. En fyrir skömmu hnykkti sveit­ar­stjórnin á þessum til­mælum og bætti reyndar um bet­ur. Bann­aði ein­fald­lega þetta „krammeri“ eins og borg­ar­stjór­inn Morten Slot­ved, orð­aði það. Faðm­laga­bannið vakti mikla athygli og varð víða aðhlát­ursefni.

Borg­ar­stjór­inn reyndi síðar að draga í land og sagði í við­tali við Danska útvarpið að þetta væri ekki bann, heldur ein­dregin til­mæli. Þegar hann var spurður hvers­vegna væri ástæða til að fjalla um faðm­lög, og jafn­vel banna, svar­aði hann því til að faðm­lag hefði ákveðna merk­ingu og nefndi dæmi: „Barnið þitt á í erf­ið­leikum í skól­an­um, þú hefur hitt skóla­stjór­ann og það skilar engu. Fyrir þitt til­stilli er hald­inn fundur þar sem þú mæt­ir, ásamt skóla­stjór­anum og einum bæj­ar­full­trúa. Þeir eru báðir karl­ar. Þegar bæj­ar­full­trú­inn kemur til fund­ar­ins faðm­ast þeir, hann og skóla­stjór­inn, en báðir heilsuðu þér með handa­bandi. Þetta eru skýr skila­boð um að þú sitjir ekki við sama borð.“

„Faðm­laga­mál­ið“ hefur verið rætt í stjórnum margra sveit­ar­fé­laga en hvergi hafa, enn sem komið er, verið settar reglur um þessi mál.

Þing­menn vilja ekki faðm­laga­bann

Umræðan um faðm­laga­bannið (eða til­mæl­in) í Hørs­holm hefur ratað inn í þingsal­ina á Krist­jáns­borg. Þar var tals­vert um það rætt fyrir nokkru þegar lög­reglu­kona í ein­kenn­is­bún­ingi faðm­aði múslíma­konu, sem bar niqab. Atvikið átti sér stað á mót­mæla­fundi vegna búrku­banns­ins svo­nefnda, sem tók gildi fyrir skömmu, en sam­kvæmt því varðar sektum að hylja and­lit sitt, á almanna­færi.

Margir þing­menn tjáðu sig um þetta atvik, og sýnd­ist sitt hverjum og myndir af faðm­lag­inu birt­ust í fjöl­miðlum víða um heim. Frétta­menn danska útvarps­ins spurðu marga þing­menn hvort þeir væru fylgj­andi faðm­laga­banni á þing­inu. Meiri­hluti þeirra sem rætt var við sögð­ust ekki fylgj­andi slíku banni á Krist­jáns­borg en nokkrir þeirra sögðu að „krammeri“ þing­manna væri allt of mik­ið. „Maður getur varla snúið sér við á göngum þing­húss­ins án þess að mæta ein­hverjum sem endi­lega vill faðma mann“ sagði Ber­tel Haarder sem setið hefur mjög lengi á þingi og bætti við „ég kann ekki við þetta en hvað getur maður gert“. Hann sagð­ist þó ekki vilja setja ein­hverjar sér­stakar regl­ur, slíkt væri frá­leitt. Margir þing­menn hafa gert góð­lát­legt grín að faðm­laga­bann­inu í Hørs­holm og einn úr þeirra hópi sagð­ist hafa kíkt á daga­talið þegar hann las frétt­ina um bannið og bætti hann við: „En það var ekki 1. apríl.“

P.s. Fyrir áhuga­fólk um faðm­lög og handa­bönd má vekja athygli á pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum fyrir nokkru undir heit­inu: Faðm­laga­áráttan og dönsku handa­bands­sam­tök­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar