Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni

Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.

wessman btb
Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús Main­see Hold­ing ehf. hefur stefnt Glitni HoldCo, félagi utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitis og vill rifta greiðslu á skuld Main­see Hold­ing við Glitni HoldCo upp á tæp­lega 6,7 millj­ónir evra  sem fram fór með yfir­töku Glitnis HoldCo á hendur félag­inu Salt Invest­ment, sem í dag heitir Bell­mann ehf. 

­Eig­endur þess félags eru skráðir Róbert Wessman (87,5 pró­sent), Matth­ías H. Johann­es­sen (1,9 pró­sent) auk þess sem Bell­mann á 10,6 pró­sent hlut í sjálfu sér.

Vegna þess­arar rift­unar vill þrota­búið að Glitnir HoldCo greiði sér tæp­lega 1,1 millj­arð króna auk vaxta og máls­kostn­að­ar. 

Gert er ráð fyrir að sex menn verði látnir bera vitni í mál­inu: Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, Róbert Wess­man, Árna Harð­ar­son, Gunnar Eng­il­berts­son, Sig­ur­geir Guð­laugs­son og Matth­ías H. Johann­es­sen.

Björgólfur Thor borgar

Það sem er athygl­is­vert við stefn­una er að stærsti kröfu­hafi Main­see Hold­ing er Glitnir HoldCo. Af þeim 13,9 millj­arða kröfum sem lýst var í búið lýsti félagið 9,1 millj­örðum króna í það. Því er verið að stefna stærsta kröfu­haf­an­um.

Einn annar kröfu­hafi er til stað­ar, Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, sem lýsti kröfu upp á 4,7 millj­arða króna. Í stefn­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að á skipta­fundi þann 7. sept­em­ber 2018 hafi skipta­stjóri þrota­bús­ins, Sveinn Andri Sveins­son, upp­lýst að ekki væru til fjár­munir í búinu til að höfða rift­un­ar­mál vegna greiðslu á skuld Main­see Hold­ing við Glitni. Til að hægt yrði að ráð­ast í máls­höfðun yrði að koma til ábyrgðar frá ein­hverjum kröfu­hafa.

Auglýsing
Síðan segir orð­rétt: „Lög­maður Björg­ólfs Thors óskaði bókað að hann stað­festi fyrir hönd hans að hann ábyrgist greiðslu alls kostn­aðar skipta­stjóra (þóknun og útlagður kostn­að­ur) vegna þess rift­un­ar­máls sem skipta­stjóri hefði boðað að yrði höfð­að.“

Deilur sem teygja sig langt aftur

Main­see Hold­ing var úrskurðað gjald­þrota 7. febr­úar síð­ast­lið­inn og Sveinn Andri skip­aður skipta­stjóri. Félagið var stofnað í júlí 2007 og var í jafnri eigu Novator Pharma, fé­lags Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­­son­­ar, og Salt Pharma, sem var í eigu Ró­berts Wessman í gegn­um fé­lagið Salt Invest­ment. Þeir tveir voru sam­starfs­menn á árum áður en hafa tek­ist hart á, bæði opin­ber­lega og í dóm­sölum síð­ast­lið­inn ára­tug.

Main­see Hold­ing hélt utan um hlut þeirra í þýska lyfja­­fyr­ir­tæk­inu Main­see Pharma GmbH. Björgólfur Thor og Róbert Wessman geng­ust báðir undir per­sónu­legar ábyrgð á efndum láns sem félagið fékk hjá Glitni haustið 2007.

Sam­kvæmt stefn­unni tók Glitnir HoldCo yfir Main­see Hold­ing 4. nóv­em­ber 2009. „Var félagið síðar selt dótt­ur­fé­lagi bank­ans, GL Invest­ments ehf. Rúmu ári síðar seldi bank­inn þýsku dótt­ur­fé­lagi Act­a­vis Group hf. lyf­sölu-­rekstur og ýmsar eigur Main­see Pharma GmbH en umsamið kaup­verð var 30 millj­ónir evra. Í sölu­samn­ingi var tekið fram að und­an­skilin væri við sölu eigna Main­see Pharma GmbH krafa félags­ins á hendur Salt Invest­ments ehf.“

Auglýsing
Sú krafa stafaði, sam­kvæmt stefn­unni, af milli­færslu fjár­muna upp á 4.450.000 evrur í eigu Main­see Pharma GmbHH inn á reikn­ing Salt Invest­ment ehf.

Björgólfur Thor stefndi Róberti Wessman og við­skipta­fé­laga hans Árna Harð­ar­sonar vegna þessa máls og sak­aði þá um fjár­drátt. Hann vildi að þeir myndu greiða honum tvær millj­ónir evra vegna þess. Róbert og Árni höfn­uðu ætið mála­til­bún­að­inum og sögðu hann ekki eiga sér stoð í raun­veru­leik­an­um. Þeir voru sýkn­aðir af þessum kröfum í fyrra í Hæsta­rétti. Í þeim dómi kom hins vegar fram að milli­færslan hefði verið ólög­mæt. Björgólfur Thor greiddi þann hluta Main­see-skuld­ar­innar sem hann var í per­sónu­legri ábyrgð fyrir í skulda­upp­gjöri sínu sem fram fór árið 2010 og byggði krafa hans á því að end­ur­heimta það fé.

Ræddu sættir

Sum­arið 2011 var gerð sam­runa­á­ætlun fyrir Main­see Pharma GmbH og Main­see Hold­ing. Við það rann fyrr­nefnda félagið inn í Main­see Hold­ing, þar á meðal krafan sem það átti á hendur Salt Invest­ment. Sam­kvæmt sam­runa­efna­hags­reikn­ingi var skuldin þá rúm­lega einn millj­arður króna. Í síð­ari árs­reikn­ingum hafði þessi krafa hins vegar fallið út.

Í stefn­unni seg­ir: „Aðspurður um það við skýrslu­töku hjá skipta­stjóra þann 12. febr­úar 2018...hvernig upp­gjör á kröfu Salt Invest­ment hefði farið fram, greindi Ingólfur Hauks­son stjórn­ar­for­maður frá því að þann 15. febr­úar 2011 hefði verið gert sam­komu­lag milli Glitnis Banka hf (núna Glitnir HoldCo) og Main­see GmbH þar sem Glitnir keypti kröf­una á hendur Salt Invest­ment miðað við stöðu kröf­unnar þá, á 6.668.309 evra. Kom þessi fjár­hæð til lækk­unar á kröfu Glitnis á hendur Main­see Gmb­H[...]Einnig greindi Ingólfur frá því að ástæða þess að beðið var um skipti á stefn­anda var að félagið hafði enga starf­semi með hönd­um, tekjur voru engar og skuldir mjög miklar við Glitni, þ.e.a.s. eft­ir­stöðvar á þess­ari upp­haf­legu fjár­mögnun Glitnis Banka.“

Skipta­stjóri Main­see Hold­ing sendi Glitni HoldCo bréf 29. júní 2018 þar sem hann til­kynnti um að kaupum Glitnis HoldCo á kröfu á Salt Invest­ment væri rift og fór fram á að Glitnir HoldCo myndi greiða þrota­bú­inu tæp­lega 1,1 millj­arð króna auk vaxta. Glitnir HoldCo hafn­aði þessum mála­til­bún­aði og hélt því fram að hin fram­selda krafa hefði verið einskis virði.

Á skipta­fundi 7. sept­em­ber lét lög­maður Björg­ólfs Thors bóka að hann væri sam­mála þeirri afstöðu skipta­stjóra sem fram kæmi í bréfum hans til Glitnis HoldCo. „Lýsti hann því yfir að hann teldi fullt til­efni til þess að höfða rift­un­ar­mál vegna kaupa stefnda á kröfu stefn­anda á hend-ur Salt Invest­ments.“ Í kjöl­farið stað­festi lög­mað­ur­inn að Björgólfur Thor væri til­búin að ábyrgj­ast greiðslu alls kostn­aðar vegna rift­un­ar­máls­ins.

Lög­menn kröfu­hafanna, Glitnis HoldCo og Björg­ólfs Thors, ræddu um sættir í mál­inu bæði fyrir og eftir skipta­fund­inn. Þær sættir náð­ust ekki og því ákvað þrota­búið að stefna Glitni HoldCo vegna máls­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar