Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni

Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.

wessman btb
Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús Main­see Hold­ing ehf. hefur stefnt Glitni HoldCo, félagi utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitis og vill rifta greiðslu á skuld Main­see Hold­ing við Glitni HoldCo upp á tæp­lega 6,7 millj­ónir evra  sem fram fór með yfir­töku Glitnis HoldCo á hendur félag­inu Salt Invest­ment, sem í dag heitir Bell­mann ehf. 

­Eig­endur þess félags eru skráðir Róbert Wessman (87,5 pró­sent), Matth­ías H. Johann­es­sen (1,9 pró­sent) auk þess sem Bell­mann á 10,6 pró­sent hlut í sjálfu sér.

Vegna þess­arar rift­unar vill þrota­búið að Glitnir HoldCo greiði sér tæp­lega 1,1 millj­arð króna auk vaxta og máls­kostn­að­ar. 

Gert er ráð fyrir að sex menn verði látnir bera vitni í mál­inu: Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, Róbert Wess­man, Árna Harð­ar­son, Gunnar Eng­il­berts­son, Sig­ur­geir Guð­laugs­son og Matth­ías H. Johann­es­sen.

Björgólfur Thor borgar

Það sem er athygl­is­vert við stefn­una er að stærsti kröfu­hafi Main­see Hold­ing er Glitnir HoldCo. Af þeim 13,9 millj­arða kröfum sem lýst var í búið lýsti félagið 9,1 millj­örðum króna í það. Því er verið að stefna stærsta kröfu­haf­an­um.

Einn annar kröfu­hafi er til stað­ar, Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, sem lýsti kröfu upp á 4,7 millj­arða króna. Í stefn­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að á skipta­fundi þann 7. sept­em­ber 2018 hafi skipta­stjóri þrota­bús­ins, Sveinn Andri Sveins­son, upp­lýst að ekki væru til fjár­munir í búinu til að höfða rift­un­ar­mál vegna greiðslu á skuld Main­see Hold­ing við Glitni. Til að hægt yrði að ráð­ast í máls­höfðun yrði að koma til ábyrgðar frá ein­hverjum kröfu­hafa.

Auglýsing
Síðan segir orð­rétt: „Lög­maður Björg­ólfs Thors óskaði bókað að hann stað­festi fyrir hönd hans að hann ábyrgist greiðslu alls kostn­aðar skipta­stjóra (þóknun og útlagður kostn­að­ur) vegna þess rift­un­ar­máls sem skipta­stjóri hefði boðað að yrði höfð­að.“

Deilur sem teygja sig langt aftur

Main­see Hold­ing var úrskurðað gjald­þrota 7. febr­úar síð­ast­lið­inn og Sveinn Andri skip­aður skipta­stjóri. Félagið var stofnað í júlí 2007 og var í jafnri eigu Novator Pharma, fé­lags Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­­son­­ar, og Salt Pharma, sem var í eigu Ró­berts Wessman í gegn­um fé­lagið Salt Invest­ment. Þeir tveir voru sam­starfs­menn á árum áður en hafa tek­ist hart á, bæði opin­ber­lega og í dóm­sölum síð­ast­lið­inn ára­tug.

Main­see Hold­ing hélt utan um hlut þeirra í þýska lyfja­­fyr­ir­tæk­inu Main­see Pharma GmbH. Björgólfur Thor og Róbert Wessman geng­ust báðir undir per­sónu­legar ábyrgð á efndum láns sem félagið fékk hjá Glitni haustið 2007.

Sam­kvæmt stefn­unni tók Glitnir HoldCo yfir Main­see Hold­ing 4. nóv­em­ber 2009. „Var félagið síðar selt dótt­ur­fé­lagi bank­ans, GL Invest­ments ehf. Rúmu ári síðar seldi bank­inn þýsku dótt­ur­fé­lagi Act­a­vis Group hf. lyf­sölu-­rekstur og ýmsar eigur Main­see Pharma GmbH en umsamið kaup­verð var 30 millj­ónir evra. Í sölu­samn­ingi var tekið fram að und­an­skilin væri við sölu eigna Main­see Pharma GmbH krafa félags­ins á hendur Salt Invest­ments ehf.“

Auglýsing
Sú krafa stafaði, sam­kvæmt stefn­unni, af milli­færslu fjár­muna upp á 4.450.000 evrur í eigu Main­see Pharma GmbHH inn á reikn­ing Salt Invest­ment ehf.

Björgólfur Thor stefndi Róberti Wessman og við­skipta­fé­laga hans Árna Harð­ar­sonar vegna þessa máls og sak­aði þá um fjár­drátt. Hann vildi að þeir myndu greiða honum tvær millj­ónir evra vegna þess. Róbert og Árni höfn­uðu ætið mála­til­bún­að­inum og sögðu hann ekki eiga sér stoð í raun­veru­leik­an­um. Þeir voru sýkn­aðir af þessum kröfum í fyrra í Hæsta­rétti. Í þeim dómi kom hins vegar fram að milli­færslan hefði verið ólög­mæt. Björgólfur Thor greiddi þann hluta Main­see-skuld­ar­innar sem hann var í per­sónu­legri ábyrgð fyrir í skulda­upp­gjöri sínu sem fram fór árið 2010 og byggði krafa hans á því að end­ur­heimta það fé.

Ræddu sættir

Sum­arið 2011 var gerð sam­runa­á­ætlun fyrir Main­see Pharma GmbH og Main­see Hold­ing. Við það rann fyrr­nefnda félagið inn í Main­see Hold­ing, þar á meðal krafan sem það átti á hendur Salt Invest­ment. Sam­kvæmt sam­runa­efna­hags­reikn­ingi var skuldin þá rúm­lega einn millj­arður króna. Í síð­ari árs­reikn­ingum hafði þessi krafa hins vegar fallið út.

Í stefn­unni seg­ir: „Aðspurður um það við skýrslu­töku hjá skipta­stjóra þann 12. febr­úar 2018...hvernig upp­gjör á kröfu Salt Invest­ment hefði farið fram, greindi Ingólfur Hauks­son stjórn­ar­for­maður frá því að þann 15. febr­úar 2011 hefði verið gert sam­komu­lag milli Glitnis Banka hf (núna Glitnir HoldCo) og Main­see GmbH þar sem Glitnir keypti kröf­una á hendur Salt Invest­ment miðað við stöðu kröf­unnar þá, á 6.668.309 evra. Kom þessi fjár­hæð til lækk­unar á kröfu Glitnis á hendur Main­see Gmb­H[...]Einnig greindi Ingólfur frá því að ástæða þess að beðið var um skipti á stefn­anda var að félagið hafði enga starf­semi með hönd­um, tekjur voru engar og skuldir mjög miklar við Glitni, þ.e.a.s. eft­ir­stöðvar á þess­ari upp­haf­legu fjár­mögnun Glitnis Banka.“

Skipta­stjóri Main­see Hold­ing sendi Glitni HoldCo bréf 29. júní 2018 þar sem hann til­kynnti um að kaupum Glitnis HoldCo á kröfu á Salt Invest­ment væri rift og fór fram á að Glitnir HoldCo myndi greiða þrota­bú­inu tæp­lega 1,1 millj­arð króna auk vaxta. Glitnir HoldCo hafn­aði þessum mála­til­bún­aði og hélt því fram að hin fram­selda krafa hefði verið einskis virði.

Á skipta­fundi 7. sept­em­ber lét lög­maður Björg­ólfs Thors bóka að hann væri sam­mála þeirri afstöðu skipta­stjóra sem fram kæmi í bréfum hans til Glitnis HoldCo. „Lýsti hann því yfir að hann teldi fullt til­efni til þess að höfða rift­un­ar­mál vegna kaupa stefnda á kröfu stefn­anda á hend-ur Salt Invest­ments.“ Í kjöl­farið stað­festi lög­mað­ur­inn að Björgólfur Thor væri til­búin að ábyrgj­ast greiðslu alls kostn­aðar vegna rift­un­ar­máls­ins.

Lög­menn kröfu­hafanna, Glitnis HoldCo og Björg­ólfs Thors, ræddu um sættir í mál­inu bæði fyrir og eftir skipta­fund­inn. Þær sættir náð­ust ekki og því ákvað þrota­búið að stefna Glitni HoldCo vegna máls­ins.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar